Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Side 6
6
Viðskipti
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991.
ÓDÝR SÓLUÐ
SUMARDEKK
STÆRDIR STADGREIÐSLUVERD
135SR13 kr. 2.235.
145SR12 kr. 2.155.
145SR13 kr. 2.240.
155SR13 kr. 2.270.
165SR13 kr. 2.345.
175SR14 kr. 2.765.
185SR14 kr. 3.155.
175/70SR13 kr. 2.795.
185/70SR13 kr. 2.880.
185/70SR14 kr. 3.185.
195/70SR14 kr. 3.190.
205/70SR14 kr. 3.530.
ÚRVAL AF ÖÐRUM
HJÓLBÖRÐUM. UMFELGUN,
SKIPTING, JAFNVÆGISSTILL-
ING
FRÁ KR. 2970 STAÐGR.
Greiðslukortapjonusla og raðgreiðslur.
COMBI
CAMP
COMBI CAMP er traustur
og góður félagi í ferðalagið.
Léttur í drætti og audveld-
ur í notkun.
COMBI CAMP er hlýr og
þægilegur með fast gólf í
svefn og íverurými.
COMBI CAMP er á sterk-
byggðum galvaniseruðum
undirvagni, sérhönnuðum
fyrir íslenskar aðstæður, á
fjöðrum, dempurum og
10" hjólbörðum.
COMBI CAMP er einn
niest seldi tjaldvagninn á
íslandi undanfarin ár og á
hann fæst úrval aukahluta.
COMBI CAMP er til sýnis
í sýningarsal okkar.
TÍTANhf
LÁGMÚLA 7
SÍMI 84077
Dollaralán þjóðarinnar:
Hækkuðu um millj-
arð á einni helqi
Gengi dollarans hefur heldur betur verið fljótandi að undanförnu. Hann
hefur verið á hraðferð upp á við og hækkaði um 70 aura sjálfa kosninga-
helgina.
Kosningahelgina hækkaði dollar-
inn um 70 aura gagnvart íslensku
krónunni. Þessi hækkun hafði það í
for með sér að dollaralán þjóðarinn-
ar hækkuðum um einn milljarð
króna. Þetta skýrir hvers vegna fjár-
málastjórar íslenskra fyrirtækja,
sem skulda í dollurum, fylgjast í
svitakófi með hraðferö dollarans upp
á við. Að vísu sljákkaði aðeins í hon-
um á miðvikudaginn þegar seðla-
bankar stærstu iðnríkjanna tóku sig
saman um að selja hann.
Ofurtrú á dollar
Það voru ekki úrslit kosninganna
á íslandi sem réðu því að gengi krón-
unnar féll um 70 aura kosningahelg-
ina. Ástæðan er þróunin á erlendum
gjaldeyrismörkuðum. Kaupendur
gjaldmiðla hafa einfaldlega trú á
gamla góða dollaranum og kaupa
hann. Eftirspurnin hækkar þann
gamla í verði.
Jakob Gunnarsson, hagfræðingur
hjá Seðlabanka, segir að miðað við
óbreytt meðalgengi krónunnar hafl
12 prósent hækkun dollarans frá ára-
mótum hækkað erlendar skuldir
þjóðarinnar um 4,5 prósent eða um
7,5 milljarða króna. Óbreytt meðal-
gengi krónunnar þýðir að um leið
og dollarinn hækkar í verði lækka
Evrópumyntirnar á móti.
Dollaraskuldir þjóðarinnar
um 1,5 milljarðar dollara
Um síðustu áramót voru erlendar
skuldir þjóðarinnar um 175 milljarð-
ar króna. Þar af var um helmingur
dollaralán, eða um 1,5 milljarðar
dollara.
Einn þeirra sem fylgjast grannt
meö þróun dollarans á alþjóðavett-
vangi er Jón Sigurgeirsson í alþjóða-
deild Seðlabankans. Hann segir að
vegna sigurs bandamanna í Persa-
flóastríðinu og tæknilegra yfirburða
Bandaríkjamanna hafi gripið um sig
mikil bjartsýni um getu Bandaríkja-
manna í efnahagsmálum. Þá hafi
væntingar um lækkandi olíuverð
eytt ákveðinni óvissu.
Vextir vestan hafs
ekki lækkaðir meira
„Hlutfall atvinnulausra hefur ver-
ið að hækka í Bandaríkjunum síð-
ustu mánuði og hefur varla verið
meira í um fimm ár. Sömuleiðis hafa
aðrir hagvísar sýnt einkenni hæga-
gangs í efnahagslífmu þrátt fyrir
vaxtalækkanir síðustu mánaða. Fyr-
ir skömmu komu svo tölur um að
verðbólga í Bandaríkjunum væri lítil
og í framhaldi af því töldu menn að
seðlabankinn myndi lækka vextina.
Það óvænta gerðist hins vegar í síð-
ustu viku að seðlabankinn í Banda-
ríkjunum sagði að frekari vaxta-
lækkana væri ekki að vænta.“
Bestu tölur í átta ár
um vöruskiptajöfnuð
Jón segir að í kjölfar þessarar yfir-
lýsingar seðlabankans hafi birst
vikulegar tölur um atvinnuþátttöku
sem hafi sýnt betri útkomu en menn
bjuggust við. Næst komu svo bestu
tölur í átta ár um vöruskiptajöfnuð
Bandaríkjamanna en hann var að-
eins óhagstæður um 5,3 milljarða
dollara í síðasta mánuði. „Við þetta
fór dollarinn aðeins upp á við enda
vilja menn trúa að dollarinn fari upp
á við.“
Um síðustu helgi tapaði flokkur
Helmuts Kohl, kanslara Þýskalands,
óvænt í héraðskosningum. Við þaö
steig dollarinn og markaðsvextir
dollarans.
Jón segir aö nú horfi menn fram á
það við sameiningu Þýskalands að
vaxtahækkanir verði ekki eins mikl-
ar og búist var við. Auk þess sé útlit
fyrir að þýska stjórnin sé með
bundna skó í skattahækkunum
vegna taps flokks Kohls en það geti
leitt til halla á ríkissjóði og aukinnar
verðbólgu. Loks sé óvissa um framtíð
Gorbatsjovs í Sovétríkjunum og allt
þetta hafi áhrif til lækkunar þýska
marksins.
„Það er almennt hald manna á
gjaldeyrismörkuðum að í lok janúar,
þegar dollarinn fór í 1,4440 þýsk
mörk, hafi dollarinn náð lágmarki í
þessari hagsveiflu. Hvað sem gerist
á næstunni fari hann ekki niður fyr-
ir þetta sögulega lágmark í lok jan-
úar.“
Ástæðan fyrir því að dollarinn
lækkaði úr 61,55 í 60,83 krónur á
miðvikudaginn er sú að seðlabankar
Evrópuríkjanna voru með sameigin-
legt átak í að selja dollar á alþjóðleg-
um gjaldeyrismörkuðum til að lækka
hann í verði. Til viðbótar hafi minni
eftirspurn eftir varanlegum vörum
vestan hafs og loks fyrirhugaður
fundur iðnríkjanna sjö um þessa
helgi haft áhrif.
Loks má geta þess að þegar dollar-
inn reis hæst á þriðjudaginn var
hann 1,768 þýsk mörk.
-JGH
Hitasveiflurnar breyta verðinu
í síðustu viku var verðið erlendis
nokkuð breytilegt. Suma daga hefur
það lækkað nokkuð mikið en aðra
daga orðið betra. Með sumri og batn-
andi veðri ög hitasveiflum má búast
við að verðið verði ekki eins stöðugt
og það hefur verið í vetur.
Margir halda því fram að fiskveiði-
stefna EB sé ákaflega illa hugsuð og
svo langt hefur þetta gengið að sum-
ar þjóðir hafa haft það á orði að þær
vilji sína eigin fiskveiðistefnu.
Nokkurrar óánægju gætti með
páskastoppið varðandi fiskflutning
hinna ýmsu markaða, þó mun ekki
hafa borið á þessu við íslenska fisk-
seljendur en umboðsmenn Norð-
manna á Englandi hafa kvartað við
norska útflytjendur. Það mun reyna
mikið á Aflamiðlunina þegar fram á
sumarið kemur með það að ekki fari
óhóflega mikill fiskur á erlenda
markaðinn.
Bretland
Bv. Páll seldi afla sinn í Hull, alls
66,5 tonn fyrir 9,5 milljónir kr. Meðal-
verð 142,99 kr. kg. Þorskur var á
hæsta verði, 170,44 kr. kg, ýsa 218,77
en annar fiskur var á lægra verði.
Bv. Óskar Halldórsson seldi í Hull
22. apríl, alls 75,5 tonn fyrir 10,8 millj-
ónir kr. Verð á þorski var 144,42 kr.
kg, ýsu 164,37, ufsa 74,48 og karfa
69,40 kr. kg.
Fiskmarkaðurinn
Ingólfur Stefánsson
Úr gámum voru seld ails 848,6 tonn
fyrir 132,9 milljónir kr. Meðalverð
var 154,62 kr. kg. Þorskurinn seldist
á 170,62 kr. kg, ýsan 206,53, ufsi 88,97,
karfi 62,46, koli 135,50 og blandað
152,32 kr. kg.
Þýskaland
Bv. Engey seldi í Bremerhaven 22.
apríl, alls 223 tonn fyrir 24,5 milljón-
ir kr. Meðalverð var 109,71 kr. kg.
Þorskur seldist á 121,29 kr. kg, ýsa
156,60, ufsi 101,54, karfi 107,08, grá-
lúða 117,21 og blandað 186,70 kr. kg.
Bv. Gullver seldi í Bremerhaven
19. apríl, alls 175 tonn fyrir 14,2 millj-
ónir kr. Meðalverð var 81,17 kr. kg.
Bv. Bessi seldi 19. apríl alls 265 tonn
fyrir 29 milljónir kr. Meðalverð úr
þessum tveim sölum er sem hér seg-
ir: Þorskur 119,25 kr. kg, ýsa 190,85,
ufsi 80,31, karfi 80,31 og grálúða
103,49 kr. kg.
Rækjuverð lækkar í Noregi
Bodö: Einhverjar hörðustu um-
ræður um verðlagningu á fiski hafa
nú tekið enda. Fiskindustrien Lands-
forening og Norges Fiskerlag hafa
orðið sammála um eftirfarandi: í
fyrsta lagi að lækka verðið á rækj-
unni almennt um 1,30 kr. norskar
kg eða um 12,20 íslenskar kr. kg.
Hluti lækkunarinnar fer til að greiða
vexti og geymslukostnað sem nemur
0,50 nkr. kg eða 4,70 ísl. kr. kg. Eftir
stendur að lækkunin er í raun um
4,70 ísl. kr. kg. Ráfisklaget mun reyna
að fá framgengt jöfnunargjaldi sem
er 3,70 kr. kg þar til skip hefur fiskað
80 tonn, síðan minnkandi eftir því
hvað veiðin er mikil.
Torill Munter blaðamaður
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÖVERÐTR. (%) hæst
Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 4,5-5 Lb
3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp
6 mán. uppsögn 5,5-8 Sp
Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp
Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIKN. 4,5-5 Lb
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Nema Ib
15-24 mán. 6-6,5 Ib.Sp
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisb. reikningar í SDR7.4-8 Lb
Gengisb. reikningar í ECU 8,1 -9 Lb
ÖBUNDNIR StRKJARAR
Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir
Cverðtr. kjör, hreyfðir . 10,25-10,5 Nema Ib
BUNDNIR SKIPTIKJARAR.
Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb
óverðtr. kjör 12,25-13 Bb
INNL.GJALDEYRISR.
Bandaríkjadalir 5-5,25 Bb
Sterlingspund 11-11,1 SP
Vestur-þýskmörk 7,75-8 Sp
Danskarkrónur 8-8,6 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN överðtr. (%) lægst
Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
H laupareikningar (vfirdr.) útLanverðtr. 18,75-19 Bb
Skuldabréf , afurðalAn 7,75-8,25 Lb
Isl.krónur 14,75-15,5 Lb
SDR 9,75-9,9 Nema Sp
Bandaríkjadalir 8-8,5 Lb
Sterlingspund 14-14,25 Lb
Vestur-þýsk mörk 10,75-10,8 Lb.lb.Bb
Húsnæðislán 4,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Cverðtr. mars 91 Verðtr. apríl 91 15,5 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala apríl 3035 stig
Lánskjaravísitala mars 3009 stig
Byggingavísitala apríl 580 stig
Byggingavísitala apríl 181,2 stig
Framfærsluvísitala apríl 151 stig
Húsaleiguvísitala 3% hækkun . apríl
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóöa
Einingabréf 1 5,534
Einingabréf 2 2,987
Einingabréf 3 3,628
Skammtímabréf 1,852
Kjarabréf 5,429
Markbréf 2,896
Tekjubréf 2,080
Skyndibréf 1,614
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,653
Sjóðsbréf 2 1,858
Sjóðsbréf 3 1,838
Sjóðsbréf 4 1,594
Sjóðsbréf 5 1,108
Vaxtarbréf 1,8831
Valbréf 1.7527
Islandsbréf 1,149
Fjórðungsbréf 1,080
Þingbréf 1,148
öndvegisbréf 1,136
Sýslubréf 1,160
Reiðubréf 1,124
Heimsbréf 1,058
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40
Eimskip 5,40 5,62
Flugleiðir 2,30 2,39
Hampiðjan 1.72 1,80
Hlutabréfasjóðurinn 1,84 1.93
Eignfél. Iðnaðarb. 2,32 2,40
Eignfél. Alþýðub. 1,62 1.70
Skagstrendingur hf. 4,40 4,60
Islandsbanki hf. 1,50 1.57
Eignfél. Verslb. 1,73 1,80
Olíufélagiö hf. 5,40 5,65
Grandi hf. 2,48 2,65
Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05
Skeljungur hf. 5,75 6,00
Armannsfell hf. 2,35 2,45
Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42
Útgerðarfélag Ak. 4,05 4,20
Olís 2,25 2,35
Hlutabréfasjóður VlB 0,99 1,04
Almenni hlutabréfasj. 1,05 1,09
Auðlindarbréf 0,990 1,042
Islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11
Sildarvinnslan, Neskaup. 2,48 2,60
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
ib = Islandsbanki Lb = Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
RAUTT
UÓS
RAUTT