Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Page 8
8
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991.
It started as an
innocent fishing trip.
It became a murder hunt.
Suddénly, he was the
number one suspect.
□□[EöuF STEREO
TENNESSEE-NÆTUR
Saklaus veiölferö varö aö martröö þegar hann var grunaöur um morö en fleiri en lög-
reglan voru ó hælum hans. Myndin er byggð á skáldsögunni Minnie eftir Hans Wern-
er Kettenbach. Hörkuþriller meö Julian Sands, Stacey Dash, Ned Beatty, Brian McNam-
ara og Rod Steiger.
Tónlist I flutningi Johnnys Cash. Leikstjóri Nicholas Gessner.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11
Utlönd
íraksher lætur undan kröfum Bandaríkjamanna:
Herinn fer frá
byggðum Kúrda
írakar hafa ákveöiö að láta undan
hótunum Bandaríkjamanna og draga
allt herlið sitt frá griðasvæðinu í
norðurhluta landsins. Hermenn ír-
aka höfðu látið ófriðlega í bænum
Zakho og vakið verulegan ugg meðal
Kúrda sem ekki treysta hernum
þrátt fyrir að svo eigi að heita sem
samkomulag hafi orðið milli leiðtoga
Kúrda og Saddams Hussein, forseta
íraks, um að Kúrdar fái í framtíðinni
heimastjórn í héruðum sínum.
í morgun voru um tvö þúsund
Kúrdar á leið til Zakho en bærinn
var að mestu mannlaus meðan her-
menn íraka voru þar. Enn var þó
sagt að Kúrdar vildu vita vissu sína
um að írakar væru farnir áður en
þeir sneru heima á ný. Bandaríkja-
menn leggja mikla áherslu á að
Kúrdar snúi aftur til síns heima því
að mjög erfitt er að veita þeim aðstoð
meðan þeir hafast við í fjalllendinu
við landamæri Tyrklands.
Kúrdar kalla flóttamannabúðirnar
þar „Bílaborg" því að þeir hafast
einkum við í flutningabílum, hjól-
hýsum og öðrum vögnum. Öll hrein-
lætisaðstaða er þar hörmuleg og erf-
itt að koma við sjúkrahjálp.
Stjórnin í Bagdad þráast enn við
að viöurkenna að Bandaríkjamenn
hafi nokkuð að segja um málefni
Kúrda og krefjast þess að Sameinuðu
þjóðirnar taki við öllu hjálparstarfi
þar.
Samningar Kúrda við Saddam
Bandarikjaher ræður nú bænum Zakha í Norður-írak eftir að írakar ákváðu
að kalla menn sina þaðan frekar en að lenda í átökum við Bandaríkjamenn.
Símamynd Reuter
Hussein hafa mælst illa fyrir meðal
uppreisnarmanna af trúflokki sjíta í
Suður-írak. Þeir segja að með þessu
hafi Saddam keypt sér frið viö Kúrda
til aö geta einbeitt sér að öðrum upp-
reisnarmönnum. Það muni síðan
koma á daginn að samningarnir við
Saddam reynist einskis virði því að
hann gangi alltaf á bak orða sinna
þegar það henti honum.
Kúrdar segjast hins vegar ekki hafa
ástæðu til annars en að treysta á
þessa samninga, enda viti Saddam
að hann kalli yfir sig reiði heimsins
á ný bijóti hann nú rétt á Kúrdum.
Kúrdar hafa þó engar tryggingar fyr-
ir samningnum þótt hann verði vafa-
laust virtur meðan Bandaríkjamenn
eru með herlið á svæðinu.
Reuter
Lista-
Rokk
húsið
QUIRE BOYS
SLAUGHTER OG THUNDER
X.G.C.D OG RISAEÐLAN
16. júní 1991
kl. 12-24
úti undir berum himni
1 barn
yngra
en 10 ára
í fylgd með
fullorðnum
fær frítt inn
Kaplakrika í Hafnarfirði
Fyrstu 2.500 miðarnir verða seldir með
1000 kr. afslætti. Verð 4.500 kr.
Verð 5.500 kr.
Miðapantanir í síma 91 -674915 og 91-673745
Pepsi og matur
selt allan daginn
ATH.I Allir þeir sem ekki
fengu endurgreitt hjá
Whitesnake vinsamlega
hringi i sima 91-674915
Miðasala
og allar betri
plötuverslanir á landinu