Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991. Utlönd VÖKVASTÝRÐIR VINNUPALLAR Vinnuhæö 12 * 15* * 17 metrar Snúningur 360° - vinnufjarlægð frá mfðju 7 m Burðargeta 180 kg = 2 menn MARKAÐSÞJÓNUSTAN Símí 26984 - Fax 26904 síminnJ /Ifggi ^ ÁSKRIFTARSÍMINN V/ FYRIR LANDSBYGGÐINA: r 99-6270 - talandi dæmi um þjónustu Leiðtogakreppa í reynd í Sovétríkjunuin: Ekkert leiðtogaef ni í stað Gorbatsjovs Boris Jeltsin þykir hafa brugðist umbótasinnum i Sovétrikjunum meö því að ganga til liðs við Mikhail Gorbatsjov. Símamynd Reuter „Samkomulag þeirra Gorbatsjovs og Jeltsins er í mínum augum ekki annað en brjálæði því að ekkert er gert til að leysa efnahagsvanda Sov- étríkjanna. Samkomulagið sýnir að enn á að reyna að fela efnahagsvanda ríkisins í stað þess að ráöast gegn honum,“ sagði Anders Aslund, einn helsti sérfræðingur á Vesturlöndum í málefnum Sovétríkjanna, á sameig- inlegri ráðstefnu Alþjóða gjaldeyr- issjóðsins og Alþjóðabankans í gær. Aslund er með þessum orðum að víkja að óvæntum stuöningi Boris Jeltsins, forseta Rússlands, viö Mik- hail Gorbatsjov forseta í baráttu hans við verkfallsmenn í landinu. í samkomulaginu felst að ekki verður um skipulega andstöðu ráðamanna í Sovétríkjunum við að verkfallsmenn verði beittir hörðu. Þá tókst Gorbatsjov í kjölfarið að styrkja enn stööu sína innan Komm- únistaflokksins þegar hann hótaði að segja af sér en flokksmenn neit- uðu að taka mark á afsögninni. Stjórnmálaskýrendur eru þó flestir á því að þessi niðurstaða sýni veikleika flokksins því að hann hafi engan til að taka við völdum af Gorbatsjov. Eftir að þessi niðurstaða varð ljós sögöu flokksmenn í miðstjórn Kommúnistaflökksins að allir vissu að þaö myndi aðeins auka enn á erf- iðleikana í Sovétríkjunum ef Gor- batsjov færi frá og barátta hæflst um hver ætti að taka við af honum. Jeltsin hefur ekki stuðning til að taka við stjórn ríkisins og nú virðist hann hafa helst hug á að styöja Gor- batsjov. Efnahagssérfræðingar á Vesturlöndum óttast nú að Sovétrík- in komist endanlega í þrot á þessu ári ef ekki tekst að rétta við efnahag- inn í sumar. Þetta kemur skýrt fram í máli sér- fræöinga eins og Aslunds sem segir að Gorbatsjov hafi enga skýra stefnu í efnahagsmálum og í peningamálum hafi til þessa ekkert verið gert af viti. Aslund spáir því að fyrr en síðar taki herinn völdin og komi á stjórn með líkum hætti og varð í Póllandi árið 1981 þegar herlög voru sett til að koma í veg fyrir allsherjarupplausn ríkisins. Reuter TILBOÐ ÁRSINS VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA GETUM VIÐ BOÐIÐ UM 47.000,- KR. VERÐLÆKKUN Rubin ljós eik, 160 x 200 cm, með náttborðum og dýnum (spring- eða latexdýnur). Veró kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,- Áður kr. 146.355,- stgr. og lánaverð kr. 156.529,- Dæmi um sreiðslumáta: 1) Visa/Euro raðgreiðslur í 11 mánuði, ca 10.888,- hvern mánuð. 2) Munalán í 30 mánuði. Útborgun 27.364,-, afborgun á mánuði ca 3.500,- V' (X Jt Grensásvegi 3 0 si'mi 681144 Umboðsmenn: Austurland: Hólmar hf, Reyðarfirði. Norðurland: Vörubær, Akureyri. Vestflrðir: Húsgagnalofdð, ísafirði. Eiginkona Björns Borg reyndi sjálfsmorð Eiginkona tennisleikarans Björns Borg, ítalska söngkonana Loredana Berte, reyndi að fremja sjálfsmorð með því að taka mikiö magn róandi lyíja eftir að eiginmaöur hennar hafði reynt að sanna sig sem tennis- leikari á nýjan leik eftir átta ára hlé með hraksmánarlegum árangri. Hann tapaði fyrsta leik sínum í Monte Carlo fyrir lítt þekktum tenn- isleikara. Það var vinur frúarinnar sem lét lögreglu vita aö ekki væri allt með felldu eftir að hún hafði hringt í hann. í kjölfariö braust lögreglan inn í íbúð hennar og Björns Borg í Míl- anó. Lögreglan fann nokkur tóm piilu- glös í íbúðinni og á veggi hennar hafði hún ritaö: Ég, Loredana Berte Borg, fel sál mína guði og miskunn hans. Guð hefur sagt að hann muni fyrirgefa þeim sem syndga. Loredana mun vera á batavegi og fer að öllum líkindum heim af sjúkrahúsinu á laugardag. Eigin- maður hennar heimsótti hana í gær ítalska poppsöngkonan Loredana Borg, eiginkona Björns Borg, var uppgefin á lífinu og reyndi aö fremja sjálfsmorð. Simamynd Reuter en hann neitaði alfarið að ræða við blaðamenn um málið. Reuter Fjögurra f lokka hægri stjórn í Finnlandi Ný ríkisstjórn tekur formlega við völdum í dag undir forsæti Esko Aho frá Miðflokknum. Miðflokksmenn unnu frækinn sigur í kosningum til flnnska þingsins 17. mars og hefur frá því verið unnið að myndun nýrr- ar stjórnar. Stjórn Aho markar tímamót í fmnskri stjórnmálasögu því aö nú er lokið 25 ára forystu jafnaöar- manna í finnskum stjórnmálum. Aho er 36 ára gamall og er yngstur þeirra sem orðið hafa forsætisráð- herrar í Finnlandi. Fjórir flokkar standa saman að hýju stjórninni. Miöflokkurinn legg- ur til átta af sautján ráðherrum, enda er hann langstærstur stjórnarflokk- anna. Með í stjórninni eru einnig íhaldsmenn með sex ráðherra, Sænski þjóðarflokkurinn meö tvo ráöherra og Kristilegir skipa einn ráðherra. Til stóð að Græningjar yrðu einnig með en upp úr samningum slitnaöi þegar viðræður um myndum stjórn- ar voru komnar á lokastig vegna ósamkomulags um stefnuna í orku- málum. Aho hefur þó sagt að Græn- ingjar gætu komið inn í stjórnina síðar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.