Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Page 14
14 ?r Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Þjóðþrifamál í kosningunum á dögunum kom fram Grænt framboð í Reykjaneskjördæmi. Ekki er vitað hvers vegna Grænt framboð bauð ekki fram víðar en sjálfsagt er skýringin sú að því hefur ekki tekist að heyja saman nógu mörgum á framboðslista. Ekki hafði það heldur erindi sem erfiði á Reykjanesinu og má það í rauninni merkilegt teljast vegna þess að málstaður þess var þarfur og tlmabær og víða í Vestur-Evrópu hafa umhverfisverndarsinnar náð umtalsverðum árangri í almennum kosningum. Umhverfismál eru ofarlega á baugi á okkar dögum og öllum þorra fólks er í vaxandi mæli ljóst að verndun umhverfis og bætt umgengni er að verða forgangsverk- efni í menguðum heimi. íbúar jarðar hafa gengið á auð- lindir, ofnýtt gróður og spillt andrúmsloftinu. Eyðing ósónlagsins er raunveruleg og fyrirsjáanleg hætta á ferðum ef ekkert er að gert. Hirðuleysi gagnvart sínu nánasta umhverfi er mál hvers og eins. íslendingar eru ekki lengur stikkfrí í því átaki sem umhverfisverndar- - sinnar hafa stofnað til. Aðvörunarorð þeirra hafa borist hingað til lands og eiga erindi til okkar. Á hverju ári eyðist gróður af mannavöldum. Á hverju ári storkum við náttúrunni með hirðuleysislegri umgengni. Á hverju ári eykst mengun af völdum útblásturs bifreiða, sorpi og öðrum úrgangsefnum. Það bar ekki mikið á umræðum um umhverfismál í kosningabaráttunni. Þó má viðurkenna að flestir stjórn- málaflokkanna hafa í orði kveðnu tekið þau mál upp á • sína arma. Umhverfismálaráðuneyti var stofnað á síð- asta kjörtímabili og smám saman hafa áhugamenn um umhverfisvernd fengið áheyrn og skilning á málflutn- ingi sínum. Græna framboðið gerði sitt gagn svo langt sem það náði. í dag er formlega hleypt af stokkunum nýju fyrir- tæki, Sorpu, sem er í eigu fimm sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Fyrirtækið hefur sett upp fullkomna móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi og þar með heyra sorphaugar sögunni til. Jafnframt eru settir upp gámar víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu sem taka við rusli sem meðal annars fer í endurvinnslu. Hér verður og gert ráð fyrir eyðingu á eitur- og umhverfisspillandi efnum. Stofnun Sorpu er lofsvert framtak og til fyrirmynd- ar. Hún markar tímamót í umhverfismálum. í gær, á sumardaginn fyrsta, var efnt til fjáröflunar til eflingar skógrækt. Vonandi gekk sú fjáröflun vel, enda gegna bæði Skógræktin og Landgræðslan mikil- vægum hlutverkum í gagnsókninni gegn eyðingu gróð- urs. Með því að klæða landið að nýju, rækta það upp og verja það ágangi manna og dýra er verið að takast á við eyðileggingu íslenskrar náttúru og skila landinu í byggilegu ástandi. Þar hefur hver íslendingur skyldum að gegna. Enda þótt þannig séu ýmis góð teikn á lofti um auk- inn skilning og gott átak í umhverfismálum í nafni ráðu- neytis, sveitarfélaga og samtaka þarf hver einstaklingur í landinu að Mta í eigin barm. Umhverfismál eru þess eðlis að það er erfitt að setja reglur sem allir fara eftir og það er auðvelt að eyða því sem grætt hefur verið upp. Góð umgengni og rétt viðhorf sérhvers einstakl- ings er eina leiðin til að hreint land fái þrifist og barátt- an skili árangri. Umhverfismál eru þjóðþrifamál í bók- staflegri merkingu. Ellert B. Schram FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991. „Saddam Hussein hefur fengið þá verstu umfjöllun sem um getur í fjölmiðlum frá því Hitler var og hét, en hann er síður en svo einsdæmi. Þvert á móti.“ Simamynd Reuter Hugleiðingar um styrjaldir Mér þykir stundum, þegar ég skrifa þessar greinar í DV, að ég sé að færast of mikið í fang. Þær stríðshörmungar og illskeytt sam- skipti ríkja víða um heiminn, sem ég hef gert að sérgrein minni, verða ekki tjáðar á neinn þann hátt sem lesendur skilja í blaðagreinum. Þau 400 orð sem ég hef til umráða í þess- um dálki nægja engan veginn. Það sem um er að ræða er örlög fólks, þeir mannlegu harmleikir sem faldir eru á bak við tölur og híutleysislegar upplýsingar um „viðræður ráðamanna". Persónuleg kynni En þegar að er gáð hef ég per- sónulega ef til vill kynnst meiru af örlögum fórnarlamba styijalda en ég geri mér grein fyrir í fljótu bragði. Eins og alhr íslendingar hef ég blessunarlega aldrei kynnst raunverulegum afleiðingum styrj- alda. Ég hef samt komist nær því en margir aðrir. Margt af því fólki sem mótaði hugsunarhátt minn og viöhorf í barnæsku var einmitt fórnarlömb styijaldar, flóttafólk frá Þýskalandi sem faðir minn tók inn á heimili fjölskyldunnar og reyndi aö hjálpa. Faðir minn var læknir sem hafði fengið sérmenntun sína í Þýska- landi Hitlers á árunum 1932 til 1936. Hann eignaðist marga vini þar í landi á þeim árum, og á árunum eftir 1945 sýndi hann hug sinn til þeirra í verki. Allt frá 1945, þegar ég var fimm ára, voru flóttamenn frá Þýskalandi á heimihnu. Þeim á ég meðal annars að þakka að þýsk tunga er enn þann dag í dag mér jafntöm og íslenska. Þetta fólk sagði mér sögur, og ennþá frekar gaf mér í skyn ótal- margt um ógnir stríðs. Sú hfs- reynsla, sem þetta fólk miðlaði mér, hefur meira en allt annað valdið því að hugur minn beindist snemma að styrjöldum og þá fyrst og fremst orsökum þeirra, undir- rótum og afleiðingum. Það heimspólitíska yfirlit, sem ég hef aflað mér síðan, byrjaði með könnun á Napóleonsstríðunum. Sem bam var ég fullur aðdáunar á Napóleon, í barnslegri hrifningu á herstjómarlist Napóleons við Austerlitz og Jena gleymdist að hann var Hitler síns tíma, harð- stjóri sem ekki hefur eignast jafn- ingja enn þann dag í dag. Næst á eftir Napóleon kom Bis- marck, og barátta hans fyrir sam- einingu þýsku ríkjanna. Þaö endaði vitaskuld í Königraetz, og í ennþá meira blóðbaöi við Sedan 1870, og síöan í fyrri heimsstyijöldinni. Allt þetta þótti mér merkilegt, en tók það ekki persónulega. Minn skilningur Nú í seinni tíð, eftir að ég komst Kjallaxiim Gunnar Eyþórsson fréttamaður ' til vits og ára, er ég farinn að skilja hvað styrjaldir eru í raun og veru. Þær snúast ekki aðeins um heims- pólitík og valdajafnvægi, enda þótt þetta tvennt sé venjulega undirrót- in, þær snúast um fólk sem htlu sem engu ræður um sín eigin ör- lög. - Nær allir sem farast í stríði nú á dögum eru óbreyttir borgarar, um 90 af hundraði þeirra sem láta lífið eru konur, börn og gamal- menni. En minn skilningur af styijöldum er mótaður af flóttafólkinu frá Þýskalandi. Sá hrylhngur sem loft- árásimar á Berlín voru fyrir varn- arlaust fólk hefur komist varanlega til skila. Þegar loftárásirnar stóðu yfir á dögunum í Bagdad varð mér hugsað til frú Doenitz og Jarits- hjónanna, sem voru gyðingar, og höfðu misst allt sitt og allan sinn tilverugrundvöh í sprengjuárás 1944 á Grunewaldhverfið í Berlín. Þetta fólk varð vinir mínir í barn- æsku, og þau báru beinin hér. Síðar á ævinni hef ég kynnst mörgu sem snertir hernað. Ég þekki varnarkefi Nató jafnvel og nokkur annar, ég hef séð kjarn- orkutilraunir í Nevadaeyðimörk- inni. Þau „vitrænu vopn“ sem not- uð voru í árásum á írak voru kynnt fyrir mér í miðstöð bandaríska hersins fyrir flugskeytavopn, í White Sands, Nýju-Mexíkó, fyrir 15 árum. - Mér er óhætt að fullyröa að hernaður og vighúnaður eru mál sem ég þaulþekki. Ég hef líka kynnst öðrum hhðum stríðs. Rústirnar í Beirút í Líbanon líða mér seint úr minni, né heldur það fólk sem þar tekst á við óyfir- stíganlegan vanda. Sá vandi er ein- faldlega að halda lífi, götumyndir frá A1 Hamra eða Avenue de Gaulle í Beirút gefa ekki rétta mynd. í raun ekkert nýtt Samt er það svo að stríösátökin í Miðausturlöndum, sem hafa átt athygli mína óskipta síðustu mán- uði, ná ekki til mín á sama hátt og ýmislegt annað. Kannski er ég orð- inn einum of kaldur, útbrunninn af of mörgum stríðum. Það er til- tölulega einfalt að setja upp örlög flóttafólksins á landamærum Tyrk- lands og íraks sem eins konar heimspólitíska jöfnu sem hægt er að leysa með algebru. Algehra er reyndar arahískt orð og þýðir gald- ur. Þetta er það sem „viðræður ráða- manna“ snúast nú um. Kúrdar eru „plága“ sem hafa plagað Tyrki, ír- aka og írana síðustu hundrað ár. Sú staðreynd að þetta fólk á sinn tilverurétt hefur fallið í skuggann af heimspólitíkinni. Það sem nú er að gerast í Mið- austurlöndum er í raun og veru ekkert nýtt, þótt fjölmiðlar einbhni á það. Fjöldamorð hafa verið póli- tískt stjórntæki á þessum slóðum frá örófi alda, og fjöldamorð gerast enn þann dag í dag. Saddam Hus- sein hefur fengið verstu umíjöllum sem um getur í íjölmiðlum frá því Hitler var og hét en hann er síður en svo einsdæmi. Þvert á móti. Stjórn hans í írak hefur þokað þjóð- inni lengra í átt til lýðræðis og vest- rænna gilda en þekkist nokkurs staðar annars staðar meðal araba nema hugsanlega í Sýrlandi. - Þetta kann að virðast þverstæða en í tilfinningahita stríðsins fer lít- ið fyrir sanngirni. Það sem gerist í stríði er aldrei jafn hreint og beint og það er látið hta út fyrir. Sjálfur trúi ég varlega stríðsfréttum nema því sem ég þekki af eigin raun, og ráðlegg öör- um að gefa sig ekki blekkingum á vald. Gunnar Eyþórsson „Það sem gerist í stríði er aldrei jafn- hreint og beint og það er látið líta út fyrir. Sjálfur trúi ég varlega stríðsfrétt- um nema því sem ég þekki af eigin raun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.