Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Síða 15
FÖSTUDAGUR 26. APRlL 1991.
15
Borgríkið og Island
Þaö vakti athygli mína í viðræö-
um sjónvarpsins við kjósendur í
Reykjavík fyrir alþingiskosning-
amar í síðustu viku, að margir
þeirra, sem spurðir voru um j öfnun
atkvæða milli Reykjavíkur og
landsbyggðarinnar, töldu ekki þörf
á, að fylgt yrði eftir reglunni um
„einn mann, eitt atkvæði", eins og
þetta hefur verið nefnt.
Viömælendur sjónvarpsins
bentu á að landsbyggðin ætti undir
högg að sækja og þyrfti því að
tryggja réttindi hennar. Sumt af
þessu fólki var auðvitað sjálft af
landsbyggðinni og rann því blóðið
til skyldunnar.
Sambýli borgríkisins Reykjavík-
ur og landsbyggðarinnar verður á
næstu árum eitt aðalviðfangsefni í
íslenskum stjómmálum. Ástæðu-
laust er aö efna til illdeilna með
landsfólki, enda megum við naum-
ast við því. - Flestir skilja líka
vandann sem við er að glíma.
Hins vegar verða stjómvöld og
valdhafar að gera sér ljóst að ekki
er unnt að bíða miklu lengur með
að fiima leið út úr ógöngunum. Og
máhð er ekkert síöur aðkallandi
fyrir Reykjavík og þéttbýhð á Suð-
umesjum en okkur úti á landi.
Fjölgun sú, sem orðið hefur á
landinu undanfarin ár, hefur nær
öh orðið á höfuðborgarsvæðinu,
eins og myndin, sem hér fylgir,
sýnir. Höfuðborgarsvæðið getur
hins vegar ekki meö góðu móti tek-
ið áfram við ahri fólksfjölgun á
landinu. Vandamáhn, sem fylgja
svo örri íjölgun, hrannast upp og
verða að lokum óviðráðanleg.
Mannlífið batnar ekki endilega í
réttu hlutfalh við fólksfjölda.
Og vandi landsbyggðarinnar
vegna fólksflóttans er uggvænleg-
ur, og þó er verst af öllu, ef fólk úti
á landi hættir að trúa, að það sé til
nokkurs nýtt eða nokkurs meg-
Kjallarinn
Tryggvi Gíslason
skólameistari á Akureyri
íbúa eða um tíunda hluta þjóðar-
innar. Húsin hnipmðu sig í kring-
um Amarhól, í Kvosinni og inn
undir Rauðarárlæk og vestur með
sjónum og suður á Bráðræðisholt.
Engin hús vom á Melunum nema
húsaþyrpingin við Sauðagerði, þar
sem seinna var Kamp Knox.
Nú er Reykjavík glæst borg þar
sem búa fjórir af hveijum tíu íbú-
um landsins. Undra margt hefur
áunnist á tæpri öld. Reykjavík er
falleg í góðu veðri, fjallasýn er ein-
stök og á haustdögum er himinninn
oft hrikalega fagur í útsynningn-
um.
En skýringarinnar er ekki aö
leita þama heldur í þeim aðstöðu-
mun sem orðið hefur mhli borgrík-
isins og íslands.
„Gamla byggðastefnan er gengin sér til
húðar og félagsleg þjónusta, menntun
og menningarstarf verður ekki eflt,
nema til komi ný viðhorf.“
andi; aht hljóti að vera betra fyrir
sunnan, nema þá helst veðrið, og á
því lifa menn ekki lengi fremur en
á guðsblessun og munnvatni sínu.
Glæst borg
Ekki verður í fljótu bragöi skýrt
eða með auðveldum hætti skihð
hvers vegna allir vilja búa fyrir
sunnan þar sem er ekkert skjól og
eilífur stormbeljandi, eins og í út-
löndum. Ástæðumar em auðvitað
ótal margar og þessi þróun á sér
langa sögu, sem ekki verður rakin
hér. Um aldamótin var Reykjavík
htið sjávarþorp með um sjö þúsund
Hlutdeild landsvœða ífólks-
fjölgun 1985-1990
Önnur landsvæði,
0,9°/«
Onnur sveitar-
félög á höfuð- Á
borgarsvæðinu,
42,6%
Hlutdeild landssvæða I fólksfjölgun 1985/90. - Reykjavík og önnur sveitar-
félög á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið rúmlega 99% allrarfólksfjölgun-
ar á árunum 1985 til 1990. (Hagtíðindi 1990:466).
Aætlun um byggð
Ótalmargt mætti gera til að
stöðva fólksflóttann af landsbyggð-
inni. Jafnvel mætti snúa straumn-
um við, ef menn vildu. Hér ætla ég
aðeins að nefna fimm atriði, sem
gætu orðið th að létta mönnum
róðurinn. í fyrsta lagi ættu sveitar-
félög úti á landi að sameinast í stór
sveitarfélög, svo að þau verði líf-
vænlegar heildir og sterkt afl í ís-
lenskum þjóðmálum og fái í hendur
stóraukið vald, eins og Davíð Odds-
son benti á í Morgunblaðinu í vet-
ur. Samgöngur og ný viðhorf gera
þetta bæöi sjálfsagt og eðlilegt.
Samfara þessari sameiningu á að
breyta lögum um verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga og þar með
lögum um tekjuöflun ríkis og sveit-
arfélaga.
í öðru lagi á ríkið að flytja stofn-
anir og fyrirtæki af höfuðborgar-
svæðinu út á land, eins og þeir Jón
Baldvin og Ólafur Ragnar lögðu th
fyrir 15 árum. Bylting í tölvu-
tækni, fjarvinnslu og fjarskiptum
hefur m.a. gert það að verkum, að
nú er unnt að talast við um þveran
hnöttinn. Sama stofnunin getur því
verið í Reykjavík og á Seyðisfirði,
ef því væri að skipta.
í þriðja lagi á Alþingi íslendinga
að gera áætlun um samgöngur, at-
vinnumál og búsetu í landinu
næstu 25 ár þar sem tekið er miö
af því sem talist getur félagslega
æskilegt og þjóðhagslega hag-
kvæmt, því ógerningur er að halda
öhu þessu víðlenda landi í byggð.
Gamla byggðastefnan er gengin sér
th húðar og félagsleg þjónusta,
menntim og menningarstarf verð-
ur ekki eflt, nema th komi ný við-
horf.
Engu að síöur verður að nýta
landið eftir því sem kostur er og
landgæði leyfa. 1 fjórða lagi á að
tengja fiskveiðar, fiskvinnslu og
sölu fiskafurða í eina hehd í fyrir-
tækjum og félögum, á svipaðan
hátt og gert hefur verið við fram-
leiðslu á landbúnaðarvöru, því
þetta er aht eitt og sama málið.
í fimmta lagi eiga útflutnings-
fyrirtæki, hverju nafni sem þau
nefnast, að fá leyfi th að selja eða
ráðstafa gjaldeyri sínum að eigin
vild.
Ef þetta er gert haUast ekki leng-
ur á milh borgríkisins Reykjavíkur
og íslands og þá er hægt að fara
að tala um að jafna kosningarétt
milh landshluta - þegar annað mis-
rétti hefur Uka verið leiðrétt.
Tryggvi Gíslason
Hvernig þjóðfélag
viljum við hafa Hér?
Nú á síðustu árum hefur fijáls-
hyggjan verið að ryðja sér æ meira
th rúms og eru skoðanir manna á
því misjafnar. En hvað er átt við
með hugtakinu fijálshyggja? Jú,
það að hver sé sjálfum sér næstur
og upp á sjálfan sig kominn. Sagt
er, með öðrum orðum: Hver verður
að bjarga sér sem betur getur.
En íhugum þá aðeins hvernig
þegnunum reiðir af í slíku þjóð-
félagi. Þeir sem eru í tengslum við
þá sem betur mega sín eru á grænni
grein en þeir sem eru í lægstu þrep-
um þjóðfélagsins mega sín ákaflega
lítils, svo og minnihlutahópar eins
og fatlaðir, aldraðir, svo að ekki sé
minnst á bömin.
Draumaveröld harðlinu-
manna
Draumaveröld harðlínumanna
th „hægri“ er veröld eins og ég lýsti
hér áðan. Þaö mætti ætla að slík
öfl réðu ferðinni hér í Reykjavíkur-
borg, að minnsta kosti ef viö lítum
á þær félagslegu úrlausnir sem
okkur borgarbúum er boðið upp á.
Heils dags dagvistarpláss eru ein-
ungis fyrir forgangshópa sem veld-
ur gífurlegu öryggisleysi, bæði hjá
foreldrum, sem þurfa oft að sendast
bæinn á enda th að koma börnum
sínum mhh vistunarstaða, og hjá
börnunum sjálfum.
Elliheimilispláss eru skammar-
lega fá en eldri borgarar, sem eiga
fúlgur fjár, geta keypt íbúðir, sér-
hannaðar fyrir þá, á slíku verði að
annað eins hefur ekki sést fyrr.
Kjallarinn
Anna Margrét
Valgeirsdóttir
nemi í félagsfræði í HÍ
er fyrir hendi.
Engu að síður er það viðurkennt
að þau böm og unglingar, sem
stunda íþróttir, lenda síður upp á
kant við lögin. Skammarlega lítið
fjármagn er sett í félagsmiðstöðvar
og alveg undir hælinn lagt hvort
þær geti fyrir vikið uppfyht þær
skyldur sem þeim er ætlað.
Hvað stendur upp úr?
Þetta er sú draumaborg Reykja-
vík sem „svo gott er að búa í“ þar
sem auðghdi er sett ofar mann-
ghdi. Eða hvað? Hvað er það sem
stendur upp úr af verkum núver-
andi borgarstjóra? Fjölgun dagvist-
arplássa? Aukin þjónusta við aidr-
aða? Uppbygging íþróttamann-
virkja í samræmi við uppbyggingu
nýrra hverfa? Ekki hef ég orðið vör
við shk verk að undanfórnu.
„Það er svo sem hægt að reisa eitt og
eitt íþróttahús en hvergi er komist ná-
lægt því að uppfylla þá þörf sem er
fyrir hendi. Engu að síður er það viður-
kennt að þau börn og unglingar, sem
stunda íþróttir, lenda síður upp á kant
við lögin.“
Æskulýðsmál eru afgangsmál. Það Hins vegar hef ég orðið vör við
er svo sem hægt að reisa eitt og mikla uppbyggingu steinsteypu-
eitt íþróttahús en hvergi er komist mannvirkja sem þjóna engu nema
nálægt því aö uppfylla þá þörf sem ef vera skyldi hégómagirnd borgar-
„Heils dags dagvistarpláss eru einungis fyrir forgangshópa...“
yfirvalda. Það er sjaldnast skráð á
spjöld sögunnar þó að einhver
vinni sér það th frægðar að gera
vel við þá sem minna mega sín í
þjóðfélaginu en „perlur" og „ráð-
hús“, sem éta upp hundruð mhlj-
óna, skrifa sína eigin sögu.
Þetta er sá veruleiki sem blasir
við eftir 9 ára stjórn sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn.
Er þetta það sem við vhjum sjá
hér í þjóðmálum? Erum viö tilbúin
að setja auðghdið ofar mannghdinu
eins og gert hefur verið undanfarin
ár í Reykjavík? Mitt svar er nei og
aftur nei!
Komist Sjálfstæöisflokkurinn th
valda eru harla htlar líkur á að
hann breyti út af því stjómar-
mynstri sem hefur verið viðhaft
hér í borginni undir forystu for-
manns Sjálfstæðisflokksins.
Anna Margrét Valgeirsdóttir