Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991. Fréttir Foreldrar barna í Reykhólaskóla vilja skólastjórann burt: Sakaður um ofstjórn og ranglátan aga - ásakaði son minn ranglega um skemmdarverk, segir eitt foreldranna „Hann bar upp á drengina þær sakir aö hafa skoriö á símakapal viö skólann og og vera aö rífa niður símasjálfsala. Síðan voru þeir lokað- ir inni þar til foreldramir sóttu þá. í stað þess aö leyfa þeim aö fara með skólabílnum var foreldrunum gert að sækja þá um langan veg í vondu veðri. Síðar kom í ljós að engin skemmdarverk höfðu veriö unnin. Það eina sem haföi gerst var að eitt tengi i símadós hafði losnað. Engu að síður var þeim meinað aö koma í skólann það sem eftir var vikunnar. Og enn í dag hggja þessar sakir ósannaðar á börnunum þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar um að máhð verði rannsakað. Skólastjórinn er einfaldlega ekki þeim vanda vaxinn að bera ábyrgð á börnum enda er aðgæslu þörf í návist viðkvæmra sálna,“ segir Þórarinn Sveinsson, faöir eins þriggja drengja sem vísað var úr skólanum síðastliðinn vetur. Harðar deilur hafa risið milli for- eldra og skólayflrvalda í Reykhóla- skóla. Nýveriö rituðu 26 foreldri und- ir skjal þar sem þess er krafist að settur skólastjóri verði ekki endur- ráðinn næsta skólaár. Ástæðan mun vera óánægja með þá stjórnunar- hætti sem hann hefur innleitt í skóla- starfið á undanfórnum tveim árum. Að sögn foreldra einkennast þessir stjórnunarhættir af ranglátum aga og ofstjóm. Inn í þessar deilur bland- ast einnig tímabundinn brottrekstur þriggja drengja úr skólanum vegna meintra skemmdarverka og þess fjórða fyrir meinta vímuefnaneyslu á skólasvæðinu. Meðal kennara og hreppsnefndar nýtur skólastjórinn hins vegar óskoraðs trausts og hefur hrepps- nefndin meðal annars sent trausts- yfirlýsingu við hann inn á hvert heimili í hreppnum. Engu að síöur hefur skólastjórinn ákveðið að hætta. Sömu ákvörðun hafa aUir kennarar skólans tekið, átta að tölu. Steinunn Rasmus, formaður skóla- nefndar, vildi í samtali við DV í gær ekkert tjá sig um þetta mál. Málið væri viðkvæmt og því óviðeigandi af henni að tjá sig um það í fjölmiðl- um fyrr en línur hefðu skýrst. Að- spurð kvaðst hún heldur ekkert geta sagt til um hvernig skólanefndin ætlaði sér að bregðast við uppsögn- um kennaranna. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir náðist ekki í skólastjó- rann vegna þessa máls. -kaa Fimmtug kona hefur verið dæmd í öryggisgæslu fyrir að vera völd að dauða sambýlismans síns fyrr í vetur. Konan stakk sambýlismann sinn í brjóstið með hnífi. Hún verður i öryggis- gæslu þar sem sakhæfi hennar er skert sökum geðheilsu hennar. í dómnum kemur fram að hægt hefði verið að koma í veg fyrir atvikið ef hún hefði fengið þaö eftirlit sem nauðsynlegt var. -PÍ íprófi Óvæntur gestur mætti til próf- töku í MR síðastliðinn föstudag. í leikfimisal MR var verið að taka vorpróf þegar rotta allstór birtist og gerði talsverðan usla. Henni var hins vegar meinuð próftaka og á endanum tókst að vísa henni á dyr. Nemendur gátu því kláraö sin verkefni -Pi Skuggaráöuneyti Framsóknarflokksins: Égálikajeppa - sagði Steingrímur Hermannsson um umhverfismálin Framsóknarmenn hafa ákveðið að mynda eins konar skuggaráðuneyti. Það þýðir í raun að ákveðnir þing- menn flokksins annast ákveðna málaflokka. Vegna alls þess gríns sem verið hefur á lofti um jeppann hans Júlíusar Sólness var Steingrím- ur Hermannsson spurður hver yrði skuggaráðuneytisumhverfismála- ráðherra. Það kom hik á Steingrím svo hann var þá spurður hvort þaö yrði Stefán Guðmundsson, þingmað- ur Norðurlands eystra, vegna þess að hann á góðan jeppa? „Ég á nú líka jeppa,“ svaraði þá Steingrímur og brosti. En grínlaust sagði Steingrímur að þetta hefði verið ákveðið eftir sinni tillögu. Um væri að ræða að þing- flokkurinn skipti með sér verkum. Menn tækju alveg að sér ákveðna málaflokka. Þeir verða ábyrgir með þeim sem eru í nefndum á þinginu og sérfróðum mönnum utan þings- ins. „Þessir menn eiga að kynna sér mjög vel og vinna í viðkomandi málaflokkum. Ég vil nú ekki kalla þetta skuggaráðuneyti heldur að hér sé um að ræða talsmenn flokksins í ákveðnum málaflokkum. Þeir eiga að vinna að sínum málaflokkum óháð því sem ríkisstjómin leggur fram. Þeir eiga að móta þar eigin mál og stefnur í samráði við aðila utan þings og inpan," sagði Stein- grímur Hermannsson. Hann sagði að ekki væri búið að ákveða enn hvaða málaflokka menn tækju að sér. Hann sagðist eiga í tösku sinni tillögur þar um þótt hann ætlaði ekki að tala einslega við hvern og einn eins og nú tíökaðist. -S.dór Vatnamót og Geir- landsá gáf u 200f iska „Vorveiðin 1 Geirlandsá og Vatnamótum er búin í bili. Fiskur- inn er næstum allur farinn niður f sjó en Vatnamótin gáfu 160 fiska og Geirlandsá 40 fiska,“ sagði Óskar Færseth í Keflavík í gær og bætti við: „Stærsti fiskurinn í Geir- landsá var 13,5 punda og 9 punda f Vatnamótunum.“ „Veiðin hjá okkur í Grenlæknum gekk ágætlega og viö fengum á milli 40 og 50 fiska, sá stærsti var 7 punda,“ sagði Jónas Th. Lilli- endahl en hann var að koma úr Grenlæknum í gærdag. , ,Það er töluvert af fiski í læknum en viö vorum á svæði fjögur," sagði Jónas í lokin. „Það kom skot í veiðina í Rangán- um og veiðímaður, sem var fyrir fáum dögum, veiddi 6 fallega fiska, bleikjur og sjóbirtinga," sagði Örn Hjálmarsson í gærdag. „Þaö var Amar þór sem veiddi fiskana og voru þeir stærstu 7 punda," sagði Örn ennfremur. -G.Bender Barátta við eldinn í húsinu við Lindargötu. Húsið verður flutt hvað sem tautar og raular. DV-mynd S Húsiö brann en verður flutt: „Þýðir ekkert að gefast upp“ - Verður flutt þó að ég þurfi að sópa því upp „Húsið er ekki ónýtt. Efri hæðin er ónýt sem slík en það er ennþá burður í húsinu sem hægt er að styrkja þannig að hægt verði að flytja það á grunninn sem ég er að byggja núna. Ég tók þá ákvöröun í gær aö húsið yrði flutt. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það eina sem ég á er hola í jörðinni þarna vestur í bæ. Þó að ég þurfi að sópa því upp þá flyt ég það. Það verður byrjað að slá upp í dag,“ sagði Kolbrún Mogensen, ann- ar eigandi hússins við Lindargötu sem brann á þriðjudagskvöldið. Húsið, sem þau keyptu á 300.000 síðastliðið sumar, var ótryggt. Morg- uninn áður en húsið brann byrjuðu þau að grafa á lóð sem þau höfðu keypt vestur í bæ. „Eg hefði viljað að þessir drengir fyndust. Ég veit aö ég hef enga kröfu á þá en ég hefði viljaö ræða viö þá og fá þá allavega niður í hús og fá þá til þess að vinna í því. Ég held að þeir hljóti að hafa samviskubit. Ég er mest sjokkeruð yfir þessum guttum. Ég hugsa mest um þaö. Svo vorkenni ég húsinu alveg þrælmikið. Það er búið að fara í gegnum svo margt. Húsið er byggt 1886 þannig að þaö er alveg hundgamalt. Ég vil að lokum koma á framfæri þakklæti til Slökkviliðsins. Það stóð sig alveg frábærlega. -pj Frumvarp til laga um þingsköp á Alþingi: Ræðuf lutningur undir mikilli tímapressu - aldursforseti sá sem hefur lengsta þingsetu að baki Vegna þess að Alþingi verður framvegis ein málstofa þarf að breyta allnokkuð þingskapalögun- um. Páll Pétursson, Framsóknar- flokki, mælti í gær í neðri deild fyrir frumyarpi til breytinga á þingskapalögunum. í frumvarpinu er gert ráð fyrir allmiklum breyt- ingum á þingskapalögunum frá því sem nú er. Mestar eru breytingarnar varð- andi ræðutíma þingmanna og má eiginlega segja að þær muni fara fram undir skeiðklukkumælingu, samkvæmt frumvarpinu. Heimilt verður að veita stutt and- svör viö ræðum. Heildarræðutími verður þá 15 mínútur og andsvar hvers þingmanns 2 mínútur. Ræðutími í þingskapaumræðu veröur takmarkaður við 5 mínútur. Við umræður utan dagskrár verð- ur ræðutími málshefjanda og ráð- herra 30 mínútur en annarra 15 mínútur. Enginn má tala oftar en tvisvar. Þátttaka annarra en fyrir- spyrjenda og ráðherra í umræðum á fyrirspumafundum verður nú leyfð formlega, ein mínúta einu sinni fyrir hvern þingmann. Þá er lagt til að heimilt veröi að ræða tvö skyld mál í einu. Gert er ráð fyrir að fastanefndir þingsins verði 12 og að í öllum nefndum sitji 9 menn í stað 7 núna. Óafgreidd þingmál falla niður við þinglok. Þá er gert ráð fyrir að komiö verði upp rafeindabúnaði sem komi í staðinn fyrir nafnakall. Krafist verður aukins meirihluta varðandi það að veita afbrigði frá þingsköpum. Loks er mætinga- skylda í fyrirspurnartíma afnumin. Kveðið er skýrt á um að þingfor- seti fari með æðstu stjórn þingsins. Varaforsetar verða fjórir kosnir listakosningu. Þeir ásamt forseta mynda forsætisnefnd þingsins. Mörkuð eru skýrari skil milli yfir- stjórnar forseta og hinnar daglegu famkvæmdastjórnar sem nú verð- ur á hendi skrifstofustjóra. S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.