Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991.
Spummgin
Lesendur
Borðar þú mikið græn-
meti?
Harpa Sif Jóhannsdótti nemi: Já,
svolítið. Aöallega með grillmat en ég
borða mun meira af ávöxtum.
Bryndís Jónsdóttir hárgreiðslumeist-
ari: Já, mjög mikið. Sérstaklega af
tómötum og salati en mest af hvít-
lauk.
Ingimundur Óskarsson nemi: Já, já,
ég boröa töluvert af grænmeti.
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir nemi:
Já, ég borða mjög mikið af grænmeti.
Hulda Ósk Guðmundsdóttir fisk-
vinnslukona: Nei, voðalega lítið.
Guðrún Sigurðardóttir talsímavörð-
ur: Já, svona slatta.
Samstaöan milll EFTA-ríkjanna:
Brestur hún eða
brestur hún á?
Það verður ekki glæsilegt ástand í þessu landi ef erlend fiskiskip fara að
sækja fisk hér nánast upp i landsteina, segir bréfritari m.a.
Sigurjón Siguijónsson skrifar:
Mér hefur fundist titringur í kring-
um viðræður fulltrúa okkar íslend-
inga við aðstanendur Evrópubanda-
lagsins fara vaxandi undanfarið. Það
hefur gengið á ýmsu og yfirlýsingar
verið gefnar út og suður um fisk-
veiðimálin - ekki af okkar mönnum,
heldur forvígismönnum annarra
ríkja, t.d. Noregs. En þeir hafa slegið
úr og í varðandi stuðning við okkar
málstað. - Við höfum hingað til ekki
heyrt annað af vörum íslenskra for-
ystumanna en það væri algjört skil-
yrði að gefa ekki eftir í því máli.
Það var svo 13. maí að Ríkisútvarp-
ið birti frétt frá virtri, erlendri frétta-
stofu um að íslendingar og Norð-
menn hefðu boðist til að liðka fyrir
samningum um aðgang að mörkuð-
um Evrópu fyrir sjávarafurðir með
því aö bjóða veiðiheimildir upp á 30
þúsund tonn í fiskveiðilögsögu þess-
ara ríkja. Fleiri en ég hafa áreiðan-
lega beðið spenntir eftir nánari frétt-
um um þetta síðar um kvöldið. í
seinni fréttum Sjónvarps um kvöldið
var þó ekki minnst á máliö frekar
en það hefði aldrei komið upp!
í morgunfréttum daginn eftir var
heldur ekki minnst á þetta „tilboð",
og morgunblöðin 14. maí minntust
heldur ekki á það. Utan Alþýðublaðið
sem hafði eftir forsætisráðherra, að
„tilboðið", sem fréttastofan upplýsti
um væri bara vitleysa. Þá vitum við
það. - Hitt vitum við þó líka að þótt
við íslendingar köstum fram tilboði
um að „bjóða“ innflutning á suð-
rænu grænmeti til íslands er það eins
og hvert annað rugl. í fyrsta lagi er
öllum Evrópuþjóðum sama hvort við
kaupum þaðan grænmeti eða ekki
og í öðru lagi munum við áfram
kaupa grænmeti þaðan, hvernig sem
samningaviðræður þróast.
Það er hins vegar orðið brýnt að
fá úr því skoriö hvernig við getum
sem best komist frá þessum samn-
ingaviðræðum. Ég hef þó óljósan
grun um að eftirgjafir af okkar hálfu
verði einhverjar áður en lýkur.
Hvort samstaðan brestur eða hún
brestur á er erfitt að dæma um á
þessari stundu En það verður ekki
glæsilegt ástand í þessu landi ef er-
lend fiskiskip fara aftur að athafna
sig á íslandsmiðum og sækja fisk hér
nánast upp í landsteina. Það er því
brýnt að fylgiast með þessari þróun
og þurfum við ekki að byggja á orð-
rómi héðan og þaðan, og að ekki
verði reynt að stinga nýjustu fréttum
um gang viðræðna undir stól jafnóð-
um.
Kosningavlxlar og klókindi:
Viðbót í vetrarlok
Jón Þorsteinsson skrifar:
Nokkur umræöa hefur spunnist út
af viöskilnaði síöustu ríkisstjórnar,
einkum á milli núverandi ogfyrrver-
andi fjármálaráðherra. Mikill vandi
blasir við þeirri ríkisstjórn sem nú
hefur tekiö við. Það hefur verið orðað
svo að vúðskilnaöur ríkisstjórnarinn-
ar síðustu sé beinlínis hrikalegur og
vandinn eftir því.
Það má lengi deila um hvaða þætt-
ir í lánsfjárlögunum t.d. séu í ætt við
kosningavíxla. En ber það ekki keim
kosningavíxla þegar beöið er um
samþykki fyrir útgjöldum á síðustu
dögum þinghalds, rétt fyrir kosning-
ar? Þótt samþykktar hafi verið breyt-
ingar og verulegar viðbætur við láns-
fjárlögin í vetrarlok verður að endur-
skoða þær eins og annað sem til álita
kemur að skera niður.
í blaöagrein, sem fyrrverandi íjár-
málaráðherra sendi frá sér nýlega,
má einmitt sjá nokkur þeirra mála
sem mörgum myndi finnast bera
keim af kosningavíxlum, og um leið
nokkur klókindi að telja upp nú þeg-
ar rætt er um hækkun á lánsfjárlög-
um sérstaklega. - Þarna eru talin upp
mál eins og 230 milljónir króna í
Framkvæmdasjóö aldraðra, Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra og Bjargráða-
sjóð. - 350 milljónir í tjónabætur
vegna óveðurs í ársbyrjun. - 100
milljónir til framkvæmda vegna
loðnubrests. - 50 milljónir til að end-
urnýja tölvubúnaö Ríkisspítalanna.
- 300 milljónir í vaxtagreiðslur vegna
lána Byggðastofnunar. -100 milljón-
ir til þyrlukaupa. - 200 milljónir
vegna vanda rækjuverksmiðja. - 300
milljónir vegna framkvæmda og
stöðu Síldarverksmiðja ríkisins. -
Og þá 1.700 milljónir vegna búvöru-
samnings.
Ég held að fólk myndi verða ásátt
um að fresta öllum þessum greiðsl-
um hins opinbera og telja þær óþarf-
ar, aö undanskildum fiárhæðunum
til aldraðra og fatlaðra. Þarna er þó
um að ræða upphæð sem nemur
tæpum 3 milljörðum króna, og mun-
ar um minna. - Fyrrverandi fiár-
málaráöherra spyr hvort menn vilji
einfaldlega taka til baka þessar fiár-
hæðir. Ég svara því fyrir mitt leyti,
og segi já.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
á jarðskjálftasvæðum
Suðvesturhorn landsins er talið varhugavert. - Hér sjást upptök Suðurlands-
skjálfta fyrir fáeinum árum.
íbúi á Selfossi hringdi:
Ég minnist lesendabréfs fyrir
nokkru síðan þar sem opinberir aðil-
ar eða stjórn Almannavarna var
hvött til þess að koma í gang fyrir-
byggjandi aðgerðum, ef hægt er að
tala um slíkt, vegna jarðskjálfta á
þessu svæði hér og allt að Reykja-
nesi. - Nú er nýafstaðin skjálftahrina
í Hverageröi, og mér sýnist aö ekki
þurfi endilega að bíða eftir þeirri
næstu til að undirbúa menn fyrir þau
umbrot - sem maður vonar þó að
dragist, og koma vonandi aldrei.
Þótt fólk hér í kring sé ekki óvant
minni kippum veröa margir hræddir
þegar snarpari kippir verða eins og
sá sem varð í Hveragerði. Þetta á
fólk alltaf yfir höfði sér og býst í raun
við hinu versta. - Stórslysaæfing eöa
almennir fræðslufundir yrðu áreið-
anlega vel þegnir af íbúum þessara
þéttbýlissvæða sem við köllum nú
allt suövesturhorn landsins.
DV
Er fltilboðið“
felumál?
Þorsteinn Einarsson hringdi:
Ég var að lesa afar fróðlegt og
greinargott viðtal i DV við utan-
ríkisráðherra, sem staddur var í
Belgíu á samningafundi ráðherra
EFTA-ríkja og EB er lauk þá um
nóttina. - Ég rakst á atriði sem
utanríkisráðherra ílokkaði undir
umtalsverðan árangur, en get
ekki verið sammála um.
Það fyrsta var um það sem
hann kallaði „dómstól“ og sagöi
vera samkomulag um. Eg veit
ekki um annan dómstól en þann
sem á að veröa í Brussel, og legg-
ur niður Hæstarétt okkar Islend-
inga. Ekki er það neinn sigur fyr-
ir okkur að missa Hæstarétt.
Annað var það sem hann kallaði
„tímabundnar undanþágur". -
Samkomulag um þær, sagði ráð-
herra. Hvaða undanþágur skyldu
þetta vera? Mér fmnst vera orðið
eittlivað dularfullt við þetta allt.
Eöa hvaða „tilboði“ eru íslenskir
ráðamenn að búast við frá EB?
Kúgun
stéttarfélaga
Þórunn skrifar:
Ég er undrandi á því að ófrelsi
einstaklinga, sem eru bundnir í
stéttarfélög, skuli ekki fyrir
löngu hafa verið tekið fyrir af
iöggjafarsamkundu þjóðarinnar.
Það er einungis til trafala og
dragbítur á framfarir í þjóðfélag-
inu að liafa öll þessi stéttarfélög.
Sumir hafa nýtt sér lántökur líf-
eyrissjóðanna, en eygja svo vart
möguleika á að geta greitt lánin
að fullu þegar vextir og verð-
bótaþættir hækka höfuðstólinn
ár frá ári.
Ég er ekki i nokkrum vafa um
að viö launþegarnir værum betur
settir með þvi að losna undan
klafa stéttarfélaga og við greidd-
um einfaldlega okkar lífeyristil-
lag, ásamt því sem frá vinnuveit-
anda kemur, inn á lögverndaðan
einkareikning í banka hvers og
eins. - Þar tek ég undir með Sig-
urði Gunnarssyni sem ræddi
þetta mál í DV í gær.
Hverer
höfundurinn?
Þjóöfræðinemi hringdi:
Hér með fylgir gömul vísa sem
ég er óhress með að vita ekki
frekari deili á og vildi leita að-
stoðar ykkar á lesendasíöu DV til
aö kanna uppruna og tildrög
hennar.
Djöfull er hann druliugur
duglega þarf að þrífann.
Ljótur bæð'og lélegur
likur þeim sem gafann.
Spumingin er ura höfund og til-
gang visu þessarar þótt gömul sé.
Þeir sem kynnu að hafa upplýs-
ingar myndu ef til vill senda þær
tfi lesendasíðunnar sem yrði svo
vinsamleg aö birta þær.
Endunráðið Bjöm
Fangi skrifar:
Með uppsögn Björns Einars-
sonar er verið að skerða þau
mannréttindi sem viö fangar þó
höfðum með tilvist Bjöms í sínu
starfi. Björn var ekki bara góður
maður í sinu starfi, heldur einnig
fangavinur hinn besti, sem við
gátum treyst.
Það er trú okkar að dómsmála-
ráðherra hafi hlýtt á ranga menn
á röngum stöðum, þegar hann
fékk tilmæli frá Fangelsisstofnun
ríkisins um að staða sú sem Björn
gegndi væri meö öllu óþörf.
Stofnunin gat augsýnilega ekki
unnt okkur þess að eiga málsvara
úti í þjóðfélaginu.
Það er trú mín og von að hæst-
virtur dómsmálaráðherra endur-
ráði Bjöm Einarsson til starfa.
Fangelsisvist brýtur niöur, þaö
er ekki á bætandi með því aö
svipta okkur þessum trausta
tengilið sem Björn var.