Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. MAl 1991. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991. 25 Iþróttir Iþróttir Sport- stúfar Hl ¥ ítalskur saksóknari hefur kraílst þess að argentínski knatt- spymumaðurinn Di- ego Maradona mæti fyrir rétt í Napólí vegna ásakana um neyslu og dreiíingu eiturlyfja. Hann hef- ur áöur kallað kappann fyrir sig í tengslum við eiturlyíja- og vændismál. Krafa saksóknarans verður lögö fyrir dómara áður en dagsetning yfirheyrslunnar verð- ur ákveðin. Maradona dvelst sem kunnugt er í heimalandi sínu eft- ir að hann var dæmdur í 15 mán- aða keppnisbann vegna neyslu kókaíns. Þar var hann handtek- inn með kókaín í fórum sínum en sleppt lausum gegn tryggingu. Lakers og Portland mætast i úrslitum Los Angeles Lakers og Portland Trail Blazers leika til úrslita um meistaratitil vestur- deildar bandarísku NBA-deildar- innar í körfuknattleik. Lakers sigraði Golden State Warriors, 124-119, eftir framlengingu i fyrrinótt og vann því einvígi lið- anna, 4-1. Portland sigraði Utah Jazz, 103-96, og vann einnig 4-1 í því einvígi. í austurdeildinni er Chicago Bulls komið í úrslit eftir sigur á Philadelphia 76ers, 100-95, alls 4-1, og mætir þar Detroit Pist- ons eða Boston Celtics, sem eru jöfn, 2-2. Rússar hættir við vetrarólympíuleikana Rússneska borgin Sochi, sem er við rætur Kákasusfjalla, hefur dregið til baka umsókn sína um að halda vetrarólympíuleikana árið 1998. Taliö er aö efnahags- ástandið í Sovétríkjunum hafi ráöið úrshtum um það. í júni verður keppnisstaöur ákveðinn en til greina koma Salt Lake City í Bandaríkjunum, Nagano í Jap- an, Aosta á Ítalíu, Ostersund í Sviþjóð og Jaca á Spáni. Þá var tilkynnt í gær aö Mílanóborg á Ítalíu myndi sækja um sumar- ólympiuleikana árið 2000. Áður hafa Peking í Kína, Berlín i Þýskalandi, Manchester á Eng- landi og Sydney í Ástralíu sótt um þá leika. Ajax upp að hlið PSV Ajax frá Amsterdam tókst í gær að komast upp að hlið PSV í efsta sæti í hollensku 1. deildinni í knattspymu. Ajax sigraði þá FC Twente á útivelli, 0-1. PSV og Ajax eru bæöi með 47 stig að Ioknum 30 leikjum og í 3. sæti er Groningen með 42 stig eftir 29 leiki. Blikar leika á sandgrasinu í sumar Nú er orðið Ijóst að Breiðablik, sem eru nýliðar í 1. deild, leika alla sína heimaleiki á sandgras- vellinum í Kópavogi í sumar. Frá því í september á síðasta hausti hefur verið unnið við endurnýjun á yfirborði Kópavogsvallar viö Fifuhvamm. Menn lifðu í voninni að leika mætti á vellinum þegar líða tæki á sumarið en völlurinn þarf mun lengri tíma til að jafna sig svo megi leika á honum. Sand- grasvöllurinn er staðsettur viö suðurenda Kópavogsvallar, á hinu nýja félagssvæði Breiða- bliks í KópavogsdaL Á vellinum verða stæði fyrir tæplega 800 hundruö áhorfendur, auk að- stöðu á akvegi sem nær hringinn í kringum völlinn. Aðkoma fyrir vallargesti er sú sama og að Kópavogsvelli. Bifreiðastæöi eru við Fífuhvammsveg og aðgöngu- miöasala er við norðurhlið Kópa- vogsvallar. Mótabók KSÍ komin Mótabók KSÍ er komin út og get- ur fólk nálgast hana á skrifstofu KSÍ í Laugardal. KSÍ og Visa standa saman að landsátaki - þar sem knattspymumenn eru hvattir til aö sýna prúðmannlega framkomu Visa Island mun í ár standa með Knattspyrnusambandi íslands að sérstöku landsátaki þar sem knatt- spyrnumenn og íþróttafólk almennt er hvatt til aö sýna prúðmannlega framkomu og drengilegan leik undir kjörorðinu Höfum rétt við. Einar Einarsson, forstjóri Visa, og Eggert Magnússon, formaður KSI, undirrituðu í gær samning Visa og KSÍ um fjárstuðning Visa til Knatt- spyrnusambands íslands og á þessu ári mun Visa ísland veita 1,5 milljón- ir króna til átaksins með kynningu, gerð auglýsinga- og áróðursefnis og fleiru. Þá mun Visa veita verölaun og viðurkenningar þeim leikmönn- um, liðum og þjálfurum, bæði í 1. deild og öðrum deildum, og yngri flokkum innan knattspymunnar sem bera af hvaö prúðmennsku áhrærir og fyrir háttvísa framkomu. í hverju felst átakið? Hér er um aö ræða hluta alþjóðlegs átaks innan knattspyrnuhreyfingar- innar til að draga úr grófum leik en mddamennska á leikvelli hefur því miöur aukist heldur en hitt hin síð- ari ár. Markmiöið með átakinu er að fá fram jákvæða viöhorfs- og hugar- farsbreytingu hjá knattspyrnufólki og öðru íþróttafólki og hvetja þaö til umhugsunar og til að bæta ráð sitt í þessu efni. í DV verður keppni á milli félaga í DV verður í gangi sérstök keppni þar sem liðin í 1. deild keppa sín á milli um að fá sem allra fæst rauð og gul spjöld. Vikulega verður birt súlurit í blaðinu sem sýnir stöðu lið- anna með hliðsjón af gulum og rauð- um spjöldum. I hófi 1. deildar félag- anna í haust verða svo veitt verðlaun til leikmanna, liða og þjálfara ársins sem skarað hafa fram úr fyrir góða framkomu. í samvinnu við alla fjöl- miðla verður mánaöarlega útnefnd- ur prúðasti leikmaður mánaðarins, prúðasta lið mánaðarins og prúðasti þjálfari mánaðarins og fá þessir aöil- ar sérstakar viðurkenningar frá KSÍ og Visa. í 2. deild og neöri deildum karla og kvenna verða veittar viður- kenningar fyrir prúömannlegan leik og í yngri flokkum verða veitt verð- laun til þjálfara, liða, einstaklinga og jafnvel foreldra á hliðarlínunni. -GH Flóðljósin 1 Laugardal: Knappur tími að Ijósin komi upp fyrir haustið - tilboð í verkiö opnuö í gær I gær voru opnuö tilboð vegna framkvæmda við uppsetningu á flóðljósum á aöalléikvangi Laugar- dalsvallar. Við fyrstu athugun virðist tíminn mjög knappur að það náist aö koma flóðljósunum í gagn- ið fyrir leikina sem fram fara á vellinum á hausti komanda þegar birtu fer að bregða. ívar Þorsteinsson, yfirmaður tæknimála hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur, sagði í samtali við DV í gærkvöldi að engin niðurstaða væri fengin ennþá í þetta mál. Raf- magnsveitan ynni höröum hönd- um í þessum máli og þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til aö koma upp flóðljósunum í tæka tíð fyrir haustið. „Sá þáttur verksins, sem myndi tefja uppsetninguna, snýr að möstrunum en lýsingabúnaður ætti hins vegar ekki að seinka verkinu. Uppsetning á möstrunum er tímafrekur verkþáttur í tilboð- inu sem við skoðuðum í gær. Viö sjáum einn möguleika í stöðunni en hann er sá að kaupa möstrin fá öðrum verktaka en í tilboðinu sem við opnuðum i gær. Þennan mögu- leika munum við skoða á næstu dögum og þangað til veröum við að vona það besta,“ sagði ívar Þor- steinsson hjá Rafmagnsveitum Reyjavíkur viö DV í gærkvöldi. -JKS Kef Ivíkingar sömdu við Gosan • Knattspyrnuráð ÍBK og gosdrykkjaframleiðandinn Gosan hf. hafa gert með sér samning til þriggja ára. Allir flokkar Keflvikinga munu auglýsa pepsí á búningum sínum. Þetta er einhver stærsti auglýsingasamningur sem ÍBK hefur gert. Á myndinni er Magnús Böðvar Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Gosan, til vinstri, að handsala samninginn ásamt Jóhanni EHertssyni, formanni knattspyrnuráðs ÍBK. DV-mynd Ægir Már • Mark Hughes, hetja Man. Utd, Bryan Robson fyrirliði og Paul Ince fagna hér sigrinum á Barcelona í gærkvöldi. Þeir hlaupa hér sigurhring á leikvanginum i Rotterdam með Evrópubikarinn. Simamynd Reuter Manchester United Evrópumeistari bikarhafa 1 knattspymu Hughes fór illa með sína gömlu félaga - skoraði bæði mörk United þegar liðið sigraði Barcelona, 2-1 Manchester United varð í gær Evr- ópumeistari bikarhafa í knattspyrnu þegar liðiö sigraði Barcelona, 2-1, í úr- slitum en leikurinn fór fram á heima- velli Feyenoord í Rotterdam í Hollandi. Sigur Manchester United var sann- gjarn og liðið var mun sterkara en hin- ir nýkrýndu Spánarmeistarar. Það var Mark Hughes sem var hetja United liðs- ins og skoraði hann bæði mörkin. Það fyrra skoraði Hughes á 68. mínútu og það síðara á 74. mínútu en hollenski landsliðsmaöurinn Ronald Koeman minnkaði muninn fyrir Börsunga 10 mínútum fyrir leikslok. Manchester United varð Evrópu- meistari bikarhafa árið 1968 og því eru 23 ár síðan liðið hampaði þessum meist- aratitli síðast. Ensk félagsliö hafa ekki leikið í Evrópukeppninni síðustu 5 árin vegna harmleiksins mikla í Belgiu þeg- ar Liverpool og Juventus léku til úrslita en í ár var banni aflétt og tóku tvö ensk lið þátt, Aston Villa og Man. Utd. Eng- lendingar voru hræddir fyrir þennan úrslitaleik í gær um að til óeiröa kæmi en að sögn lögregluyfirvalda í Rotterd- am fór allt vel fram og enskir áhorfend- ur voru til fyrirmyndar enda í sigurv- ímu. Mark Hughes, sem fyrir skömmu var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Bretlandi, fór á kostum í leiknum í gær og var að öðrum ólöstuöum besti maður vallarins. Hughes lék með Barcelona tvö keppnistímabil árin 1988 og 1989 og það má því segja að hann hafi farið illa með sína gömlu félaga. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri United, var að vonum kampakátur þeg- ar úrshtin lágu fyrir. „Þetta er stærsta stund á mínum ferli og fyrir félagið er þetta stórkostlegt eftir 23 ára bið,“ sagði Ferguson en undir hans stjórn varð skoska félagið Aberdeen Evrópumeist- ari bikarhafa árið 1983. Johan Cruyff, þjálfari Barcelona, var ekki eins ánægður og Ferguson. „Þetta var ekki góður leikur knattspymulega séð en Manchester United liðiö var betra og uppskar sigur," sagði Gruyff. -GH og Júgóslava var frestað Einar Kristjánsson, DV, Færeyjum; Leik Júgóslava og Færeyinga í undankeppni Evrópumóts landsliðs í knattspyrnu i gærkvöldi var frestað vegna úrshtaleiksins í Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi. Úrslitaleikn- um milli Manchester United og Barc- elona var sjónvarpað beint til Júgó- slavíu og báðu forráðamenn júgó- slavneska knattspyrnusamabands- ins um frestun á leiknum því þeir töldu að beina útsendingin myndi koma niður á aösókn. UEFA skildi afstöðu Júgóslavanna og fékk frestun og veröur leikurinn háður í Belgrad í kvöld og ríkir mik- il eftirvænting í Færeyjum vegna leiksins sem verður sjónvarpað beint til eyjaskeggja. Bordeaux dæmt í 2. deild - félög 1 Frakklandi hafa sýnt Arnóri Guðjohnsen áhuga Dómstóll í Frakklandi kvað upp þann dóm í gær að franska 1. deildar félagiö Bordeaux yrði dæmt til að falla í 2. deild. Arnór Guðjohnsen landsliðsmaður gerði samning viö Bordeaux í nóvember síðastliðnum og hefur síðan leikið með liðinu. Eins og margoft hefur komið fram í frétt- um hefur Bordeaux átt við í miklum fjárhagserfiðleikum og nema skuldir félagsins nú um þremur milljörðum íslenskra króna. í undirrétti var Bordeaux dæmt í 2. deild en forráðamenn liðsins áfrýj- uðu dómnum en í gær kvað hæsti- réttur upp sinn endanlega dóm. Fjár- hagserfiðleikar félagsins hafa komið niöur á árangri liðsins í vetur og lengi vel var liðið í hópi neðstu liða en á síðustu vikum hefur liðið náð að rétta úr kútnum. Oft í vetur hafa leikmenn ekki feng- ið greidd laun sín á tilsettum tíma og á dögunum fengu leikmenn til aö mynda laun eftir tveggja mánaða bið. Skipt var um forseta félagsins á miðju tímabili og var ætlun hans að rétta fjárhaginn við og í því sam- bandi að semja við lánardrottna. Þetta hefur verið mun erfiðara verk- efni en haldið var í fyrstu. Vegna dómsins í gær má telja víst að einhverjir leikmenn fari nú fram á sölu. Arnór Guðjohnsen hefur ákvæði í sínum samningi um að ef liðið fellur í 2. deild sé honum frjálst aö fara frá félaginu. DV hefur fyrir því heimildir að nokkur félög, þar á meðal í Frakklandi, hafa sýnt áhuga á aö fá Arnór í sínar raðir. Arnór hefur þegar verið í viðræðum við eitthvertþeirra. -JKS Stofnf undur Stuðningsmannaklúbbs KSÍ • Stofnfundur Stuðningsmannaklúbbs KSÍ var haldinn í gær í fundarsal Úrvals-Útsýnar. Þar hittust fyrrum knattspyrnu- menn og áhugamenn um iþróttina og áttu góða stund saman. Á myndinni sjáum við hluta af Stuðningsmannaklúbbnum og eru þarna Vikingar og KR-ingar í meirihluta. DV-mynd S GULLMOLAR ✓ Söfnunarstórhátíð á Hótel Islandi 26. maí vegna Olympíuleika þroskaheftra. Tökum höndum sainan og geruin þroskaheftum Islendingum í fyrsta sinn kost á að taka þátt í Special Olympics, Olympíuleikum þroskaheftra, sem fram fara í Minneapolis 19.-27. júlí. Þar verða 18 íslenskir íþróttamenn í hópi 6000 þroskaheftra keppenda frá 90 löndum. Glæsilegasta skemmtun ársins! Landslið matreiðslumeistara, listamanna og skemmtikrafta. Yeislustjórar: Edda Andrésdóttir og Stefán Jón Hafstein. Hótel ísland opnar kl. 18:00 Boðið verður uppá fordrykkinn "Gulldropa" og horðhald hefst kl: 19:00 stundvíslega. Einstakur ólympíumatseðill: Klúbbur matreiðslumeistara frá bestu veitingastöðum landsins kemur saman og töfrar fram fjórréttaðan kvöldverð, sem á engan sinn líkan liér á landi: Kofareykt laxarós rned kavíar og fylltu eggi. Jurtakrydd-grafinn lambavöbvi meö heitri vinagrett sósu. Ólympíuhumar að hœtti Kanadamanna með sjávardýratríói. Eldristaðir Gullmolar með ferskum ávöxtum, vanilluís og Sabayonsósu. Maraþon skenuntidagskrá: Helstu listamenn og gleðigjafar þjóðarinnar leggja sitt að mörkuin án endurgjalds til að gera kvöldið ógleyinanlegt og bjóða upp á ótrúlega dagskrá: Sigrún Hjálintýsdóttir, Björgvin Halldórsson, Jónas Daghjartsson og Jónas Þórir, Pálmi Gunnarsson, Veislutríóið: Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason, Egill Olafsson, Asa Hlín Svavarsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson, Tríó Reykjavíkur: Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson, Reynir Jónasson, Savanna tríóið; Björn G. Björnsson, Troels Bendtsen og Þórir Baldursson, Monika Abendroth og Gunnar Kvaran, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir og Stjórnin, Ríó tríó; Agúst Atlason, Helgi Pétursson, Olafur Þórðarson og félagar, Helena Jónsdóttir og Hrafn Friðbjörnsson frumflytja dans við "Nocturne" Gunnars Þórðarsonar, Anna og Ragnar Islandsmeistarar í Suðuramerískum dönsum, Ömar Ragnarsson, fulltrúar Spaugstofunnar og hver veit nema fleiri hætist í hópinn. Sérstakir gestir: Paui Anderson framkvæmdastjóri Evrópusaintaka Special Olympics, ráðherrar og fleiri velunnarar þroskaheftra verða sérstakir gestir kvöldsins. Dansleikur: Að lokinni dagskrá verður stiginn dans við valda Vínartónlist til kl. 01:00. Verð aðgöngumiða kr. 10.000 Miðinn er um leið viðurkenning fyrir veittan stuðning. Fordrykkur, kvöldverður og skemintidagskrá innifalið í miðaverði. Engin önnur fjársöfnun fer fram á hátíðinni. Miðasala: Miðasala og borðapantanir á skrifstofu Iþróttasainhands Fatlaðra í síma 686301. Niðurröðun horða ræðst af röð pantana. Einstæður viðburður í íslensku samkvæmislífi! Láttu þig ekki vanta!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.