Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Síða 3
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ1991. 3 Fréttir Fullnustumatsnefnd 1 máli margdæmds afbrotamanns 1 flkniefnamálum: Mælir með reynslulausn eftir helming afplánunar - sérstakar ástæður, sem ég get ekki greint frá, segir formaðurinn Fullnustumatsnefnd í fangelsis- málum hefur mælt með að fangi á Litla-Hrauni, sem hefur hlotiö sam- tals 4 refsidóma frá árinu 1977 fyrir fíkniefnamisferli, veröi veitt reynslulausn eftir helming af afplán- un. Ef ráðherra fer að tilmælum nefndarinnar verður maðurinn laus úr fangelsisafplánun næstkomandi mánudag. Samkvæmt heimildum DV ríkir óánægja og undrun á meðal fanga á Litla-Hrauni með ákvörðunina. Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra segist ekki hafa afgreitt meðmæli fullnustumatsnefndar ennþá með undirskrift en kveðst þó treysta ákvörðunum hennar. Umræddur fangi hefur frá því á síðasta ári verið að afplána tvo refsi- dóma upp á samtals 29 mánaða fang- elsi - honum verður því veitt reynslulausn eftir 14Vi mánaðar af- plámm. í júní 1989 dæmdi Hæstirétt- ur manninn í 20 mánaða fangelsi fyr- ir að hafa nokkrum árum áður haft 163 grömm af amfetamíni í vörslu sinni. Rúmlega viku fyrr dæmdi sakadómur í ávana- og fíkniefnamál- um manninn í 9 mánaða fangelsi fyr- ir annað fíkniefnamál. Þar var mað- urinn sakfelldur fyrir að hafa haft 99,9 grömm af amfetamíni í vörslu sinni og 8 grömm af hassi. Brotin áttu sér stað 1986 og 1987. Þegar maðurinn fór síðan í afplán- un í fyrra átti hann aö sitja ofan- greinda tvo dóma af sér. 1982 var maðurinn einnig dæmdur fyrir fíkni- efnabrot - í 2ja ára fangelsi. 1977 hlaut hann enn annan dóm fyrir fíkniefnabrot. „Nefndin íjallar um hvert mál mið- aö við öll atvik málsins," sagði Jónat- an Þórmundsson í samtali við DV. „Það er ekkert sem er algilt í þessu sambandi. Þetta mál lá þannig fyrir að við töldum okkur fært að mæla með reynslulausn. Annars ræðum við yfirleitt ekki um einstök mál við fjölmiðla og ég get ekki sagt mikið meira um þetta.“ - Skýtur það ekki skökku við þegar það orð hefur farið af fullnustumats- nefnd á síðustu misserum að hún veiti ekki reynslulausn eftir helming afplánunar vegna alvarlegra brota? „Jú, ég er mjög fús að staðfesta það. Við mælum yfirleitt ekki með reynslulausn á helmingi refsingar þegar um er að ræða ofbeldisbrot, kynferðisbrot, alvarleg fíkniefnabrot og alvarleg líkamsárásarbrot. En ég get ekki greint frá hvaða ástæður og gömul Regína Thorarensen, DV, Gjögri; Ég fór nýlega að skoða gömlu kirkj- una ásamt séra Jóni ísleifssyni sókn- arpresti og þykir hún alltaf jafntign- arleg og hiýleg. Auk þess er þetta mjög vinalegt guðshús. Var Árnes- kirkja máluð fyrir ferminguna 16. júní og tekur hún 60-70 manns í sæti. Verið er að reisa nýja kirkju og er hún innréttuð af fagmönnum frá Reykjavík. Eru múrarameistarar þessa dagana að leggja norskar stein- flísar á gólfiö sem er 150 fermetrar. Kirkjan mun taka 100 manns í sæti en auk þess fara 50 fermetrar undir aðra aöstöðu. Er kirkjan í daglegu tali kölluð borgarísjakinn vegna þess hversu glæsileg hún er. liggja að baki í þessu tiltekna máli. Það eru sérstakar ástæður sem ég get ekki greint frá,“ sagði Jónatan. Þorsteinn Pálsson sagðist ekki geta tjáð sig um ástæður fyrir meðmælum fullnustumatsnefndarinnar þar eð hann hefði ekki séð viðeigandi gögn: „Þetta er ekki komiö inn á mitt borð ennþá til undirskriftar. Ég fæ tillögur frá fullnustumatsnefnd og hef tekið þá ákvörðun að fara eftir þeim og hef ekki gert neina breytingu þar á. Ég hef lagt traust mitt á fulln- ustumatsnefndina," sagði dóms- málaráðherra. -ÓTT 5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR Búnaður: ■ Dieselhreyfill 11 Tengjanlegt aldrif ■ Tregðulæsing á afturdrifi M Framdrifslokur BÍLL FRÁ HEKLUBORGAR SIG a m MITSUBISHI HEKLA MOTORS LAUGAVEGI174 SÍMI695500 Kjörinn bíll fyrir: m Vinnuflokka ■ Bændur !S Iðnaðarmenn SS Útgerðarmenn S Verktaka □ Fjallamenn Verð kr. 1.394.880.- m.vsk. ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.