Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 5. JLJLÍ 1991.
Viðskipti
Stef nir í metfjölda
erlendra ferðamanna
- fleiriferðamennkomnirtillandsinsenámetárinuífyrra
Nú stefnir í metfjölda erlendra
feröamanna til landsins á þessu ári.
Fyrstu sex mánuðina höíöu rúmlega
tvö þúsund fleiri erlendir feröamenn
komið til landsins en á sama tíma í
fyrra. Ferðir íslendinga til útlanda
voru mjög svipaðar og í fyrra.
Fyrstu sex mánuði ársins voru er-
lendir ferðamenn um 57.107 talsins
miðað við um 54.978 sömu mánuði í
fyrra. Því stefnir í met. í júní einum
komu mun fleiri erlendir ferðamenn
en í júní í fyrra.
Tvöföldun ferðamanna
frá árinu1980
Frá árinu 1980 hefur koma erlendra
ferðamanna meira en tvöfaldast. Þeir
voru tæplega 70 þúsund það ár en á
metárinu í fyrra voru þeir tæplega
142 þúsund.
Á síðustu þremur árum hefur er-
lendum ferðamönnum tii landsins
fjölgað skarpt. Þeir voru tæplega 129
þúsund árið 1988, fóru síðan í rúm
130 þúsund árið 1989 og í fyrra kom
metið mikla eða tæplega 142 þúsund.
Aukning erlendra feröamanna í
júní var um 5,6 prósent frá júní í
fyrra. Verði sú tala heildaraukningin
stefnir í að erlendir feröamenn verði
um 150 þúsund á þessu ári. Gott met
það.
70 prósent yfir sumarið
Reynslan sýnir aö um 70 prósent
allra erlendra ferðamanna koma til
landsins á aðeins fimm mánuðum,
Ferðamannastraumurinn ’91
Til landsins
fyrstu sex
mánuðina
■ íslendingar
□ Útlend.
56.287 56.069 „1n7
54.978 57'107
IG I
’90
’91
Erlendir ferða-
menn í júní: 22.251
Þýskaland 17%l
Svíþjóð I2%j
Bandar. J2%1
Danmörk 10%j
England lO^J
Noregur 9%j
Aðrlr 30% |
Ferðamannastraumurinn fyrstu sex mánuði ársins. Það stefnir í metár. Af
þeim sem komu til landsins í júní voru Þjóðverjar og Svíar fjölmennastir.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
frá maí til september. Þetta endur-
speglast í því að nýting hótela er góð
yfir sumarið en léleg á veturna.
Júlí er sá mánuður sem langflestir
erlendir ferðamenn koma til lands-
ins. Búast má við að þeir verði hátt
í fjörutíu þúsund í þessum mánuði.
Af erlendum ferðamönnum koma
langflestir frá Evrópu til landsins,
sérstaklega yfir sumarmánuðina. í
júní voru Þjóðverjar fjölmennastir,
Svíar í öðru sæti og Bandaríkjamenn
í því þriðja. Englendingar og hinar
Norðurlandaþjóðirnar raða sér í
næstu sæti.
Þó er athyglisvert að í júní síðast-
liðnum komu óvenjumargir Frakk-
ar, Svisslendingar og Austurríkis-
menn til landsins.
íslendingar hafa ferðast mjög svip-
að til útlanda á þessu ári og í fyrra.
Fyrstu sex mánuðina komu 56.069
íslendingar til landsins miðað við
56.287 í fyrra.
Islendingar sprengdu
öll met árið1988
Frá árinu 1985 hefur orðið umtals-
verð aukning á ferðum íslendinga til
útlanda og hvað þá ef farið er aftar
í tímann. Árið 1985 komu um 96 þús-
und íslendingar frá útlöndum, um
112 þúsund árið 1986 og í góðærinu
1987 fór talan í um 143 þúsund.
Svo kom sprengjan árið 1988, í upp-
hafi kreppunnar, þegar yfir 149 þús-
und landsmenn héldu til útlanda. í
fyrra og hittifyrra slökuðu menn
aðeins á og fóru þá um 142 þúsund
Straumur erlendra feröamanna til landsins hefur stóraukist á undanförnum
þremur áratugum. Frá árinu 1980 hefur hann tvöfaldast.
Lækkandi Evrópugjaldmiðlar og snarjiækkandi dollar:
Stefnir í lakari afkomu
hótela vegna gengistaps
Þrátt fyrir að nú stefni í met-
fjölda erlendra ferðamanna til
landsins stefnir hins vegar í mun
lakari afkomu hótela og gistihúsa
vegna gengistaps.
Tekjur flestra hótelanna eru í
Evrópugjaldmiðlum og skuldir í
dollurum. í fyrra hækkuðu Evr-
ópugjaldmiðlar og dollarinn lækk-
aði. Þá stórbatnaði aikoman. Nú í
ár er þessu algjörlega öfugt farið
og afkoman er lakari.
Dollarinn var um 56 krónur um
áramót. í febrúar var hann kominn
niður í um 53 krónur. Nú fjórum
mánuðum síöar er hann kominn í
tæpar 64 krónur.
Breska sterlingspundið var um
108 krónur um áramótin. Nú er
pundið í kringum 102 krónur. Fleiri
Evrópugjaldmiðlar hafa lækkað.
jónas Hvannberg, hótelstjóri á
Hótel Sögu, segir að þeir hafi hækk-
að gistinguna um 8 til 10 prósent í
Evrópugjaldmiðlum en megnið af
þeirra viðskiptum séu í þeim
gjaldmiðlum.
„Miðað við gengisþróunina frá
áramótum er ljóst að þessi hækkun
er étin upp og rúmlega það,“ segir
Jónas.
„Þetta er mjög undarleg staða
sem við búum núna við, íslenska
krónan er sterkari gjaldmiðill en
þýska markið, svissneski frankinn
og pundið. Þetta er fyrst og fremst
vegna þess hve dollarinn vegur
þungt í gengiskörfunni.
Auk þess erum við með innan-
landshækkanir á hráefni. Þar sem
við höfum samið við hina erlendu
aðila um matarverð í viðkomandi
gjaldmiðlum er afkoma okkar aug-
ljóslega mun verri fyrir vikið.“
Jónas segir að líklega sé ofmælt
að hótelin í landinu séurekin með
tapi enda sé skuldastaða þeirra
mjög mismunandi, hins vegar
stefni í mun lakari afkomu en á
síðasta ári.
-JGH
Ævintýri vodkans Eldurís lokið í Bandaríkjunum:
Þeir virðast vera hikandi
- segir Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR
Vodkinn Eldurís. Framhaldiö vest-
anhafs er nú óljóst.
Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR, segir að svo virðist sem Glen-
more-fyrirtækið í Bandaríkjunum,
sem annast hefur sölu á íslenska
vodkanu Eldurís vestanhafs, sé hik-
andi um framhald sölusamningsins.
Höskuldur segir ennfremur að
ÁTVR hafi ekki orðið fyrir neinum
kostnaði vegna auglýsinga vestan-
hafs á drykknum. Glenmore hafi
kostað þær að fullu.
„Sá fimm ára samningur, sem ver-
ið hefur í gildi á milli okkar og Glen-
more-fyrirtækisins, rennur út þann
22. ágúst í sumar. Fyrirtækið hefur
endumýjunarrétt þangað tfi. Ef
samningurinn verður ekki end-
urnýjaður er salan augljóslega búin
vestanhafs."
Höskuldur segir ennfremur aö
honum virðist sem hik sé á Glen-
more-mönnum um endurnýjun
samningsins.
„Það vantar núna eins htra flösk-
ur. Ég tel það stafa af hiki hjá þeim
við að leggja út í þá fjárfestingu sem
framleiðsla flasknanna er fyrst þeir
á annað borð geta losnað út úr þess-
um samningum núna á næstunni."
Höskuldur segir að í samningi
ÁTVR við Glenmore sé kveðið á um
að ekki séu gefnar upplýsingar um
sölutölur vestanhafs. Hann segir
hins vegar ekki hægt að draga dul á
að velgengni Eldurís vodkans hafi
ekki orðið sú sem menn áttu von á.
„Enda væri vart hik á mönnum ef
salan hefði staðið undir væntingum.“
-JGH
tfi útlanda. Sú tala virðist einnig
ætla að gilda fyrir þetta ár.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR innlAnöverdtr. (%) hæst
Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 5-6 ib.Lb
3ja mán. uppsogn 5,5-9 Sp
6 mán. uppsögn 6,5-10 Sp
Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp
Sértékkareikningar ViSITÖLUB. REIKN. 5-6 Lb.lb
6mán.uppsögn 3-3,75 Sp
15-24 mán. 7-7.75 Sp
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisb. reikningar í SDR6.5-8 Lb
Gengisb. reikningarí ECU8.7-9 ÓBUNDNIR SÉRKJARAR. Lb
Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3,25-4 ' Bb
óverðtr. kjör, hreyfðir SÉRST. VERÐBÆTUR (innan tímabils) 12-13,5 Sp
Vísitölubundnir reikn. 6-8 Lb.lb
Gengisbundir reikningar 6-8 Lb.lb
BUNDNIR SKIPTIKJARAR.
Vísitölubundinkjör 6-8 Bb
óverðtr. kjör 15-16 Bb
INNL. GJALDEVRISR.
Bandaríkjadalir 4,5-5 Lb
Sterling$pbnd 9,25-9,9 SP
Vestur-þýsk mörk 7,5-9,25 Lb
Danskar krónur 7.5-8.1 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN óverðtr. (%) lægst
Almennirvíxlar(forv.) Viðskiptavixlar(forv.)(1) 18,5 kaupgengi Allir
Almennskuldabréf 18,5-19,25 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 21,75-22 Bb
Skuldabréf 9,75-10.25 Lb.Bb
AFURÐALÁN
Isl. krónur 18-18,5 Ib
SDR 9.7-9.75 Sp
Bandaríkjadalir 7,8-8.5 Sp
Sterlingspund 13-13,75 Lb.Sp
Vestur-þýsk mork 10,5-10,75 Bb
Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán Dráttarvextir 4.9 5-9 27,0
MEÐALVEXTIR
Alm. skuldabréf júlí Verðtr. lán júli 18,9 9.8
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalajúli 3121 stig
Lánskjaravísítala júni 3093 stig
Byggingavísitala júli 595 stig
Byggingavisitala júlí 185,9 stig
Framfærsluvisitala júni 152,8 stig
Húsaleiguvísitala 2,6% hækkun 1. júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,727
Einingabréf 2 3,077
Einingabréf 3 3,756
Skammtimabréf 1,912
Kjarabréf 5,615
Markbréf 3,001
Tekjubréf 2.118
Skyndibréf 1,666
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,749
Sjóðsbréf 2 1,893
Sjóðsbréf 3 1,899
Sjóðsbréf 4 1,656
Sjóðsbréf 5 1.144
Vaxtarbréf 1,9470
Valbréf 1,8120
islandsbréf 1,193
Fjórðungsbréf 1.101
Þingbréf 1,191
Öndvegisbréf 1,176
Sýslubréf 1,126
Reiðubréf 1,163
Heimsbréf 1,102
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40
Ármannsfell hf. 2.38 2,50
Eimskip 5,63 5,85
Flugleiðir 2.40 2,49
Hampiðjan 1,85 1,94
Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08
Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1.71
Islandsbanki hf. 1,64 1.72
Eignfél. Alþýðub. 1,66 1.74
Eignfél. Iðnaðarb. 2,40 2,50
Eignfél. Verslb. T.74 1,82
Grandi hf. 2,62 2,72
Olíufélagið hf. 5,45 5,70
Olís 2,15 2,25
Skeljungur hf. 6,00 6,30
Skagstrendingur hf. 4,70 4.90
Sæplast . 7.20 7.51
Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05
Otgerðarfélag Ak. 4,51 4,65
Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42
Almenni hlutabréfasj. 1,10 1.15
Auðlindarbréf 1,02 1.07
Islenski hlutabréfasj. 1,07 1.12
Sildarvinnslan, Neskaup. 2,90 3,06
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
lb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.