Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Qupperneq 7
FQSTtfDAGUR 5. JÚLÍ1991.
7
Fréttir
Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður um íslensku bækumar:
Pappírinn molnar í
höndunum á okkur
- lélegur pappír stefnir skriílegum heimildum þessarar aldar í hættu
„Við stöndum andspænis mikl-
um erfiðleikum við að varðveita
menningima til framtíðar. Bækur
eru mjög áreiðanlega á hverfanda
hveli og ýmsar prentaðar heimildir
eru að glatast. Sá pappír, sem not-
aður hefur verið á þessari öld, er
þannig tilbúinn að hann súrnar og
verður brotgjam. Hann hreinlega
molnar í höndunum á okkur. Sann-
leikurinn er sá að gömlu skinn-
handritin eru ekki í nærri því eins
mikilli hættu og til dæmis fundar-
gerðir Hannesar Hafstein. Hér hjá
okkur liggja heimildir frá því í lok
síðustu aldar og byrjun þessarar
sem hreinlega eru að eyðast," segir
Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð-
ur.
Ólafur segir ástæðu þessa vera
hversu lélegur sá pappír er sem
notaður hefur verið. Framan af
hafi pappír verið mjög dýrt og
vandað efni en eftir að menn hafi
farið að fjöldaframleiða hann hafi
gæðunum hrakað verulega. Hann
segir Þjóðskjalasafnið hafa um
nokkurt skeið barist um á hæl og
hnakka fyrir auknum fjárveiting-
um til að ljósmynda þær heimildir
sem nú séu að glatast.
„Ástandið hjá okkur er mjög
slæmt og það er hætt við að margt
geti gufað upp í höndunum á okkur
ef við bregðumst ekki fljótt við
vandamálinu. Málið er hins vegar
það að við höfum þurft að horfa
upp á 60 ára vanrækslu á þessu
sviði. Það er varla að nokkur viti
hvar Þjóðskjalasafnið er. Samt er
það nú svo að við urðum sjálfstæð
þjóð vegna þess að við varðveittum
heimildir. okkar og allir okkar
fremstu menn í sjálfstæðisbarátt-
unni unnu í skjalasöfnum."
Að sögn Ólafs veldur aukin notk-
un endurunnins pappírs honum og
öðrum er starfa við skjalavörslu
miklum áhyggjum. Um sé að ræða
pappír sem að mestu sé unninn úr
lélegum og ódýrum dagblaðapapp-
ír. Hann segir að þótt pappírinn sé
endurunninn verði útkoman aldrei
betri en hráefnið sem í hann sé
sett. Með þessu segist hann þó ekki
vera að gera lítið úr þessum pappír
- nota megi hann til ýmissa hluta
sem ekki sé ætlunin að varðveita.
-kaa
Útihúsin orðin
að gistiheimili
Öm Þórarinsson, DV, Fljótum:
Á bænum Lónkoti í Sléttuhlið
hefur óvenjuleg leið verið valin við
að koma upp aðstöðu til að taka á
móti ferðamönnum. Hefur hlöðu
og fjárhúsum verið breytt í þeim
tilgangi að skapa aðstöðu til gist-
ingar og dvalar. Er þar nú gistiað-
staða í rúmum fyrir 20-30 manns
og auk þess pláss fyrir talsverðan
fjölda í svefnpokum.
Eigendur eru hjónin Jón Snæ-
hjömsson og Ólöf Ólafsdóttir. Þau
hafa búið á jörðinni í sex ár og gert
miklar endurbætur á húsakynnum
og allri aðstöðu. Gistirými er bæði
í tveggja manna herbergjum og á
svokölluðu baðstofulofti, auk þess
er eldhús, setustofa með sjónvarpi,
píanói og fleiri þægindum að
ógleymdum sturtum og heitu og
köldu vatni.
„Hér er mjög. friðsælt, góðar
gönguleiðir í dalina hér fyrir ofan
og eyjarnar á Skagafirði skammt
undan. En það sem erlendum stór-
borgarbúum, sem hér hafa dvalið
í vor, finnst merkilegast er að sitja
og horfa á kvöldsólina þegar hún
merlar við hafílötinn í norðri og
fikrar sig svo upp á austurhimin-
inn án þess að hverfa yfir nóttina.
Sama má raunar segja um að geta
farið á árahát hér með ströndinni
og rennt fyrir fisk,“ sagði Jón Snæ-
björnsson. Hann sagði að skammt
frá væru ágæt rjúpnaveiðilönd og
hægt að renna sér á skíöum fram
á sumar.
Þau hjónin gera sér grein fyrir
erfiðleikum samfara fjárfestingum
sem þessari en þau hafa trú á
staönum og telja það skilyrði velf-
arnaðar.
Hjónin að Lónkoti tóku það ráð að breyta útihúsum í gistiaðstöðu fyrir
innlenda og erlenda ferðamenn. Á myndinni er Jón Snæbjörnsson i
gestamóttökunni. DV-mynd Örn Þórarinsson
Ullarþvottastöð Álafoss í Hveragerði hefur verið lokað og misstu 16 manns við það atvinnu sína. Bændur eiga
mikið magn ullar hjá fyrirtækinu, eins og sjá má á myndinni, og er óvíst hvað verður um ullarsölu í framtíðinni.
DV-mynd Sigrún Lovisa
Ullarþvottastöð Álafoss lokað:
Starfsfólkið atvinnulaust
Sigrún Lovisa Siguijónsd., DV, Hvera gerði:
Ullarþvottastöð Álafoss í Hvera-
gerði hefur verið lokað og starfsemi
fyrirtækisins lögð niður. Einn af bú-
stjórum þrotabús fyrirtækisins,
Brynjólfur Kjartansson, hélt fund
með starfsmönnum og tilkynnti um
þessa ákvörðun.
Allir fyrrum starfsmenn verk-
smiðjunnar eru nú atvinnulausir.
Eru þeir 16 að tölu. Fyrsta verk
þeirra var að ganga til sveitarstjórn-
arskrifstofu Hveragerðisbæjar og
láta skrá sig atvinnulausa en lítið er
um atvinnu í bænum. Til að létta
róðurinn ætlar verkalýðsfélagið
Boðinn í Þorlákshöfn að leysa til sín
allar launakröfur og greiða síðan
starfsmönnum fljótlega eftir mán-
aðamótin. Munu þeir eiga inni tals-
vert af ógreiddum launum hjá þrota-
búinu.
Bændur eiga rúmlega 100 tonn af
ull hjá fyrirtækinu en minnstur hluti
þess er eign þrotabúsins. DV hafði
samband við nokkra bændur sem
litu heldur döprum augum til fram-
tíðarinnar hvað ullarsölu varðar.
Ekkert liggur fyrir um það hvort
starfsemi heíjist aftur í Ullarþvotta-
stöðinni. Er það von bæjarbúa að
augu manna opnist fyrir nauðsyn
þess að endurreisa starfsemi stöðv-
arinnar svo að starfsfólk endur-
heimti vinnu sína á ný.
Bóndlnn á Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu kjörinn æðsti maður Lions:
Fyrsti bóndinn í slíku embætti
„Fj ölumdæmisstj órinn er æðsti
maður Lionshreyfingarinnar og er
kosinn til eins árs í senn. Ég var
kosinn á umdæmisþinginu sem hald-
ið var á Akureyri í byijun júní.
Sennilega er það einsdæmi að bóndi
gegni æðsta embætti Lions og ég veit
ekki til þess að það hafi gerst áður,“
segir Erlendur Eysteinsson, hóndi á
Stóru-Giljá í Austur-Húnavatns-
sýslu. Talið er að það sé ekki bara
einsdæmi hér á landi að bóndi gegni
æðsta embætti Lionshreyfingarinn-
ar heldur í öllum heiminum. Um 3000
manns eru í Lionshreyfingunni á ís-
landi.
„Ég hef verið í Lionsklúbbi Blöndu-
óss frá 1980 og mér hefur líkað það
mjög vel. Það er mjög uppbyggilegt
starf sem unnið er í hreyfingunni og
virkilega gott að vinna með þessum
mönnum og vel þess virði að gera
það.“
Fjölumdæmisstjóri stjómar Lions-
hreyfingunni á íslandi og með hon-
um starfa tveir umdæmisstjórar.
Starfið er sjálfboðaliðastarf og því
ólaunað.
„Þetta er nokkuð mikið starf og
mun meira að sinna því norðan af
landi heldur en í Reykjavík. Það eru
mikil ferðalög vegna starfsins og
fundahöld."
- Hvernig samrýmist þetta starf
þínum störfum sem bóndi?
„Það getur allt samrýmst ef maður
vill það og þá er bara að breyta skipu-
lagingu og vinna samkvæmt því. Ég
þarf náttúrlega oft að fara frá og þá
er gott að hafa einhvern til að vinna
fyrir sig. Ég er svo heppinn að búa
með syni mínum í félagsbúi þannig
að þetta fer ágætlega saman. En
vissulega getur þetta verið erfitt
stundum vegna ferðalaga. Ég er til
dæmis búinn að vera úti í Ástralíu í
þijár vikur á fjölumdæmisþingi sem
á mættu um 35 þúsund manns. Þetta
voru náttúrlega ekki allt umdæmis-
stjórar eða íj öl u mdæmisstj órar. Um-
dæmisstjórar í heiminum eru um 700
en fjölumdæmisstjórar um 350 tals-
ins. En ég hlakka til að takast á við
þetta starf.“
-ns