Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991. Júgóslavneskur liðhlaupi kyssir dóttur sína við heimkomuna í gær. Símamynd Reuter Kólumbía: Neyðarástandi af létt eftirsjöár Kólumbíska ríkisstjórnin til- kynnti í gær aö hún ætlaði aö af- létta neyðarástandslögum sem gilt hafa í landinu í sjö ár. Þessi til- kynning kemur í kjölfar þess að Medellin kókaínhópurinn hefur lofað að leysa upp vopnasveitir sín- ar. Samningur, sem undirritaður var af forseta Kólumbíu, Cesar Gaviria og ríkisstjórn hans, aflétti neyðarástandslögunum frá mið- nætti í gær um leið og ný stjórnar- skrárlög landsins gengu í gildi. „Við höfum nú aflétt neyðará- standslögunúm sem notuð voru til að reyna að binda enda á ofbeldið í landinu," sagði forsetinn. Hálfur mánuöur er liðinn síðan Pablo Escobar, forystumaður Me- delhnhópsins, gaf sig fram við yfir- völd og situr hann nú í fangelsi. í gær tilkynnti hinn vopnaði armur Medelhnhópsins að hann hygðist leysa upp vopnasveitir sínar. Reuter Búlgaría: Mælt með lokun hættu- legs kjarnorkuvers Alþjóðakjamorkumálastofnunin hefur lýst því yfir að eina kjarnorku- ver Búlgaríu sé hættulegt og Alex- ander Tomov aðstoðarforsætisráð- herra segir að efnahagur landsins muni hrynja ef því verði lokað. Tomov sagði á fundi með frétta- mönnum að Kozloduy kjamorkuver- ið við Dóná framleiddi 40 prósent af orku Búlgaríu og að lokun þess mundi hafa mjög alvarlegar afleið- ingar fyrir búlgarskt efnahagslíf og jafnvel þróunina í lýöræðisátt. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sendi nýlega eftirlitsmenn til kjarn- orkuversins og niðurstaða þeirra var sú að það væri í mjög bágbomu ásig- komulagi. Stjórnvöld voru hvött til að kippa því hðinn. Kjarnorkuverið er sovéskrar gerð- ar, svipað því sem var í Tsjemóbýl, og sagði Tomov að helsta vandamál þess væru fjórir kjarnaofnar sem framleiddu 440 megavött hver um sig. Hann sagði að Alþjóðakjarn- orkumálastofnunin hefði mælt með því að ofnarnir yrðu stöðvaðir í sex mánuði th að hægt yrði aö gera við þá. Tveir aðrir kjarnaofnar, sem hvor um sig framleiða 1000 megavött, em einnig í Kozloduy verinu en Tomov sagði að þeir væru ekkert öruggari enhinirfjórir. Reuter Útlönd Slóvenar láta alla stríðsfanga lausa - skærur í Króatíu milli þjóövaröliða og serbneskra þjóöemissinna Tveir Slóvenar rannsaka júgóslavneskan skriödreka sem eyðilagðist i bar- dögum milli sambandshersins og slóvenskra varnarsveita. Simamynd Reuter Slóvenar samþykktu seint í gær- kvöldi að sleppa öhum júgóslavnesk- um hermönnum sem þeir hafa tekið höndum í bardögum undanfarinna daga og héldu þeir á brott með sér- stakri lest í morgun. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug sagði að samkomulag hefði náðst milh slóvenskra yfirvalda og Rauða kross lýðveldisins eftir að forsætis- ráð Júgóslavíu fyrirskipaði að öhum föngum skyldi sleppt kl. 22 í gær- kvöldi að íslenskum tíma. Rauði krossinn í Slóveniu hefur sagt að meira en tvö þúsund sam- bandshermenn og 130 lögregluþjónar hafi verið handteknir í bardögimum sem blossuðu upp 27. júní, tveimur dögum eftir að Slóvenía lýsti yfir sjálfstæði sínu. Slóvenar höfnuðu í gær úrslita- kostum forsætisráðsins um að láta af hendi stjóm á landamærum lýð- veldisins við Austurríki, Ítalíu og Ungveijaland í síöasta lagi kl. 10 á sunnudagsmorgun. Milan Kucan, forseti Slóveníu, sagði í viðtali við ítalska útvarpið í gær að þjóð hans mundi berjast til að varðveita sjálf- stjórn sína. „Þjóð okkar mun beijast. Hún gerði svo i heimsstyrjöldinni síðari og hún mun gera það aftur,“ sagði hann. í viðtali við slóvenska sjónvarpið sagði hann að úrslitakostum fylgdu fleiri úrslitakostir og þeim fylgdi síð- an stríð. Lojze Peterle, forsætisráðjierra Slóveníu, sagði að hann óttaðist frek- ari árásir sambandshersins og Sló- venar komu upp nýjum tálmum á helstu þjóðvegi inn í höfuðborgina Ljubljana. Sprengjum var komið fyr- ir í vegatálmunum og brýr í borginni voru einnig lagðar sprengjum. Forsætisráðið fyrirskipaði sló- vensku varnarsveitunum að hverfa aftur til búða sinna fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og fjariægja alla vega- tálma á hádegi í dag. Ekki fylgdi kröf- unni til hvaða aðgerða yrði gripið ef henni yrði ekki hlýtt. Þess sáust ekki nein merki í gærkvöldi að varnar- sveitimar væru á leið tíl búða sinna. Byssumar vom hljóðar í Slóveniu í gær en í Króatíu kom til átaka milli króatískra þjóðvarðhða og manna úr serbneska minnihlutanum í lýð- veldinu. Serbía og Króatía eru stærstu lýðveldi Júgóslavíu og hthr kærleikar hafa verið á milli þeirra. Átök þeirra í mhli gætu leitt af sér allsherjar borgarastyrjöld í landinu. Tanjug-fréttastofan sagði að tveir króatískir varðhðar hefðu verið drepnir og margir hefðu særst í skot- bardögum í austurhluta lýðveldiSins. Króatíska sjónvarpið skýrði frá því að nokkrir hefðu látið lífið í þorpinu Borovo Naselje og flestir þeirra hefðu verið Serbar. Hrvoje Hitrec, upplýsingamálaráð- herra Króatíu, sagði að tíu brynvarð- ir bílar hersins og serbneskir þjóð- ernissinnar, sem kallaðir eru Tsjetn- ikkar, hefðu haldið inn í austurhluta Króatíu og hann óttaðist að þeir mundu reyna aö leggja svæðið undir Serbíu. Peterle, forsætisráðherra Slóveníu, flýgur til Brussel í dag til að knýja á um að Evrópubandalagið viðurkenni sjálfstæði Slóveníu. Utanríkisráð- herrar Evrópubandalagsins hittast síðan í Haag í dag til að ræða ástand- ið í Júgóslavíu. Ráðstefna 35 þjóða um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, lýsti því yfir í Prag snemma í morgun að hún mundi senda nefnd th Júgóslavía th að fylgjast með herflutningum og til að tryggja að vopnahléið haldist. Deiluaðilar vom hvattir til að láta ekki byssurnar tala og kveðja allar sveitir sínar aftur til búða sinna. Þá sagði RÖSE að Slóvenía og Króatía ættu ekki að gera neitt frekar til að slíta tengshn við Júgóslavíu í þijá mánuði. Mikið hefur verið um hðhlaup úr sambandshemum eftir að bardagar í Slóveníu lognuðust út af. Hermenn, sem höfðu hlaupist undan merkjum, sögðu í gær að í einum herbúöum í borginni Maribor hefði um þriðjung- ur hermannanna, 150 óbreyttir liðs- menn og foringjar, gengið út á fimmtudagsmorgun. í bænum Vrhnika gerðu áhyggju- fullar mæður aðsúg að júgóslavnesk- um ofursta og kröfðust þess að fá syni sína aftur. Sex rútur komu með foreldra alls staðar að úr Júgóslavíu til Slóveníu í gær í heimsókn til sona sinna, sem flestir eru á táningsaldri. Ein serbnesk kona sagði: „Viö höfum ekkert á móti sjálfstæði Slóveníu. Þeir geta farið. Við viljum bara fá börninokkaraftur." Reuter SPORTFATriAÐUR POrtY 520 LINDA 592 AnriA 507 KR. 4.233 Kft. 2.980 KR. 3.984 Gott úrval af frábærum fatnaði á verði sem allir ráða við. Opið frá kl. 10-16 laugardaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.