Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Page 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Samtök gegn Evrópu Stofnuð hafa verið samtök fólks sem vill vinna gegn aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Stofnfund- ur var haldinn í fyrradag og um tvö hundruð manns sóttu fundinn. Hafin er söfnun undirskrifta um allt land um áskorun á ríkisstjórnina að hverfa þegar í stað frá viðræðum um aðild íslands. Talsmenn hópsins telja að Evrópska efnahagssvæðið sé fordyrið að Evrópubanda- laginu og aðeins formsatriðið eitt að ganga í bandalagið sjálft. Með inngöngu í Evrópubandalagið er verið að afsala rétti þjóðarinnar til að ráða málum sínum sjálf, sögðu ræðumenn á fyrrgreindum fundi. Fram komu í máh þeirra miklar áhyggjur af skerðingu á sjálfstæði þjóðarinnar og í þeim yfirlýsingum, sem samtökin senda frá sér, er eindregið varað við samningum við Evrópu, hvort heldur í einu efnahagssvæði eða bandalagi, enda eigi íslendingar margra annarra kosta völ. Fullyrt er að samtökin séu þverpólitísk og hafin yfir flokkadrætti. Má geta þess að meðal ræðumanna var Jakob Jakobsson fiskifræðingur sem flutti mál sitt á þeirri forsendu að Evrópubandalgið stundaði ofveiði og hann staðhæfði að bandalagið falsaði tölur um afla- magn. Það er í sjálfu sér þarft verk að koma skipulagi á þá gagnrýni sem sett er fram gegn þeirri stefnu stjórnvalda að bindast samtökum með öðrum Evrópuþjóðum. Sam- tök af þessum toga eru gagnleg að því leyti að þau draga fram mótrök og koma í veg fyrir að umræðan verði ein- hliða. Það er rétt sem talsmenn samtakanna segja að upplýsingar um árangur eða afleiðingar af samstarfi innan Evrópska efnahagssvæðisins eru af skornum skammti. Hvað þá um stöðu þjóðarinnar ef og þegar hún gengur inn í Evrópubandalagið. Hér er vissulega um stórt mál að ræða, sem snertir sjálfstæði okkar sem og annarra fullvalda ríkja og íslendingar þurfa að átta sig vel á rétti sínum og þeim kvöðum sem fylgja svo um- fangsmiklu alþjóðlegu samstarfi. Athyglisvert er að enginn íslensku stjórnmálaflokk- anna hefur treyst sér til að mæla algjörlega og formála- laust gegn viðræðum og/eða samningum um evrópskt efnahagssvæði. Flestir hafa flokkarnir sagt að ekki sé tímabært að ræða umsókn um aðild að Evrópubandalag- inu og vegna þessa hiks hefur andóf af hálfu einstakra stjórnmálaflokka verið haltu mér, slepptu mér. Sú hreyfing, sem hér er á ferðinni í formi sérstakra sam- taka, fyllir upp í þetta tómarúm og gerir að því leyti gagn. Hitt er annað að samtök gegn aðild íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu ljá ekki máls á neinni umþótt- un. Þau vilja ekki einu sinni láta á það reyna hvers konar samningum íslendingar geta náð fram. Þeir hafna samstarfi við Evrópu fyrirfram. Slík afstaða er jafn ámælisverð eins og hinar öfgarn- ar að mæla einhliða með fullri og skilyrðislausri aðild að Evrópubandalaginu. Hún er byggð á tilfinningum og þjóðerniskennd sem er að mörgu leyti í ætt við andstöð- una gegn Atlantshafsbandalaginu á sínum tíma. Hún byggist á vanmáttarkennd þeirra sem hræðast allt það sem erlent er og er í rauninni íhaldssemin uppmáluð. Annarlegar hvatir eða molbúaháttur geta aldrei orðið grundvöllur að framtíð íslensku þjóðarinnar. íslending- ar geta ekki einangrað sig frá öðrum þjóðum eða þeirri þróun sem á sér stað í heiminum. Þess vegna verður þjóðin að vega og meta hvaða kostir eru skástir í stöð- unni. Það er óþarfi að mála skrattann á vegginn. Ellert B. Schram FÖST.UDAGUR 5. JÚLÍ1991. ll 1 :)Ml | | (Á ) i „Alþingi íslendinga, elsta löggjafarþing heims, hefur því varla fullt löggjafarvald.“ Alþingi er þröngur stakkur skorinn Haustiö 1989 var gengið í það að bera saman lög okkar við sam- þykktir Evrópubandalagsins og á þann hátt reynt að móta laga- grundvöll fyrir væntanlegt evr- ópskt efnahagssvæði. í samþykkt- um Evrópubandalagsins eru m.a. Rómarsáttmálinn, reglugerðir, til- skipanir og stjómvaldsákvarðanir, Verkefninu var skipt milli ráðu- neyta eftir málaflokkum. Einnig var fulltrúum hagsmunahópa kynnt staða málsins og þeim veitt aðstaða til þess að skoða einstök gögn sérstaklega og koma fram með athugasemdir. í október 1990 lá því fyrir rösk- lega 1000 bls. rit sem ber heitið: Samanburður á íslenskri löggjöf og samþykktum Evrópubandalagsins. Rétt er að vekja athygli á því að úttektin miðast viö samþykktir Evrópubandalagsins í lok júlí 1990, en fjölmargar breytingar hafa orð- ið síðan og er því ekki tæmandi. Yfirlestur þessarar bókar er mik- ið verk og kemur strax í ljós að verkið er alls ekki unnið til hlítar. Oft er t.d. sýnt fram á að hægt sé að breyta gildandi lögum. En í fjöl- mörgum tilvikum verður að setja nýja löggjöf, sem skiptir-- okkur verulegu máli. - Dregnar verða saman helstu niðurstöður. Forgangsákvæði reglna efnahagssvæðisins í lokaákvæöi yfirlýsingar ráð- herrafundar EB og EFTA frá 13. maí 1991 í 23. gr. kemur m.a. fram. - Aðildarríki EFTA skuldbinda sig til aö setja ákvæði í innri löggjöf sína í þá veru að reglur samnings- ins um evrópskt efnahagssvæði skuli hafa forgang í þeim tilfellum þar sem þær rekast á eða ber ekki saman. Eg held að fæstir geri sér grein fyrir að með þessari sam- þykkt hefur Alþingi verið skorinn mjög þröngur stakkur og ber að setja lög eftir niðurstöðum samn- inganna og getur því litlar breyt- ingar gert. Alþingi íslendinga, elsta löggjaf- arþing heims, hefur því varla fullt löggjafarvald. Verður það síðan í höndum EES-dómstólsins með eng- um íslenskum dómara að meta hvort íslensk lög standist. - Mun þetta verða skýrt nánar. Reglur Evrópubandalagsins um sam- keppnishömlur er að finna í 85.-90. gr. Rómarsáttmálans, sem m.a. banna hvers konar hömlur á sam- keppni sem hafa áhrif á viðskipti mfili ríkja. Samkeppnisreglumar munu gilda um allar atvinnugrein- Kjallarinn Sigurður Helgason viðskipta- og lögfræðingur ar með örfáum undantekningum. - Dómstóll Evrópubandalagsins hef- ur kveðið upp úr um þaö að sam- keppnisreglur Evrópubandalags- ins gildi framar landsrétti. Gera má ráð fyrir að gefmn verði einhver aðlögunartími, en hann var 3 ár hjá EB-ríkjunum. Stjóm- völdum aðildarríkjanna bar þó að veita aðhald og samhæfa viðskipta- háttu. Samkvæmt 21. gr. yfirlýsing- ar ráðherra EB og EFTA verður komið upp skilvirku eftiriitskerfi er svipar til framkvæmdastjómar EB-ríkjanna, er getur metið hvort um réttarbrot sé að ræða og gert nauðsynlegar ráðstafanir. Frjáls atvinna - búseturéttur Almenna reglan samkvæmt EB- rétti er sú að einstaklingar innan EB-svæðisins eiga þar rétt til að dvelja, leita að atvinnu og hverfa á braut. Lög okkar um eftirlit með útlendingum byggja á því í raun að þeir eigi ekki rétt á aö koma til landsins. Hér er því um grundvall- arbreytingu að ræða sem mun hafa víðtæk áhrif í för með sér. Við skul- um athuga um hvað er verið að semja. Atvinnuleit nær ekki aðeins til skrifstofu- og verkafólks heldur fær allt fagfólk væntanlega full at- vinnuréttindi hér á landi, svo og fjölmargir sem lokið hafa háskóla- prófi. Þetta kann að hljóma vel, en ótal vandamál eiga eftir að rísa út af þessum málum. Það mun ekki ganga hljóðalaust fyrir sig þegar atvinnuleysi gerir hér vart við sig að á sama tíma verður fjöldi út- lendinga aö störfum. Þaö sama á við um frelsið til að stofnsetja atvinnurekstur fyrir út- lendinga, sem verður gefið frjálst t.d. í iðnrekstri, smásölu, heildsölu og farandsölu, og sem kallar á gjör- breytta löggjöf. Hér verður veitt einhver aðlögun sem kemur í ljós þegar samningur um efnahags- svæðið liggur endanlega fyrir. Ajger sérstaða íslands í áramótaávarpi Bjarna heitins Benediktssonar í Ríkisútvarpinu 31. des. 1964, sem birtist í síðari hluta bókarinnar Land og lýðveldi og ber heitið: Vandi íslendinga af fámenni og strjálbýli, segir hann frá reynslu sinni við að reyna að skýra fólksfæðina og viðbrögð margra útlendinga sem telja þetta nær óskiljanlegt. Okkur gengur illa að skýra þetta fyrir öðrum og því betur ættum við að sjá sjálf að ís- lenska ríkið hefur algera sérstöðu. Hann lýkur ræðu sinni þannig: „Að sjálfsögðu hafa fyrirætianir okkar tekist misvel, og margt stendur til bóta. En hví skyldu menn vera með vol og víl, þegar við höfum áorkað því, sem enginn ókunnugur á ís- landi mundi trúa, að svo fáir menn fengju framkvæmt við svo erfiðar aðstæður? í stað þess skulum við biðja drott- inn allsvaldanda að gefa okkur styrk til aö verða þjóð okkar að gagni, sem hugur okkar stendur til.“ Þessi þjóðlega hugvekja Bjarna Benediktssonar á einmitt erindi til okkar í dag þegar alþjóðahyggjan virðist vera á góðri leið með að tröllríða þjóðinni. Sigurður Helgason „Þaö mun ekki ganga hljóðalaust fyrir sig þegar atvinnuleysi gerir hér vart við sig að á sama tíma verður fjöldi útlendinga að störfum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.