Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Síða 16
16
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991.
íþróttir
Enn útísigur
hjá Víkingum
- unnu KA á Akureyri í fyrsta sinn 19 ár
Hermann Karlsson, DV, Akureyii:
Víkingar viröast ekki sigra nema á
útivelli í sumar. Þeir hafa enn ekki
unnið leik á heimavelli á keppnis-
tímabilinu en í gærkvöldi unnu þeir^
sinn 4. útileik á sumrinu. Þeir sigr-
uðu KA, 0-1, og var þetta fyrsti sigur
Víkings á KA á Akureyri í 9 ár eða
síðan 1982.
Víkingar byrjuðu af miklum krafti
þrátt fyrir að þeir væru án Guð-
mundar Steinssonar, sem er meidd-
ur, og áttu algerlega fyrsta hálftíma
leiksins. Strax á þriðju mínútu náði
Atli Einarsson að skora eftir vam-
armistök KA-manna. Löng sending
kom fram völlinn og varnarmenn
KA misstu gersamlega af boltanum
sem féll fyrir fætur Atla sem var einn
og óvaldaöur og hann skoraði með
fallegu skoti. Víkingar voru mun
aðgangsharðari og voru nálægt því
að skora annað mark rétt fyrir hlé
en þá varði Haukur Bragason dauða-
færi frá Helga Sigurðssyni.
KA-menn komu meira inp í leikinn
í síöari hálfleik og Víkingar bökkuöu
meira á vellinum. Páll Gíslason
komst einn í gegn á 46. mínútu en
skaut framhjá Pavel Vandas og náði
að koma knettinum í net Víkinga en
markið var dæmt af vegna brots inni
í vítateignum. Gauti Laxdal átti
hörkuskot á 73. mínútu sem Guð-
mundur Hreiðarsson varði í stöngina
og út. Sókn KA bar ekki árangur en
undir lokin fengu Víkingar dauða-
færi þegar Atli Einarsson komst í
gegnum vörn KA, lék á Hauk mark-
vörð, en hitti ekki á tómt markið.
Erlingur Kristjánsson var yfir-
burðamaður í liði KA en hjá Víking-
um voru þeir Atli Einarsson og Guð-
mundur Magnússon bestu menn.
Siglingar á kjölbátum og kænum:
Svala fyrst í mark
Landsbankakeppnin í kjölbátasigl-
ingum fór fram á Faxaflóa um miðj-
an júní og var siglt frá Reykjavík til
Keflavíkur og til baka. Sigurvegari
varð Svala en skipstjóri á henni var
Garðar Jóhannsson og aðrir í áhöfn
þeir Snorri Vignisson, Ingi Ás-
mundsson og Jóhannes Jónsson.
í öðru sæti varð Eva, skipstjóri
Áskell Agnarsson, og í þriðja sæti
varð Pía, skipstjóri Hafsteinn Matt-
híasson.
Keppnin var nú haldin í annað sinn
og keppt um glæsilegan farandbikar
sem Landsbankinn gaf. Níu skútur
tóku þátt i keppninni og veður var
mjög hagstætt fyrir kjölbátasigling-
ar, norðaustan kaldi og sólskin.
• Þá fór fram keppnin Grand-
Keflavík en þar voru þátttakendur
þeir sömu og í Landsbankakeppn-
inni. Þar sigraði Dögun, skipstjóri
Steinar Gunnarsson, en Eva varö
önnur og Pía þriðja.
• Sigurborg, undir stjórn Páls
Hreinssonar, hefur sigraö á tveimur
síðustu þriðjudagsmótum sem fram
fóru 18. og 25. júní. Á fyrra mótinu
varð Svala (Jóhann Reynisson) önn-
ur og Dögun þriðja, en á því síðara
varð Gletta (Höskuldur Hauksson)
önnur og Dögun þriöja.
• Dögun sigraði síðan á Sólstöðu-
mótinu sem fram fór um síðustu
helgi á vegum Brokeyjar. Flóin, skip-
stjóri Jón Hjaltalín Ólafsson, varö
önnur og Andra (Jón Skaftason)
þriðja.
• Um helgina fór líka fram Dodda-
mótið á kænum. í opnum flokki sigr-
aði Gunnlaugur Jónasson á Europe-
báti, Guðjón I. Guðjónsson á Europe
varð annar og Páll Hreinsson á Laser
þriðji. í optimist-flokki sigraði Rakel
Jóhannsdóttir, Ragnar Þórisson varð
annar og Gísli Kristjánson þriöji.
• í dag klukkan 16 hefst Faxaflóa-
keppnin utan við Reykjavíkurhöfn
en þaðan er siglt til Ólafsvíkur. Þar
verður síðan keppt um Ólafsvíkur-
bikarinn á sunnudag.
-VS
Þeir bestu verðlaunaðir
Eins og áður hefur komið fram munu DV og Samskip hf. standa saman
að kjöri á leikmanni, þjálfara og dómara hvers mánaðar í 1. deildinni í knatt-
spyrnu í sumar. Samskip hf. er styrktaraðili deildarinnar sem nefnist opin-
berlega Samskipadeildin.
Þar sem aðeins ein umferð var leikin í maí var hún sameinuð umferðunum
fimm í júnímánuði og kjörið fyrir júní verður opinberað í helgarblaði DV á
morgun.
Fram-dagurinn á sunnudag
Fram-dagurinn 1991 verður á sunnudaginn kemur, 7. júlí. Knatt-
spyrnuleikir í yngri flokkum verða á Fram-vellinum við Safamýri og
veitingar Fram-kvenna verða bomar fram í Fram-heimilinu frá kl. 14.
HVALEYRARHOLTSVÖLLUR
HAUKAR - FYLKIR
í KVÖLD KL. 20
EIGNABÆR Í3XXEK7
Bæjarhrauni 8, sími 654222 V
Sport-
stúfar
Mikil spenna í
3. deild í knattspyrnu
• Eftir leikina í 3.
deild íslandsmótsins í
knattspyrnu í fyrra-
kvöld er baráttan þar
orðin mjög tvísýn. Öll lið hafa
unnið og öll tapað eftir að Skalla-
grímur beið ósigur fyrir ÍK, 4-1,
í Kópavogi. Staðan í 3. deild er
nú þannig:
II
Leiftur ...6 4 1 1 12-4 13
Skallagrímur. 6 3 2 1 14-13 11
BI ...6 3 1 2 10-5 10
Reynir Á ...6 3 1 2 10-11 10
Dalvík ...6 '2 2 2 10-10 8
ÍK ...6 2 2 2 9-10 8
Völsungur... ...6 2 2 2 8-10 8
Magni ...6 2 0 4 12-17 6
Þróttur N ...6 1 2 3 8-7 5
KS ...6 1 1 4 4-10 4
Tryggvi í
fjórða sætinu
• Tryggvi Sigmansson náði best-
um árangri íslenskra skotmanna
á Eyjaleikunum á Álandseyjum í
síðustu viku. Hann varð í fjórða
sæti í keppni með staölaðri
skammbyssu. Þorsteinn Guð-
jónsson varð fimmti og Gunnar
Bjarnason sjötti í keppni með
enskum rifíli, Björn Halldórsson
sjöundi í haglabyssuskotflmi og
Theodór Kjartansson áttundi í
sömu grein.
Tátumót4. flokks
í knattspyrnu
| • Tátumót KSÍ í 4.
I flokki verður .haldið
I //» um helgina og hefst á
' laugardaginn með
riðlakeppni. Úrslitakeppnin
verður síðan haldin síðar í mán-
uðinum. í Á-riðli, sem leikinn
verður á KR-velli, leika: Fjölnir,
Sindri, KR, KA og FH. í B-riðli,
sem leikinn verður í Mosfellsbæ,
leika: Stjarnan, Afturelding, ÍA,
Týr og Valur og í C-riðli, sem leik-
inn verður í Kópavogi, leika: Sel-
foss, UBK, Víðir, Haukar og
Skallagrímur.
Aldursflokkameistaramót
íslands í sundi
• Aldursflokkameist-
aramót íslands í sundi
verður haldið í Hafn-
arfirði um helgina.
Þetta er eitt stærsta sundmót árs-
ins og verða keppendur um 300
talsins. Mótið fer fram á vegum
Sundsambands íslands en hin
ýmsu félög sjá um að halda mótið
ár hvert. Að þessu sinni er það
Sundfélag Hafnarfjarðar sem hef-
ur veg og vanda af mótshaldinu.
Mótið fer fram í Suöurbæjarlaug
sem er öll hin glæsilegasta. Mótið
er opið almenningi og er fólk
hvatt til að koma og fylgjast með
frammistöðu fremsta sundfólks
landsins í þessum aldursflokk-
um, 17 ára og yngri.
I.deild karla
Fram 8 5 1 2 12-8 16
KR ....8 4 3 1 14-4 15
UBK ....7 4 2 1 13-8 14
ÍBV ....7 4 1 2 12-10 13
Valur ....7 4 0 3 9-7 12
Víkingur ....8 4 0 4 13-15 12
KA ....8 3 1 4 8-9 10
FH ....8 2 2 4 8-11 8
Stjarnan ....7 1 2 4 6-12 5
Víðir ....8 0 2 6 6-17 2
Markahæstir:
Steindór Elison, UBK..........7
Guömundur Steinsson, Vík......6
Hörður Magnússon, FH..........5
Jón E. Ragnarsson, Fram.......4
Leifur Hafsteinsson, ÍBV......4
• Það var hart barist í leik Fram og KR í gærkvöldi. Bæði lið fengu aragrúa dau<
- tvimælalaust besti ieikur 1. deildar í sumar. Hér er Baldur Bjarnason að le
Erekk
orðinn
- sagði Ásgeir Elíasson, þjálfai
„Þetta var sigur en það er enn ýmis-
legt sem við þurfum að laga fyrir
næstu leiki. Ég er ekki ennþá orðinn
ánægður með leik minna manna þrátt
fyrir þennan sigur gegn KR og að Fram
sé á toppi deildarinnar," sagði Ásgeir
Elíasson, þjálfari Fram, eftir að Fram
hafði sigrað KR, 1-0, í toppslag liðanna
í 1. deild íslandsmótsins í knattspymu
í gærkvöldi. Leikur hðanna var stór-
skemmtilegur og spennan á lokamín-
útunum hreint ólýsanleg. Bæöi lið áttu
þá mjög góð marktækifæri sem ekki
nýttust.
Það var Ríkharður Daðason sem
skoraði sigurmark leiksins af stuttu
færi á 43. mínútu leiksins. Hann fékk
langa stungusendingu inn fyrir vörn
KR sem Ólafur Gottskálksson átti að
hirða. Ólafur hikaði hins vegar og eftir
að hafa leikið snyrtilega á Gunnar
Oddsson skoraði Ríkharður þetta mik-
ilvæga mark fyrir Fram. Á 56. mínútu
átti Ríkharður þrumuskot í þverslá
meö vinstri fæti og sýndi þar mikil til-
þrif. Annars höfðu KR-ingar verið
sprækari fyrsta hálftímann en ekki
náð að skora þrátt fyrir góð færi.
Framarar sóttu í sig veðrið og léku
mjög vel og aldrei betur en eftir að
þeir komust yfir.
Snilldarmarkvarsla
Birkis Kristinssonar
Þegar 10 sekúndur voru eftir af venju-
iegum leiktíma átti Þormóður EgOsson
bylmingsskot af löngu færi og knöttur-
inn stefndi í bláhornið út við stöng.
Birkir Kristinsson varði hins vegar
skot hans á undraverðan hátt. „Ég var
heppinn að vera þannig staðsettur í
markinu að ég náði að veija skotið sem
var mjög fast. Þetta var góður sigur
og svo virðist sem örlítillar meistara-
heppni sé farið að gæta hjá okkur,"
sagði Birkir eftir leikinn en í gær-
kvöldi lék hann sinn 100. leik með
Fram í 1. deild.
Fimmti sigur Fram í röð
Framarar léku mjög vel í gærkvöldi
eftir slæman hálftíma í upphafi. Lang-