Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Breytt skráning krónunnar Ríkisstjórnin ætti aö vinna bráðan bug að því að tengja íslenzku krónuna gjaldmiðli myntbandalags Evr- ópu, ECU. Brátt líður að nýjum kjarasamningum. Oftar en ekki hafa kjarasamningar hér á landi orðið samning- ar um gengisfellingar. Samningamenn hafa þá samið um meiri kauphækkanir en efnahagurinn hefur leyft og síðan verið „þegjandi samkomulag“ um að minnka kaupmáttinn „hæfilega“ með því að fella gengið í fram- haldi samninganna. Þjóðarsáttin í fyrra var á annan veg, en í haust verður mikil hætta á afturkipp, þannig að samið verði enn á ný um verðbólgu og gengisfell- ingu. Það yrði hörmulegt. Eftir birtingu svörtu skýrslunnar frá Hafrannsókna- stofnun ætti að vera ljóst, að enginn grundvöllur er fyr- ir teljandi aukningu kaupmáttar. Önnur áföll bætast við, gjaldþrot stórfyrirtækja og mikill vandi í mikilvæg- um atvinnugreinum. Nægir að minna á stöðuna í ullar- iðnaði og fiskeldi. Hrap útflutnings í þepi greinum til viðbótar skerðingu fiskaflans veldur því, að efnahagur- inn leyfir ekki meira en, að haldið sé í horfmu. Fáir munu meðmæltir því, að kaupmættinum verði haldið uppi með „slætti“ erlendis. En á sama tíma miðast allt tal verkalýðsforingja, eigi að taka það hátíðlega, við þá stefnu þeirra að keyra fram kauphækkanir, hvað sem tautar og raular. Þeir eru sem sé á þeim buxunum að semja um kaupmátt, sem verði jafnóðum skorinn niður aftur, með því að gengið verði fellt. Rétt er því að minna stjórnvöld á þá leið að vernda gengið með því að lýsa nú þegar yfir, að íslenzka krón- an verði tengd Evrópumyntinni ECU við fyrsta tæki- færi. Með því yrði gengislækkun úr sögunni sem hag- stjórnartæki hér á landi. Ekki þýddi fyrir samninga- menn að semja upp á gengisfellingu. Hún yrði einfald- lega ómöguleg, þar sem gengið færi eftir ECU. íslenzk stjórnvöld ættu þennan kost ekki lengur, sem yrði til mikilla bóta. Gengisvog ECU yrði tekin upp í stað viðskiptavogar Seðlabankans við skráningu gengis krónunnar, nema (að hugsanlega yrðu leyfðar lítilsháttar breytingar innan ákveðinna marka, til dæmis miðað við 2,25 prósent á annan hvorn veginn. Þetta þýddi, að kjarasamninga- menn yrðu að semja „í alvöru“. Mjög óhagstætt yrði fyrir efnahag okkar, yrði leið gengisfellingar og verðbólgu valin að nýju. Einmitt um þessar mundir skiptir meginmáli, að verðbólga hér á landi verði ekki meiri en í grannríkjum okkar. Þjóðar- sáttin hefur skilað töluverðum árangri í stöðugleika í efnahagslífinu og grundvallaratriði, að hann haldist. Önnur Norðurlönd hafa tengzt ECU myntinni, flest síðustu mánuði. Tenging íslenzkrar krónu við ECU er einkum studd þeim rökum, að viðskiptin við Evrópu skipta okkur mestu. Þaðan koma 80 prósent af innflutn- ingnum, og tveir þriðju af útflutningi okkar fara þangað. Samkvæmt gildandi kerfi skráir Seðlabankinn gengi krónunnar einu sinni á dag. Þess konar skráning á hverjum morgni er úrelt kerfi, eða „nátttröll“ eins og Guðmundur Magnússon prófessor segir í nýbirtri grein. Tenging við ECU hefur því marga kosti en fyrst og fremst þann, að hún mundi aga stjórnvöld og aðra, sem eru kallaðir til ábyrgðar, svo sem „þjóðarsáttargengið“, til þess að halda nokkrum stöðugleika á efnahagnum. Yrði slík leið farin á mörgum sviðum efnahagsmála, yrði von til þess, að við gætum komizt úr vandanum. Haukur Helgason Margir ákvarða sér auðvitað eigin leiðir á jöklana Heillandi ferðaslóðir Jöklar eru hættulegir Eftir því sem fólk fer í fleiri há- lendisferöir á íslandi fjölgar þeim er ferðast um eða ganga á jöklana í landinu. Jöklaferðir eru oftast skemmtilegar og heillandi og sú veröld sem þar er að finna er um margt óvenjuleg. Hægt er að fara um jöklana á öllum árstímum og engin ástæða til þess að takmarka ferðafrelsi manna um jökla ef út- búnaður, kunnátta og fyrirhyggja er með réttu móti. íslenskir jöklar eru ólíkir að út- hti og stærð. Nokkrir eru afar stór- ir; eins konar smálönd í landinu. Þetta eru stórar hjarn- og ísbreiður með eigin veðraskil. Upp úr þeim standa Qöll og skriðjöklar, bæði brattir og hraðfara eða flatvaxnir og fremur hægfara falla til allra átta. Dæmi eru Vatnajökull og Mýrdalsjökull. Aðrir eru hvelfdar íshettur á stórum fjöllum. Dæmi eru Tungnafellsjökull og Eiríksjök- ull. Enn aðrir eru mun brattari ískápur með skriðjökultungum ut- an á og ofan á stökum fjöllum. Dæmi eru Öræfajökull, Eyjafjalla- jökull og Snæfellsjökull. í fáeinum tilvikum eru jöklarnir eins og brattir alpajöklar utan í háum tind- um. Dæmi eru jökull sunnan í Hrútfjallstindum í Öræfum og í Þverártindsegg í Suðursveit. Loks eru til margir smájöklar í hvilftum og dalstöfnum, einkum á Mið- Norðurlandi. Um þá marga eru mannaferðir og í allmörgum tilvik- úm það miklar. Tugir og hundruð manna ganga á Snæfellsjökul, Ör- æfajökul og Eyjafjallajökul á hverju ári. Töluvert er um langar skíða-, vélsleða- eða ökuferðir á jöklunum, einkum þeim stærri. Jökulsprungur eru til Jökulís er um það bil 50 til 900 metra þykkur hér á landi. Eðliseig- inleikar íssins eru slíkir að efsti hluti íslags á hreyfmgu er fremur stökkur og brotnar upp. Brotin sjást sem sprungur. Þær eru ýmist bogalaga eða beinar, séðar að ofan, eftir skriði íssins og aðstæðum undir og allt um kring. í þversniði eru sumar sprungur lóðréttar en öðrum hallar miðað við lóðstefnu. Þær þrengjast er neðar dregur og verða sjaldan dýpri en 20-30 metr- ar. Þar neöan við er ísinn deigari og brot myndast ekki eöa lokast a.m.k. jafnharðan. Breidd sprungn- anna er frá nokkrum sentímetrum upp í marga metra. A vetuma er ákoma á jöklum víöa mikil. Snjórinn lokar flestum spnmgum, sér í lagi þeim sem eru hátt á jöklinum en síst þeim sem eru neðarlega á úfnum skriðjökl- um. Snjóhulan getur oröið nok- kurra metra þykk og snjóbrýr, er þannig myndast, verið sterkar og þolað t.d. bíl. Svo þegar hlýnar snemmsumars þynnast snjóbrýrn- ar og ýmist tekur að móta fyrir sprungunum eða þá að þær opnast alveg. Á haustin erijöldi sprungna orðinn alveg opinn, snjóbrýr fáar KjaUarinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og svæði, er voru sæmilega fær að vori, eru illa fær eða ekki á haust- in. Á öllum umræddum tíma eru jökulsprungur hættulegar af því að nóg er af tæpum hengjum, ótrygg- um snjóbrúm og hálfhuldum sprungum. Þær eru reyndar líka hættulegar á veturna í hlutfalli við snjóhuluna. Ekki þarf að fjölyrða um í hverju hættan felst en það er algengur misskilningur að halda að hættan sé lítil þegar töluvert er orðið um opnar sprungur. Allt slíkt fer eftír því hve margar sprungur eru á til- teknu svæði og hve þunn snjóhulan er aö verða. Opin sprunga getur verið hættuleg af því aö það sem sýnist barmur hennar er í raun brún á slútandi hengju. Það sem ekki má Allir ferðamenn á jökh eru í hættu vegna jökulsprungna á til- teknu svæði. Auðvitað eru jöklarn- ir svo aftur á móti mismikiö sprungnir, bæði innbyrðis og eftir svæðum á þeim hverjum og einum. Líklega er þó skíðamaður almennt í einna minnstri hættu og ef til vill maður á hraðfara vélsleða. En slík- ar bollaleggingar eru ekki mikils virði því hættan er afstæð og bíll getur falhð á framendan langt ofan í sprungu sem maður hefur gengiö yfir eða öfugt. Á íslandi tíðkaðist í áratugi að ganga á jökla án hjálpartækja. Þó kunni hópur fólks til verka og hag- aði sér eftir aástæðum. Þessi hópur stækkar. Samtímis fjölgar ferðum á vélknúnum ökutækjum um jökl- ana, mjög oft í blindu og þá með aöstoð siglingatækja. Ég veit um mörg dæmi þess að menn hafa fall- ið í sprungur, óvarðir og án línu. Ég veit um nokkur dæmi um glannalegan akstur, ýmist vegna lítillar staðþekkingar, oftrausts á Loran C eða skyldum kerfum, of- trúar á eigin getu eða stærð bíls og hraða vélsleðans. Allmörg slys sýna að þeim fjölgar í einhverju hlutfalli við vöxt jöklaferða. Þaö er ekki óeðlilegt en hlutfalhð er vafa- lítið allt of hátt. Menn mega ekki fara gangandi á jöklana eða senda gönguhópa á flesta jökla án þess að notaðar séu línur í ferðinni. Þær á að festa í belti en ekki binda um fólk. Vanur jöklamaður verður að vera með í fór. Vissulega eru til nokkrar leiðir sem eru sprungulausar (t.d. venju- lega leiðin á Eiríksjökul og rölt- svæði í nánd við skála Jöklaferða við Skálafellsjökul) en þær eru undantekningar frá reglunni. Það eru hka stuttir labbitúrar upp á flatan, snjólausan og lítt sprunginn jökulsporð. Menn mega heldur ekki fara línu- lausir á ökutækjum á jökla eða aka án of lítils tillits til skyggnis og sprungusvæða. Nokkrar úrbætur Ferðafélögin og íslenski alpa- klúbburinn hafa kennt fólki með- ferð línu og ísaxar til jöklagöngu. Fólk, sem hyggst ganga á jökla, á að taka þátt í námskeiði. Það á að setja saman fleiri og auðfengnari leiðarlýsingar, líkt ogísalp o.fl.hafa gert, og menn eiga að kynna sér þær. Margir ákvarða sér auðvitað eigin leiðir á jöklana og þurfa að geta mætt því sem aö höndum ber. Ferðaskrifstofur og -félög eiga að sjá til þess aö jöklaöryggi sé ávallt hluti af undirbúningi ferða og að fararstjórar kunríi til þeirra verka. Þar sem seld er þjónusta er tengist jöklaferðum (skíðaleiga, vélsleða- ferðir, snjóbílaferðir, gönguferðir, hestaferðirfber aö leggja leiðir með merkingum og hta eftir þeim reglu- lega. Það þýðir ekkert fyrir einhvern í byggð að ráðleggja öðrum að fara ómerkta leið (jafnvel gamla slóö) eftir lýsingu eða minni - eða þá að það gangi að skýra aðstæður út fyrir óvönu fólki eins og lagt var til í fjölmiðlum eftir slysið á Snæ- fellsjökh í júní sl. Loks þarf að hyggja að útgáfu sprungukorta af nokkrum jöklum og korta með ferðahnum með Lór- an- og GPS-tölum og áttavitastefn- um, einkum handa ökumönnum. Ari Trausti Guðmundsson „Það þýðir ekkert fyrir einhvern 1 byggð að ráðleggja öðrum að fara ómerkta leið (jafnvel gamla slóð) eftir lýsingu eða minni..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.