Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991. Afmæli Ragnar Guðmundsson Ragnar Guömundsson, fyrrv. bóndi frá Grænumýrartungu, Bogahlíö 10, Reykjavík, er áttræöur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist aö Háreksstööum í Norðurárdal í Mýrasýslu en flutti þaðan tveggja ára meö foreldrum sínum að Gilhaga í Hrútafirði þar sem hann ólst upp til fermingarald- urs. Á unglingsárunum vann hann á ýmsum stöðum öll algeng sveita- störf og var auk þess á vertíð á vetr- um, m.a. í Höfnum og Keflavík og þrjár vertíðir í Viðey hjá Kárafélag- inu. Ragnar lauk búfræðiprófi frá Hól- um í Hjaltadal vorið 1937. Hann byrjaði búskap í Grænumýrartungu í Hrútafirði 1937 og bjó þar til 1966 er hann brá búi og flutti til Reykja- víkur. Þar gerðist hann starfsmaður Reykjavikurborgar og starfaði hjá borginni til 1975 er hann réöst til Afurðasölu Sambandsins þar sem hann vann til 1984. Ragnar er nú húsvörður í verslunarhúsinu Suð- urveri viö Stigahlíð. Fjölskylda Ragnar kvæntist 25.12.1937 Sigríði Gunnarsdóttur í Grænumýrar- tungu og byrjaði þar búskap sama ár. Sigríður er dóttir Gunnars Þórð- arsonar og Ingveldar Björnsdóttur frá Grænumýrartungu. Börn Ragnars og Sigríðar eru Þór- unn Nanna, f. 13.4.1940, húsmóðir, gift Jóhanni Hólmgrímssyni, b. í Vogi við Raufarhöfn og eiga þau fimm börn, Sigríði, Hólmgrím, Svanhvíti, Ragnar Axel og Ingvald; Ingunn, f. 27.4.1944, húsmóðir og læknaritari, gift Má Óskari Óskars- syni, vörubifreiðastjóra hjá Þrótti, en þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú börn, Rögnu Heiöbjörtu, Hörpu Sólbjörtu og Ingimar Óskar; Gunnar, f. 4.11.1949, starfsmaður Mjólkursamlagsins á Patreksfiröi, kvæntur Ásthildi Ágústsdóttur, húsmóður og skrifstofukonu, en þau búa á Patreksfirði og eiga þrjú böm, Ragnar Axel, Ágúst og Sigríði; Heið- ar, f. 31.1.1956, vélsmiður hjá Véla- miðstöð Reykjavíkur, kvæntur Sigrúnu Guðjónsdóttur, húsmóður og skrifstofukonu, en þau búa í Reykjavík og eiga tvær dætur, Ragnhildi og Huldu. Barnabörn Ragnars og Sigríðar eru sex. Ragnar átti níu systkini en af þeim eru sjö á lífi. Systkini hans: Jón Stef- án, f. 4.7.1907, b. og smiður, kvænt- ur Sigrúnu Sigurbjörnsdóttur og eru þau bæði látin en eignuðust eina dóttur; Sigurrós, f. 16.11.1914, hús- móðir í Reykjavík, gift Hermanni Daníelssyni smið og eiga þau fiögur börn; Fanney, f. 28.10.1916, gift Þórði Eyjólfssyni, b. á Goddastöðum í Dalasýslu og eru þau bæði láfin en þau eignuðust fimm börn; Þórð- ur, f. 8.1.1919, skrifstofustjóri hjá Tækni hfi, búsettur í Reykjavík, kvæntur Isgerði Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn; Jóhann Valdi- mar, f. 22.4.1921, vagnstjóri hjá SVR, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sig- ríði Pálsdóttur og eiga þau sex börn; Þórir, f. 14.1.1926, vagnstjóri hjá SVR, búsettur í Reykjavík, kvæntur Hönnu Halldórsdóttur og eiga þau þrjú böm; Gunnar, f. 14.1.1926, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, búsettur í Reykjavík og á hann tvö börn; Bergur, f. 5.1.1928, bifreiða- smiður hjá SVR, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Önnu Eyjólfsdóttur og eiga þau þijú börn; Óskar, f. 4.9. 1931, bifreiðasmiður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Sig- þórsdóttur og eiga þau fimm börn. ForeldrarRagnars: Guðmundur Þórðarson, f. 22.11.1882, d. 29.3.1962, smiður og b. í Gilhaga og á Borðeyri Ragnar Guðmundsson. við Hrútafiörð (bróðir Gunnars Þórðarsonar í Grænumýrartungu) og Ragnheiður Sigurðardóttir, f. 28.10.1885, d. 2.11.1945, frá Hlíð í Selvogi. Guðmundur og Ragnheiður bjuggu í Gilhaga frá 1913 og síðar á Borðeyri. Eftir aö Ragnheiður lést bjó Guðmundur á heimili Ragnars sonar síns í Grænumýrartungu. Ragnar verður að heiman á af- mælisdaginn og dvelja þau hjón á þessum merkisdegi á heimili dóttur- dóttur sinnar að Laugum í Þingeyj- arsýslu. o Til hamingju meó af- mælið 17. júlí 90 ár^ Kjartan J. Einarsson, Túngötu 64, Eyrarbakka. 80 ára Jóhann Þorsteinsson, Sólvallagötu 54, Reykjavík. Kári Valsson, Austurvegi 10, Hrísey. Ingvar Friðriksson, Steinholti 1, Egilsstöðum. Freyja Bjarnadóttir, Egilsgötu 17, Borgarnesi. Hún veröur að heiman. 75 ára Óli A. Guðiaug.sson. Ásvegi 13, Akureyri. Ragnheiður Sveinbjömsdóttir, Hjálmstöðum II, Laugardalshreppi. Jensina Óskarsdóttir, Dúfnahólum 4, Reykjavik. Hún verður að heiman. Óli Pálmi H. Þorbergsson, Kaplaskjólsvegi 27, Reykjavík. Sigríður Gisladóttir, Einilundi 6B, Akureyri. 70 ára Magnþóra Magnúsdóttir, Sogavegi 132, Reykjavík. Bóas Jónsson, Bakka, Reyöarfiröi, Malmfreð -íónas Árnason, Strandgötu 63, Eskiftrði, 60 ára Halldóra Óskarsdóttir, Hjarðartúni 12, Ólafsvík. Sigþór Guðmundsson, Hlíöartúni 27, Höfh í Hornafírði. Þóra Jóhanna Jónsdóttir, Engihjalla 11, Kópavogi Auður Birna Hauksdóttir, Austurgerði 1, Reykjavík. Gissur Kristinsson, Hjallabrekku 13, Kópavogi. ólafur Stefánsson, Gnoðarvogi 54, Reykjavík. Hjaltalína Agnarsdóttir, Faxabraut 30, Keflavík. Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Grettisgötu 12, Reykjavik. Kristin Gunnarsdóttir, Brekkugötu 50, Þingeyri 50 ára Gerður Elíasdóttir, Túngötu 20,'isafiröi Soffia Kragan Sigurðardóttir, Teigaseli 5, Reykjavík. Pétur Bjarnoson, Strandaseli 7, Reykiavík. 40 ára Halldór Arnarson, Drekahlið 5, Sauðárkróki. Hólmfriður Halldórsdótfir, Akurgerði 11, Öxarfjaröarhreppi. Sœdís Magnúsdóttir, Túngötu 48, Tálknafirði. Jóhannes Kristleifsson, Sturiureykjnm II, Reykholtsdals- hreppi Björn Brynjólfsson, Fjarðarstræti 4, ísafirði. Guðlaug Guðmundsdóttir. Guðlaug Guðmunds- dóttir Guðlaug Guðmundsdóttir, hús- móðir og kaupmaöur, til heimilis að Hömrum í Eyrarsveit, verður sex- tugámorgun, 18.7. Maður hennar er Hörður Pálsson bóndi. Þau taka á móti gestum laug- ardaginn 20.7. að heimili sínu eftir klukkan 18.00. Rúnar Guðmundsson Rúnar Guðmundsson bifreiðastjóri, Skólavörðustíg 25, Reykjavík, er fer- tugurídag. Starfsferill Rúnar fæddist á Egilsstöðum og ólst upp á Fljótsdalshéraði og á Seyðisfirði. Hann var í barnaskóla Egilsstaða og í heimanámi í Sleð- brjótsseli í Jökulsárhlíð. Þá stund- aði hann síðar nám við íþróttaskól- ann í Haukadal í Biskupstungum og við öldungadeild MH. Rúnar byrjaði ungur til sjós á síld við Austfirði og var á netabátum frá Vestmannaeyjum 1967. Rúnar var síðan verkstjóri hjá Vinnslustöðinni í Eyjum fram að gosi 1973. Hann vann síðan ýmis störf, stundaði m.a. fóðurframleiðslu við heyköggla- verksmiðju á Stórólfsvöllum við Hvolsvöll og bjó þar til 1975 en hefur stundað vörubílaakstur og unnið við þungavinnuvélar nær óslitið frá 1976. Fjölskyida Fyrri kona Rúnars er Sigurveig Andersen frá Vestmannaeyjum. Eignuðust þau þijú börn: Ingvald, f. 7.2.1970, d. 30.12.1974; Björgvin Þór, f. 15.12.1971; Kolbrúnu Onnu, f. 14.8.1974. Rúnar og Sigurveig slitu samvistum 1975. Rúnar hóf sambúð 1978 með Sig- rúnu Lilju Jónasdóttur, f. 28.2.1959, kennara en hún er dóttir Jónasar Aöalsteinssonar og Önnu G. Jó- hannsdóttur að Brúarlandi í Þistil- firði. Rúnar og Sigrún eiga eina dóttur saman, Svanhvíti Helgu, f. 16.5.1982. Systkini Rúnars eru Guðríður Birna, f. 3.9.1952, verslunarstjóri á Reyðarfirði, gift Þorvaldi Aðal- steinssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvo syni; Stefán Árni, f. 3.8. 1954, húsasmiður á Reyðarfiröi, kvæntur Hugrúnu Aðalsteinsdóttur og eiga þau tvö börn; Hannes Sig- urður, f. 30.8.1958, starfsmaður Skeljungs í Reykjavík; Björgvin Þór, f. 26.9.1957, búsettur í Reykjavík; Hilma Lind, f. 13.10.1963, húsmóðir á Egilsstöðum, gift Jónasi Jóhanns- syni bifvélavirkja og eiga þau tvö börn; Sólveig Dögg, f. 6.5.1965, hús- móðir í Fellabæ, gift Hlyni Braga- syni bílstjóra og eiga þau eitt bam. Hálfsystir Rúnars er Vilborg Helga- dóttir, f. í janúar 1970. Foreldrar Rúnars: Guðmundur Björgvinsson, f. 1.5.1925, vélstjóri á Reyðarfirði, og Svanhvít Hannes- dóttir, f. 17.1.1928, húsmóðir á Hellu á Rangárvöllum. Rúnar Guðmundsson. Guðmundur er sonur Björgvins, b. á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, Vigfússonar, b. á Fjaröarseli í Seyð- isfirði, Ólafssonar, b. þar, Sigurðs- sonar. Móðir Vigfúsar var Guðný Tómasdóttir. Móðir Björgvins var Elísabet Ólafsdóttir frá Mjóanesi. Móðir Guðmundar var Stefanía Stefánsdóttir, prests í Hofteigi og Dvergasteini, Halldórssonar, prests, Sigfússonar. Móðir Stefáns var Þór- unn Pálsdóttir, sýslumanns, Guð- mundssonar. Móðir Stefaníu var Jónína Sesselja Bjömsdóttir frá Stóra-Bakka. Svanhvít er dóttir Hannesar ívarssonar og Árnýjar Þórðardótt- ur. Andlát Gunnar Ásgeirsson Gunnar Ásgeirssor. stórkaupmað- ur, Efstaleiti 14, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík sunnudag- inn 7.7. sl. en hann var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í gær klukkan 15. Starfsferill Gunnar fæddist á Flateyri við Önundarfiörð 7.6.1917. Hann lauk prófi frá VÍ1936, starfaði við versl- unina Glasgow í Reykjavík 1935-37, hjá Skúla Jóhannssyni og Co 1937-38, hjá Jóhanni Ólafssyni og Co 1938-40, var forstjóri og meðeig- andi heildverslunarinnar Sveinn Björnsson og Ásgeirsson 1940-60, stofnaði fyrirtækið Gunnar Ásgeirs- son og Co 1960, var forstjóri þess og rak það til 1989 er hann seldi það, stofnaöi fyrirtækiö Veltir hf. 1968 og var stjómarformaður þess. Þá stofnaði hann eða átti aðild að fleiri verslunarfyrirtækjum, eins ogt.d. Akurvík hf. og Bifreiðum og land- búnaðarvélum hf. Gunnar var kennari í vörufræði við VÍ1945, ’52 og ’54. Hann sat í skólanefnd VÍ1946-51,1956-79 og var formaður hennar 1965-70. Hann sat í stjórn og framkvæmdastjóm Verslunarráðs íslands í fiölda ára frá 1952, var einn af stofnendum Félags bifreiðainnflytjenda og fyrsti formaður félagsins 1954 og síöar Bílgreinasambandsins til 1975, skip- aður í nefnd er samdi lög og reglu- gerð um tollvörugeymslu 1959, einn af stofnendum Tollvörugeymslunn- ar hf. Hann sat í stjóm Önfirðingafé- lagsins í Reykjavík frá stofnun og í fiölda ára, sat í stjórn Oddfellow- stúkunnar Ingólfs 1955-57, einn af stofnendum stúkunnar Skúla fógeta og starfaði mikið á vegum reglunn- ar, var einn af stofnendum Lions- klúbbsins Ægis 1957, formaður klúbbsins um skeið, var um tíma útbreiðslustjóri Lionshreyfingar- innar á íslandi, beitti sér fyrir stofn- un fiölda Lionsklúbba víða um land og var um skeið yfirmaður Lions- umdæmis Reykjavíkur, Reykjaness, Suðurlands og Áusturlands. Gunnar var í fararbroddi Lions- manna í uppbyggingu þeirra að Sól- heimum í Grímsnesi og er eini mað- urinn sem hefur verið sæmdur nafnbótinni Heimilisvinur Sól- heima. Hann var aðalræðismaður Perú frá 1974, var sæmdur gull- merki danska bílgreinasambands- ins, var heiðursfélagi Bílgreinasam- bandsins frá 1977 og riddari fálka- orðunnar frá 1978. Fjölskylda Gunnar kvæntist 12.8.1939 eftirlif- andi konu sinni, Valgerði Stefáns- dóttur, f. 23.9.1919, en hún er dóttir Stefáns Ólafssonar, vatnsveitu- stjóra á Akureyri, og konu hans, Bjarnþóru Benediktsdóttur. Gunnar og Valgerður eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi. Börn þeirra: Stefán, f. 20.12.1939, flugstjóri, kvæntur Öglu Mörtu Marteinsdóttur; Ásgeir, f. 12.11. 1941, d. 1990, framkvæmdastjóri, var kvæntur Guðlaugu Konráösdóttur; Þórhildur, f. 30.7.1943, kaupmaður, gift Magnúsi Jónssyni; Gunnar, f. 28.8.1946, íþróttakennari, var kvæntur Helgu Kemp en þau slitu samvistum; Valgerður, f. 11.10.1951, verslunarmaöur, gift Stefáni Ólafs- syni; Árni, f. 8.10.1961, verkfræðing- ur, kvæntur Elínu Þórðardóttur. Af sy stkinum Gunnars komust sjö á legg. Systkini hans: Guðni, f. 1914, d. 1966; Hörður, f. 1915, d. 1982; Sig- ríður, f. 1919; Eiríkur, f. 1921, d. 1983; Ebenezer, f. 1923; Erla, f. 1928; Snæ- björn, f. 1931. Foreldrar Gunnars: Ásgeir Guðnason, f. 15.8.1884, d. 1973, kaup- maður og útgerðarmaður á Flateyri við Önundarfiörð, og kona hans, Guðjóna Jensína Hildur Eiríksdótt- ir,f. 18.3.1887,11.2.1947, húsmóðir. Ásgeir var sonur Guöna, skipa- smiðs og sjómanns á Eiði við Hest- fiörð, Bjarnasonar, b. á Brekku í Langadal, Magnússonar, b. á Arn- gerðareyri, Þórðarsonar. Móðir Ás- geirs var Þorbjörg Ásgeirsdóttir, b. Gunnar Ásgeirsson. í Heydal, Jónssonar, b. í Kollabúð- um og Heydal, Jónssonar, læknis í Ármúla, Einarssonar. Móðir Þor- bjargar var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Guðrúnar var Þorbjörg, syst- ir Jónasar á Bakka, langafa prófess- oranna Jónasar og Halldórs og Þor- valds skólastjóra Elíassona. Þor- björg var dóttir Þorvarðar, b. á Bakka í Hnífsdal, Sigurðssonar, í , Eyrardal og ættfóður Eyrardalsætt- arinnar, Þorvarðarsonar. Systir Jensínu Hildar var Ragn- heiður, móðir bræðranna Ragnars læknis, Ásgeirs lyfiafræöings og Önundar, forsfióra Olís, Ásgeirs- sona. Jensína Hildur var dóttir Ei- ríks, b. á Hrauni á Ingjaldssandi, Sigmundssonar, b. þar Sveinssonar, b. á Alviðru í Dýrafirði, Sigmunds- sonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.