Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991. 9 Utlönd Jo van der Valk, yfirmaður eftirlitssveita Evrópubandalagsins í Júgóslavíu, ræddi við Lojze Peterle, forsætisráð- herra Slóveníu, í gær. Símamynd Reuter __ Júgóslavía: Friðarvonir f ara dvínandi Vonir manna um að koma í veg fyrir borgarastyrjöld í Júgóslavíu dvínuðu enn frekar í gær eftir að tveir króatískir lögregluþjónar til viðbótar voru drepnir í hörðum árás- um serbneskra þjóðernissinna og til- raunir til að halda friðarviðræður fóru út um þúfur. Þungvopnaðar sveitir Serba réðust á fjórar lögreglustöðvar í Króatíu með sprengjuvörpum, vélbyssum og rifílum í gær og er það þriðji dagur- inn í röð sem bardagar brjótast út. Einn liðsmaöur króatíska þjóðvarð- liðsins og einn óbreyttur lögreglu- þjónn voru drepnir og níu aðrir særðust. Franskur fréttamaður var skotinn í kjálkann og fluttur á sjúkrahús eftir að ókunnir menn hófu skothríð á bifreið hans. Leiðtogar Júgóslavíu hættu við fund um neyðarástandið á eyjunni Brioni þegar aðeins þrjú af lýðveld- unum sex sendu fulltrúa til fundar- ins og hinir héldu annan fund í Belgrad, höfuðborg landsins og Serb- íu. „Fundurinn fer ekki fram hér,“ sagði Vasil Tupurkovski, sem sæti á í forsætisráði landsins eftir að hann hafði flogið til Brioni til að reyna að sannfæra lýðveldin Slóveníu og Króatíu, sem lýstu yfir sjálfstæði sínu í júní, til að samþykkja tillögu Serbíu um að hittast annars staðar. Tupurkovski mistókst ætlunar- verk sitt og Stipe Mesic, forseti Júgó- slavíu, svaraði með því að boða til annars fundar á Brioni í dag. Friðareftirlitsmenn Evrópubanda- lagsins í Júgóslavíu sögðu í gær að þeir mundu fylgjast með því að sam- bandsherinn sneri aftur til búða sinna í Króatíu. Þeir höfðu áður sagt að þeir mundu ekki starfa í lýðveld- inu. Eftirlitsmennirnir munu þó forðast verstu átakasvæðin. Ekki er ljóst hvernig þeir geti með því móti fylgst með því að herinn fari aftur til síns heima. Evrópubandalagið hefur einnig gert það ljóst að eftirlits- mennimir muni hverfa á braut verði Júgóslavar ekki samvinnuþýðir. Vopnahléö hefur verið virt í Slóv- eníu en yfirvöld í Zagreb, höfuðborg Króatíu, segja að herinn brjóti sam- komulagið með því að neita að hverfa aftur í búöir sínar. Þau saka herinn um að hjálpa serbneskum skæruhö- um við að hertaka lýðveldið smám saman. Branko Salaj, ráðgjafiforseta Króatíu, sagði að án hersins yrðu Króatar ekki í vandræðum með að fást við hryðjuverkamenn. Evrópubandalagið er með tuttugu eftirlitsmenn í Júgóslavíu og á fimmtudag bætast við þrjátíu til við- bótar. Reuter Enginn her til varnar Kúveit Kúveit og þau sjö arabalönd sem studdu landið í Persaflóastríðinu mistókst í gær að mynda sameigin- legan herafla til að vernda fursta- dæmið fyrir nágranna sínum í norðri, írak. Utanríkisráðherrar landanna sögðu í gær eftir tveggja daga fund sinn að enginn sameiginlegur her yrði sendur frá þeim til Kúveit eða Persaflóasvæðisins. Einstök lönd gætu í staðinn leitað eftir hjálp frá bandamönnum sínum á hættutím- um. í mars höfðu arabalöndin ákveðið að koma á fót, í varnarskyni, sameig- inlegum herafla 26 þúsund her- manna frá löndum Arabíuskagans auk liðsauka frá Egyptalandi og Sýr- landi. Deilur risu hins-vegar strax um stærð, útbúnað og kostnað þessa her- afla sem taka átti við hlutverki hins vestræna hers. Áætlað er að síðustu bresku og bandarísku hermennirnir fari burtu af svæðinu í lok ágúst. „Það er ekki nauðsynlegt að hafa her stöðugt á svæðinu. Liðsafli verð- ur einfaldlega sendur þegar á honum er þörf. Við erum ánægðir með aö hafa komist að þessari lokaniður- stöðu um öryggismál þessa svæðis,“ sagði utanríkisráðherra Sýrlands, Faouk al-Shara. Reuter Norskur eftirlaunaþegi, Sigrid Sandvold, náði taki á þjófi sem var 50 árum yngrí en hún sjálf og gerði sér htiö fyrir og fór meö hann í lest th lögreglunnar. „Ég er vön að bjarga mér sjálf þegar eitthvað þarf að gera og sit því ekki og bíð eftir hjálp,“ sagði hin 76 ára gamla Sigrid. Hún notar staf til að ganga við en veigraði sér ekki við því að grípa 26 ára gamla konu sem hún sá vera aö brjótast inn í hús nágrannans um síðustu helgi. Þjófurinn hljóp tvisvar í burtu frá Sigrid og faldi sig en sú gamla fann hann alltaf og hélt áfram ferð sinni á lögreglustöðina. í þriðja skiptið stökk þjófurinn inn í leigubíl en Sigrid náði að stökkva á eftir og skipaði leigubílsstjóranum að keyra beinustu leið til löggunnar. í beinni útsendingu Slagsmál brutusl út í sjónvarpsþætti i Ástraliu þegar verlð var að ræða hvort landið ætti að gerast lýðveldi. Símamynd Reuter Slagsmál brutust út mihi gesta í sjónvarpsþætti í beinni útsendingu i Ástralíu í gær. Gestir þáttarins fjölluöu um spuminguna hvort Ástralía ætti að verða lýðveldi þar sem æðsti maður ríkisins er þjóðkjörinn eða halda núverandi stjórnarfyrirkomulagi sem er lýðræðisleg þingstjóm þar sem æðsti maður ríkisins er Elisabet Bretlandsdrottning. Leikaranum og poppsöngvaranum Normie Rowe, sem studdi tengsl Ástrahu við breska konungsveldið, lenti saman víð útvarpsmanninn Ron Casey sem taldi að Ástralía ætti að verða lýðveldi. Mennirnir tveir urðu mjög æstir í skoðanaskiptum sínum og stóðu upp úr stólunum. Rowe kahaði Casey rottu og hrinti honum við svo búiö ofan í stólinn sinn. Casey tók þessu iha og gaf Rowe kjaftshögg. Reuter TILBOÐSDAGAR hefjast á morgun fimmtudag 18. júlí 30-50% afsláttur af öllum vörum í búðinni. Lokað í dag, miðvikudag. Opið laugard. kl. ÍO00 - 1600 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS X & z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682 Opnum sumarmarkaö í Kringlunni 3. hæó Mikið úrval af hljómplötum, geisladiskum og kassettum á ótrúlegu verði Verð frá kr. 99,- Nótur fyrir öll hljóðfæri á stórlækkuðu verði Kassettutöskur Verð frá kr. 599,- Geymsla fyrir 24 CD Verð kr. 499,- Hljóðfæri og fylgihlutir, t.d. hljómborð, gítarar, skinn o.fl. Selt með miklum afslætti. S-K-l-F-A-N [•lílsíc R EYKJAVI KUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.