Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991. STRAUMAR í HVÍTÁ Nokkrir dagar lausir í ágúst. Upplýsingar í síma 656308 eftir kl. 18. LOKAÐ laugardaginn fyrir verslunarmannahelgina, 3. ágúst. Útlönd__________________________________________pv Litháen: Þingið ræðir morð- in við landamærin BORGARBILASALAN GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 813085 OG 813150 Litháíska þingiö hefur verið kvatt heim úr sumarfríi og kemur saman til neyðarfundar í dag vegna morö- anna á sex landamæravörðum. Verð- irnir voru drepnir í dögun í gær í verstu árás á landamærastöð í Lithá- en frá því það lýsti yfir sjálfstæöi sínu frá Moskvu á síðasta ári. Marionus Misiukonis innanríkis- ráðherra sagði á fundi með frétta- mönnum að svo virtist sem mennim- ir hefðu verið þvingaðir til að leggj- ast á gólf varðskýlisins og þeir síðan skotnir með vélbyssu. Flestir þeirra voru skotnir í höfuðið. Tveir verðir til viðbótar voru þungt haldnir á sjúkrahúsi í Vilnius eftir skurðaðgerð. Engin samtök hafa lýst ábyrgð verknaðarins á hendur sér og lithá- ísk stjórnvöld sögðu aö þau vissu ekki hverjir stæðu á bak við árásina. „Þetta var gert af mönnum sem þekkja byssur, sem vita hvernig á að nota þær,“ sagði Misiukonis í gærkvöldi. „Það er greinilegt að þess- ir menn komu til að drepa.“ Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti og George Bush Bandaríkjaforseti hörmuðu báöir morðin og Gorbatsj- ov hét því að haft yröi uppi á morð- ingjunum. Litháíska þingið lýsti yfir þjóðar- sorg næstkomandi laugardag en þá veröa mennimir jarðsettir. Landamærastöðvar Eystrasalts- lýðveldanna hafa margsinnis orðið fyrir árásum sérsveita innanríkis- ráðuneytisins, svonefndra svart- húfna, á undanfórnum mánuðum. Foringjar svarthúfusveitanna neit- uðu því hins vegar í gær að menn þeirra hefðu yfirgefið búðir sínar allt kvöldið. Reuter Ákveðið hefur verið að hafa handboltaskóla fyrir börn fædd 1977-1985 dagana 6.-16.8. nk. Hópnum verður þrískipt, strákar og stelpur saman. Hópur 1: (1982-’85) kl. 9.00-12.00 Hópur 2: (1979- 81) kl. 13.00-16.00 Hópur 3: (1977- 78) kl. 16.00-18.00 Kennt verður í Iþróttamiðstöðinni, ýmist úti eða inni eftir aðstæðum. Gjaldið er kr. 4.000 fyrir hópa 1 og 2 en kr. 3.000 fyrir hóp 3. 15% systkinaafsláttur. Innritun í síma 611149 og 17830. Unglingaráð handknattleiksdeildar Gróttu MEMOREX HÁGÆÐA HLJÓÐ- OG MYNDBÖND *•' MEMOREX MEST SELDU KASSETTURNAR í BANDARlKJUNUM Á BETRA VERÐI Króatar kalla til fleiri varaliða Leiðtogar Króatíu hafa hvatt til þess að fleiri varaliðar verði kallaðir í lögreglulið lýðveldisins til þess að stöðva sókn serbneskra skæruliða og þeir segjast einnig vera reiðubún- ir að bjóða serbneska minnihlutan- um sjálfsstjórnarsvæði. Þessar aðgerðir leiðtoganna vöktu þó litla bjartsýni um að hægt yrði að binda enda á sívaxandi ofbeldi í Júgóslavíu sem braust út þegar Kró- atía og Slóvenía lýstu yfir sjálfstæði sínu 25. júní síðastliðinn. „Þetta er líklega of lítið og of seint,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki. „Króatar hefðu átt að bjóða þetta fyrir mörgum mánuðum áður en fjandinn varð laus. Hvers vegna skyldu Serbar fallast á málamiðlun þegar sigur þeirra er í sjónmáli?" Serbneskir skæruliðar hafa náö undir sig fjöldamörgum þorpum að undanfómu og talið er að þeir séu að kortleggja landamæri Stór-Serbíu sem mundi ná yfir þau svæði Króatíu þar sem Serbar era í meirihluta. Ákvörðun leiðtoganna um aukna herkvaðningu verður væntanlega samþykkt í króatíska þinginu í dag. Króatar tilkynntu ákvörðun sína á sama tíma og sendinefnd frá Evrópu- bandalaginu kom tii Júgóslavíu tii að reyna aö koma á vopnahléi og undirbúa komu utanríldsráöherra frá bandalaginu til Júgóslaviu um helgina. Júgóslavneska forsætisráðið fund- Símamynd Reuter aði aftur í gær tii að reyna að binda enda á ofbeldið en árangurinn varð lítill. Forsætisráðið tilkynnti aðeins að það mundi leggja aðra vopnahlés- tillögu fyrir Króata. Reuter ísrael býður málamiðlun ísraelsmenn munu leggja til að jórdanskur embættismaöur, sem fæddur er í Jerúsalem, veröi í sam- eiginlegri sendinefnd Jórdaníu og Palestínumanna á væntanlegri frið- arráðstefnu um Mið-Austurlönd. Með því ætla þeir að leysa deiluna um fulltrúa Palestínumanna úr þeirri sjálfheldu sem hún er komin í. „Þetta er málamiðlun sem við gæt- um fallist á,“ sagði ísraelskur emb- ættismaður í samtali við Reuters- fréttastofuna. Embættismaðurinn, sem fór fram á nafnleynd, sagði að ísraelsmenn mundu stinga upp á þessari lausn þegar James Baker, utanríkisráö- herra Bandaríkjanna, kæmi til ísra- els í dag. Harðlínustjómin í ísrael hefur gef- ið það í skyn að hún muni segja já við tillögum Bandaríkjanna um frið- arráðstefnu á svæðinu en hún er enn að leita eftir skýringum Bandaríkja- stjórnar á því hverjir eigi að vera fulltrúar Palestínumanna. „Það kemur ekki til greina að gefa Baker neikvætt svar,“ sagöi Benja- min Netanyahu, aðstoðarutanríkis- ráðherra ísraels, i viðtali við ísra- elska sjónvarpið í gærkvöldi. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að kveðja friðar- ráðstefnuna saman í október og það væri á ábyrgð ísraelsmanna að hún lukkaðist. Reuter Bíiasaia Matthíasar Vantar þig bíl fvrir mestu v/Mikiatorg ferðahelgi ársins? VERSLUNARMANNAHELGARTILBOD! BJÓÐUM40 BÍLA Á ALLT AÐ 40% AFSLÆTTI í DAG OG NÆSTU DAGA! Bílasala Matthíasar v/Miklatorg S. 24540 og 19079 Þciv sem viöstciptin gevastl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.