Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Page 15
FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991.
15
Þá grundvallar-
atriði gleymast
Nýju krataráðherrarnir virðast
óttast tímaskort í embætti, svo á-
kafir eru þeir að láta á sér bera í
starfi. T.d. líður naumast sá frétta-
tími sjónvarps nú í sumar, að ekki
birtist annar hvor eða báðir á
skjánum, og fer nú að minna á
umsvif fyrrverandi fjármálaráð-
herra í fjölmiðlunum, þegar hæst
lét.
Ekki er að efa, að hér býr að baki
vilji til að láta gott af sér leiða, en
því miður vill oft loða við aðsóps-
mikla dugnaðarmenn, að þeir gefa
sér ekki tíma til íhugunar og sam-
ráðs. Það er slæmt, því oft næst
betri árangur með samráði, lagni
og bpurð en einræði, hávaða og
látum.
Tiltektarsamur heilbrigðis-
ráðherra
Heilbrigðisráðherra hefur verið
einkar tiltektarsamur frá fyrsta
degi í embætti. Hann hefur fengið
mikbvægan málaflokk í sinn hlut
og ákaflega kostnaðarsaman. Ára-
tugiun saman hefur verið rætt um
sparnað og hagræðingu í heb-
brigðiskerfinu, nauðsyn þess að
lækka lyfjakostnað og veita lækn-
um aðhald.
Fyrrverandi heilbrigðisráöherra
gbmdi einkum við lyfjakostnaðinn
eins og margir fyrirrennarar hans
og átti þeirri gbmu ólokið, þegar
hann missti embættið. Almenning-
ur styður sbka viðleitni heils hug-
ar, að því tilskildu að grundvallar-
atriði laga um hebbrigðisþjónustu
KjaHarinn
Kristín Halldórsdóttir
starfskona Kvennalista
séu virt, þ.e. að albr njóti bestu
fáanlegrar þjónustu án tilbts tb
efnahags.
Núverandi heilbrigðisráðherra
var naumast tekinn við, þegar
hann greip tb úrræða, sem hingað
til hafa verið eiginlegri frjáls-
hyggjumönnum en þeim sem
kenna sig við alþýðu og jöfnuð.
Hann gjörbreytti snarlega reglu-
gerð um lyfladiostnað og jók þar
með hlut neytenda um mörg
hundruð prósent í mörgum tbvik-
um.
Svo mjög lá ráðherra á, að enginn
tími var gefinn tb samráðs, og ráð-
stafanir tb að létta þennan skatt á
herðum þeirra, sem síst geta borið
hann, iba eða ekki kynntar. Þannig
eru þegar mörg dæmi um fólk, sem
snýr heim án lyfja, sem læknir
hefur vísað á, vegna þess að það á
ekki fyrir greiðslunni.
Þá blöskraði
Alþýðuflokknum
Þetta minnir á það þegar heb-
brigðisráherra úr röðum sjálfstæð-
ismanna hækkaði stórlega hlut
sjúkbnga í lyfla- og lækniskostnaði
í maí 1984. Þá blöskraði mörgum
jafnaðarmönnum, og butt var tb-
laga á Alþingi um afnám þessarar
hækkunar. Flutningsmenn tibög-
unnar voru Jóhanna Sigurðardótt-
„Það felur auðvitað í sér mikla stefnu-
breytingu í heilbrigðisþjónustunni þeg-
ar svo er komið að efnalítið fólk getur
ekki nýtt sér þá heilbrigðisþjónustu
sem í boði er...“
Þingflokkur Alþýðuflokksins. - „Ekkert hefur heyrst frá þessu sama fólki
nú...“
ir, Kjartan Jóhannsson, Karl Stein-
ar Guðnason, Eiður Guðnason, Jón
Baldvin Hannibalsson og Karvel
Pálmason, þ.e.a.s. þáverandi þing-
flokkur Alþýðuflokksins eins og
hann lagöi sig.
Jóhanna færði rök fyrir þeirri til-
lögu í ítarlegu máb á Alþingi 30.
okt. 1984 og sagði þá m.a. „Þær stór-
felldu hækkanir sem urðu á lyfja-
og lækniskostnaði í maí sl. hafa að
vonum verið mjög umdeildar og
þykir mörgum að með þessari ráð-
stöfun höfum við færst áratugi aft-
ur í tímann að því er varöar heb-
brigðisþjónustu við sjúka. Þeirri
stefnu hefur í öllum megindráttum
verið fylgt á undanfórnum árum
og áratugum að tryggja öbum sem
á þurfa að halda sem besta læknis-
þjónustu óháð efnahag fólks. Það
felur auðvitað í sér mikla stefnu-
breytingu í hebbrigðisþjónustunni
þegar svo er komið að efnalítið fólk
getur ekki nýtt sér þá hebbrigðis-
þjónustu sem í boði er nema í
ýtrustu neyð. Það er ekki einasta
þessi stefnubreyting sem umdebd
hefur orðið og misboðið hefur rétt-
lætiskennd fólksins í landinu, held-
ur og það að hæstvirt ríkisstjóm
skub í kjöbar mikbla kjaraskerð-
inga og mikillar skerðingar á lb-
eyri elb- og örorkulbeyrisþega
fmna það helst ráð við efnahags-
vanda ríkissjóðs að leggja stórfelld-
ar gjaldtökur á þá sem síst skyldi
í þjóðfélaginu, þannig að efnalítið
sjúkt fólk þarf að hugsa sig tvisvar
um áður en það leitar sér læknis-
þjónustu". (Alþingistíðindi 1984).
Þarf enn að breyta nafni
flokksins?
Megininntak þessara orða á jafn-
vel við nú sem viðbragð við stjórn-
valdsaðgerðum flokksbróöur fluti-
ingsmanna tillögunnar, núverandi
hebbrigðisráðherra, þótt þær væru
með nokkuð öðram hætti aö formi
tb. Ekkert hefur þó heyrst frá þessu
sama fólki nú, þótt svo virðist sem
núverandi hebbrigðisráðherra sé
farinn að ryðga í grundvallaratrið-
um jafnaðarstefnunnar.
Vonandi sjá þau þó sóma sinn í
þvi að hindra hinn aðsópsmikla
ráðherra úr röðum jafnaðarmanna
í því að setja gjaldmæla á sjúkra-
rúmin, eins og hann mun hafa velt
fyrir sér. Að öðrum kosti hlýtur
flokkurinn að þurfa að skipta enn
um nafn.
Kristín Halldórsdóttir
Uóðið í Ivf inu
Bjöm Engholm, formaður þýskra jafnaðarmanna, „byggir pólitík sína
ekki á mælskubrögðum, heldur talar i mannlegum raunsæistón".
Vinkona mín, sem er leikkona,
sagði við mig um daginn að það
væri svo margt að breytast innan
leikhússins. Núna giltu sömu lög-
mál þar og ættu að gilda í öllu þjóð-
félaginu - starf þess yrði að vera
félagslegt, mannblendið en jafn-
framt taka raunsærra mið af fjár-
málum, það væri ekkert bstrænt
við það að hugsa sem svo: bstin
má kosta hvað sem er ef hún er
bst. Við bfum á tímum þegar hug-
takið félagsleg markaðshyggja hef-
ur hlotið almenna viðurkenningu
- bka í bstum eins og annars stað-
ar, bka á hinum ljóðrænu sviðum
mannbfsins. - Og það er fyrst og
fremst af þ ví að hún er ábtin mann-
úðlegri en leiðir skipulagshyggju
og forsjárhyggju.
Flokkur eins og þýskir græningj-
ar hefur gert félagslega markaðs-
hyggju að opinberri leið sinni í
efnahagsmálum og er ekki lengur
á neinn hátt frábrúgðinn þýskum
jafnaöarmönnum að því leyti. Þetta
er athygbsvert: flokkur, sem hefur
talið sig vera ögrandi afl í þjóðfé-
laginu og standa fyrir aöra hugsun
og önnur, mýkri viðhorf til veberð-
armála landsins, einkum varð-
veislu náttúrunnar, er markaðs-
sinnaður eins og aðrir. Og græn-
ingjar segja: Félagsleg markaðs-
hyggja er mannúðlegri en aðrar
leiðir.
Vorvakning í Prag
Þjóöarsátt um félagslega mark-
aðshyggju er góð og ákjósanleg.
Hún tryggir festu í þjóðfélaginu,
hún er bein braut og það hefur
ekki lítið að segja. Fólk veit að það
sem það hefur í höndunum í dag
hefur það líka í höndunum á morg-
un og þarf ekki að eyða tíma í að
hugsa um það frekar: fólk getur í
KjaUarinn
Einar Heimisson
stundar háskólanám
í Þýskalandi
staðinn notað tímann í annað - fé-
lagsleg markaðshyggja styrkir
þannig vitaskuld það sem viö skul-
um kalla ljóðið í bfinu, það sem ég
hugsaði mest um þegar ég var í
Prag 1. maí, stemmninguna sem
minnti á leikrit sem heitir Vor-
vakning og samið var fyrir hundr-
að árum og fjallar um það að ahir
eigi að vera eins og þeir vbja sjábir
vera.
Við þurfum ljóðið í lífinu á öllum
sviðum þjóðfélagsins, í vinnunni, í
stjórnmálunum, á heimilunum. Tb
þess að styrkja ljóðið í lífinu þurf-
um við opið þjóðfélag sem er laust
við höft á mannlegu eðb. Og núna
komum við að staðreynd sem ýms-
ir endurskoðendur félagslegrar
markaðshyggju, eins og Oskar La-
fontaine, hafa bent á: það hlýtur
að verða framtíðarverkefni þjóð-
anna að auka frelsi einstakbng-
anna enn frekar, vísa enn meiri
ábyrgð af eigin veberð beint til
þeirra. Sumir eru A-menn, aðrir
eru B-menn - við þurfum að nota
tækniframfarir og aukinn bpur-
leika þjóðfélagsins til að auka
sveigjanleikann í mannlífinu, virða
ólíkar þarfir manna og ólíkan bfs-
stíl, leyfa þeim að vinna á morgn-
ana sem það vilja og ekki síður:
leyfa þeim að vinna á kvöldin sem
það vilja frekar.
Og athugum þetta: grundvöbur
þess að styrkja ljóðið í lífinu er ein-
mitt félagsleg markaðshyggja.
Sumir hafa haldið því fram að
markaðshyggja af einhverjum toga
geti varla verið mannúðleg, hvað
þá tengd bstum eða menningu -
hún hljóti því að vera andstæð ljóð-
inu í lífinu. Þýskir græningjar eru
þessu algjörlega ósammála og telja
félagslega markaðshyggju mjög
mannlega. Sambandslýðveldið í
heild sinni er einmitt athygbsvert
fyrir þetta. Þar er einstaklingsfrels-
ið og sjálfsábyrgðin bklega ein sú
mesta í Evrópu, menn ráða sér
sjálfir, þar er frítíminn einhver sá
mesti í ábunni, ferðalög manna tíð-
ust, jafnvel áfengishöftin eru ein-
hver þau minnstu - en samt eru
afköst manna þau mestu í ábunni.
Með öðrum orðum: þetta er líklega
eitt mesta lbsnautnaland í ábunni.
Ljóðið í lífinu má þannig sarinar-
lega tengja við félagslega markaðs-
hyggju. Og sú markaðshyggja er í
rauninni mjög mjúk stefna, ekki
hörð.
Stjórnmálamenn tíunda ára-
tugarins
Stjómmálamenn tíunda áratug-
arins standa frammi fyrir þeirri
staðreynd að endanleg sannindi
eru hluti af fortíðinni, ekki þýðir
að tala eins og menn höndb þau.
Og þannig hljóta stjórnmálamenn
tíunda áratugarins að verða öðru
vísi en áður ef þeir ætla að vinna
samúð kjósenda; ekki þýðir að
þykjast vita abt, hafa abt á hreinu
því enginn hefur allt á hreinu -
stjórnmálamenn verða að hlusta á
andstæðinga sína og stjórna með
öðrum hætti en áður: ekki sem
áberandi alvitringar eða töffaraleg-
ir orðhákar, sem tala andstæöinga
sína í kaf af mikilh íþrótt - heldur
sem kyrrlátir hugsuðir, stjórnend-
ur sem ekki gera sífellt vart við að
þeir séu að stjórna: svona koma
mýkri og mannlegri hliðar bfsins,
ljóðið í lífinu, inn í stjórnmál nú-
tímans.
Þannig hafa tb dæmis þýskir
jafnaðarmenn vabð sér nýjan
formann sem einmitt er dæmi um
mann sem stendur fyrir þetta:
byggir póbtík sína ekki á mælsku-
brögðum heldur talar í mannlegum
raunsæistón: Björn Engholm.
Þannig getum viö sagt sem svo:
Núna verður markaðshyggja alghd
en þaö hlýtur að verða félagsleg
markaðshyggja og þeir sem halda
henni fram verða félagslegir
stjómmálamenn, hógværir raun-
sæismenn, sem ekki gera tilraun
til að sýnast vera ofurmenni og
umfram allt: skbja ljóðið í bfmu.
Einar Heimisson
„...Stjórnmálamenn verða að hlusta á
andstæðinga sína og stjórna með öðr-
um hætti en áður: ekki sem áberandi
alvitringar eða töffaralegir orðhákar
sem tala andstæðinga sína í kaf af mik-
illi íþrótt...“