Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Síða 17
16 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991. FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991. 25 " íþróttir _________________ Sport- stúfar Ensk lið í Þýskalandi t.• Enska 1. deíldar I I keppnin í knattspyrnu I //, 1 hefst 17. ágúst. Undir- '..búningur liðanna stendur nú sem hæst Nokkur þeirra eru á keppnisferðalagi á meginlandi Evrópu. Liverpool lék í vikunni æfmgaleik gegn Bayer Leverkusen og lyktaöi leiknum með markalausu jaín- tefli. Leikurinn þótti fjörugur og komust nýju leikmennimir hjá Iáverpool vel frá Ieiknum, þeir Wright og Saunders. Manehester City tapaði í Berhn fyrir Dynamo Dresden, 2-1. Nail Quinn gerði mark City. Þá tapaði Aston Villa fyrir Borussia Mönc- hengladbaeh, 1-0. Stuttgart virðist sterkt • EyjóIQ. Sverrissyni og félögum hans í Stuttgart hefur vegnað vel í æfmgaleikjum fyrir keppnis- tímabilið sem hefst um helgina. Stuttgart sigraði í síðustu viku á móti í Sviss og skoraði Eyjólfur eitt mark í sigri á Flamengo frá Brasilíu, 0-5, í síðasta leik móts- ins. 37 þúsund áhorfendur sáu Stuttgart sigra Inter Milan, 2-1, á Necker Stadion. Fritz Walter, viti, og Dubajic skoruðu fyrir Stuttg- art. Battistini skoraöi fyrir Milan. Eyjólfur þótti leika vel og hefur verið í byrjunarliðinu í æfinga- leikjunum. Black eftirsóttur • Kingsley Black, leikmaður Lu- ton, er undir smásjánni hjá bæði Nottingham Forest og Arsenal, Black er metinn á 1,5 milljónir og Brian Clough er tilbúinn að borga þá upphæö og bjóða jafnvel Nigel Jemson með í skiptunum fyrir Black. Townsend líklega kyrr • frski landshösmaðurinn Andy Townsend verður likiega kyrr hjá Celsea. Mörg lið hafa sýnt honum áhuga og Arsenal og Tott- enham boðið hátt í 2 milljónir punda fyrir leikmanninn. Nú hef- ur Aston VUla bæst i hópinn en forráðamenn Cheisea eru ákveönir að halda í Townsend. Hins vegar er hklegt að Kerry Dixon og Gordon Durie séu á leið- inni frá Lundúnahðinu. Everton er tilbúiö aö kaupa Dixon og Ran- gers hefur sýnt Durie mikinn áhuga. Francis vill kaupa meira • Trevor Francis, framkvæmda- stjóri Sheffield Wednesday, er til- búinn aö halda veskinu á iofti ef með þarf til að styrkja lið sitt. Francis keypti á dögunum Paul Warhurst frá Oldham fyrir 70 þúsund pund og leitar nú aöfleiri leikmönnum til að styrkja lið sitt. Sá sem er aðallega i sigtinu er Paul Simpson hjá Oxford. Moriey búinn aö ná sér • Trevor Morley, leikmaður West Ham er kominn aftur í siag- inn eftir nokkra mánaða fjar- veru. Morley var stunginn meö hníf af kærustu sinni í apríl sl., lék með liðinu í æfingaleik á dög- unum. Morley særðist alvarlega og var i lifshættu á timabih. UBKvann Einn leikur var í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Breiöablik vann KA á Akureyrí, 0-2. Vanda Sigur- geirsdóttir skoraði fyrra markið á 34. mínútu og Ásta B. Gunn- laugsdóttir bætti öðru markinu viö á 54. mínútu. -ih Þrjúgullá ólympíuleikum þroskaheftra - í Minneapolis um helgina íslendingar unnu til þrennra guh- verðlauna á ólympíuleikum þroska- heftra sem fram fóru í Minneapolis í Bandaríkjununum og lauk aðfara- nótt sunnudagsins. íslendingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í knattspyrnukeppninni, sigruðu Thailendinga í úrslitaleik, 3-2. ís- lenska liðið lék í 3. deild en keppt var eftir styrk liða og voru sex lið í hverri deild. Liðsmenn voru eftirtaldir: Magnús P. Korntop, Hreinn Hafliðason, Björgvin Kristbergsson, Ottó A. Birgisson, Ottó Á. Ingvason, Pétur Jóhannesson, Jón G. Hafsteinsson og Ólafur Ólafsson. Þrír einstakhngar tóku þátt í knatt- þrautum og krækti Ottó Arnar Birg- isson þar í gullverðlaun, Björgvin Kristbergsson í bronsverðlaun og Hreinn Hafliðason lenti í sjöunda saeti. í frjálsum íþróttum hlaut Kristófer Ástvaldsson silfurverðlaun í fimmt- arþraut. íris Gunnarsdóttir vann gullverðlaun í boltakasti og silfur í kúiuvarpi. Guðrún Ósk Jónsdóttir vann bronsverðlaun í boltakasti. í sundkeppninni vann Halldór B. Pálmason th tvennra silfurverð- launa, í 25 metrum með frjálsri að- ferð og í 4x25 metrum með sömu aðferð. Sigurður Gíslason vann silfur í 4x25 metrum með frjálsri aðferð og silfur einnig fyrir 25 metra bringu- sund. Bergur Guðmundsson vann tvö silfur fyrir 25 metra með frjálsri aðferð og 25 metra bringusund. Aðal- steinn Friðjónsson vann silfur í 50 metra baksundi og í 4x25 metra frjálsri aðferö. Leikamir voru stórkostleg lífs- reynsla fyrir íslensku keppendurna sem og aðra keppendur. íslensku keppendurnir voru ahs 18 á leikun- um en þátttakendur voru 6000 frá 90 þjóðum. Leikamir voru stofnaðir af Kennedy-fjölskyldunni 1968 og eru vel þekktir í Bandaríkjunum. 50 þús- und sjálboðaliöar störfuðu við leik- ana sem nutu gífurlegs stuðnings stórfyrirtækja í Bandaríkjunum. -JKS • Jani Zilnik hefur betur í viðureigninni við Bjarka Pétursson í leik liðanna á KR-vellinum í gærkvöldi. Á innfelldu myndinni er Guðmundur Steinsson sem lék með sérstaka hiífðargrímu i leiknum en hann kinnbeinsbrotnaði fyrr í sumar og var frá i nokkrum leikjum. Guðmundur lét grímuna ekki aftra sér og lék ágætlega í gærkvöldi. DV-mynd GS Er KR að gef a eftir? - tapaði nú á heimavelli fyrir Víkingi, 1-2, í gærkvöldi Dæmið gengur ekki upp hjá KR- ingum þessa dagana, ólánið virðist elta hðið á öllum sviðum. Vítaspyrnur fara hver af annarri í súginn og liðið nær ekki að sýna þann leik sem það sýndi framan af tímabilinu. KR-ingar urðu að játa sig sigraöa á heimavehi í fyrsta skipti í sumar þegar Víkingar komu þangað í heimsókn í gærkvöldi. Víking- ar sigruðu, 1-2, og verða það að teljast mjög sanngjörn úrslit. Víkingar komu í leikinn til að berjast og hafa fyrir hlut- unum og uppskáru samkvæmt því. Með sigrinum eru Víkingar komnir upp að hhð KR-inga, í annað th þriðja sætið. Guðni Kjartansson, þjálfari KR, gerði stöðubreytingar í þessum leik, færði þá bræður Pétur og Bjarka Péturssyni framar á völlinn en þær tilfæringar báru ekki tilætlaðan árangur. KR-ingar voru meira með knöttinn í fyrri hálfleik en sköpuðu sér að sama skapi ekki mörg tækifæri. Hins vegar voru skyndi- sóknir Víkinga stórhættulegar. KR- ingar léku oft og tíðum vel úti á vellin- um en þegar upp að marki andstæð- ingsins kom fór allt í handaskolum. Víkingar ná forystunni á 29. mínútu. Atli Einarsson virtist eiga sakleysislegt skot af rúmlega 20 metra færi, knöttur- inn stefndi beint á Ólaf Gottskálksson markvörð en hann virtist renna á rass- inn og boltinn hafnaði í netinu, 0-1. Skömmu síðar voru Víkingar nærri því að bæta við öðru marki en í þetta sinn var Ólafur vel á verði og varði frá Guð- mundi Steinssyni. Boltinn fór af Ólafi í stöngina en varnarmenn KR bægðu hættunni frá. í tvígang skömmu fyrir leikhlé voru KR-ingar nálægt því að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Skyndisóknir Víkinga héldu áfram aö vera hættulegar í síðari hálfleik. Atli og Helgi Bjamason áttu báðir ákjósan- leg færi en báðum brást þeim bogalist- in. Á 65. mínútu ná KR-ingar upp snöggri sókn, Bjarki Pétursson leikur á tvo andstæðinga, gefur síðan á Heimi Guðjónsson sem skorar undir Guð- mund Hreiðarsson í markinu, 1-1. Með jöfnunarmarkinu héldu margir að KR- liðið væri hrokkið í gang en það reynd- ist öðru nær. KR-ingar voru varla hætt- ir að fagna marki sínu þegar Víkingar voru á nýjan leik búnir að ná foryst- unni. Víkingar brunuðu strax í sókn, Guðmundur Steinsson gefur knöttinn fyrir markiö við endamörk og beint á kolhnn á Atla Einarsson sem skallar knöttinn í netið, 1-2. Sex mínútum síðar fengu KR-ingar vítaspyrnu eftir að togað hafði verið í Bjarka Pétursson innan vítateigs. Ath Eðvaldsson tók vítið en Guðmundur varði. Svo virtist sem Guðmundur hefði hreyft sig áður en spyrnan var tekin en dómarinn sá ekkert athugavert. „Tökum sigrinum með stakri ró“ „Ég er himinlifandi með sigurinn. Það býr mikið í liðinu og breytingar, sem gerðar hafa verið, hafað skilað sínu. Við erum komnir að alvöru í toppbar- áttuna en við tökum á því með stakri ró,“ sagði Loftur Ólafsson, þjálfari Vík- ings, í samtali við DV eftir leikinn. KR-ingar verða greinilega að taka sinn leik til athugunar, liðið hefur alla burði til að gera betur. Þormóður Eghs- son stóð upp úr í liöinu eins og oft áður í sumar. Aðrir léku undir getu. Atli Einarsson var mjög ógnandi í sókninni hjá Víkingum og Helgi Björgvinsson var öryggið uppmálað í vörninni. -JKS Reykjavíkurmaraþon 18. ágúst -1991: Hjartasjúklingar fjölmenna Þaö eru ekki aðeins fremstu hlauparar lands- ins sem munu mæta í Rey- ukjavikurmaraþoniö sem fram fer 18. ágúst. Heyrst hefur af ýmsum hópum sem erú að thkynna þátttöku og þar má nefna hóp hjarta- sjúklinga sem hyggjast spreyta sig á götum borgarinnar. Aðstandendur Reykjavíkurmara- þonsins sögðust í samtah við DV x gær verða varir við gííurlegan áhuga almennings fyrir hlaupinu og án efa yrði um metþátttöku að ræða að þessu sinni, Eins og fram hefur komið í DV verður efnt til sérstakrar sveita- keppni í skemmtiskokki og hálfú maraþoni. Gífuriegur fjöldi sveita mun ætla að verða með og þar má nefna að íslenska landsliðið i bridds hefur thkynnt þátttöku tveggja sveita en hveija sveit skipa þrír keppendur. Sameiginlegur timi ahra keppenda í hverri sveit ræður úrslit- um. Veglegur bikar verður veittur þeirri sveit sem bestum tíma nær og að auki verða dregin út mörg auka- verðlaun fyrir sveitakeppnina. Fellur brautarmetið i hálfu maraþoni kvenna? Brautarmetið í hálfu maraþoni kvenna verður í mikilli hættu 18. ágúst en það á franska stúlkan Sylvie Bomet. Martha Emstdóttir var rétt við brautarmetið í hálfu maraþoni kvenna í fyrra og mxmaði aðeins einni sekúndu þá að metið féhi Mörthu í skaut. Brautarmet frönsku stúlkunnar er 1:17,43 klst. Martha er í mjög góöri æftngu um þessar mund- ír og verulegar hkur era á þvi að brautarmetiö verði hennar eftir Reykjavikurmaraþoniö 18. ágúst. • Skráningu í Reykjayíkurxnara- þonið á að tilkynrxa hjá Úrval-Útsýn í Pósthússtræti 13 og Álfabakka 16 í Mjódd. Ekki er hægt að skrá sig i gegnum síhia en upplýsingasimar era 620683 og 603060. -SK 1 íslenska knattspyrnuliðið vann til gullverðlauna. Yevsyukov vann í spjótkastinu JJ-mótið í frjálsum íþróttxxm fór fram í Mosfehsbæ í gær- kvöldi. Þetta var afmæhsmót Jó- hanns Jóhannssonar. Helstu úr- slit á mótinu urðu þau að Sovét- maðurinn Yevsyukov sigraði í spjótkastinu, kastaði 81,40 m, en Sigurður Matthíasson varð annar með 76,12 m. Einar Vilhjálmsson var ekki með og því var keppni í spjótinu ekki eins spennandi og búist hafði verið við. Ubartas frá Litháen sigraði í kringlukastinu, kastaði 63,44 m, landi hans, Kitikas, varð annar með 62,46 m og Vésteinn Haf- steinsson þriðji með 62 m. íris Grönfeldt sigraði í spjót- kasti kvenna en hún kastaði 55,44 m. -RR Ársþing Glímusambandsins: Mikið starf unnið í útbreiðslumálum Ghmusamband íslands hélt síðari hluta ársþings í Reykjavík um síð- ustu helgi. Á framhaldsþinginu voru lagðir fram endurskoðaðir og sund- urliðaöir ársreikningar GLÍ 1989 og 1690 og voru þeir samþykktir ein- róma. Helstu mál þingsins voru umræður um fjármál og stefnumótun í erlend- um samskiptum. Erlend samskipti GLÍ hafa stóraukist á undanfórnum áram og var mótuð sú stefna að leggja megináherslu á samstarf við þjóðir keltneska fangbragðasam- bandsins en á meistaramóti þess í Frakklandi í haust verður ghman ein af þrer.'.ur keppnisgreinum ásamt axlatökum og gouren. Mikið starf hefur verið unnið í út- breiöslumálum og hafa 10 þúsund nemendur notið ghmukynningar í skólum árið 1990. Rögnvaldur Ólafsson var endur- kjörinn formaður GLÍ án mótfram- boðs og er þetta sjöunda starfsár hans. Aðrir í stjórn voru kjömir ein- róma, Siguröur Jónssqn, Hjálmur Sigurðsson, Jón M. ívarsson og Gxmnar Jóhannesson. Úr stjórn gekk Lárus Björnsson en Gunnar var kos- inn í staðinn. Aörir voru endurkjörn- ir. í varastjóm vora kjörnir Jóhann- es Jónasson, Árni Unnsteinsson og ÓlafurHaukurÓlafsson. -JKS FH heppið í Eyjum Berglind Ómaisdóttir, DV, Eyjum; Ólafur Sveinsson dómari kom mik- ið við sögu í leik ÍBV og FH í Eyjum í gærkvöldi. Hann flautaði th hálf- leiks í þann mund sem Tómas Ingi Tómasson var að skora fyrir Eyja- menn og vhdu menn meina að 45 minúturnar hefðu þá ekki verið hðn- ar. Staðan var þá 2-0 fyrir heima- menn en í lok síðari hálfleiks lét Ólaf- ur leikinn ganga 4 mínútur yfir tím- ann og það nýttu FH-ingar sér til að jafna leikinn, 2-2. „Það var engin ástæða til fyrir dómarann að bæta öllum þessum tíma við í lokin. Það vora ekki minni tafir í fyrri háhleik en þá lá honum svo á að flauta af að hann tók mark af Tómasi,“ sagði Leifur Geir Haf- steinsson, leikmaður ÍBV, og var ekki ánægður með gang mála í gær- kvöldi. Eyjamenn byrjuðu vel og komust í 2-0 snemma leiks. Leifur Geir skor- aði í tvígang, fyrst á 9. mínútu með þrumuskoti sem fór upp í vindinn og hafnaöi í bláhorninu í marki FH. Aðeins tveimur mínútum síðar var Amljótur Davíðsson felldur í teign- um og Leifur skoraöi úr vítinu. Á 34. mínútu var Jóni Braga Arnarsyni vikið af leikvelli fyrir gróft brot á Izudin Dervic en Jón Bragi hafði þá þegar fengið áminningu. Eyjamenn héldu áfram að sækja einum færri með strekkingsvindi og fengu góð færi. Undir lokin náðu FH-ingar und- irtökunum og þremur mínútum fyrir leikslok minnkaði Hallsteinn Arnar- son muninn með laglegu marki. Þeg- ar þrjár mínútur vora komnar yfir leiktímann náði Hörður Magnússon að jafna með marki af stuttu færi eftir homspyrnu og tryggja FH- ingum eitt stig. Eyjamenn börðust vel einum færri lengst af. Hlynur Stefánsson var besti maður liðsins. Hjá FH var Hörður besti maöur og var alltaf hættxhegur nálægt vítateig Eyja- manna. ÍJ ' ■ ■ v ' '' ■ ■ : ■ • Valur Valsson i baráttu við Víðismann í Kópavogi í gærkvöldi. DV-mynd EJ Mjög dapurt - Blikar og Víðir gerðu 0-0 jafntefli í daufum leik Breiðablik og Víðir gerðu marka- laust jafntefli í mjög döprum leik á sandgrasinu í Kópavogi í gærkvöldi. Það var fátt markvert sem gerðist í leiknum og knattspyrnan ekki upp á marga fiska. Breiöabliksmenn sóttu mun meira í fyrri hálfleik en fengu ekki nema eitt umtalsvert færi. Það kom á 37. mínútu en Wiftum Þórsson skallaði þá yfir mark Víðis þegar auðveldara virtist að skora. Víðismenn fengu tvö þokkaleg færi úr sárafáum sóknxun sínum en þau fóra forgörðum. Seirrni hálfleikur var ögn skárri og þá komu Víðismenn aðeins meira inn í leikinn og fengu eina umtalsverða færið. Þorvaldur Jónsson, mark- vörður Blikanna, kastaði beint fyrir fætur Steinars Ingimundarsonar sem skaut fram hjá opnu marki Breiðabliks. Blikamir sóttu ahstíft undir lokin en ekkert gekk. Víðis- menn voru fastir fyrir í vömirmi og hreinsuðu langt fram völhnn ef hættu bar að. Bhkarnir hafa ekki náð að vinna í síðustu 7 deildarleikjum sínum og vinna varla ef þeir gera ekki betur en í þessum leik. Enginn sérstakur stóð upp úr hjá hðinu að þessu sirrni. Víðismenn léku aftarlega og reyndu að beita skyndisóknum meö löngum sendingum sem ekki gengu upp á sandgrasinu. Jón Örvar Arason markvörður var besti maður liðsins og Björn Vhhelmsson stóö sig vel á miðjunni. -RR Iþróttir Samskipadeild KR-Víkingur 1-2 (0-1) 0-1 Atli (29.), 1-1 Heimir (68.), 1-2 Atli (69.). Lið KR: Ólafur, Sigurður, Þor- steinn, Þormóður, Atli, Bjarki, Gunnar, Hilmar (Arnar 70.), Ragn- ar, Heimir, Pétur. Lið Víkings: Guðmundur, Helgi Björgvins, Ólafur, Guðmundur Ingi, Zilnik, Ath Einars, Bosnjak, Guðmundur Steins, Atli Helga, Helgi Bjama, Hörður. Gul spjöld: Zilnik (Vík.), Bosnjak (Vík.). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson og var slakur. Áhorfendur: Um 900. Skilyrði: Lygnt, hiti um 15 gráö- ur og vallarskiíyrði meö besta móti. ÍBV-FH 2-2 (2-0) 1-0 Leifur (9.), 2-0 Lexfur (11.), 2-1 Hallsteinn (87.), 2-2 Hörður (90.). Lið ÍBV: Ádolf, Friðrik, Bergur, Jón Bragi, Leifur (Sindri 89.), El- ías, Martin, Hlynur, Amljótur, Tómas (Sigurlás 89.). Lið FH: Stefán, Ólafur J„ Ólafur K. (Guðmundur H. 43.), Björn, Guðmundur Valur, Hallsteinn, Þórhallur, Dervic, Pálmi (Kristján 71.), Andri, Hörður. Gul spjöld: Jón Bragi (ÍBV). Rauð spjöld. Jón Bragi (ÍBV). Dómari: Ólafur Sveinsson og var hann mjög slakur. Áhorfendur: Um 1000. Skilyrði: Strekkingsvindur, 8 vindstig á annað markið. Völlur- inn prýðilegur. UBK-Víðir 0-0 (0-0) Lið UBK: Þorvaldur, Ingvaldur, Sigurður, Willum, Gústaf, Arnar, Grétar, Hilmar, Valur, Guðmund- ur, Steindór (Jón Þórir 79.). Lið Víðis: Jón Örvar, Ólafur, Sævar, Daníel, Sigurður, Björn, Klemens, Karl, Steinar (Hlynur 79.), Vilberg (Björgvin 89.), Grétar. Gul spjöld: Engin. Rauð spjöld: Engin. Dómari: Egill Már Markússon og stóð sig með prýði. Áhorfendur: 520. Skilyrði: Ágætisveður, logn og þurrt en því miður býður sand- grasið ekki upp á góða knatt- spyrnu. I.deild karla Fram ...11 7 2 2 15-9 23 KR ...12 6 3 3 23-9 21 Víkingur ...12 7 0 5 19-18 21 FH ...12 5 3 4 16-14 18 UBK ...12 4 5 3 17-16 17 ÍBV ...12 5 2 5 21-21 17 Valur ...11 4 2 5 14-15 14 KA ...11 4 1 6 11-14 13 Stjaman ...11 3 3 5 13-17 12 Víðir ...12 1 3 8 13-29 6 Markahæstir: Hörður Magnússon, FH.........9 Leifur Hafsteinsson, ÍBV.....8 A I R JUSTD0IT. REYKJAVÍKUR MARAÞON 17 DAGAR TIL STEFNU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.