Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Side 28
36 FIMMTUDAGUR í. ÁGÚST 1991. Af mælismót DV Laugardaginn 5. október næstkomandi veröur hald- iö 80 ára afmælismót DV (Vísis) í bridge. Mótið er öll- um opið, spilað verður um vegleg peningaverðlaun en spilaformið er barómetertvímenningur. Spilamennsk- an hefst klukkan 12 að hádegi og spilalok um kvöldið ákvarðast af fjölda keppenda. Peningaverðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin: 1. - 70.000 2. - 40.000 3. - 30.000 Stefnt er að því að spila 2 spil milli para, allir við alla. Þátttökugjald er kr. 4.000 á parið og spilað er um silfur- stig. Keppnisstjóri á mótinu er ísak Örn Sigurðsson og Kristján Hauksson sér um tölvuútreikning. Spilað verður í Sigtúni 9, húsi Bridgesambandsins. Keppend- ur eru beðnir að skrá sig sem fyrst, því lokað verður á skráningu við 38 pör. Skráningarsímar í mótið eru 689360 sími Bridgesambandsins, og 27022 (ísak). Sumarbridge 1991 Ágætis mæting var í sumarbridge mánudaginn 29. júlí en þá komu 28 pör til leiks. Spilaður var Mitc- helltvímenningur og efstu skor í NS náðu: 1. Gylfi Baldursson-Gísli Haíliðason 315 2. Baldur Bjartmarsson-Rúnar Hauksson 305 3. María Haraldsdóttir-Lilja Halldórsdóttir 301 4. Hulda Hjálmarsdóttir-Hjálmar S. Pálsson 296 - og efstu skor í AV-áttimar hlutu: 1. Kjartan Jóhannsson-Helgi Hermannsson 346 Bridge ísak Sigurðsson 2. Láras Hermannsson-Guðrún Jóhannnesdóttir 313 3. Guðjón Bragason-Magnús Sverrisson 311 4. Jón Stefánsson-Ragnar Þorvaldsson 279 Ástæða er til þes að benda á að á mánudögum, þriðju- dögum og miðvikudögum hefst spilamennska klukkan 18.30. Ef spilarar mæta eftir þann tíma er vonlítið að komast aö. -ÍS Andlát Aldís Reynisdóttir, Bárðarási 9, Hell- issandi, lést 31. jiilí. Ásgeir Pétursson, Maryland, USA, lést 30. júlí. Elías Halldórsson, Snorrabraut 58, lést miövikudaginn 31. júlí. Jaröarfarir Guðleifur Sigurðsson, Einigrund 28, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju á morgun, fóstudag- inn 2. ágúst, kl. 11. Oddný Grimsdóttir, Stigahlíð 36, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju á morgun, fóstudaginn 2. ág- úst, kl 15. Aðalsteinn Hansson, Bræðraborgar- stíg 5, Reykjavík, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju á morgun, föstu- daginn 2. ágúst, kl 13.30. Árni Sveinsson, Stakkholti 3, Reykja- vík, sem lést 24. júlí sL, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu á morg- un, föstudaginn 2. ágúst, kl. 15. Ágústa Sigurðardóttir, Túngötu 9, Álftanesi, sem lést 23. júlí sl., verður jarðsett frá Fossvogskirkju á morg- un, föstudaginn 2. ágúst, kl. 10.30. Ágústa fæddist 23. júní árið 1941. Foreldrar hennar voru Sigurður Sig- urbjömsson yfírtollvörður en hann lést árið 1975 og Ingibjörg Sigurðar- dóttir. Eftirlifandi eiginmaður henn- ar er Sigurbjöm Pálsson og áttu þau þrjú börn, Margréti, Sigurö og Hall- grím Pál. Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í Safnaðarheimil- inu að stundinni lokinni. Tilkyimingar Hugmyndasamkeppni Búnaðarbanki íslands efnir til hug- myndasamkeppni um útlit og skipulag afgreiðslusala í útibúum bankans i sam- vinnu við Arkitektafélag íslands. Útibú bankans í Kópavogi og við Háaleitisbraut verða notuð sem umgjörð um hugmyndir keppenda. Vegna breyttra afgreiðslu- þátta þarf að breyta mörgum afgreiðslu- sölum bankans með tilliti til nýrra tíma. Heimild til þátttöku hafa félagar Arki- tektafélags íslands og innréttinga- og inn- anhússhönnuðir. Keppnislýsing liggiu: frammi hjá Arkitektafélagi íslands, Freyjugötu 41, en önnur gögn fást hjá trúnaðarmanni keppninnar og skal skila tillögum til hans eigi síðar en 5. nóvemb- er nk. Frá Norræna húsinu Höggmyndasýning Fimmtudaginn 1. ágúst kl. 18 verður opn- uð sýning á höggmyndum eftir Sæmund Valdimarsson í anddyri Norræna húss-- ins. Sæmundur fór að setja saman mynd- ir úr steinum og rekaviði fyrir u.þ.b. 20 árum og voru þessar myndir sýndar fyrst í Gallerí SÚM árið 1974. Sæmundur hefur haldið 9 sýningar, þar af eina í Osló, auk þess tekið þátt í nokkrum samsýningum þ. á m. í Hollandi í apríl sl. Sýningin stendur til 26. ágúst og verður opin alla virka daga frá kl. 9-19 og á sunnudögum frá kl. 12-19. Sjöunda dags aðventistar á Islandi halda árlegt mót Um verslunarmannahelgina verður ár- legt mót Sjöunda dags aðventista haldið að Hlíðardalsskóla, Olfusi. Mótið hefst á fóstudaginn með samkomu kl. 20.30 og mun vera fram á mánudag. Aðalræðumaður mótsins veröur Guð- mundur Ólafsson, kennari við Newbold College í Englandi og fyrrverandi kenn- ari í Hlíðadalsskóla. Yfirskrift boðskapar hans er, „Kostum kapps um að þekkja Drottin". Mun hann örugglega hafa kjammikmn og tímabær- an boðskap handa öllum. Hægt er að fá gistingu á staðnum og matur verður á boðstólum gegn vægu gjaldi. Nánari upp- lýsingar í s. 91-679260. Allir eru velkomn- ir. Tímaritið Heilsuvernd er komið út í arrnað sinn á árinu. í blað- inu eru greinar um ætar snyrtivörur, ís- lenskar nytjajurtir og tegerð, heilsu- drykki og megrun. í blaðinu er m.a. við- tal við Guðnýju Guðmundsdóttur, versl- unarstjóra í Grænu Línunni, um ætar snyrtivörur sem eingöngu eru unnar úr hreinum jurta- og náttúruefnum. Guðný segir frá frumhönnuði þessarar fram- leiðslu og þróun í gerð hollustuefna fyrir notkun á húð sem og til inntöku. Blaðið er 48 bls. Ritstjóri er Kolbrún Sveinsdótt- ir. Norræna húsið „Opið hús“ Fimmtudaginn 1. ágúst talar Hrafnhildur Schram listfræðingur um íslenska myndlist frá árunum 1945-1970. Hún tal- ar á sænsku og nefnir fyrirlesturinn ein- faldlega Islándsk konst. Eftir kaöihlé veröur kvikmyndin Surtur fer sunnan sýnd. Hún er með norsku tab. Kaffistofa og bókasafn eru opin til kl. 22 eöa þar til dagskrá lýkur. < f-. Jeppa- eigendur ADJUSTABLE "E" er stillanlegur höggdeyfir með sverum stimpli. Hentar sérlega vel fyrir stóra jeppa og VAN-bíla. Norræna húsið - dagskrá Sunnudaginn 4. ágúst: „Island í dag“.Einar Karl Haraldsson talar um ís- lenska lifshætti og félagslíf. Hann talar á sænsku og svarár fyrirspumum á eftir. Kl. 16.30 verður sýnd kynningarmynd um ísland með dönskum texta og síöan með fmnskum texta. Miðvikudaginn 7. ágúst: ljóðakvöld kl. 20.30. Ingegerd Lindaráng les sænsk ljóð við tónlist eftir Ralph Lundsten. Fimmtudaginn 8. ágúst: opið hús fyr- ir norræna ferðamenn. Rikharður Óm Pálsson spjallar um íslenska tónlist. Hann talar á dönsku. Kl. 21 verður kvik- myndin Sveitin milli sanda sýnd með norsku tali. Bókasafn og kaffistofa veröa opin til kl. 22. Ókeypis aðgangur, allir velkomnir. Sýningarsalur í kjallara er opinn aha daga kl. 13-19 með sýningu á málverkum eftir Þorvald Skúlason. í anddyri er höggmyndasýning eftir Sæ- mund Valdimarsson. Listsýningar Þorkell G. Guðmundsson og Rúna Þorkelsdóttir sýna í Slunkaríki á ísafirði dagana 2.-9. ágúst. Sýningin er tileinkuð fuglum og sýnir Rúna graflk- myndir en Þorkell höggmyndir. Þorkell starfar sem kennari og hönnuður í Hafn- arfirði en Rúna hefur starfað að myndlist í Hollandi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 16-19. Myndgáta “WV 093 />M, -EYÞO«s— Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. Lausn gátu nr. 92: Með hendur í vösum Tónleikar Tónleikar í Kringlunni 4 Miðvikudaginn 31. júli leikur kvartett gítarleikarans Bjöms Thoroddsen á Kringlukránni, Kringlunni 4. Með Bimi leika þeir Rúnar Georgsson, Guðmundur Steingrímsson og Bjami Sveinbjömsson. Efniskráin verður fjölbreytt að vanda en gamlar djassperlur verða í fyrirrúmi. Kvartetinn leikur frá kl. 22 og aðgangur er ókeypis. Sex-í-kór Sex ungir söngvarar, allir tónlistar- menntaðir, hafa sett saman og æft söng- dagskrá til flutnings í samkvæmum, á hátíðum og viö mannamót. Fjölbreytt lagaval er á söngskránni, t.d. lög sem Elvis Presley söng, Neil Sedaka, Man- hattan Transfer o.fl. Einnig lög úr söng- leikjum sem flestir þekkja. Vinnunafn hópsins hefur verið Eldfjörug en nú heit- ir hópurinn Sex-í-kór. Hópinn skipa Dagný Þ. Jónsd., Guðrún Ingimarsd., Hanna B. GuðjÓnsd., Jenný Gunnarsd., Halldór Óskarsson og Oddgeir Sigurðs- son. Hópurinn mun skemmta í Galtalækjar- skógi um verslunarmannahelgina. Tveir vinir og annar í fríi Tveir vinir og annar í fríi ætla ekki í Húnaver um helgina heldur verður ýmis- legt á döfinni hjá þeim. Föstudags- og laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Sprakk ásamt Karli Örvarssyni og Sigur- geiri Sigmundssyni. Sunnudagskvöld verða tónleikar og dansleikur með Infero 5. Á undan mun Ami Valur, sem kemur alla leið frá Akureyri, flytja borgarbúum tölvupopp. Ferðalög Hafnarganga og sjóferðir Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands Á laugardag stendur Náttúruvemdarfé- lag Suðvesturlands fyrir skoðunarferð með gömlu höfninni í Reykjavík og Sundahöfn. Siglt verður milli hafnanna. Ferðin hefst kl. 13.30 við Hafnarhúsið að vestanverðu og verður gengið um gömlu höfnina og ýmislegt markvert skoðað. Síðan verður siglt og svæðið skoðað. í sjóferðinni verður lífríki grunnsævisins skoðað. Frá Útivist -dagsferðir Laugardagur 3. ágúst kl. 9, Skarðs- heiði. Gengið verður á Heiðarhorn sem er hæsti tindur fjallsins. Leiðin liggur frá Efraskarði í Svínadal. Gott útsýni. Sunnudagur 4. ágúst kl. 9, Heklu- ganga, 10. áf„ Kaldbakur - Laxárdal- ur - Þjórsárholt. Gengið verður frá Kaldbak og austur yfir Sfóru-Laxá á göngubrú hjá Árfelli og niður með ánni að Laxárdal, síðan austur yfir ásana að Skáldabúðum og áfram niður með Kálfá. Krókatjörn - Selvatn - Vilborgarkot kl.13. Gengið um Miðdalsheiðina frá Krókatjöm um Selvatn og Vilborgarkot, með Hólmsá, létt ganga. Mánudagur 5. ágúst kl. 13, Kaupstað- arferð. Gengið í Hólmakaupstað. Að venju gengur Útivist gamla leið í kaup- stað á frídegi verslunarmanna. Að þessu sinni verður gengið frá Árbæ í Hólma- kaupstað í Örfyrisey. Frá Árbæjarsafni kl. 13 og síðan gengið þar sem gamla þjóð- leiðin lá til Reykjavíkur, yfir Elliðaámar, eftir Bústaðaholti, meðfram Arnarhóls- holti, yfir Amarhól og út í Örfyrisey. Stansað við Ártún, Bústaði, skroppið nið- ur að Rauðará. Rúta til baka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.