Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Síða 15
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1991.
15
Leyndar upplýsingar
Á móti kemur aðgangur að ódýrara (jármagni og stærri markaðsmögu
leikar.
Evrópudómstóllinn hefur nýlega
úrskurðað óheimilt að setja skil-
yrði í bresk sighngalög að til veiða
innan 12 mílna þyrftu útgerðaraðil-
ar að vera minnst 75% breskir
þegnar. Erlend fiskiskip geta í dag
siglt undir breskum fána og veitt
fisk af kvóta Breta en landað í
heimahöfnum.
í kjölfarið urðu harðar umræður
í breska þinginu og féllu mörg stór
orð, m.a. að þjóðinni hefði ahs ekki
verið skýrt frá því hve mjög Bretar
hefðu afsalað sér völdum og frelsi
við inngöngu í EB. Framkvæmda-
stjórn EB fagnaði dóminum hins
vegar og taldi hann staðfestingu á
því að grundvallarreglan væri að
ekki mætti mismuna þegnum EB-
ríkja vegna þjóðernis.
Hefur þessi dómur einhver áhrif
á afstöðu okkar til EES-samning-
anna? - Utanríkisráðherra hefur
oft lýst því yfir að við munum setja
öryggisákvæði að eignaraðhd út-
lendinga verði bönnuð í íslenskri
útgerð.
Fimmta frelsið
-sjávarútvegur
Viðræður EFTA- og EB-ríkja
tengjast fyrst og fremst viðskiptum
með iðnaðarvörur og fjórfrelsið.
Hagsmunir okkar íslendinga liggja
aftur á móti á fimmta sviðinu, frelsi
í viðskiptum með sjávarafurðir.
Allir eru samt sammála um að
aldrei verður það keypt því verði
að framselja yfirráð yfir fiskveiði-
stjórnun.
Sjávarútvegurinn er tvímæla-
laust mikilvægasta atvinnugrein
okkar og skilar um 16% af lands-
framleiðslu og 70% af vöruútflutn-
ingnum. Fríverslunarsamningur
íslands og EB tók gildi frá 1972 en
bókun 6 um sjávarafurðir frá 1976
KjaUarinn
Sigurður Helgason
viðskipta- og lögfræðingur
vegna landhelgisdeildna. Var
samningur þessi í anda EFTA-sátt-
málans og mjög hagkvæmur. Hann
kveður á um tollfrelsi á um 70%
af heildarútflutningi okkar til þess-
ara landa, enda seljum við þangað
60% af framleiðslunni.
Tollar eru enn töluverðir á t.d.
saltfiski, skreið og ferskum flat-
fiski, svo að nokkuð sé nefnt. EB
hefur því með stórfelldum styrkj-
um reynt að bæta afkomuna. Námu
þessir styrkir fyrir árin 1987-1990
alls 80,9 millj. Langstærsti hluti
þeirra fer til kaupa á fiskveiðiheim-
ildum, tíl fiskveiða og í fjárfesting-
arstyrki.
Samkeppnisstaða
iðnaðarins
Samkvæmt aðferðafræði beitt á
vegum EB kom í ljós að íslensk
fyrirtæki eru veik. Tahð er að um
40 iðngreinar af 120 séu mjög næm-
ar fyrir væntanlegum breytingum
í árshyrjun 1993. Má þar nefna
skipasmíðar, öl- og gosdrykkjagerð
og ýmsan matvælaiðnað. Ljóst er
að mikil samkeppni verður og
verðlækkun. Á móti kemur að-
gangur að ódýrara fjármagni og
stærri markaðsmöguleikar.
Hinu má ekki gleyma að hér er
um allt aðra stærðardreifingu að
ræða. Árið 1988 voru 92% íslenskra
iðnfyrirtækja með undir 20 starfs-
mönnum, þar af 53% með 1-2
starfsmenn og aöeins 1% með yfir
100 starfsmenn. Talið er að fyrir-
tæki er keppa um markaði í EB
þurfi að vera af vissri lágmarks-
stærð til þess að ná fullri hag-
kvæmni.
Sementsframleiðsla þarf að fram-
leiða 1-2 milljónir tonna á ári en
okkar verksmiðja framleiðir árlega
um 110 þúsund tonn. Málningar-
verksmiðjur um 38 milljón lítra á
ári en í dag er heildarframleiðslan
hér 3-4 milljónir tonna. Svipað
kemur í ljós í fleiri greinum. Al-
gjört frelsi eftir röskt eitt ár hefur
mikil áhrif og vekur óneitanlega
ugg um framtíð innlends iðnaðar.
Heildarjafnvægi
í drögum að EES-samningi kem-
ur fram í 4. gr. að tryggja þurfi
heildarjafnvægi ábata, réttinda og
skyldna. Ýmsar stofnanir hafa sent
frá sér skýrslur þar sem reynt er
að leggja mat á heildaráhrifin.
Þjóðhagsstofnun telur höfuðniður-
stöður vera að þaö sé mögulegur
ávinningur á þátttöku íslands í
EES en ekki er um stórar fjárhæð-
ir að ræða. Fjármálaráðuneytið
segir að mikil óvissa ríki en gengur
út frá 1-1,5% aukningu á lands-
framleiðslunni.
Nýlega birtust í viðskiptaþætti
DV útreikningar sem byggja á að
tollfrjáls markaður með sjávaraf-
urðir spari 2 milljarða. Ekkert er
fjallað um að krafist hefur verið
eins milljarðs ársgreiðslu af okkur
í þróunarsjóð né verulegra útgjalda
vegna mikhs kostnaðar EFTA-ríkj-
anna við nýja Evrópusvæðið. Ekk-
ert er heldur fjallað um áhrif og
þýðingu víðtæks framsals valds til
ákvörðunar sem ógnar undirstöð-
um lýðveldisins.
Má helst líkja þessum vinnu-
brögðum í hehd við sígilt dæmi um
einfeldningshátt úr viðskiptalífinu.
Afhent er tilbúin óútfyllt ávísun en
síðan er það annarra að ákveða að
eigin geðþótta upphæðina.
Sigurður Helgasoii
„Ekkert er fjallað um að krafist hefur
verið eins milljarðs ársgreiðslu af okk-
ur 1 þróunarsjóð né verulegra útgjalda
vegna mikils kostnaðar EFTA-ríkjanna
við nýja Evrópusvæðið.“
Stjórn f iskveiða
Umræða um stjórn fiskveiða
heldur áfram og er það vel. Þar er
um að tefla stórmál sem snertir
hvern mann í landinu. Það er ákaf-
lega flókið og vandasamt úrlausn-
ar.
Deilan stendur einkum um það
hvort taka skuli gjald fyrir veiði-
leyfi. Minna fer fyrir umfjöllun um
það hvort kvótakerfið skuli standa
áfram. Sú hlið málsins má þó alls
ekki falla í skuggann.
Kvótakerfið, sem nú er notað, er
í stórum dráttum þannig: Sjávarút-
vegsráðherra gefur árlega út skrá
er sýnir hve mörg kíló hvert skip
má veiða á árinu af hverri fiskteg-
und, þorski, ýsu, ufsa, karfa, síld,
loðnu og svo framvegis. Veiðheyfi
eru ókeypis. Úthlutunin fer eink-
um eftir sögulegum heimildum um
veiðar hins thtekna skips árin á
undan en einnig getur skipt máli
vitneskja um veiðar fyrri skipa
sama eiganda, kaup útgerðar-
manns á veiðiréttindum sem öðr-
um hefur verið úthlutað og margt
fleira.
Miklir ókostir kvótakerfis
Þróun kerfisins hefur einkum
verið fólgin í því að sehast lengra
aftur í tímann í sögulegri rann-
sókn, teygja kerfið yfir fleiri teg-
undir sjávarafla og láta það ná yfir
allar fleytur, hversu smáar sem
þær eru.
Kvótakerfið hefur mikla ókosti.
Það er flókið og verður þeim mun
flóknara sem það þróast lengur.
Það er ranglátt meðal annars vegna
þess að hin sögulega reynsla, sem
úthlutun kvóta byggist á, er thvilj-
unum háð. Það kahar á mikla og
vaxandi skriffinnsku og eftirht.
Það heftir framtak einstakling-
anna. Hætt er við að það sé misnot-
að, meðal annars þannig að menn
hendi afla sem ekki er hagstæður
KjaHarinn
Jón Erlingur Þorláksson
tryggingafræðingur
vegna kvótans: slík hætta eykst
eftir því sem kerfið stendur lengur
og menn læra betur á það.
Kvótakerfið hefur á sér blæ
fáránleikans. Það minnir einna
helst á mynfiverk eftir súrrealist-
ann Salvador Dalí. Hefði einb.ver
spáð því fyrir 15 árum að allar fisk-
veiðar við ísland yrðu reyrðar í
viðjar slíks kerfis heföi sá hinn
sami verið álitinn ruglaður.
Flotastærð og sókn
Stjórnmálamenn boða að ríkis-
valdið eigi að setja ramma um at-
vinnustarfsemina en ekki stjórna
henni að öðru leyti. í reyndinni er
allt annað gert. Við höfum á fáum
árum fengið yfir okkur kvótakerfi
í tveimur höfuðatvinnuvegum,
• landbúnaði og sjávarútvegi. Þetta
gerist á sama tíma og skriffinnsku-
kerfi Austur-Evrópu eru lögð niður
eftir að hafa sannað skaðsemi sína
svo að ekki verður um villst.
Markmið í opinberri stjórn fisk-
veiða er einkum það að veiðarnar
gefi sem mestan arð í þjóðarbúið.
Til þess að ná því marki þarf í
fyrsta lagi að gæta þess að ekki sé
gengið of nærri fiskstofnunum. í
öðru lagi þarf að koma í veg fyrir
að flotinn verði of stór. Flotinn á
helst að vera mátulegur til þess að
sókn í fiskstofnana sé hæfilega
mikil þegar skipin eru fullnýtt.
Þessi tvö atriði, flotastærð og sókn,
eru nátengd.
Flotinn er of stór nú. Nefnd á
vegum Rannsóknaráðs ríkisins,
skipuð útgerðarmönnum og sér-
fræðingum, komst að þeirri niöur-
stöðu að þorskveiðiflotinn hefði
verið „allt að þriðjungi of stór“ árið
1983. Einkum taldi nefndin brýnt
að fækka togurum þar sem þeir
sækja meira í smáfisk. Frá 1983 til
1991 hefur togurum fjölgað úr 103
í 110. Bátum hefur fjölgað hlutfahs-
lega meira. Veiðigetan hefur auk
þess vaxið meö bættri tækni. Með
kvótakerfinu hefur ekki tekist að
halda stærð flotans í skefjum. í því
efni hefur okkur miðað aftur á bak
en ekki áfram.
Sú skoðun hefur komið fram að
réttur til framsals kvóta muni leiða
til þess að flotínn minnki. Ég tel
að því sé alls ekki treystandi. Að
vísu kann aukning flotans að stöðv-
ast um hríð meðan fiskstofnar eru
í lægð. Það mundi hafa gerst hvort
sem var, En aflinn eykst aftur og
afkoma veiðanna batnar. Þá er ahs
óvíst og raunar ólíklegt þegar htið
er th reynslunnar að pólitískur vhji
verði th þess að hamla gegn fjölgun
skipa.
Rannsóknir eru skilyrði
Það er skoðun höfundar að kapp-
kosta eigi að losna við kvótakerfið
en taka upp í staðinn almennari
reglur. Ekki verður reynt hér að
setja fram hugmyndir að slíkum
reglum en vikið aö fáum atriðum.
Mikilvægast er að draga úr stærð
flotans. í því sambandi má minna
á að ríkisstofnun, Fiskveiðasjóður
íslands, veitir enn lán til byggingar
fiskiskipa. Væri ekki ráð að stöðva
slíkar lánveitingar um sinn?
Ef árangur næst í þá átt að fækka
skipum og afli eykst af þeim sökum
virðist augljóst að skattleggja beri
hagnað af veiðunum. Hér getur
orðið um að ræða mikinn gróða ef
tekst að minnka flotann í þeim
mæh sem nefnd Rannsóknaráðs
lagði th. Ekki má nota gömlu að-
ferðina til skattlagningar, þá að
selja erlendan gjaldeyri lágu verði.
Það getur lagt aðr«r atvinnugrein-
ar í rúst. Aflagjald hlýtur að koma
til greina. En má þá ekki eins skatt-
leggja skipin sjálf? Það er einfald-
ara og útheimtir minna eftirht.
Að sjálfsögðu þarf að hafa vak-
andi auga með viðgangi fiskstofn-
anna. Beita má meðal annars frið-
un svæða, varanlegri og tímabund-
inni, og möskvastærð. Rannsóknir
eru lykhatriði.
Jón Erlingur Þorláksson
„Kvótakerfið hefur á sér blæ fáránleik
ans. Það minnir einna helst á mynd-
verk eftir súrrealistann Salvador Dalí.
Hefði einhver spáð því fyrir 15 árum
að allar fiskveiðar við ísland yrðu
reyrðar í viðjar slíks kerfis hefði sá
hinn sami verið álitinn ruglaður.“