Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Síða 30
42 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1991. Afmæli Marta Pétursdóttir Marta Pétursdóttir húsfreyja, Víöi- mel 38, Reykjavík, er níræö í dag. Starfsferill Marta er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var við nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík 1915-18 og starfaði á skrifstofu Sameinaða gufuskipafélagsins í Reykjavík 1918-25. Marta hefur verið heima- vinnandi húsfreyja síðan 1926. Hún hefur búið alla ævi í Reykjavík, nema árin 1928-30 á Eskifirði og á Siglufirði 1948-51. Marta er einn af stofnendum Kvenfélags Neskirkju og var í stjórn þess 1941-45 og átti einnig um skeið sæti í stjórn Nem- endasambands Kvennaskólans í Reykjavík. Fjölskylda Marta giftist 27.12.1926 Guðfinni Þorbjörnssyni, f. 11.11900, d. 4.4. 1981, framkvæmdastjóra, en for- eldrar hans voru Þorbjöm Finns- son, b. í Ártúni í Mosfellssveit, og Jónína Jónsdóttir. Marta og Guðfinnur eignuðust 3 börn. Þau eru Vigdís, f. 8.10.1927, bréfritari, búsett í Reykjavík, gift Lofti J. Guðbjartssyni, fyrrv. banka- útibússtjóra, og eiga þau 2 böm og 4 barnabörn; Pétur, f. 14.8.1929, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kvæntur Stellu Sigurleifsdóttur og eiga þau 4 börn og 4 barnaböm; Þorbjörn, f. 1.4.1945, rennismiður, búsettur í Reykjavík, var í sambúð með Arnþrúði Lilju Gunnbjörns- dóttur, látin, en þau eignuðust 1 barn og eru bamabörnin 2. Bróöir Mörtu var Erlendur Ólaf- ur, f. 30.5.1893, d. 1958, forstjóri og lengi formaður KR. Foreldrar Mörtu voru Pétur Þórð- arson, f. 1868, d. 1942, skipstjóri og síðar hafnsögumaður í Reykjavík, og Vigdís Teitsdóttir, f. 1866, d. 1922. Ætt og frændgarður Bróðir Péturs var Jón faðir Láru, ömmu Lám Ragnarsdóttur alþing- ismanns og Árna Tómasar Ragnars- sonar læknis. Jón var einnig faðir skipstjóranna Jóns Otta og Guð- mundar á Skallagrími, föður Jóns á Reykjum íMosfellssveit. Dóttir Jóns var Ásta, amma Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Önnur dóttir Jóns var Guðrún, móðir Jóns Guð- mundssonar menntaskólakennara. Systir Péturs var Guðrún, lang- amma Arnar Erlingssonar, skip- stjóra i Keflavík. Pétur var sonur Þórðar, b. og skipasmiðs í Gróttu, bróður Ingibjargar, langömmu Pét- urs Sigurðssonar, fyrrv. alþingis- manns. Þórður var sonur Jóns, skipasmiðs í Engey, Péturssonar, b. í Engey, föður Guðrúnar, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Pétur var einnig faðir Guðfinnu, ömmu Bjarna Jóns- sonar vígslubiskups. Pétur var son- ur Guðmundar, lögréttumanns í SkOdinganesi, Jónssonar, sem var annar þeirra sem mældi út lóð Reykjavíkur eftir að hún var gerð að sérstökum kaupstað 1786. Móðir Þórðar í Gróttu var Guðrún Þórðar- dóttir, dbrm í Skildinganesi, Jóns- sonar og konu hans, Margrétar Guðmundsdóttur, systur Péturs í Engey. Móðir Mörtu var Vigdís, systir Marteins skipstjóra, föður Guð- mundar verkfræðings sem lengi var formaður Skógræktarfélags Rvíkur, föður Guðrúnar, hjúkrunarfor- stjóra Landakotsspítalans. Vigdís var einnig systir Helga, hafnsögu- manns í Reykjavík, langafa Ásgeirs Marta Pétursdóttir. Elíassonar, þjálfara landsliðs ís- lands í knattspyrnu. Vigdís var dótt- ir Teits, sjómanns í Rvík, Teitsson- ar, bróður Jóns, afa Benjamíns Ei- ríkssonar bankastjóra. Móðir Vig- dísar var Guðrún Þorláksdóttir, hafnsögumanns í Rvík, Þorgeirs- sonar, bróður Herdísar, ömmu Margrétar, ömmu Ellerts B. Schram og Gríms Valdimarssonar, for- mannsÁrmanns. Una Halldórsdóttir Una Halldórsdóttir, húsmóðir og iðnverkakona, Háaleitisbraut 40, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Una er fædd og uppalin á ísafirði og bjó þar til ársins 1978. Hún stund- aði ýmis störf þar til hún fór í Hús- mæðraskólann Ósk veturinn 1952- 1953. Hún var heimavinnandi hús- móðir til 1965 er hún hóf störf á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur hf. og starfaði þar meðan hún bjó á ísafirði. Una hóf störf á saumastofu Henson-sportfatnaður 1979 og vinn- ur þar enn og hefur hún verið trún- aðarmaður starfsfólks síðan 1981. Una starfaði í skátafélaginu Val- kyrjunni á ísafirði í fj ölmörg ár og starfar nú 1 St. Georgsgildi skáta í Reykjavík. Una er félagi í Oddfellowreglunni. Hún hefur setið í stjóm Iðju, félags verksmiðjufólks, síðan 1986. Una er félagi í Ættfræðifélaginu. Fjölskylda Una giftist 24.10.1953 Þorgeiri Hjörleifssyni, f. 14.10.1924, trygg- ingafulltrúa. Foreldrar hans voru Elísabet Þórarinsdóttir og Hjörleif- ur Steindórsson, þau eru bæði látin. Börn Unu og Þorgeirs eru: Elísa- bet Þorgeirsdóttir, f. 12.1.1955, blaðamaður og ljóðskáld í Reykja- vík. Barn hennar er Arnaldur Máni Finnsson, f. 28.3.1978. Dr. Halldór Þorgeirsson, f. 25.7. 1956, plöntulífeðlisfræðingur, maki Sjöfn Heiða Steinsson, f. 14.31957, sérkennari í Heyrnleysingjaskólan- um. Þau eru búsett í Kópavogi og eiga tvö börn, Berglindi, f. 8.7.1980, og Hákon Atla, f. 16.10.1981. Systkini Unu eru: Jón Páll, f. 2.10. 1929, framkvæmdastjóri á ísafirði, maki hans er Hulda Pálmadóttir og eiga þau þrjú börn; Guðmundur, f. 21.1.1933, skipstjóri í Bolungarvík, maki Dagbjört Torfadóttir og eiga þau sex börn; Ólfur Bjarni, f. 12.12. 1936, d. 23.5.1939; Ólafur Bjarni, f. 12.10.1944, framkvæmdastjóri á ísafirði, maki Salbjörg Jósefsdóttir, og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Unu vour Halldór Jóns- son, f. 28.4.1890, d. 15.11.1981, verka- maður, og Kristín Svanhildur Guð- finnsdóttir, f. 6.12.1907, d. 16.05.1982, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af á Una Halldórsdóttir. ísafirði. Ætt Foreldrar Halldórs voru Ólöf Jónsdóttir frá Kirkjubóli í Skutuls- firði og Jón Bjarnason frá Fossum í Skutúlsfiröi. Foreldrar Kristínar vora Halldóra Jóhannsdóttir frá Rein í Hegranesi í Skagafirði og Guðfinnur Einars- son, útvegsbóndi á Litlabæ í Skötu- firði. Ólafía Salvarsdóttir Ólafía Salvarsdóttir húsfreyja, Vatnsfirði i Vatnsfjarðarsveit, N- ísaijarðarsýslu, er sextug í dag. Starfsferill Ólafia er fædd í Reykjarfirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var við nám í húsmæðrafræðum að Löngumýri í Skagafirði. Ólafía var aðstoðarmatráðskona á Reykja- lundi í 1 vetur og ráðskona við Barna- og héraðsskólann á Reykja- nesi í 2 vetur. Hún hefur verið árum saman í stjóm Kvenfélagsins Sunnu, endurskoðandi sveitarsjóös um árabil og á sæti í sveitarstjóm. ÆTTARTRÉ Rekjum og skrautritum litprentuð ættartré. Ættfræðistofa Þorsteins S. 641710 og 46831 Fjölskylda Ólafía giftist 6.10. 1957 Baldri Vil- helmssyni, f. 22.7.1929, presti og síö- ar prófasti í Vatnsfirði, en föreldrar hans voru Vilhelm Erlendsson, póstafgreiðslumaður á Hofsósi, og kona hans, Hallfríður Pálmadóttir. Ólafía og Baldur eiga 5 böm. Þau eru Hallfríður, f. 25.9.1957, bóka- safnsfræðingur; Ragnheiður, f. 6.10. 1958, stöðvarstjóri Póst og síma á Súðavík, gift Kristjáni B. Sigmunds- syni vélstjóra og eiga þau 2 börn, Ólafíu og Baldur; Þorvaldur, f. 20.5. 1959, bifreiðarstjóri; Stefán Oddur, f. 5.4.1966, starfsmaöur hjá Heklu hf.; Guðbrandur, f. 2.5.1968, af- greiðslumaður hjá Skeljungi hf. Ól- afía átti áður Evlalíu S. Kristjáns- dóttur, f. 1.6.1951, gift Jóhanni H. Jónssyni húsgagnasmiði og eiga þau 3 syni, Jón Svan, Kristján Heiðar og Ragnar Karl, en Evlalía átti áður Salvar Sveinsson. Ólafía á 4 systkini. Þau eru Gróa Jóhanna, fyrram símstjóri á Arn- gerðareyri, var gift Halldóri Víg- lundssyni, látinn, smiði og vitaverði á Dalatanga og Hombjargsvita; Há- kon, bóndi í Reykjarfirði, kvæntur Steinunni Ingimarsdóttur; Sigríður gift Baldri Bjamasyni, bónda í Vig- ur; Amdís, ljósmóðir, gift Júlíusi Jónssyni, bónda í Noröurhjáleigu í Álftaveri. Ólafia Salvarsdóttir. Foreldrar Ólafíu voru Salvar Ól- afsson, f. 4.7.1888, d. 3.9.1979, bóndi í Reykjarfirði, og Ragnheiður Há- konardóttir, f. 16.8.1901, d. 19.5.1977. Ætt Faðir Salvars var Ólafur, sonur Jóns, er lengi bjó í Reykjarfirði, og konu hans, Evlalíu S. Kristjánsdótt- ur. Faðir Ragnheiöar var Hákon, son- ur Magnúsar, og konu hans, Bryn- dísar Bjamadóttur, Þórðarsonar á Reykjahólum. Ólafía tekur á móti gestum á heim- ili sínu á afmælisdaginn. afmælið 85 ára Guðrún Stefánsdóttir, Setbergi, Nesjahreppi. 80ára Sigurbjört Lúthersdóttir, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík. Brynbildur Stefánsdóttir, Vallholti 34, Selfossi. 70ára Magnús Pálsson, Syðri-Steinsmýri, Skaftárhreppi. 60 ára Kristján Rögnvaldsson, Hávegi58, Siglufirði. Þórarinn A. Guðjónsson, Stiíluseli 5, Reykjavik. Margeir Guðmundur Ásgeirsson, Hólabraut 11, Keflavík. Sigurður Guðmundsson, Gunnólfsgötu 18, Ólafsfirði. 50 ára Sigríður Sigurðardóttir, 12. ágúst Urðarbakka 24, Reykjavík. Sigríður Sigurmundsdóttir, Birkigrund 44, Kópavogi, Sonja O. Garðarsson, Kambagerði 2, Akureyri. 40ára Gróa Finnsdóttir, Mjóstræti 6, Reykjavík. Freydis Sjöfn Magnúsdóttir, Hraunstíg 1, Bakkafirði. Bjarni Vilhjálmsson, Álfheimum 33, Reykjavik. Svavar Helgason, Hverafold 40, Reykjavík. Eyjólfur Kristmundsson, Lóurima9,Selfossi. Ingibjörg Sigurðardóttir, Frostaskjóli 65, Reykjavík. íris Sigríður Guðmundsdóttir, Stóru-Sandvík, Sandvíkurhreppi. Skúli Bergmann Garðarsson, . Einigrund 8, Akranesi. Ingólfur H. Matthíasson, Kirkjuvegi39, Keflavík. Sigurður Sveinbj örnsson, Baldursgötu 3, Reykjavík. Björg Svavarsdóttir, Vogabraut 2, Höfn í Homafirði. Þorgeir Jónsson Þorgeir Jónsson bóndi, Möðruvöll- um í Kjós, er sjötugur í dag. Þorgeir hefur ásamt Jónmundi bróður sín- um búið að Möðruvöllum eftir lát föður þeirra 1939 og hafa þeir búið þarfélagsbúisíðan. Fjölskylda Þorgeir kvæntist 14.11.1953 Ingi- björgu Sveinsdóttur, f. 12.1.1915, húsmóður. Foreldrar hennar: Sveinbjörn Sveinsson, bóndi að Há- mundarstöðum í Vopnafirði, og Guðbjörg Gísladóttir húsmóðir. Böm Þorgeirs og Ingibjargar era: GuðbjörgEgló, f. 23.9.1951, gift Reyni Pálmasyni, þau eiga þrjú börn; Ólöf Jóna, f. 10.12.1952, gift Sigurði Ásgeirssyni og eiga þau þrjú böm; Jón Bergþór, f. 20.12.1955, hann á tvö böm; Hugrún, f. 25.4. 1960, gift Ólafi Sigurjónssyni og eiga þau tvö böm; Ingibjörg átti áöur Kára Jakobsson, f. 10.11.1946, kvæntur Elínu Ingimundardóttur og eiga þau tvö böm. Bróðir Þorgeirs er Jónmundur f. 6.3.1920. Hálfsystur Þorgeirs eru Svánlaug, Þorgeir Jónsson. f. 28.1.1929; Ólöf, f. 21.6.1924, látin, og Anna Kristín f. 7.9.1927, sem léstungbarn. Foreldrar Þorgeirs voru Jón Berg- þór Guðmundsson, f. 18.7.1888, d. 28.5.1939, bóndi, og Ólöf Jónsdóttir, f. 8.6.1883, d. 28.4.1922, húsmóðir. Þau bjuggu að Möðruvöllum í Kjós. Þorgeir verður að heiman á af- mæhsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.