Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1991. 11 Utlönd Björgunarmaður og skipbrotsmaður af prammanum sem sökk i Suður-Kínahafi í gær á leið um borð i þyrlu yfir slysstaðnum. Símamynd Reuter Þrettán fórust þegar prammi sökk: Átta manna enn saknað í Suður-Kínahafi Björgunarmenn, sem voru að leita að skipbrotsmönnum af pramma sem sökk á Suður-Kínahafi í gær, fundu skipsflakið í morgun. Átta manna úr áhöfn prammans er enn saknað, þar af fjögurra sem eru inni- lokaðir í loftlausu kafarahylki. Prammanum hvolfdi í stórsjó og fórust að minnsta kosti þrettán manns. Þyrlur, skip og dráttarbátar frá fjórum löndum hafa bjargað 174 mönnum úr sjónum á undanfómum sólarhring. „Við erum að leita á tveimur stöð- um eins og stendur. Annars vegar þar sem pramminn sökk og hins veg- ar í kringum brakið úr honum sem hefur borist með straumi og vind- um,“ sagði leitarforinginn, Steve Bridges, í viðtah viö útvarpið í Hong Kong. Vonir um að hægt verði að bjarga mönnunum átta hafa dvínað þar sem brak úr prammanum hefur flotiö um fimmtíu kílómetra til vesturs í nótt. Súrefnið í köfunarkúlunni átti að þrjóta klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma. Talið er að þrír þeirra sem fastir eru í hylkinu séu Bretar. Áhafnarmenn sögðu að sá fjórði væri frá Nýja-Sjálandi. Stórfelldar björgunaraðgerðir hóf- ust snemma í gær eftir að ástralskir embættismenn heyrðu neyðarkafi frá prammanum sem hvolfdi aðeins nokkrum mínútum eftir að sjór komst í hann um rifu á síðunni. Áhöfn prammans, sem í voru 195 menn, þar á meðal Evrópubúar, Bandaríkjamenn, Asíumenn og Ástr- alir, stökk þá eða kastaðist frá borði. Skip og flugvélar börðust við felli- bylji í leit sinni að skipbrotsmönnun- um. Tæpum sólarhring eftir slysið var búið aö bjarga 174 og þrettán lík höfðu fundist. Pramminn var notaður til olíu- vinnslu og leitar og var hann í eigu fyrirtækis í Singapore. Björgunar- sveitarmenn sögðu að skipið lægi á hafsbotni á um 75 metra dýpi. Kafarar, þar á meðal nokkrir af kínversku skipi, voru að kanna hvort kafarahylkið með mönnunum fjór- um væri fast við prammann, að sögn björgunarmanna. „Ég verð að leggja áherslu á það að ekki er hægt að búast við að mennirnir haldi lífi öllu lengur ef þeir eru þá enn á lífi,“ sagöi Trevor Berry sem stjórnar leitinni. Ljósmyndari frá Reuters-fréttastof- unni, sem fór yfir svæðið í þyrlu í morgun, sagði að veðurskilyrði hefðu batnað mikið frá þvi í gær. Reuter ÞÚ GETUR EKKI TAPAÐÁÞVÍ AÐ HLUSTA Á STJÖRNUNA í DAG HAPPA-LÍNA STJÖRNUNNAR ER 679102

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.