Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Side 25
iEAUQARDAGUR Í7..ÁGÚSTti99i. haíöi ekki hugmynd um að slíkt væri tíl,“ segir Sesselja. Það varð til þess að hún sótti um fyrir hann og fékk pláss þegar dreng- urinn var þrettán ára. Hún segir að það hafi hjálpað mikið enda hafi Björgvin fengið frábæra umönnum og þjálfun sem hann þurfti á að halda. „Álagið á heimilinu var auðvitað mjög mikið en við vöndumst því. í fyrstu var hann lítill og meðfærileg- ur og einhvern veginn tók maður ekki svo mjög eftir þegar hann stækkaði og þyngdist. Þetta var hluti af okkar daglega lífi. Ég sé núna hversu erfitt þetta hefur verið orð- ið,‘‘ segir Sesselja. Árið 1989 var opnað sambýh í Set- bergslandi í Hafnarfirði og Björgvin komst þar að. Þetta er htið sambýli með fjórum einstaklingum sem alhr þurfa mjög mikla aðhlynningu og umönnun. Þegar Björgvin fékk pláss á heimihnu urðu mikil stakkaskipti á heimilinu. Hjónin segjast finna það nú hversu erfitt lífiö var með stöðug- um áhyggjum. „Við erum mjög þakk- lát fyrir að hann er þar í öruggum höndum með frábæru starfsfólki. Loksins erum við áhyggjulaus og getum tekið þátt í lífinu eins og aðr- ir.“ Misstu kunningjana Vegna þess hversu mikla umönn- um drengurinn þurfti á að halda minnkuðu samskipti foreldra við vini og kunningja. „Við vorum alltaf upptekin, komumst aldrei í heim- sóknir og smám saman fóru kunn- ingjarnir að hætta að heimsækja okkur. Það var líka mjög misjafnt hvemig fólk tók því að umgangast svona mikið fatlað barn. Sumir eiga mjög erfitt með það,“ segir Sesselja. „Við gerðum okkur auðvitaö ekki grein fyrir hversu erfitt það yrði að hafa barnið heima en hugsuðum aldrei út í það. Okkur fannst ekki koma th greina að setja hann á þess- ar stofnanir sem buðust og þess vegna var maður aldrei að hugsa um erfiðleikana. Okkur var aldrei sagt að hann yrði svona, við uppgötvuð- um það sjálf. Heilaskurðlæknirinn, sem annaðist hann, sagði að vegna þess hversu ungur hann var ætti hann möguleika á að ná sér. Við lifð- um því alltaf í voninni. Ekki mikla hjálp að fá Verst var þetta fyrir bræður hans. Við tókum eftir þvi að þegar þeir voru krakkar tóku þeir sérstaklega fram við nýja vini aö hann hefði ekki fæðst svona. Þeim þótti þetta eðlilega leiðinlegt og fengu ekki eins mikla athygh og annars hefði verið af skilj- anlegum ástæðum." Eina hjálpin, sem Sesselja fékk, var frá hjúkrunarkonu sem kom á morgnana og aðstoðaði við aö baða drenginn. Einnig fengu þau að koma honum fyrir einn mánuð á sumrin á St. Jósepsspítala svo þau kæmust í sumarfrí. Þau hjónin hafa ekki kynnst öðrum foreldrum sem hafa gengið í gegnum svipaða hluti enda vita þau ekki til þess að annað barn hér á landi hafi lifað af jafnalvarlegt slys. Bæði á Lyngási og á sambýlinu eru börn sem fæðst hafa fótluð og að því leyti annars konar,“ segja þau. „Björgvin var mjög fljótur til sem barn, stóð upp sex mánaöa og var snemma farinn að ganga og tala. Hann var stór eftir aldri og hraust- ur. Sennilega er áfallið öðruvísi þeg- ar böm fæðast heilbrigð og slasast heldur en þegar þau fæðast fotluð þó auðvitað sé áfalhð alltaf mikið.“ Sesselju var ekkert borgað fyrir að vera heima og annast sitt barn sjálf. Þau fengu rúm handa honum sem Tryggingastofnun greiddi en Magnús fékk örorkubætur greiddar með drengnum úr lífeyrissjóði sjómanna frá sextán ára aldri. Sjóöurinn greiddi einnig hjólastól fyrir hann. Þá hefur drengurinn fengið fríar bleiur.“ Nýtt sambýli í Hafnarfirði Þau Sesselja og Magnús höfðu sótt um pláss fyrir drenginn á heimilum í Reykjavík þegar svæðisstjórn Reykjaness ákvað að opna sambýh í Hafnarfirði. Þau telja sig mjög hepp- Nokkrum mánuðum eftir slysið á barnadeild Landspítalans. Engan grunaði þá hvað verða mundi. Líklega besta tímabilið i lífi Björgvins. Hann braggaðist vel og gat opnað augun en sá tími var ekki langur. '' Björgvin varð tvítugur í júní sl. og rúm fimmtán ár síðan hann lenti i bilslysi. Allan þann tíma hefur hann verið nánast meðvitundarlaus. Foreldrarnir Magnús og Sesselja hafa þurft að ganga í gegnum erfið ár en fyrir þremur árum komst Björgvin að í sambýli í Hafnarfirði. DV-mynd JAK in að. hafa fengið þetta pláss. „Hér er frábært starfsfólk og skammarlegt hversu illa þetta starf er launað. Þetta er bæði erfitt og krefjandi starf og ekki ahir sem geta unnið vinnu sem þessa,“ segir Magnús. Þau þekkja álagið eftir öll þessi ár. Öll framtíðarplön fjölskyldunnar breyttust á einum degi - á einu augnabliki. Þau hjónin höfðu hugsað sér að eignast annað barn en slíkt kom ekki til greina vegna fótlunar Björgvins og erfiðleikanna með hann. „Það hefði ekki verið hægt að bjóða htlu barni upp á slíkt heimilis- líf.“ Sjónvarpsauglýsingar hafa birst undanfarið þar sem sýnd er mynd af Björgvini, öðrum víti til varnaðar. Foreldrarnir féhust á þetta viðtal ef það gæti orðið til að fólk væri vak- andi og athugult við stýrið. Báðum segist þeim líða illa þegar þau heyra um umferðarslys og ekki síst þar sem börn eiga í hlut. I þeim örlagaríka árekstri, sem þau lentu fyrir rúmum fimmtán árum, voru þau dæmd í órétti. Bíllinn eyðilagðist en það sem er miklu verra og skiptir öllu máli er að mannslíf var lagt í rúst. Óráðin framtíð Foreldrarnir vita ekkert hvað verð- ur, nema að drengurinn mun aldrei ná sér. Líkaminn kreppist meira eftir því sem lengra líður og nú er svo komiö að iha gengur að mata Björg- vin. Hann hefur fengið alvarlega lungnabólgu og var vart hugað líf á tímabhi. En hjartað er sterkt og eng- inn veit hvort drengurinn skynjar. Sjálfur getur hann engin merki gefið um það. Hjónin eru þakklát lækninum sem á sínum tíma gaf þeim vonina. „Það er miklu betra að eiga von og lifa í bjartsýni. Annars hefði þetta orðið mun meira áfall fyrir okkur. Ég held að það hafi hka bjargað miklu að við erum forlagatrúar. Að minnsta kosti trúi ég að hlutimir eigi að gerast og þá sættir maður sig frekar við þá,“ segir Sesselja. „Þegar eitthvað bjátar á leitar maður í trúna,“ segir Magn- ús. Þau eru sammála um að miklar breytingar hafi orðið á undanförnum árum í þjóðfélaginu að viðurkenna fatlaða sjúklinga. „Fyrir fimmtán árum var enginn staður til fyrir sjúkhnga eins og hann. Við áttum í miklu basli við kerfið sem er svifa- seint. Sem betur fer er þetta að breyt- ast, þó hægt sé. Stundum þykja manni þó áherslurnar vera á röngum stöðum,“ segja þau Sesselja og Magn- ús -ELA LÖGTÖK Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinber- um gjöldum utan staðgreiðslu álögðum 1991, skv. 98. gr. laga nr. 75/1981, sbr. lög nr. 68/1962 og 109 gr. laga nr. 75/1981, sbr. einnig 8. kafla laga nr. 45/1987. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, verðþætur á ógreiddan tekjuskatt, eignarskattur, útflutningsráðsgjald, slysatrygg- ingagjald atvr. skv. 36. gr„ kirkjugarðsgjald, útsvar, verð- bætur á ógreitt útsvar, aðstöðugjald, iðnlánasjóðsgjald og iðnaðarmálagj., sérst. skattur á skrifst. og verslunarhúsn., slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, sérstakur eignarskatt- ur, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og ógreidd stað- greiðsla. Ennfremur nær úrskurðurinn til hvers konar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamn- ingi, sbr. lög nr. 46/1990 og auglýsingu nr. 16/1990. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Reykjavík, 16. ágúst 1991 Borgarfógetaembættið í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.