Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991. Trimm 55 DV Þolfimi Vellíðunartilfinning að finna svitann leka - tónlistin hjálpar til við að keyra áfram Pallar eða tröppur eru vinsælar í þolfimitimum. Álagið í hverju skrefi eykst um helming við það að stiga bæði áfram og upp á við. DV-myndir JAK Ærandi tónlist, loftið er mettað svita, öskur og vein. Er það þetta sem einhver sækist eftir? Já, svo sannar- lega. Margir leggja leið sína í líkams- ræktarstöðvar til að stunda þolfimi. Þolfimi hefur upp á margt fleira að bjóða en svita og hávaða. Stórkostleg útrás Margir sem stunda þolflmi fá veru- lega útrás í þessari tegund líkams- ræktar. Með því að öskra og láta öll- um illum látum nær fólk því að taka enn betur á en ella og upplifa þá vel- líðunartilflnningu sem fýlgir því að hafa náð að reyna hæfilega á líkam- ann og svitnað vel. En hvað er svo þolfimi? Þolfimi er loftháð leikfimi sem byggist upp á því að æfa þol og styrkja með því hjarta og lungu. Eftir um 20 minútna stanslausa hreyfmgu hefst fitu- brennslan en það er einmitt það sem margir sækjast eftir í þolfimi. í líkamsræktarstöðvum er víðast. hægt að velja um miserfiða tíma, allt frá tímum fyrir byrjendur til þeirra sem hafa æft árum saman. Allir tímar eru byggðir upp á upphitun, þolæfingum, styrkjandi æfmgum og teygjum en misjöfn áhersla er á hvem þessara þátta. Hver tími er oftast 60 mínútur en stundum styttri fyrir byrjendur. Nú eru pallar eða tröppur mjög vinsælir í þolfimi. Með því að stíga upp á pall næst tvöfalt álag, bæöi er stigið fram og upp. Málin 90-60-90 ekki nauðsynleg Allir aldurshópar og bæði kynin geta stundað þolfimi. Hver og einn velur sér tíma við sitt hæfi og byrj- ar. Þegar lengra er komið er þol og styrkur hefur aukist er svo hægt að fara í erfiðari tíma. Sumir halda að til þess að stunda þolfimi þurfi fólk að hafa línurnar í lagi. En það er mikill misskilningur. Einhvern tíma hafa allir byrjað og upphaf þess að koma línunum í lag getur einmitt verið að byrja í þol- fimi. Nokkuð misjafnt er eftir lík- amsræktarstöðvum hvaða hópar sækja þær helst. Þú getur örugglega fundið stað við þitt hæfi því úr mörgu er að velja. Þröngir glansgallar eru ekki nauð- synlegir til að stunda þolfimi né aðra líkamsrækt. Tískan er almennt þröng í dag og tískusveiflurnar hafa náð að teygja anga sína inn fyrir lík- amsræktarstöðvarnar. Sumir kunna best við sig í þröngum íotum en aðr- ir vilja vera í víðu. Allt er leyfilegt í þessum efnum. Því skal ekki neitað að þegar árangur hefur náðst og fólk er farið að fmna að línurnar hafa lagast er meira spennandi að vera í þröngum fötum til að sýna árangur- inn. Góðir skór eru mikilvægir. í sum- um líkamsræktarstöðvum er mjúk dýna á gólfmu svo skór eru óþarfir en víða annars staöar er parketgólf. Þá'þarf skó með þykkum og mjúkum sóla sem taka af mesta höggið. Hopp hefur minnkað mikið og meira er um ýmis spor. Það hefur sýnt sig að hoppið leiddi frekar til meiðsla svo mjúk þolfimi er vinsælli í dag. Margir blanda við aðra líkamsrækt í líkamsræktarstöðvum þar sem boðið er upp á þolfimitíma er víða hægt að komast í tækjasal. Þar er hægt að styrkja líkamann eða ákveðna líkamshluta enn frekar, allt eftir þörfum hvers og eins. Sumir skokka í bland við þolfimi eða stunda veggtennis svo eitthvað sé nefnt. Oft er hægt að komast í gufubað þar sem þolfimi er kennd sem og í ljósabekki. Mánaðarkort með ótak- markaðri mætingu kosta yfirleitt kr. 4000-5000 en auk þess er hægt að kaupa afsláttarkort sem gildir í 6,10 eða 12 skipti. -hmó Á morgun, sunnudaginn 18. ágúst, verður hið árlega Reykjavíkurmaraþon og er búist við miklum fjölda þátttakenda. Hlaupið hefst i Lækjargötu kl. 12.00 og velja hlauparar um maraþon (42 km), hálft maraþon (21 km) eða skemmtiskokk sem er 7 km. Að ganga sér til heilsubótar: Skortur á þoli veldur því að draumaferðir verða ekki farnar Líkamsrækt má stunda á ýmsa vegu og eru fjölbreytninni þar lítil takmörk sett. Þar verður fyrst og fremst að ráða líkamlegt ástand hvers og eins. Mörgum finnst í of mikið ráðist að fara að hlaupa eða skokka. En því ekki að ganga? Fyrir kyrrsetufólk sem lítið hefur hreyft sig en er að vakna til vitund- ar um að nú þurfi það að fara að „hrista af sér slenið" er það oftast besta byrjunin og liggur beinast við. Fara þarf hægt af stað en auka reglubundið álagið með því að ganga smátt og smátt lengra og auka hraðann. En mestu máh skiptir að öll heilsurækt sé stunduð reglulega, helst tvisvar til þrisvar í viku. Aðeins þannig næst árang- ur. í göngutrimmi eins og öðru er mikilvægt að hafa takmark að stefna að. Bent hefur verið á hér á trimmsíðunni að náttúruskoðun og gönguferðir er stór hluti af trimmi. Ferðafélögin víða um land, Útivist og mörg félagasaiptök skipuleggja ferðalög og gönguferðir um okkar sérstæða og fagra land. Það gæti verið takmark fyrir göngutrimm- ara að byggja upp slíkt þol að þeir treysti sér til að vera með í margra daga gönguferðum um landið sem maður leggur ekki í óþjálfaður. Skorti mann þol og þekkir sín tak- mörk er þrekleysið oft ástæðan fyr- ir því að slíkar feröir verða aldrei farnar. Loftur Magnússon, trimmnefnd ISI STYRKIR REYKJAVÍKURMARAÞON ® TOYOTA Tákn um goeði Veður Fremur hæg, suðlæg átt i dag og skýjað um allt land. Skúrir sunnan- og vestanlands. Rigning og súld fram eftir degi suðaustanlands og á Norðvesturlandi og dálítil súld eða rigning sumstaðar norðaustan- og austanlands. Hæg, breytileg átt í dag eða vestlæg átt. Skýjað verður með köflum á vestanverðu landinu en léttskýjað annars staðar. Svalt að nóttu til. Akureyri súld 14 Egilsstaðir skýjað 13 Keflavíkurflugvöllur skýjað 12 Kirkjubæjarklaustur rigning 10 Raufarhöfn léttskýjað 11 Reykjavík skýjað 12 Vestmannaeyjar skýjað 12 Helsinki þrumuv 14 Kaupmannahöfn þrumuv 17 Ósló hálfskýjað 22 Stokkhólmur rigning 18 Þórshöfn skýjað 14 Amsterdam skýjað 20 Berlín léttskýjað 27 Feneyjar léttskýjað 28 Frankfurt léttskýjað 29 Glasgow skýjað 17 Hamborg skýjað 21 London léttskýjað 21 LosAngeles skýjað 19 Lúxemborg léttskýjað 23 Madrid léttskýjað 37 Montreal léttskýjað 21 Nuuk rigning 4 París skýjað 23 Róm léttskýjað 30 Valencia léttskýjað 29 Vin léttskýjað 24 Winnipeg skýjað 13 Gengið Gengisskráning nr. 154. -16. ágúst 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 61,430 61,590 61,720 Pund 102,763 103,031 103,362 Kan. dollar 53,686 53,826 53,719 Dönsk kr. 9,0940 9,1177 9,0999 Norsk kr. 8,9882 9,0116 9,0155 Sænskkr. 9,6740 9,6992 9,7044 Fi. mark 14,4354 14,4730 14,5996 Fra. franki 10,3331 10,3600 10,3423 Belg. franki 1,7066 1,7111 1,7089 Sviss. franki 40,0718 40,1761 40,3004 Holl. gyllini 31,1780 31,2592 31,2151 Þýskt mark 35,1370 35,2285 35,1932 ít. líra 0,04693 0,04705 0,04713 Aust. sch. 4,9974 5,0104 4,9998 Port. escudo 0,4095 0,4106 0,4101 Spá. peseti 0,5620 0,5635 0,5616 Jap. yen 0,44887 0,45004 0,44668 Irskt pund 93,960 94,205 94,061 SDR 81,9402 82,1537 82,1172 ECU 72,1188 72,3067 72,2463 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður Þann 16. ágúst seldust alls 30.917 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,209 6,27 6,00 10„00 Grálúða 0,006 16,00 16,00 16,00 Karfi 0,170 41,75 28,00 49,00 Langa 0,261 20,00 20,00 20,00 Lúða 2,017 225,13 100,00 400,00 Lýsa 0,060 9,00 9,00 9,00 Skarkoli 0,250 27,40 20,00 63,00 Steinbítur 1,108 47,79 42,00 55,00 Þorskur, sl. 14,357 84,31 80,00 89,00 Þorskur, smá 5,570 69.00 69,00 69,00 Ufsi 2,579 37,43 35,00 38,00 Undirmálsf. 2,678 63,84 63,00 66,00 Ýsa, sl. 1,651 121,06 45,00 132,00 Fiskmarkaður Þorlákshafnar Þann 16. ágúst seldust alls 24.461 tonn. Blandaó 0,035 21,00 21,00 21,00 Karfi 2,858 38,23 37,00 40,00 Keila 0,112 37,00 37,00 37,00 Langa 2,320 61.78 60,00 62,00 Lúða 0,015 290,00 290,00 290,00 Langlúra 0,147 50,00 50,00 50,00 Öfugkjafta 0,160 29,00 29,00 29,00 Skata 0,030 80,00 80,00 80,00 Skötuselur 0,327 142,81 100,00 350.00 Sólkoli 0,161 45,00 45,00 45,00 Steinbítur 0,837 60,00 60,00 60,00 Ufsi 3,951 57,01 53,00 59,00 Ýsa.sl. 7,727 101,59 62,00 116,00 Þorskur, smá 0,014 67,00 67,00 67,00 Þorskur, sl 5,735 81,13 77,00 97,00 Fiskmiðlun Norðurlands hf. Þann 16. ágúst seldust alls 4,833 tonn. Grálúða 0,069 30,00 30,00 30,00 Karfi 0,010 35,00 35,00 35,00 Steinbítur 0,027 35,00 35,00 35,00 Ufsi 3,056 54,00 54,00’ 54,00 Ýsa 0,521 86,00 86,00 86,00 Þorskur 1,078 86,13 84,00 90,00 Þorskur, undir 0,072 56,00 56,00 56,00 RAUTTLJÓS þýbut RAUTT L/ÓS/ |JUMFERÐAR MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.