Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAÍJUK 2.'(. ÁCÚKT 1991. 7 Fréttir Slæmt útlit á þýska markaðnum Fromur slæmar horfur oru á llsk markaðnum í Bremerhavon, mikill fiskur bcrst að og sumarveðrið ræð- ur enn ríkjum of; það er segin saga aö þegar heitt er í veðri eru alltaf erfiðleikar á ferskfískmarkaðnum. í Englandi hefur markaðurinn staðiö nokkuö vel og útlit er fyrir aö svo vcrði enn um sinn. Gámasölur í Englandi Alls voru seld 562 tonn af tiski úr gámum frá 12.-16. ágúst. Meöalverð var 119,92 kr. kg. Þorskur seldist á 147,71 kr. kg, ýsa á 117,58, ufsi 70,19, karfi á 70,53, koli á 135,16, grálúöa 146,75 og blandað 127,41 kr. kg. Bv. Múlaberg seldi afla sinn í Hull 22. ágúst, alls 142 lestir, fyrir 19,5 millj. kr. Meðalverð var 136,61 kr. kg. Þorskur seldist á 138,83 kr. kg, ýsa á 152,31, ufsi á 79,32, karfi á 99,07, koli 110,59 og blandað 144,44 kr. kg. Bv. Stafnes seldi afla sinn í Hull, alls 91,9 tonn, fyrir 12 millj. kr. Með- alverð var 131,12 kr. kg. Þorskur seldist á 161,83 kr. kg, ýsa á 144,81, ufsi á 62,87, karfi á 72,06, koli 144,83 og blandað 114,30 kr. kg. Engar skipasölur hafa veriö þaö sem af er vikunni en þó munu tvö skip selja afla sinn í Englandi í vik- unni. Þýskaland Að undanförnu hefur markaður- inn í Þýskalandi verið frekar léiegur en eftirtalin skip hafa landað þar: Bv. Haukur seldi afla sinn í Bremerhaven, alls 141 tonn, fyrir 13 millj. króna. Meðalverð var 93,09 kr. kg. Þorskur seldist á 110,58 kr. kg, ýsa á 97,35, ufsi 80,44, karfi á 98,35, grálúða 132,73 og blandað 82,05 kr. kg. Bv. Björgólfur seldi afla sinn 21. ágúst í Bremerhaven, alls 132 tonn, fyrir 13,3 milljónir króna. Þorskur- inn scldist á 132,13 kr. kg, ýsa á 134,90, ufsi 121,15, karfl 95,08, grálúöa 118,93 og blandað 125,47 kr. kg. Bv. Vigri seldi afla sinn í Bremer- haven mánudaginn 19. ágúst, alls 190 tonn, fyrir 19,450 millj. kr. Meðalverð var 102,20 kr. kg. Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson Japan Fiskveiðar Japana voru á síðasta ári undir 10 millj. tonna. Alls voru framleidd 10 milljón tonn en sam- drátturinn var um 9% miðað við 11,913 tonn þegar mesta veiöin var. Sérstaklega minnkaði veiöin á fjar- lægum miðum þar sem hún dróst saman um 26%. Alls var landaður afli 1990 9,438 millj. tonna. Sardínu- veiðin var 3,621 miilj. tonn og minnk- aöi um 12%, makríll 248,000 tonn og minnkuöu veiðarnar á honum um 47%, Alaskaufsi var 838,000 tonn og minnkaði veiðin á honum um 28%. Veiðin minnkaði á öllum öðrum teg- undum frá 7% til 28%. Framleiðsla á eldisfiski jókst um 7% en framleiðsia á skelfiski og þangi minnkaði. Indónesía Samningur um sameiginlegt framtak í byggingu túnfisk- veiðiskipa Stórkostlegur samningur var und- irritaður milli eins stærsta banka á Spáni og Indónesa. Samningurinn var undirritaöur 11. júní síðastliðinn. Innihald samningsins er að Spán- Bremerhaven og Cuxhaven Ufsi Mán. Tonn 1990 DM/kg kr./kg Tonn 1991 DM/kg kr./kg Jan. 0,540 3,27 117 0,353 3,05 111 Febr. 0,318 2,30 82 0,196 2,04 75 Mars 0,518 2,02 72 0,184 2,58 92 Apr. 0,407 2,30 83 0,425 2,97 104 Maí 0,274 2,26 81 0,373 2,58 91 Júní 0,330 2,36 84 0,635 2,53 88 Júlí 0,532 2,35 76 0,385 2,2 78 Bremerhaven og Cuxhaven Karfi Mán. Tonn 1990 DM/kg kr./kg Tonn 1991 DM/kg kr./kg Jan. 2,107 3,27 117 2,540 3,15 115 Febr. 2,451 2,85 102 2,369 2,71 100 Mars 2,357 3,02 109 3,137 2,93 105 Apr. 2,682 2,74 99 2,492 2,49 88 Maí 1,318 2,54 92 1,566 2,94 103 Júní 0,775 3,16 113 0,901 3,28 114 Júlí 1,377 2,55 86 1,205 2,4 84 Skagafjörður: Refir niður undir bæjum í Hjaltadal Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Refaskyttur úr Hjaltadal og Viðvík- ursveit náðu nýlega að granda sex tófum skammt frá bænum Kjarvals- stöðum í Hjaltadal. Vegfarendur um Hjaltadalsveg uröu þess varir að dýr- bítur var að atast í fé rétt við fjárhús- in á bænum. Sjaldgæft er að lágfóta láti nappa sig svo skammt frá byggð yfir hásumarið. Það tók refaskytturnar Steinþór Tryggvason, Kýrholti, og Pálma Ragnarsson, Garðakoti, tvö kvöld að vinna dýrin sem voru á flækingi utan grenis í íjallshlíðinni fyrir ofan Kjarvalsstaði. Um tvær læður og fjóra hvolpa var að ræða en karldýr- in náðust ekki. Ekki er vitað til þess að dýrin hafi verið búin að drepa fé. Lamb í eigu Hallgríms bónda á Kjarvalsstöðum slapp úr klóm rebba án teljandi áverka en áður hafði hann orðið var sára á júgri lambár. Annar bóndi í dalnum hafði einnig séð torkennileg sár á kindum sínum og beindist grunur bændanna að hundum enda höfðu viðlíka atburðir gerst suður á landi fyrr í sumar. Talsvert er um tófu í austanverö- um Skagafirði. Til að mynda voru nokkur dýr skotin úr skothúsum í Hjaltadal á hðnum vetri. verjar taka að sér að hanna og byggja túnfiskveiðiskip fyrir Indónesa. Á Spáni á að hanna og smíða 12 tún- fisklínuveiðara. í Indónesíu eiga þeir að smíða 35 túnfiskveiðiskip og eiga þau að vera með allan nútímabúnað til veiöa og vinnslu. Samningurinn er upp á 200 milljónir Bandaríkja- dala. Danmörk í Dansk Fiskeri Tidende 8. ágúst síöastliðinn er rætt um vanda fisk- vinnslunnar á Borgundarhólmi. Veiöar heimaskipa hafa dregist sam- an að undaníörnu og kvóti þeirra minnkað ár frá ári og illa horfir fyr- ir fiskvinnsluna með hráefnisöflun. Sjómenn segjast þurfa 25-30% meiri kvóta ef fiskveiöarnar eiga ekki að fara í rúst. Atvinnumálanefnd stað- arins hefur ákveðið að styðja við bakið á sjómönnum og liðka fyrir sjávarútvegi staðarins. Fiskiðnaður- inn hefur á undanfórnum árum orðiö að byggja vinnsluna mikið á fiski frá erlendum veiöiskipum. Það eru aðal- lega pólsk skip sem hafa selt afla sinn til vinnslunnar á Borgundarhólmi en þeir sem að vinnslunni standa telja ótryggt að byggja vinnsluna að mestu á fiski frá erlendum skipum og vilja þess vegna fá meiri kvóta fyrir heimamenn. Nú hafa fisk- vinnslumenn snúið sér aö Rússum með kaup á fiski og að þessu sinni keyptu þeir 400 lestir. Sá sem um kaupin sá skoðaði þennan fisk í júní og taldi hann mjög góðan en margir eru uggandi og telja aö fiskur, sem er skoðaöur í júnL geti verið orðinn slæmur í lok ágúst. Stytt og endursagt úr BFT Ástralía Hafrannsóknastofnun Ástralíu varar mjög við ofveiöi á „orange roughy" og telur fiskinn í útrýming- arhættu. Helsta orsök þess er hvað fiskurinn vex seint en hahn getur orðið 100 ára gamall. Meginhluti fisksins, sem veiðist, er 80 ára gam- all. Segja má aö norsku verksmiðju- skipin Longva 3 og John Longva hafi fundið þennan fisk og unnið hann. Þessi skip hafa veriö á veiðum við Ástralíu síðustu árin og flúðu vegna takmarkaðs kvóta heima fyrir. Skip- in hafa fundið fleiri tegundir nytja- fiska og munu notfæra sér það. í upphafi var þessi fiskur aðallega veiddur suðvestur af landinu en nú veiðist hann nánast allt í kringum það. Fiskurinn er þéttholda og er tal- iö aö svo sé vegna þess aö hann vex í straumvatni. Þrjátíu og tveggja ára er hann 30 sentímetrar. Rannsóknar- stofnun RSIRO segir að stofninn hafi minnkað um þriðjungá síðustu fimm árum. Grimsby og Huil Þorsksölur Mán. Tonn 1990 P/kg kr./kg Tonn 1991 P/kg kr./kg Jan. 2,774 1,31 131 2,056 1,43 152 Febr. 2,802 1,27 129 0,845 1,30 139 Mars 3,302 1,21 120 1,500 1,31 138 Apr. 2,114 1,28 127 1,296 1,54 161 Maí 2,868 1,17 117 1,417 1,43 149 Júní 2,072 1,27 130 1,720 1,19 122 Júlí 2,900 1,27 135 1,599 1,33 136 Grimsby og Hull Ýsa Mán. Tonn 1990 P/kg kr./kg Tonn 1991 P/kg kr./kg Jan. 0,530 1,74 174 0,561 1,82 194 Febr. 1,343 1,38 141 0,506 1,66 177 Mars 0,989 1,64 163 0,768 1,66 175 Apr. 1,912 1,44 144 1,018 1,70 178 Maí 2,777 1,18 119 1,595 1,42 147 Júní 1,483 1,27 131 1,748 1,31 135 Júlí 1,502 1,34 142 1,390 1,38 142 Hluthafar óskast íslenskt vatn er gulls ígildi Vatnsberinn hf. erútflutn- ingsfyrirtœki á vatni. Fyrir- tœkió hefur nú þegar gert sölusamninga til 2 ára vió bandarískt fyrir- tœki um kaup á allri framleióslu þess tíma. Um er aó rceóa vatn í neytendaumbúóum en útflutningur á iónaóar- vatni meó tankskipum er einnig í undirbúningi. Ácetluó velta fyrsta starfs- árió er 1,8 - 2 milljaróar króna. Arósemisútreikningar eru vel yfir meóallagi. Vegna vcentanlegra fram- kvcemda og fjárfestinga hefur verió ákveóió aó bjóóa nýjum hluthöfum inn í félagió. Nánari upp- lýsingar gefur fram- kvcemdastjórl Þórhallur Gunnlaugsson, í síma 91-45676.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.