Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991. Lífsstfll DV kannar grænmetismarkaðinn: Kartöfluverðstrí ð milli Bónuss og Fjarðarkaups - meðalverð flestra grænmetistegunda fer lækkandi Meöalverð á grænmeti hefur verið á niðurleið síðustu vikurnar. Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum versiunum: í Bónusi í Skútuvogi, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hag- kaupi í Kringlunni, Kjötstöðinni í Glæsibæ og í Miklagarði við Sund. Bónusbúöirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og síðan umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kilóverð. Fjarðarkaup er með lágt verð á mörgum tegundum grænmet- is í þessari könnun. Tómatar, græn vínber, græn paprika og gúrkur voru Neytendur á sérstöku tilboðsverði sem gilti fyrir daginn í gær þegar könnunin var gerð. Meðalverð grænmetis virðist enn, eins og síöustu vikur, vera á niður- leið. Undantekningin er meðalverð blómkáls sem hækkar um 38% frá síðustu könnun en þess ber að geta að vikuna þar áður lækkaði meðal- verðið um rúm 50%. Mikið stríð geis- ar enn á milli Fjarðarkaups og Bón- uss um verð á kartöflum. Verðið er mjög lágt á gullaugakartöflum í þess- um verslunum og hefur verið það síðastliðinn hálfan mánuðinn. Meðalverð á tómötum er svipað og í síðustu viku, stendur nú í 248 krón- um. Tómatar voru á lægsta verðinu í Bónusi á 113 en síðan koma á eftir Fjarðarkaup, 145, Hagkaup, 289, Mikligarður, 295, og Kjötstöðin, 398. Munur á hæsta og lægsta verði er mikill eða 252%. Svipaða sögu er að segja af meðal- verði á gúrkum, það breytist lítið frá því í síðustu viku og er 150 krónur. Þær fengust á lægsta verðinu í Bón- usi á 65 krónur kílóið en á eftir fylgja Fjarðarkaup, 139, Hagkaup, 149, Kjötstöðin og Mikligarður, 198. Mun- ur á hæsta og lægsta verði er tölu- verður eða 205%. Meðalverð á sveppum lækkar um 8% milli vikna og er nú 457 krónur. Lægsta verðið á sveppum var aö flnna í Bónusi, 342, en í röð á eftir koma Fjarðarkaup, 356, Kjötstöðin, 498, og Mikligarður og Hagkaup, 545. Munur á hæsta og lægsta verði er 59 af hundraði. Meðalverð grænna vínberja lækk- ar um rúman fjórðung milli vikna og er nú 149 krónur kílóið. Lægsta verðið var að finna í Bónusi, 81, en þar á eftir fylgdu Mikhgarður, ,99, Fjarðarkaup, 119, Kjötstöðin, 197, og Hagkaup, 248. Munur á hæsta og lægsta verði er töluverður eða 206%. Meðalverð á grænni papriku lækk- aði um rúman tíunda hluta frá síð- ustu könnun og er 230 krónur nú. Hún var ódýrust í Bónusi á 123 krón- ur kílóið en síðan koma Fjaröarkaup, 138, Hagkaup, 295, og Mikligarður og Kjötstöðin, 297. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni papriku er 141%. Meðalverð á kartöflum er enn á niðurleið. Það lækkaði mjög í síðustu viku vegna þess hve Fjarðarkaup og Bónus buðu upp á lágt verð. í þess- ari viku lækkar verðiö enn frekar hjá þeim og sömuleiðis nokkuð á hin- um samanburðarstöðunum. Meðal- verðið er nú 65 krónur en lægsta verðið er hjá Bónusi, 26,50, og Fjarð- arkaupi, 27,50. Þar á eftir kemur verðið í Kjötstöðinni, 74,50, Mikla- garði, 97,50, og Hagkaupi, 98. Munur á hæsta og lægsta verði er þar af leið- andi mikill eða 270%. Meðalverð á blómkáh er það eina í könnuninni sem hækkar milli vikna, um heil 38 af hundraði. Blóm- kál fæst ekki í Bónusi en lægst var veröið í Kjötstöðinni, 99 krónur. Þar á eftir kemur verðið í Miklagarði og Hagkaupi, 149, og Fjarðarkaupi, 151. Munur á hæsta og lægsta verði er 52%. Fimmtán prósenta lækkun varð á meðalverði á hvítkáh milli vikna og það er nú 102 krónur. Lægsta verðið var að finna í Bónusi, 83, en á eftir fylgdu Kjötstöðin, 97, Fjaröarkaup, 99, Hagkaup, 114, og Mikligarður, 115. Munur á hæsta og lægsta verði er ekki ýkja mikill eða 39 af hundr- aði. Meðalverð gulróta lækkar töluvert frá í síðustu viku eða um 18% og er nú 217 krónur. Lægsta verðið í könn- uninni var í Miklagarði, 169, en síðan koma Bónus, 192, Kjötstöðin, 198, Fjarðarkaup, 248, og Hagkaup, 279. Munur á hæsta og lægsta verði er 65%. -ÍS Sértilboð og afsláttur: Lambakjöt af nýslátruðu í Miklagarði viö Sund er samloku- borðgrhl á sértilboðsverðinu 3.995 kr. Flestar bandarísku Hy Top vör- umar em á sértilboðsverði í Mikla- garði. Þar á meðal era Hy Top blei- ur, 32-44 stk., á 799 krónur, Hy Top salernispappír, 4 rúhur, á 148 krónur og Hy Top nestisplastpokar með rennilás, 50 stk., á 185 krónur. í Kjötstöðinni var verið að setja í kjötborðið lambakjöt af nýslátraðu sem selt er á 5% hærra verði en eldra lambakjöt. Einnig er Osta- og smjör- salan með sérstaka kynningu á vör- um frá sér á 10-15% afslætti. Meðal þess sem þar er á boöstólum er skóla- ostur, bóndabrie, ostakökur og upp- skriftabækur fyrir osta- og ostarétti. í Hagkaupi í Kringlunni var Seltz- er, 0,33 1, seldur á afsláttarverðinu 67 krónur. 21 af Formula uppþvotta- legi var á góðu verði, eða 99 krónur brúsinn. Blautklútar, ferðapakkn- ing, vora á 79 kr. og tunna (160 stk.) kostaði 349 kr. Einnig er sértilboðs- verð í gangi á 7 tegundum af Hunt’s barbeque sósum (510 g) á 147 krónur hver tegund. Á tilboðstorgi Fjarðarkaups mátti meöal annars sjá gott verð á Luceme kókómalti, 453 g, á 50 krónur og 907 g á 99 krónur. Af öðram vörum á til- boðsverði má nefna Slotts sinnep, 490 g, á 136 kr„ Town house tómatpuré, 170 g, á 49 kr. og Lutéce sveppi í dós, 200 g, á 63 kr„ 300 g á 76 kr. og 400 g á 101 kr. í Bónusi í Skútuvogi vora á tilboðs- verði frosin smábrauð, 675 og 750 gramma pakkar frá Karup, á 135 kr„ Sinalco-drykkurinn vinsæh í 1 'A lítra flöskum á 79 kr„ 60 lítra þvotta- körfur fyrir óhreinan þvott á 49 kr. og Nopa hreingerningarlögur með salmíaki, 2 1, á 107 krónur. -ÍS Veriö að taka upp lambakjöt af nýslátruðu í Kjötstöðinni í Glæsibæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.