Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Blaðsíða 7
MÁNUÐAGUR 9. SEPTEMBER 1991. 7 3v_____________________________Viðskipti Sverrir Kristinsson, fasteignasali 1 Reykjavík: Fjörkippur undanfarið Fjölbýlishús í Reykjavík. Fasteignaverð 130 120 110 100 90 80 Fasteignamarkaðurinn er góður fyrir kaupendur núna og hægt að komast að góðum skilmálum, segir Sverrir Kristinsson, fasteignasali í Reykjavík. miðað við lanskjaravisitölu Janúar 1984 = 100. Ársfjórðungstölur : jk li!i. ' § | k : :■■: :;:V , |pil!!! llilll! llllipl !!!!!!! Illllli; • 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 Sverrir Kristinsson, hjá fasteigna- sölunni Eignamiðlun í Reykjavík, segir að augljós fjörkippur hafi hlaupið í fasteignamarkaðinn í byrj- un september eftir fremur rólega sumarmánuði. Hann ségir ennfremur að markað- urinn sé um þessar mundir hagstæð- ur fyrir kaupendur íbúða. íbúðaverð hefur hækkað mjög lítið á árinu og varla haldið í við verðbólguna. Raun- gengið er því svipað og í byrjun árs- ins. „Hjá okkur hefur verið mjög líflegt frá byrjun september. Fyrirspurnir hafa aukist sem og sala. Þetta kemur einnig fram í fleiri auglýstum eign- um,“ segir Sverrir. Hjá Fasteignamati ríkisins fengust þær upplýsingar að salan virtist hafa verið fremur róleg fyrri hluta ársins. Gögn varðandi viðskipti síðustu mánuði hafa enn ekki borist. Raungengi íbúðaverðs í fjölbýlis- húsum í Reykjavík hefur breyst mjög lítiö frá miðju ári 1989 þegar efna- hagslífið var í kreppu. Sverrir Kristinsson fasteignasali telur að fasteignamarkaðurinn sé hagstæður fyrir kaupendur fasteigna og þeir eigi möguleika á að komast að góðum skilmálum. „Þegar íbúðir eru í smíðum eru seljendur tilbúnir til að taka á sig hluta affalla af húsbréfum. Og í at- vinnuhúsnæði bjóðast góð lán til langs tíma.“ Sverrir segir að sér virðist sem nokkuö sé að draga úr offramboði síðustu ára á atvinnuhúsnæði þar sem minna hafi verið byggt af því. „Það er raunar svo komið að okkur vantar núna ýmsar gerðir af skrif- stofuhúsnæði.“ Það er fyrst og fremst í sölu á ný- byggingum sem seljendur taka á sig hluta affalla. Yfirleitt er hámarkið um 30 prósent af verði íbúðanna. Dæmi: íbúð er seld á 10 milljónir. Greiddar eru 5 milljónir út og afgang- urinn með húsbréfum. Af þessum 5 milljónum taka sumir seljendur á sig afföll upp að 3 milljónum eða 30 pró- sent af 10 milljóna söluverði. Algengt verð á 2 herbergja íbúðum er á bihnu 4,5 til 5,5 milljónir króna eftir því hvar þær eru. Þær allra dýrustu, nýjar lúxusíbúðir, fara yfir 6 milljónir. Dýrasta hverfið í bænum er nýi miðbærinn, kringum Kringluhverf- ið. Vesturbærinn kemur þar á eftir. Algengt verð á 3 herbergja íbúðum er núna á bilinu 6,5 til 7 milljónir. Og algengt verö á 4 herbergja íbúðum er á bilinu 6,5 til 8,5 milljónir króna. Munurinn felst í staðsetningu, stærð, ásigkomulagi og hvort bílskúr fylgir með. Algengt verð á raðhúsum er á bil- inu frá 11 til 15 milljónir króna. Ódýr- ustu raðhúsin eru frá 8,5 milljónum. Þau eru þá komin til ára sinna. Ný raðhús fara upp í 14 til 15 milljónir. Algengasta verð á glæsilegum ein- býlishúsum er frá 15 til 20 milljónir króna. Þau allra glæsilegustu fara uppí25milljónir. -JGH Koparkranar fyrir vatn, gufu og olíu, ávallt fyrirliggjandi. Heildsala — smásala. Suðurlandsbraut 10. S. 686499. P!eglei*s Margrét Hálfdánardóttir skrifstofustjóri Grímur Grímsson framkvæmdarstjóri MAL Velkominn í Enskuskólann Verið velkomin að líta inn í Enskuskólann í spjall og kaffi áður en námskeiðin hefjast, 3. til 10. september. Við bjóðum upp á 10 námsstig í ensku. Við metum kunnáttu þína og í framhaldi af því ráðleggjum við þér hvaða námskeið hentar þér og þínum óskum best. Komdu í heimsókn eða hringdu - því fylgja engar skuldbindingar. INNRITUN STENDUR YFIR HRM í SÍMA 25330 EÐA 25900 00 FAÐU FREKARIUPPLYSINGAR KENNSLA HEFST 11. SEPTEMBER Fjrrir fullorðna: Almenn enska (7 vikur) (1 - 10 stig) Enska,r bókmenntir (5 vikur) Rituð enska (5 vikur) Viðskiptaenska (5 vikur) Bretland: Saga, menning og ferðalög (5 vikur) TOEFL-G MAT-GRE Námskeið Undirbúningsnámskeið fyrir próf sem krafist er við flesta skóla í enskumælandi löndum (5 vikur) Fyrir böm: Leikskóli fyrir 3-5 ára (12 vikur) Forskóli fyrir 6-8ára (12 vikur) Byijendanámskeið fyrir 8-12 ára (12 vikur) Unglinganámskeið fyrir 13-15 ára (12 vikur) Önnur námskeið: Laugardagsnámskeið (12 vikur) Hraðnámskeið (1 vika) Kráarhópar (7 vikur) Umræðuhópar (7 vikur) Einkatímar Hægt er að fá einkatíma eftir vali ÞÚ FINNUR ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJÁ OKKUR - VELKOMIN í HÓPINN... skólinn TÚNGOTU 5 101 REYKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.