Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Side 12
12
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991.
Spumingin
Hverjir verða íslands-
meistarar í knattspyrnu?
Jóhannes Freyr Hreinsson nemi:
Víkingur, engin spurning.
Stefán B. Rúnarsson nemi: KR, ég
treysti á mína menn.
Gunnar Aron Ólason nemi: KR
Þröstur Guðmundsson nemi: Ég
vona að Víkingur vinni þetta.
Helga Björk Dagbjartsdóttir nemi:
Ég held að það verði Framarar.
Hildur Kristjánsdóttir nemi: Víking-
ur.
Lesendur
Ökuljós í
dagsbirtu!
S.J. skrifar:
í desember 1988 skrifaði ég grein í
. DV, „Hvers vegna ljós í dagsbirtu?"
Ég haíði þá ekki sannfæringu fyrir
því að ljósanotkun bifreiða í björtu
hefði áhrif á slysatíðni. Fjöldi ljós-
lausra bifreiða í dagsbirtu sýna að
fleiri eru sama sinnis.
Sigurður Helgason hjá Umferðar-
ráði svaraði greininni í DV. í svarinu
segir að alvarlegum slysum hafi
fækkað með tilkomu öryggisbelta í
bifreiðum. Það er augljós staöreynd
sem ber að fagna. S.H. hefur áhyggj-
ur af því að óhöppum fækki ekki.
Hann hefur greinilega búist við því
með tilkomu dagljósa. Hann segir og
í grein sinni að tilraunir haíi fyrst
verið gerðar í Bandaríkjunum með
notkun ljósa allan sólarhringinn og
hafi slysum fækkað svo um munaði.
Það er athyglivert að þremur árum
síðar hafa dagljós ekki verið lögleidd
í Bandaríkjunum. Allir nýir bílar,
sem koma til íslands frá Bandaríkj-
unum, hafa hemlaljós í afturglugga.
Þau hafa fækkað aftanákeyrslum
vestra um 53%. Hvers vegna eru þau
ekki lögleidd hér á íslandi?
Samkvæmt 112. grein bifreiðalaga
frá 1987 ber Umferðarráði að hagnýta
sér þekkingu og reynslu annarra
þjóða í umferðarmálum. í blaði FÍB,
„Ökuþór“, 1. tbl. 1988, skrifar pró-
fessor Gísli Jónsson góða grein um
notkun ökuljósa í björtu. Niðurstaða
Gísla er að kostnaður landsmanna
af dagljósum sé 93 milljónir króna.
Ég hef leyft mér að framreikna
dæmið til núvirðis og reikna meö
sama bílaflota og Gísli gerði 1988,
þ.e. 120.000 bensínbílar og 14.000 dís-
ilbílar. Kostnaðurinn er nú 322 millj-
ónir króna, varlega reiknað. í öllum
„Eg efast enn um gildi dagljósa," segir bréfritari.
útreikningum Gísla er reiknað með
2x55W dagljósum. Ég hef ekki upp-
lýsingar um hvað er hámark og hvað
er lágmark orku dagljósa í vöttum,
og væri þakklátur Umferöarráði fyr-
ir upplýsingar þar að lútandi. - Ég
efast enn um gildi dagljósa.
Um þriðja flokks leiðara
ögmundur Jónasson, form. BSRB,
skrifar:
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV,
gerir auglýsingar heilbrigðisráðu-
neytisins um lyfjakostnað að umtals-
efni í leiðara sl. þriðjudag. Ritstjór-
inn gagnrýnir réttilega þessar aug-
lýsingar. Hann tekur djúpt í árinni
og segir auglýsingarnar bera vott um
pólitíska spillingu. - Ritstjórinn set-
ur auglýsingar BSRB, að undan-
fórnu, undir sama hatt en í þeim er
fólk hvatt til að standa vörð um vel-
ferðarkerfið.
Enginn velkist í vafa um að Jónasi
Kristjánssyni þykir þessi auglýs-
ingaménnska öll vera afar ill og bera
vott um þriðja heims siðgæði. Er svo
að skilja að honum sé mjög í mun
að bæta siögæðisvitund okkar.
Nú eru auglýsingar hvorki góöar
né slæmar í sjálfu sér. Það er inni-
haldið sem skiptir máli. í auglýsing-
um BSRB er komið á framfæri þeirri
stefnu samtakanna að efla beri vel-
ferðarkerfið og í því sambandi er
varað við því að skattar verði settir
á sjúklinga á sjúkrahúsum eöa á
skólafólk. Eins og kunnugt er hafa
báðar þessar hugmyndir verið til
umræðu í ríkisstjórninni og um þetta
hefur BSRB ályktað og fjallað um í
greinargerðum fyrr og nú. - Hér er
á ferðinni stórmál sem nauðsynlegt
er að fái sem mesta umfjöllun og
umræðu áður en afdrifaríkar
ákvarðanir verða teknar.
Jónas Kristjánsson ræðir ekki mál-
efnalega innihald auglýsinga BSRB
en reynir hins vegar að gera samtök-
in tortryggileg með aödróttunum um
að flokkspólitísk afstaða búi að baki.
Að sönnu er það í eðli sínu pólitískt
þegar velferðarkerfi er rifið niður
eða byggt upp ef þvi er að skipta. Þaö
má einnig til sanns vegar færa að í
því felist pólitík að bregðast við ráða-
gerðum sem að slíku lúta. - Einmitt
þaö hefur BSRB gert.
Samtökin vilja standa vörð um vel-
ferðarkerfið og eru andsnúin sér-
stakri skattlagningu á sjúklinga og
námsfólk. Þetta er afstaða BSRB, og
það þarf engum að koma á óvart
þótt þeirri afstöðu sé komið á fram-
færi. BSRB líiur á það sem hlutverk
sitt að bregðast við misviturlegum
ráðagerðum stjómvalda, sem snerta
kjör okkar, eins og efni og ástæður
eru til hveiju sinni.
Það er ekki stórmannlegt aö heykj-
ast á málefnalegri umræðu eins og
ritstjóri DV gerir. Enn verra er þó
að reyna að stöðva slíka umræðu í
þjóðfélaginu með tilraunum til að
gera menn og samtök, sem vilja
stuðla að slíkri umræöu, tortryggi-
leg. Þetta gerir Jónas Kristjánsson í
umræddum leiðara. Hann vanvirðir
blað sitt með slíkum skrifum og sýn-
ir lesendum DV óvirðingu. - Ef Jónas
Kristjánsson telur sig einhvers staö-
ar greina þriðja heims siðgæði þá
má hann vita að það verður ekki
læknað með þriðja flokks blaða-
mennsku.
Svívirðileg árás
Reynir Ragnarsson skrifar:
Nú hafa þjóðarsáttarsamningar
runnið sitt skeið á enda. Launafólk
lagði mikið á sig og það afsalaöi sér
kaupmáttaraukningu, kaupmáttur-
inn átti að standa í stað en verðbólg-
an aö minnka. Jú, þaö tókst. Kaup-
mátturinn hélst og verðbólgan lækk-
aði. Nú eru samningar lausir og eng-
inn sátt hjá ríkisstjóminni gagnvart
I launafólki. Það á að skerða velferðar-
kerfið. Heilbrigðisráðuneytið stærir
I sig af því í auglýsingatímum sjón-
varpsstöðvanna að hafa sparað í
lyfjakostnaði sjúklinga. Á sama tíma
er verið að borga rúman hálfan millj-
arð króna til hlutabréfakaupenda.
Þeim gefur ríkissjóður gjafir á kostn-
að sjúklinga.
Við verðum aö standa vörð um
velferðarkerfið. Þeir sem lent hafa í
veikindum vita aö það kerfi á ekki
áð veikja heldur að efla. Þetta er sví-
virðileg árás sem verður aö svara af
hörku. Árás Margrétar Thatcher á
velferöarkerfið varð til þess að hún
varð aö segja af sér. Ríkissjóm ís-
lands verður aö segja af sér ef hún
ætlar að innleiða Thatcherisma hér
á landi.
Þetta er þakklætið til okkar launa-
fólks fyrir okkar framlag til þjóðar-
sáttar. Þeir sem skammta sér sjálfir
laun og annað hátekjufólk sem hefur
efni á að braska með hlutabréf og
stóð fyrir utan þjóðarsátt fá nú verð-
laun. - Viö hin, sem lögðum hart aö
okkur, er refsað. Stöndum vörð um
velferðarkerfið.
r>v
Ábyrgðarleysi-
ein meinsemdin
Ámi Ámason skrifar:
Hækkun hönnunarkostnaðar
við Perluna er enn eitt dæmið um
fjárfestingar hins opinbera út i
bláinn. Þetta fer nú að verða
nokkuð kyndugt allt saman þegar
maður les dag eför dag fréttir um
að sífellt standi yfir rannsókn á
orsökum umframkostnaöar en
engin skýring fullnægjandi.
Enn ömurlegra er til þess að
vita að þeir aðilar, nú síðast verk-
efhisstjórinn sjálfúr, sem hafa þó
samið við verkfræöinga, arki-
tekta og verktaka, hafa enga
skýringu heldur. Þetta ábyrgðar-
leysi er satt að segja enn ein
meinsemdin í okkar opinbera
rekstri og kannski sú mesta.
Gleymum nú
áfenginu
Gústaf hringdi:
Nú er enn ein verðhækkunin á
áfengi og tóbaki skollin á. Ég get
ekki séð að nokkur ástæða hafi
verið til að hækka þessar vöru-
tegundir sem voru þegar með
þeim dýrustu sinnar tegundar í
heimi - ef ekki allra dýrastar. Nú
er líka komið að því að ríkið láti
til skarar skríða og losi sig viö
þetta einokunarbatterí sem
Áfengisverslun ríkisins er.
Éger fullviss um aö verð á víni
og tóbaki myndi lækka með
frjálsum innflutningi og sölu á
frjálsum markaði, - Þessi verð-
hækkun núna ætti svo líka að
vera kærkomið tækifæri fyrir þá •
sem lengi hafa ætlaö að hætta að
reykja eða drekka að slá striki
yfir frekari kaup á vini og tób-
aki. - Ég skora á fólk að nota
tækifærið og gleyma nú áfenginu,
a.m.k. þar til öðruvísi hefur skip-
ast um sölu á áfengi og tóbaki.
Þaðerdýrtað
veraskuldugur
Gyða Jóhannsdóttir hringdi:
Gera menn sér grein fyrir því
að vaxtagreiöslur af lánum, sem
hafa veriö tekin á fyrri árum og
áratugum, slaga hátt upp í þá
fjárhæö sem fer til þess að greiða
alla löggæslu í landinu, stjóm-
sýslu og dóms- og kírkjumál?
Menn þurfa því ekki aö furða sig
á því þótt sfjórnvöld reyni aö
draga úr útgjöldum ríkissjóðs
eins og framast er unnt.
Lántökur af hálfu hins opin-
bera, sem viðgengist hafa svo
lengi sem raun ber vitni, verða
okkur þungar í skauti og nú er
komiö að skuldadögum og þvi
finnur fólk fyrir. Það er sigildur
sannleikur að þaö er dýrt að vera
skuldugur.
Fagna samein-
ingunni
Kaupmaður skrifar:
Ég fagna innilega að nú hefur
loks verið skrifað undir vfijayfir-
lýsingu af hálfu þriggja stærstu
rekstraraðilanna í verslunar-
rekstri; Kaupmannasamtakanna,
Félags ísl. stórkaupmanna og Bil-
greinasambandsins. Þetta varðar
leiðina til sterkari samstöðu þess-
ara aöila og baráttu þeirra fyrir
að losa verslun í landinu aö fúllu
undan ríkisafskiptum. - Ég vona
bara að þessir aöilar láti til sín
taka af fullum krafö sem allra
fyrst.
Miðbærinn og
Torfan
Hulda Wilhelmsen skrifar:
Ég fór á veitingastaöinn Torf-
una 30. f.m. ásamt dóttur minni.
Þar fékk ég irábæran málsverð
sem ég kann bestu þakkir fyrir.
Alltaf kann ég nú best við um-
hverfiö í gamla miðbænum. - En
þaö er sorglegt aö sjá hvert fyrir-
tækiö þar á fætur öðru leggja upp
laupana.