Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Qupperneq 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HORÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar. smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla. áskrift, ÞVERHOLTI 11. 105 RVlK, SiMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot. mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði.1100 kr. Verð í lausasólu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Aldarafmæli Ölfusárbrúar í gær var haldiö upp á hundrað ára afmæli Ölfusár- brúar. Núverandi brú yfir Ölfusá er að vísu yngri en bygging brúar yfir ána fyrir hundrað árum var stærsta samgöngubót sinnar samtíðar og langmesta og stærsta brú sem þá hafði verið byggð. Hún markaði tímamót í samgöngumálum íslendinga. Það er ekki nema eðlilegt að Sunnlendingar og þá sérstaklega Selfyssingar haldi aldarafmælið hátíðlegt. Ölfusá var mikill farartálmi og með tilkomu brúarinnar opnaðist Suðurland fyrir um- ferð og gjörbreytti það öllum lífsháttum austur þar. ísland er ekki greiðfært land. Ár og vötn, heiðar og fjallshryggir skilja sveitir og landsijórðunga að og slæm veður og snjóþyngsh aftra mönnum alla jafna að kom- ast leiðar sinnar. Gefur augaleið að alls kyns farartálm- ar hafa aukið einangrun byggðarlaga og tafið fyrir versl- un, fólksflutningum og þróun samfélagsins til breyttra lífshátta. íslendingar réðust aldrei í byggingu járnbrauta, sem þó voru algengasta samgöngutækið erlendis, en treystu lengst af á bifreiðar og bifreiðaflutninga. Margar svaðil- farir hafa verið farnar á þeim fararskjóta á liðnum ára- tugum og raunar var með ólíkindum hvað menn kom- ust á tiltölulega frumstæðum bílum um landið hér á árum áður. Þær sögur þarf að skrá engu síður en sjó- sókn og skipaferðir. Seinna komu flugvélarnar til skjalanna og íslending- ar hafa verið stórhuga í þeim efnum. Enn er það svo að flugferðir frá einum stað til annars, frá einu lands- horninu yfir á annað, er algengasti ferðamátinn fyrir þá sem þurfa að bregða sér bæjarleið. Flugið er ómetan- legur þáttur í samgöngumálum þjóðarinnar. En flugið getur aldrei komið í stað ferða og flutninga á landi. Flug- ið er fyrst og fremst til að flytja fólk en vöruflutningar til sjós og lands eru forsendur þess að byggð haldist og aðföng fáist. Þess vegna er vegakerfið lífæð íslendinga. Nú erú nær tuttugu ár síðan hringveginum var lok- að. Það var mikið átak að leggja vegi og byggja brýr yfir sanda og jökulfljótin á Suðausturlandi. En það var framkvæmd sem borgaði sig og segja má að ekki hafi verið litið aftur frá þeim degi. Þjóðvegirnir hafa verið stórbættir á síðustu árum með bundnu slitlagi og mal- biki, tvöföldum akreinum og betri merkingum. Það eru ekki nema hæstu fjallvegir sem teppast og stórfljótin eru ekki lengur til trafala í umferðinni. Brúarsmíði er skrautúöður vegagerðarmanna. Ölfusárbrú markaði tímamót í þessari uppbyggingu. Þar sáu menn að þetta var hægt. Ekki er að efa að margir úrtclumenn hafi séð ofsjónum yfir þeirri flfl- dirfsku að reisa brú yfir þetta mikla fljót. Enda tók það mörg ár fyrir alþingi að samþykkja úárveitinguna. Aðal- hvatamaður brúarsmíðinnar og yfirmaður verksins var Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri og alþingismaður. Selfyssingar hafa haldið nafni hans á lofti að verðleikum og götur og mannvirki hafa heitið í höfuðið á honum. Tryggvaskáli er sögufræg bygging. Tryggvi Gunnarsson kom víðar við sögu fyrir og eft- ir aldamót og var einn þeirra manna sem hugsuðu til framtíðar. Ölfusárbrú var ekki aðeins brú í þeim skiln- ingi að bæta samgöngurnar. Hún var líka brú yfir til nýs tíma, framfara, tækifæra og sóknar fyrir bættu mannlífi. Hún leysti þjóðina úr fjötrum. Aldarafmæli þessa stórvirkis verður að skoðast 1 þessu Ijósi. Ölfusár- brú var brúin sem lagði vanmáttarkenndina að velli. Ellert B. Schram MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991. „I sögu þessara þjóða verður þessa atburðar minnst, undirritunarinnar á íslandi, sem markar þáttaskil í lífi þessara þjóða.“ Stjórnmálasam- band við Eystra saltslöndin Sá merki atburöur hefur nú átt sér staö að íslendingar hafa oröið fyrstir þjóða til þess að taka upp stjómmálasamband við Eystra- saltsríkin. Meö valdaráninu í Sov- étríkjunum var teningunum kast- aö. Eystrasaltsríkin Lettland og Eist- land lýstu yfir fullu og óskoruðu sjálfstæði ríkjanna en það hafði Litháen gert um einu og hálfu ári áður. Litháen tók þá ótvírætt af skarið og lýsti yfir sjálfstæði en hin ríkin tvö hugðust ná markinu í ákveðnum þrepum. íslendingar hafa lengi á alþjóöa- vettvangi talað mjög skýrt máli Eystrasaitsríkjanna. Á málþingi þjóðanna hefur utanríkisráðherra okkar, Jón Baldvin Hannibalsson, skapað sér sérstöðu með skelegg- um málflutningi til styrktar þess- um löndum og einnig kom afstaða íslendinga vel fram í ræðum fyrr- verandi forsætisráðherra, Stein- gríms Hermannssonar. Sjálfstæðistlokkurinn með Þor- stein Pálsson í fararbroddi hvatti mjög á þingi til stjómmálasam- bands viö Litháen, þegar eftir sjálf- stæöisyfirlýsingu þeirra. Fram- kvæöi íslendinga á alþjóðavett- vangi var sterkt og þótt í fyrstu væri daufheyrst við okkar mál- flutningi var fylgst með honum af athygli í Eystrasaltslöndunum. Ég fór til Lettlands og Eistlands í mars sl. sem fulltrúi Alþingis ásamt Friðriki Ólafssyni. Þar var gott að vera íslendingur. Almenn- ingur vissi um afstöðu íslendinga, var þakklátur og batt miklar vonir viö að við næöum árangri. Stjóm- málasamband við ísland var tahð ómetanlegt skref í erfiöri baráttu. Mismunandi saga nágrannaþjóða Með sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna er aflétt einum síðasta arfi heimsstyrjaldarinnar síðari. Inn- Umun þeirra með samningi Mo- lotovs og Ribbentrops hefur af öU- um lýðræðisþjóöum verið taUn ólögleg. Eigi að síöur hafa Vestur- lönd lengi látiö kyrrt Uggja. Undar- leg afstaöa eftir á aö hyggja. Þessar þijár þjóðir á strönd Eystrasalts era um margt ólíkar Kjallarinn GuðmundurG. Þórarinsson verkfræðingur og eiga sér ólíka sögu. Eistland og Lettland eiga sér þó skylda sögu, en Litháen alveg sjálfstæða. Tungumál þjóðanna era óskyld þannig að tunga Eista er mjög skyld finnsku og aUs óskyld tungu Letta og Litháa en tunga þeirra er aftur á móti skyld. Trúarlega er enginn mismunur. Eistar og Lettar era mótmælendur en Litháar era kaþólskir. Menning Eista og Letta er skyld en Litháen á sér óskylda menningu og saga þeirra rekur gjaman tíma miðalda er ríki Litháa náði aUt til Svarta- hafsins. Eftir að Sovétríkin innlimuðu Eystrasaltsríkin hefur þróunin innan þeirra einnig orðið með mis- munandi hætti. Sovétmenn hafa sest aö í Lettlandi í svo ríkum mæU að þeir era nær helmingur íbúa. í Eistlandi er hlutfall Sovét- manna af ibúafjölda mun lægra en þó hátt. Eistar era taldir 62% íbúa en Sovétmenn og aðrir um 38%. í Litháen er hlutfaU Sovétmanna langlægst. Reyndar segir þetta heldur ekki alla söguna. í Lettlandi eru „Rússar" búnir að búa mjög lengi og líta margir á sig sem Letta og styðja sjálfstæðisbaráttuna. í Eistlandi er mikið af „Rússum“ sem era tiltölulega nýsestir aö þar og margir þeirra hafa óttast fuUan aðskilnað frá Sovétríkjunum. í þjóðaratkvæðagreiöslum landanna um sjálfstæði tóku margir „Rúss- ar“ þátt og margir virðast hafa stutt sjálfstæðisyfirlýsingu. Áhrif íslands Áhrif íslands í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna hafa verið mikil. ísland hefur haldið málinu stöðugt vakandi á alþjóðavett- vangi. Þar á utanrikisráðherra okkar mikinn heiður skilinn. Mál- flutningur íslands hefur aukið Eystrasaltsríkjunum baráttuþrek. Það fann ég vel á ferð minni þama. Koma utanríkisráðherranna þriggja hingað til þess að ganga formlega frá stjómmálasambandi við ísland fyrst aUra þjóða var þeim mikUvæg en einnig var ferð þeirra hugsuð sem viöurkenning á bar- áttu og stuöningi íslendinga. Þegar skriðan fór loks af stað vUdu þeir sýna íslendingum hug sinn og þakklæti. í sögu þessara þjóða veröur þessa atburðar minnst, undirritunarinnar á íslandi, sem markar þáttaskU í lífi þessara þjóöa. íslendingar hafa öðlast æ- varandi vináttu Eystrasaltsríkj- anna. Þar mun málflutnings Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrík- isráöherra lengi verða minnst. Guðmundur G. Þórarinsson „Áhrif íslands 1 sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna hafa verið mikil. ísland hefur haldið málinu stöðugt vakandi á alþjóðavettvangi. Þar á utan- ríkisráðherra okkar mikinn heiður skilinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.