Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Page 15
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991. 15 Svíar, Sovét og EB „Allt stefnir í að Skandinavía ásamt Eystrasaltsríkjunum myndi einhvers konar ríkjabandalag í framtíðinni án íslands...“ Það er óhætt að fullyrða að bylt- ingin og mótstaðan við hana í Sov- étríkjunum kom öllum heiminum á óvart. í Svíþjóð vöknuðu menn upp við vondan draum að morgni mánudagsins 19. ágúst. Dagblöðin tóku þó fljótt við sér og skrifuðu greinar um Gorbatsjov sem fyrr- verandi forseta Sovétríkjanna og engum datt í hug að hann ætti eftir að „rísa upp úr veikindum sínum". í blöðunum var og mikið skrifað um hvernig átta manna klíkan kæmi til með aö stjórna landinu, hvaða utanríkisstefnu hún veldi og hvað yrði nú um frelsisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Margir vildu halda því fram að vegna þess hversu geyst var farið í að styðja frelsisbaráttu Eystrasaltsríkjanna hefði farið sem fór. Afstaða Svía íhaldsöfl innan sovéska komm- únistaflokksins gerðu byltingu og manni varð hugsað til Peking og ársins 1989 þegar lýðræðistilraun- um stúdenta var nauðgað á torgi hins himneska friðar á meðan umheimurinn meðsekur horfði á aðgerðalaus. Menn voru steini lostnir yflr byltingunni í Sovétríkj- unum og engum datt í hug að eitt- hvað yrði að gert. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra kom fram í sjónvarpi og sagði að byltingin kæmi sér á óvart. Hann hefði átt fund með Gorbatsj- ov í júní og svo virtist sem Gorba- tsjov hefði töglin og hagldirnar heima fyrir og að mestu vandræðin varðandi íhaldsmenn innan flokks- ins væru að baki. En þessi fundur Ingvars Carlssonar og Gorbatsjovs hafði að sjálfsögðu þýðingu fyrir Svía og endanlegra afstöðu þeirra til Evrópubandalagsins en Svíar lögðu inn umsókn um aðild aö EB þann 1. júh. Enda fóru að heyrast raddir þess efnis að Svíar ættu að Kjállarinn Ársæll Guðmundsson kennari og uppeldisfræðingur draga umsókn sína um aðild að EB til baka eftir að byltingin var gerð á þeirri forsendu að enn væri svo mikill óróleiki og óvissa með grannann í austri að betra væri fyrir Svía að standa utan við bandalag eins og EB og halda fast við gamla góða hlutleysið. Með aðild að EB vilja margir meina að hlutleysinu sé kastað fyr- ir róða og að ríkjasamband eins og EB komi aldrei tÚ með að vera hlut- laust og í framtíðinni muni banda- lagið koma sér upp einhvers konar vamarbandalagi og jafnvel herafla. Svíar vilja ekki fyrir nokkurn mun taka þátt í shku. Þó má öhum vera ljóst að Svíar em bara hlutlausir á pappírunum. Fræg er vopnasala þeirra til ríkja um allan heim sem eiga í stríðs- brölti og margir vilja meina að hlutleysi Svía í seinni heimsstyrj- öldinni hafl verið ansi vafasamt. Hvað um það, menn fengu brátt um annað að hugsa þegar ljóst varð að endalok kommúnismans voru upprunnin í Sovétríkjunum. Nú kom ekki annað th mála en að drífa í að viðurkenna Eystrasaltsríkin sem sjálfstæð ríki. Ríkjabandalag án íslands Flestar þjóðir þurfa í raun ekki að viðurkenna ríkin formlega held- ur bara taka upp stjómmálasam- band og opna sendiráð í löndunum en Svíar verða að taka aðeins meiri tíma í þetta því árið 1946 viður- kenndu þeir yfirráð Sovétríkjanna yflr Eystrasaltsríkjunum og þurfa því fyrst að kyngja þeim bita. Sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna á eftir að snerta okkur íslendinga á nei- kvæðan hátt og kannski meira en nokkurn grunar. Sú hugmynd hefur lengi verið í gangi meðal ríkjanna sem hggja að Eystrasalti að mynda einhvers konar samband eða ráð sem myndi starfa á svipuðum grundvelli og Norðurlandaráð. ísland hggiu- ekki að Eystrasaltinu. Með tilkomu brú- ar yfir Eyrarsund, mihi Svíþjóðar og Danmerkur, og með tilkomu hraðlestar mhli Gautaborgar, Málmeyjar og Kaupmannahafnar minnka allar vegalengdir í Skand- inavíu. Norðmenn hafa einnig af þessu hag. Lestarferðin Ósló-Kaup- mannahöfn kemur bara til með að taka nokkrar klukkustundir. ís- land kemur alltaf th með að vera norður í Atlantshafi og th íslands verður seint lögð brú. Við verðum á einn eða annan hátt út undan. Allt stefnir sem sagt í að Skandin- avía ásamt Eystrasaltsríkjunum myndi einhvers konar ríkjabanda- lag í framtíðinni án íslands og þar sem ekkert hefur heyrst meira frá þeim sem í byrjun byltingarinnar kröfðust þess að Svíar drægju um- sókn um aðhd að EB th baka verða Svíar líklega orðnir meðhmir árið 1995. Og ef dæma má af þeim viðhorfs- breytingum sem orðið hafa bæði hjá Norðmönnum og Finnum th Evrópubandalagsins verður þess ekki langt að bíða að öh Norður- löndin að íslandi undanskhdu verði komin í EB. Ég segi að ís- landi undanskildu vegna þess að við íslendingar eigum ekkert er- indi, að mínu viti, inn í EB. Sé litið á spjöld sögunnar má sjá að öll stór- veldi, sem hafa verið mynduð með sameiningu ríkja, hafa fyrr eða seinna riðlast vegna innri mót- sagna. Gleggsta og nærtækasta dæmið er Sovétríkin. Við íslendingar verðum að gera okkur grein fyrir því að það felst mikhl styrkur í því að vera sjálfs sín herra og með því móti vinna virðingu annarra þjóða. Einnig er vert að benda á að með thkomu brúar yfir Eyrarsund og hugsan- legu ráði ríkja við Eystrasalt hefur ísland í vissum skilningi færst nær Bandaríkjunum. Jafnvæginu í heiminum hefur verið raskað, meira en nokkurn grunar og við verðum að taka okkur góðan tíma í að íhuga stöðu íslands í nýjum heimi. Ársæll Guðmundsson . .með tilkomu brúar yfir Eyrarsund og hugsanlegu ráði ríkja við Eystrasalt hefur Island 1 vissum skilningi færst nær Bandaríkjunum. Jafnvæginu í heiminum hefur verið raskað...“ Blekkingaleikur Rann- sóknarnef ndar sjóslysa „ ... ónothæfur losunarbúnaður björgunarbáts hefur næstum kostað skipbrotsmann lífið,“ segir m.a. í greininni. - Hafmey SF-100 með gúmmí- björgunarbátinn á þakinu. Aðfaranótt 26. ágúst 1988 sökk báturinn Hafmey SF-100 í Horna- fjarðarósi og skipbrotsmaður (und- irritaður) bjargaðist naumlega í land á sundi eftir að honum hafði mistekist að losa gúmmíbjörgunar- bát við erfiðar aðstæður. í fréttagreinum DV frá 5. og 6. júlí sl. þykist Rannsóknarnefnd sjóslysa eiga eitthvað vantalað við „almenning" út af máh þessu. Reynir framkvæmdastjóri nefnd- arinnar með blaðaupphlaupi að halda því fram að það hafi verið geðþóttaákvörðun ráðherra að nefndinni var meinað að birta skýrslu sína um slysið í ársskýrslu fyrir árin 1988-1990. Thgangurinn er sá að reyna að hylma yfir eigin embættisafglöp. Fréttagreinamar eru beinlínis ósannar. Að því hefur undirritaður stuttlega vikið í grein í DV þann 23. júlí sl. Gat ekki losað gúmmí- björgunarbátinn í fréttagrein DV frá 6.7. sl. er haft eftir framkvæmdastjóra nefndar- innar, Kristjáni Guðmundssyni, að rannsóknarnefndin hafi lagt áherslu á eftirfarandi sem fram kom við sjópróf: „Mætti kveðst ekki hafa haft mikinn tíma th að losa bátinn. Kveðst hann hafa reynt að losa björgunarbátinn í fáti, jafnvel hafi hann ekki staðið rétt að því... Aðspuröur kveðst mætti aldrei hafa reynt að losa björgunarbátinn áður enda hafi hann þá ekki verið viss um að geta fest hann aftur. Mætti er spurður hvort hann hafi kunnað að losa björgunarbátinn og segist hann ekki hafa getað það þegar atburð- Kjallarinn Daníel Sigurðsson sjómaður og kennari við Vélskóla ísiands urinn átti sér stað.“ Þar sem rannsóknamefndin hef- ur kveinkað sér mjög yfir því að hafa veriö meinað að leyfa almenn- ingi að sjá skýrsluna skulum við leyfa lesandanum að líta á hvemig ofanrituð ummæli líta út eftir að hafa farið í gegnum penna fram- kvæmdastjórans í skýrslu Rann- sóknarnefndar sjóslysa sem hann fékk ekki leyfi ráðherra th að birta: „Reyndi hann að losa gúmmí- björgunarbátinn en tókst ekki þar sem hann kunni það ekki.“ „Mjög auðvelt er að losa gjörð þá sem heldur gúmmíbátnum og er það gert með einu handtaki." „Telja verður að honum (stjóm- anda bátsins) hafi ekki tekist að losa gúmmíbátinn vegna vanþekk- ingar.“ Ónothæfur losunarbúnaður Leyfum nú „almenningi" að skoða áht sérfróðra aðila á búnaði þessum sem rannsakaður var að frumkvæði skipbrotsmanns en ekki nefndarinnar sem hefur víst talið slíkt utan síns verksviðs(!): Gúmmíbátaþjónustan: „Losun- arbúnaðurinn getur ekki talist ein- faldur. Búnaðurinn gefur ekki möguleika á losun með einu hand- taki. Búnað þennan teljum við óhæfan á björgunarbáti." Siglingamálastofnun tekur í sama streng: „.. .ekki nothæfur sem losunarsylgja á gúmmíbjörg- unarbáta." Það hggur sem sagt fyrir að ónot- hæfur losunarbúnaður björgunar- báts hefur næstum kostað skip- brotsmann lífið. En hver vom viðbrögð rannsókn- arnefndarinnar þegar álit skoð- unaraðha á búnaðinum lá fyrir? Gefum rannsóknarnefndinni orðið: „ .. .ekkert í erindi Daníels gefur thefni th þess, að nefndin endurskoði áht sitt,...“ Umsagnaraðih (Siglingamálaráð) komst eðlilega að þeirri niðurstöðu að skýrsla rannsóknarnefndarinn- ar væri ekki birtingarhæf og ráð- herra gaf ekki leyfi til birtingar. í þ.s.b. er óþarfi að geta um fleiri athugasemdir við skýrsluna. Ósvífinn blekkingaleikur Eftir þessa frammistöðu í málinu þykjast forystumenn nefndarinnar þess umkomnir að fara með máhð í blöðin og virða bannið að vettugi. Formaðurinn, Haraldur Blöndal, telur við hæfi að rita eftirfarandi texta í formála árbókarinnar: .. .„Hefur niðurstaða nefndar- innar þó sætt harkalegri gagnrýni af stjómanda bátsins, og hann beinlínis farið rangt með það, sem hann sagði sjálfur fyrir dómi og snúið út úr áhti nefnarinnar. Hefði því verið brýnt að skýrslan væri birt, svo almenningur geti sjálfur dæmt. En ráðherra ræður.“ Framkvæmdastjórinn, Kristján Guðmundsson, með „Gróu á Leiti" í sinni þjónustu, reynir að telja blaðamanni DV trú um það að nefndin hafi ekki fengið leyfi th að birta skýrsluna af thhtssemi við skipstjórnarréttindalausan vél- skólakennara! Þetta er ósvífinn blekkingaleikur. Rannsóknarnefnd sjóslysa er ætlað að draga fram lærdóm af sjó- slysum með thliti til öryggishags- muna sjómanna. Ótvírætt hefði það ekki þjónað þessum hagsmun- um að birta skýrsluna óleiðrétta, það er aðalatriði þessa máls. En í blaðaupphlaupinu þykist framkvæmdastjórinn koma af fjöll- um og segir:....Nefndin er ósátt við að þetta eina mál skuli vera tekið út úr á þann hátt sem gert var. Ráðherra gaf engar sérstakar skýringar á því hvers vegna.“ Ohum mætti nú vera ljóst „hvers vegna.“ Einnig mætti öhum vera ljóst hverjir það eru sem snúa út úr ummælum og niðurstöðum sjó- ' prófa og fara með ósannindi í fjöl- miðla. Með vanhugsuðu blaðaupphlaupi hefur framkvæmdastjórinn upp- lýst alþjóð hvers vegna það er orð- ið brýnt að hann fari að dæmi for- manns nefndarinnar og taki hatt- inn sinn. Daníel Sigurðsson „Rannsóknarnefnd sjóslysa er ætlað að draga fram lærdóm af sjóslysum með tilliti til öryggishagsmuna sjó- manna. Otvírætt hefði það ekki þjónað þessum hagsmunum sjómanna að birta skýrsluna óleiðrétta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.