Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 9. SÉPTÉMBER 1991.
31
LífsstOl
Reykjavík og nágrannabyggðarlög:
Hækka leikskólagjöld
Leikskólagjöld hækkuðu i Reykjavik og flestum nágrannabyggðarlögum um
9-10% um síðustu mánaðamót.
Leikskólagjöld hækkuðu hjá
Reykjavíkurborg um síðustu mán-
aðamót um 9-10%. Flest nágranna-
byggðarlögin fylgja dæmi Reykjavík-
urborgar og hækka sín leikskóla-
gjöld en á öðrum þéttbýlisstöðum á
landinu hækka þau almennt ekki.
Reykjavikurborg hefur þó einna
lægstu dagvistargjöldin á landinu.
„Leikskólagjöld hækkuðu um 9%
eða þar um bil í Kópavogi á sama
tíma og gjöldin hækkuðu hjá Reykja-
víkurborg. Síðasta hækkun leik-
skólagjalda var á sama tíma og
hækkun Reykjavíkurborgar. Gjöldin
eru eitthvað hærri í Kópavogi, gæsla
í 4 tíma er á 6.400 krónur nú og 8
tímar fyrir forgangshópar kosta 9.000
krónur," sagði Aðalsteinn Sigfússon,
félagsmálastjóri í Kópavogi.
„Við hækkuðum dagvistargjöldin í
Garðabæ um 10% en þau hafa ekki
hækkað í um 2 ár hjá bænum. Þau
hafa því varla fylgt verðlagshækkun-
um. Gjaldið er nú 6.000 krónur fyrir
fjóra tíma en forgangshópar borga
8.600 fyrir 8 tíma gæslu á leikskóla.
Almennt gjald fyrir 8 tíma er 15.800
krónur,“ sagði Ásdís Elva Jónsdóttir,
félagsmálastjóri í Garðabæ, í samtali
við DV.
„Síðasta hækkunin á dagskóla-
gjöldum var 1. mars á Seltjarnar-
nesi, en það var 12,28% hækkun.
Gjaldið fyrir 8 tíma dagvistun er
16.440 almennt gjald en gjaldið fyrir
forgangshóp er 9.700. Dagvistun fyrir
4 tíma almennt gjald er 8.020 en for-
gangshópur greiðir 4.880 krónur,"
sagði Karl Marinósson, félagsmála-
stjóri Seltjarnarness, í samtali við
DV. „Mér er ekki kunnugt um að
hækkun sé ráðgerð á leikskólagjöld-
um á Seltjarnarnesi á næstunni,"
sagði Karl.
Fara ekki eftir hækkunum
frá Reykjavíkursvæóinu
„Það hefur ekki verið rætt um
hækkun á dagvistargjöldum á Akur-
eyri. Venjulegt dagvistargjald fyrir 4
klukkutíma er 6.020 en fyrir 8 tíma
er það 12.040 krónur," sagði Ingibjörg
Eyfells, dagvistarfulltrúi á Akureyri
í samtali við DV.
„Það var tekin ákvörðun þegar
gerð var ijárhagsáætlun fyrir árið
1991 að það yrði um að ræða 10%
meðaltalshækkun milli ára á Sel-
fossi. Það var gerð stefnumörkun í
upphafi árs og 1. febrúar kom fyrsta
hækkunin í gildi en síðan hækkaði
1. júní og næsta hækkun verður 1.
nóvember. Hækkunin er um 5% í
hvert skipti. Leikskólagjöld verða 1.
október 5.800 krónur fyrir 4 tíma en
8 tímar forgangshópagjaldiö 9.720 en
almenna gjaldið fyrir 8 tíma 14.500,
fæði innifalið," sagði Ólöf Thoraren-
sen, félagsmálastjóri á Selfossi, í
samtali við DV.
„Leikskólagjöld hafa ekki hækkað
á Egilsstöðum frá því í vor. Gjaldið
fyrir 4 tíma er 6.100 krónur og 13.000
fyrir 8 tíma, fæði innifalið," sagði
Birgir Ingvarsson, félagsmálastjóri á
Egilsstóðum, í viðtali við DV.
Ballet
Byrjendur (yngst 4ra ára)
og framhaldsnemendur.
Innritun í síma
72154
BALLETSKÓLI
SIGRÍÐAR ÁRMANN
SKÚLAGÖTU 32-34
Uppskera á kartöflum:
Vaxtartruflanir á gullauga
- stórum hluta uppskerunnar er hent
„Það er erfitt að segja til um hversu
góð uppskeran á kartöflum verður í
ár því hún er ekki öll komin í hús,
en það virðist stefna í góða upp-
skeru. Ef uppskeran er góð gæti það
haft áhrif til lækkunar verðs á kart-
öílum,“ sagði Kristinn Vagnsson,
sölustjóri hjá Ágæti, í samtali við DV.
„Neyslan breytist ekkert þó upp-
skeran sé góð, þetta er fyrst og fremst
spurning um að finna þennan meðal-
veg í framleiðslu. Sá sem framleiðir
vöruna þarf að hafa í sig og á. Þegar
svona mikil framleiðsla er á kartöfl-
um má búast við lækkun kartöflu-
verðs og jafnframt má búast við því
að einhverjir bændur detti út af
markaðnum af því þeim tekst ekki
að selja kartöflur sínar.
í fyrra var uppskeran ágæt og ekk-
ert var flutt inn af erlendum kartöfl-
um. Það verður sennilega nægt fram-
boð af kartöflum í ár fram til næstu
uppskeru. Þó er erfitt til um það að
segja því margir eiga eftir aö taka
upp og heildarmagnið liggur ekki
Ijóst fyrir.
Töluvertum
skemmdir í ár
Það er eitthvað af kartöfluupp-
skerunni ónýtt í ár vegna vaxtar-
truflana á gullauganu. Það myndast
vaxtartruflanir við góð skilyrði í teg-
undinni gullauga en ekki í rauðum
íslenskum því þær vaxa jafnar. Við
góð skilyrði verða sumar kartöflur
af tegundinni gullauga mjög stórar
og þegar það gerist vill myndast
svartur depill í miðju kartöflunnar.
Við verðum því að tína burt allar
stærri kartöflur af færiböndum og
henda þeim. Það er nú líka þannig
að viðskiptavinurinn vfll heldur ekki
fá of stórar kartöflur.
Kartöflurnar vaxa of hratt ef skil-
yrðin eru mjög góð. Það er því ekk-
ert betra að hafa of góð skilyrði. Ég
myndi áætla að bændur, sem eru á
okkar vegum, þurfi að henda um 20%
af framleiðslunni af þessum sökum.
Það er mun hærra hlutfall en í fyrra.
Hins vegar virðist vera lítið um
skemmmdir í ár af völdum sýking-
ar,“ sagði Kristinn. -IS
Erna Stefánsdóttir og Saa Damalee, sem voru aö taka upp kartöflur fyrir
helgi, voru sammála um aö uppskeran í ár væri óvenjugóð og kartöflurnar
væru mjög stórar og fallegar. DV-mynd Hanna
,
Kennsla hefst miðvikudaginn 11. sept.
Hinir frábæru SUPADANCE skór fyrir dömur
og herra í öllum stærðum og gerðum.
FID Betri kennsla - betri árangur.
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar
Innritun og upplýsingar dagana 2. - 6. sept.
kl. 13 -19 í síma: 64 1111.
Kennsluönnin er 15 vikur,
og lýkur með jólaballi.
Kennslustaðir:
Auðbrekka 17, "Lundur" Auðbrekku 25,
og "Hallarsel" við Þarabakka 3 í Mjódd.
Kennum alla samkvæmisdansa:
suðurameríska, standard og gömlu dansana.
Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina.
Einkatímar eftir samkomulagi.