Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Síða 29
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991
Sviðsljós
T$LVAN
ekki.“ Svo ég fór strax í búðina aftur
og sagðist vilja fá allt sem ég þyrfti
til að mála með olíulitum og síðan
hef ég málað með olíulitum og líkar
vel.“
„Við elskum að búa í Monte Carlo.
Veðrið hér er alltaf gott, gjörólíkt því
sem er í Englandi þar sem við bjugg-
um áður. Hér er allt svo frjálst og
þægilegt en ekki eins formfast og í
Englandi," sagði Ringo að lokum.
Ringo Starr, fyrrverandi trommu-
leikari Bítlanna, og eiginkona hans,
Barbara Bach, hafa rifið sig upp úr
drykkju og eiturlyfjanotkun en þau
voru, að sögn kunnugra, sokkin
nokkuð djúpt á tímabih. Þau búa nú
í Monte Carlo og líta björtum augum
á framtíðina.
Allt frá því að þau sigruðust á
vímugjafanotkun sinni hefur lífið
brosað við þeim. Ringo er nú að
vinna að nýrri plötu en Barbara er
að hefja nám í sálfræði.
Þau hafa verði gift í tíu ár og eiga
fimm uppkomin börn en þó ekkert
saman. Ringo á þrjá syni, Zak, tutt-
ugu og fimm ára, Jason, tuttugu og
þriggja ára, og Lee, sem er tvítugur.
Barbara á tvö börn, Francesca, tutt-
ugu og þriggja ára, og Gianni, sem
er tvítugur.
Hjónakomin reyna nú, eftir bestu
getu, að aðstoða aðra sem hafa ánetj-
ast vímuefnum. Barbara er í stjórn
félagskaparins SHARP (Self Help
Addiction Recovery Programme) en
þetta félag hjálpar fólki að vinna bug
á fíkn sinni og koma lífi sínu á rétta
braut.
Barbara hefur verið í fiáröflunar-
nefnd SHARP í tvö ár og hefur tekið
þátt í að safna þeim 400.000 pundum
(40 miljónum ísl. króna), sem búið
er að safna á þeim tíma.
„Ég hef átt í erfiðleikum með áfeng-
isneyslu mína svo að mér fmnst það
mjög gott fyrir sjálfan mig að reyna
að hjálpa öðrum. Ég þurfti að fá hjálp
til að hætta að drekka svo að ef ég
get hjálpað öðrum til að komast yfir
þetta þá er ég mjög ánægður," sagði
Ringo.
Auk hlómhstarinnar hefur Ringo
verið að prufa sig áfram sem málari.
Þegar hann var spurður hvernig það
hefði byijað sagði hann: „Ég hef allt-
af haft gaman af því að teikna en
einn dag fór ég inn í verslun sem
selur allt fyrir málara og keypti það
sem þarf til að mála með í akrílhtum.
Þegar ég var búinn að mála töluvert
með þeim kom vinur minn, George
Condo, sem er þekktur málari, til
mín og sagði „Af hverju málar þú
með akrílhtum. Rembrandt gerði það
IÍSLENSKA, DANSKA. ENSKA,
FRANSKA. ÞÝSKA. SPÆNSKA
ALLT í SÖMU TÖLVUNNI.
YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA-
SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX
TUNGUMÁLA SEM TÖLVAN BÝR YFIR
Ringo Starr og konu hans, Barbara Bach, líður stórkostlega vel eftir að
þau náðu tökum á lífi sínu. Þau elska að búa í Monte Carlo, veðrið þar
er alltaf gott og það er eins og maður sé alltaf í sumarfríi, sagði Barbara.
DflnSSHðll
SIMI 74444
5ÍMI 20345
B RaUTARHO LTI 4, REYKJAVÍK
DRAFNARFELLI 4. REYKJAVÍK
'i./v; y:
Karólina Mónakóprinsessa
DóttirKarólínu
fékkeyjuí
afmælisgjöf
Ðóttir Karólínu prinsessu af
Mónakó, Karlotta htla, fékk eyju
undan strönd Ítalíu í afmælisgjöf
þegar hún varð fimm ára. Eyj-
una, sem sögð er vera um 250
milljóna króna virði, fékk Karl-
otta frá fööurafa sínum og ömmu.
Karólína var gift syni þeirra,
Stefano Casiraghi, sem lét hfið í
fyrra í kappsighngu.
Nú er mikið rætt um hvernig
menntun Karlottu htlu verður
háttað. Sjálf var Karólína send í
enskan heimavistarskóla og var
hún ekki ahtof ánægö með vistina
þar.
• Innritun á höfuðborgarsvæðinu 2.—11. september í síma: 91-20345 og 74444 kl. 10—12 og 13—19 daglega. • Skírteini
afhent fimmtudaginn 12. september kl. 17—21. • Nemendur sem sækja kennslu í Brautarholti 4, Hafnarfirði og Árseli
sæki skírteini í Brautarholt 4. • Nemendur sem sækja kennslu í Drafnarfelli 4, Fjörgyn (Foldaskóla) og Hlégarði, Mosfells-
bæ sæki skírteini í Drafnarfell 4. • Kennsla hefst laugardaginn 14. september. • Innritun mánudaginn 9. september
frá kl. 20—21 í síma: 92-68680 fyrir Keflavík, Grindavík, Garðinn, Sandgerði og Njarðvík.
JA NU SKIL EC
FÆST
UM LANP ALLT