Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Síða 32
44
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991.
tr
Menning
DV
THó Reykjavíkur
Síöastliðiö fóstudagskvöld voru tónleikar í Hafnar-
borg í Hafnaríirði þar sem Tríó Reykjavíkur lék ásamt
bandaríska flautuleikaramum Julius Baker og fiðlu-
leikaranum Leon Spierer. Baker var m.a. fyrsti flautu-
leikari í New York Fílharmóniuhljómsveitinni, en
Spierer hefur verið fyrsti konsertmeistari Filharmón-
íuhljómsveitar Berlínar um árabil. Á efnisskránni
voru verk eftir Bohuslav Martinu, Wolfgang Amadeus
Mozart og Johannes Brahms.
Fyrir misskilning missti gagnrýnandi DV af fyrsta
verkinu á tónleikunum, Sónötu fyrir tvær fiðlur og
píanó eftir Martinu. Þess eru dæmi að gagnrýnendur
flalli um óheyrðan flutning verka og þeir eru til sem
jafnvel telja slík vinnubrögð líklegri til góðs árangurs
en þau hefðbundnu. Á það verður þó ekki hætt hér
heldur látið við sitja að fjalla um þau verk sem gagn-
rýnandinn hlýddi á.
Kvartett fyrir flautu og strengi eftir Mozart er glað-
legt verk og stílhreint svo sem vænta má. Hinn drama-
tíski undirtónn, sem gefur verkum frá síðari hluta
æfi Mozarts dýpt og víðfeðmi, er þó ekki áberandi
hér. Hægi þátturinn skapar skýrar andstæður með
pizzicato undirleik við laglínuna í flautunni. Rondóið
í lokin er sérlega bjart og skemmtilegt.
Píanókvartett Brahms í A dúr, kallar fram saman-
burð við hinn fræga Píanókvintett í F moll, sem er að
flestu leyti magnaðra verk. Þótt kvintettinn hafi bjart
hljóðfæri, eina fiðlu, fram yfir kvartettinn, er litur
hans yfirleitt dekkri og meira í stíl við það sem mönn-
um finnst dæmigert fyrir Brahms. Kvartettinn er engu
að síður ágætt verk. Það rennur eins og fljót til sjávar
og skiptast á lygnur og iðuköst.
Flautuleikur Bakers í Mozart var fallega útfærður
af yfirsýn hins þjálfaða atvinnumanns. Halldór Har-
aldsson átti ágæta spretti í Brahms. Strengjaleikurinn
leiö í heild fyrir að vera óhreinn og ónákvæmur. Kann
skýringin að einhverju leyti að vera sú að Guðný
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
Guðmundsdóttir lék á lágflðlu í stað fiðlunnar, sem
hún leikur á venjulega. Spillti þetta nokkuð fyrir flutn-
ingnum, en kom samt ekki í veg fyrir að góð stemning
skapaðist hér og þar. Þá varð ljóst að Spierer er hinn
ágætasti fiðluleikari, með fallegan tón og skipar hend-
ingum sínum með listrænt úthugsuðum hætti.
Salurinn í Hamraborg var því sem næst fuilskipaður
og sannaðist enn ágæti hljómburðarins þar. Hins veg-
ar vantar enn pall fyrir tónlistarmennina að sitja á
svo að áheyrendur sem aftarlega sitja fái séð þá al-
mennilega. Á þetta hefur áður verið minnst í pistlum
þessum og skal hér enn skorað á bæjarstjórann í Hafn-
arfirði að koma þessu mikilvæga máh í höfn hið fyrsta.
Góður hljóðfæraleikur
Einar Jóhannesson klarínettleikari og Phihp Jenk-
ins píanóleikari héldu tónleika í Hafnarborg í Hafnar-
firði í gærkvöldi. Á tónleikunum voru flutt verk sem
þeir félagar hafa æft til útgáfu á hljómdiski og eru þau
eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Howard Ferguson,
Thomas Dunhill, Charles Stanford, Richard Stoker,
Carl Nielsen, Whliam Y. Hyrlstone og Malcolm Arn-
old. Eins og sjá má eru flest þessi tónskáld ensk og frá
síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tutt-
ugustu. Var fróðlegt fá þetta yfirht en flest verkin eru
htt kunn hér á landi.
Kirkjusónata Mozarts er í einum stuttum þætti, ein-
föld skýr og mjög falleg. Four Short Pieces eftir Fergu-
son eru í nýklassískum anda með svohtlum frönskum
áhrifum og af léttara taginu. Þetta er einkar lagleg
tónlist. Phantasy Suite eftir Dunhill er rómantískt
verk þar sem þó er haldið aftur af tilfmningunum og
gefur það verkinu blæ sem vel má kalla enskan. Són-
ata op. 129 eftir Stanford er undir greinilegum áhrifum
frá Brahms og hefur einnig yflrbragð sjálfstjórnar í
tilfmningamálum þrátt fyrir rómantíkina. Þetta er vel
gert og heildsteypt verk. Sonatina eftir Stoker er í stíl
nýklassíkur og bregður fyrir impressionisma. Verkið
er skýrt og áheyrilegt og má einnig segja þaö um Fant-
asistykke eftir Nielsen þótt ekki sé að heyra þar hin
persónulegu séreinkenni sem setja lit á síðari verk
þessa danska tónskálds. Four Characteristic Pieces
eftir Hyrlstone var svipmesta enska verkið á þessum
tónleikum. Þarna bar nokkuð á þjóðlagaáhrifum en
tónlistin var fjölbreytt og rík og tónsvið klarínettsins
var vel og skemmthega notað. Eftir Arnold var flutt
Sonatina sem hljómaöi í ætt við leikhústónhst og var
létt og skemmtileg. Verkið hefur á sér nokkuð léttmet-
isyfirbragð en við nánari athugun má heyra að meira
hvílir að baki. Inn á mhli verka efnisskrárinnar skutu
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
þeir félagar nokkrum íslenskum lögum, Vísum Vatns-
enda-Rósu í ágætri útsetningu Jóns Ásgeirssonar og
leikhústónhst eftir Atla Heimi Sveinsson, þar á meðal
mjög fahegu lagi úr leikritinu Dimmalimm.
Flutningur þessara verk tókst mjög vel. Hljóðfæra-
leikararnir voru vel samhæfðir og flutningurinn var
yfirleitt%öruggur og snurðulaus. Leikur Einars á klarí-
nettið var sérlega góður. Nákvæmni og fullkomið vald
en einkum og sér í lagi hstræn og tjáningarrík túlkun
er það sem einkennir leik þessa frábæra listamanns
sem áreiðanlega á sér ekki marga jafnoka á hljóðfæri
sitt. Undirleikur Philips Jenkins á píanóið var einnig
með ágætum.
Andlát
Elínborg Guðjónsdóttir lést á heimili
sínu fóstudaginn 6. september sl.
Þórður Guðmundsson, Sólvallagötu
36, Keflavík, lést aðfaranótt fóstu-
dags 6. september.
Borgþór Jónsson lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Neskaupstað 6. sept-
ember.
Haraldur Magnússon frá Víkings-
stöðum andaðist í Sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum fóstudaginn 6. septemb-
er.
Daníel Þórhallsson útgerðamaður,
Hátúni 10, Reykjavík, lést aðfaranótt
7. september.
Sigurlaug Þ. Ottesen er látin.
Jarðarfarir
Unnur Erlendsdóttir, Bólstaðarhlíð
10, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 11. september
kl. 15.
Minningarathöfn um Helgu Sigurð-
ardóttur fyrrverandi póstvarðstjóra,
Múlavegi 20, Seyðisfirði, fer fram frá
Fossvogskapeliu þriðjudaginn 10.
september kl. 15. Útförin fer fram frá
Seyöisfj arðarkirkj u flmmtudaginn
12. september kl. 14.
Jóhanna Jónsdóttir frá Skógi,
Rauðasandi, lést á elliheimilinu
Grund þann 26. ágúst sl. Jarðarfórin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Axel Hafsteinn Þóroddsson leigubíl-
stjóri, Melhaga 6, Reykjavík, sem lést
1. september, verður jarðsunginn frá
Neskirkju þriðjudaginn 10. septem-
ber kl. 13.30.
Helga Sæmundsdóttir, Miðbraut 26,
Seltjarnarnesi, sem lést 2. september
sl., verður jarðsett frá Seltjarnarnes-
kirkju þriðjudaginn 10. september
kl. 15.
Lárus Hjaltested, Kríunesi v/Vatns-
enda, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 10. sept-
ember kl. 13.30.
Sturla Sigfússon vélstjóri, Frostafold
105, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju í dag, 9. september, kl.
13.30.
TUkyimingar
Vetrarstarf Söngsveitarinnar
Fílharmóníu
hefst þann 11. september nk. Aðalverk-
efni vetrarins verður messa eftir Rossini
sem flutt verður í vor og jólatónleikar í
Kristskirkju í desember. Ákveðið hefur
verið að gangast fyrir námskeiði til und-
irbúnings og til að hvetja ungt fólk til
inngöngu í kórinn. Á námskeiöinu verð-
ur kennd raddbeiting, nótnalestur og
undirstöðuatriði í tónfræði. Meö nám-
skeiðinu vill Fílharmónía gefa ungu fólki
tækifæri til að kynnast kórstarfinu og
auka kunnáttu sína um leið. Raddprófun
fer fram í lok námskeiösins og gefst þá
þátttakendum kostur á að ganga til liðs
við kórinn. Kórstjóri Fílharmóníu er Úl-
rik Ólason og verður hann kennari á
námskeiðinu ásamt Elisabetu Erlings-
dóttur, óperusöngkonu og Jóhönnu
Lövdahl. Námskeiðið hefst miðvikudag-
inn 11. sept. kl. 20 og verður kennt í hús-
næði FÍH í Rauðagerði 27, sjö kvöld á
hálfum mánuði, þrjá tíma i senn. Kórinn
getur bætt við sig góðu söngfólki, sérstak-
lega í karlaraddir. Reglulegar æfingar
hefjast síðan miðvikudaginn 25. septemb-
er í Melaskóla og verður æft tvisar í viku
mánudaga og miðvikudaga kl. 20.30-
Myndgáta
©iZH
jWv.
■EyþoW,—ó-
\ /*»• °.v
-o.
—-------- — —&>ín—*—
Myndgátan hér að ofan
lýsir athöfn.
Lausn gátu nr. 123:
Hefur rétt
fyrir sér
Tombóla
Nýlega færðu þessar stúlkur af Kjalar-
nesinu Barnaspítala Hrmgsins kr. 5.100
sem þær höfðu safnað með því að halda
tombólu og fleira. Stúlkurnar heita:
Dagmar Dögg Þorsteinsdóttir, Olga Ellen
Þorsteinsdóttir, Elin Rós Pétursdóttir,
Thelma Ý r Friðriksdóttir og Vilborg Guð-
rún Sævarsdóttir.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Vetrarstaríið hefst þriðjudaginn 10. sept-
ember í Félagsheimilinu, Baldursgötu 9.
Opið hús frá kl. 13.
Haustferð Jöklarannsóknar-
félags íslands
Hin árlega haustferð félagsins í Jökul-
heima verður farin helgina 13.-15. sept-
ember. Lagt verður af stað á fóstudags-
kvöld kl. 20 frá Guðmundi Jónssyni hf.,
Borgartúni 34. Þátttaka tilkynnist Stefáni
Bjamasyni, vs. 28544, hs. 37392, eða Ást-
valdi Guðmundssyni, vs. 686312.
ITC-deildin Kvistur
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í
Hohday Inn í kvöld, mánudaginn 9. sept-
ember, og hefst kl. 20.00. Gestir eru vel-
komnir. Upplýsingar hjá Gróu í síma
74789.
Félagsstarf aldraðra
Gerðubergi
Mánud. 9. sept.: F.h. fótsnyrting og hár-
greiðsla, kl. 12 hádegishressing. E.h. spil-
að og spjallað, kl. 15 kaffi. Upplýsingar í
síma 79020.
LEGSTEINAR
s/f
Helluhrauni 14 220, sími 652707
^^^Opii^J8JLaugardag^&^15^^^
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestur
Idar Stegane, dósent í norrænum bók-
menntum við háskólann í Björgvin, flyt-
ur opinberan fyrirlestur í boði heim-
spekideildar Háskóla íslands þriðjudag-
inn 10. september kl. 17.15 í stofu 101 í
Odda. Fyrirlesturinn nefnist: „SkrifUiv
og dikting pá nynorsk 1850-1905“ og verð-
ur fluttur á norsku. Fyrirlesturinn er
öhum opinn.