Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Qupperneq 36
LOKI
Ætli þau hafi skrifað í
gestabókina?
Óboðið fólk í Gljúíurleit:
Gestabók leitar-
kofansnotuð
' semöskubakki
Leitarmenn úr Gnúpveijahreppi,
sem komu aö Gljúfurleitarskála á
Gnúpveijaafrétti í gær, komu að
óhuggulegri umgengni er þeir áðu í
skálanum. Brotnar flöskur fundust
við innganginn og matarleifar og
umbúðir voru á víð og dreif innan-
dyra. Gestabókin hafði auk þess
greinilega verið notuð sem ösku-
bakki.
Talið er fullvíst að fólk, sem sást á
þremur fjallabílum við afréttinn í
gær, hafi gist í skálanum og verið
þarna að verki. Þegar leitarmanna-
hópur úr sveitinni var á ferðinni við
Gljúfurleit á laugardag var ekkert
jHí athugavert við umgengni á staðnum.
i athugun er að kæra málið til lög-
reglu. Eftir því sem DV kemst næst
er málið litið mjög alvarlegum aug-
um, sérstaklega í ljósi þess að um-
gengni við leitarmannaskála hefur
batnað mjög á undanfornum árum.
-ÓTT
Eskifjörður:
Óká137
kílómetra hraða
Lögreglan á Eskifirði stöðvaði bíl-
stjóra um helgina sem ók á 137 kíló-
metra hraða á milli Eskifjarðar og
Egilsstaða. Hann var sviptur öku-
réttindum á staðnum.
Fimm aðrir voru stöðvaðir fyrir of
hraðan akstur á þessari sömu leið
en þeir sluppu með áminningu.
-ingo
Meðeiturlyf
átónleikum
Tuttugu og tveggja ára gamall karl-
maður var handtekinn á tónleikum
þungarokkssveitarinnar Skid Row í
Laugardalshöllinni á laugardags-
kvöldið eftir að upp komst að. hann
hafði eiturlyf'í fórum sínum.
Reyndist hann hafa rúm 17 g af
hassi og tæp 2 g af amfetamíni á sér
og var það gert upptækt. Maðurinn
hefur verið yfirheyrður og málið
telst upplýst. • -ingo
Akureyri:
Stáluúrfjórum
bifreiðum
Lögreglan á Akureyri rannsakar
nú stuld á útvarps- og segulbands-
tækjum úr fjórum bifreiðum aðfara-
nótt laugardagsins.
Bílunum var lagt með tiltölulega
stuttu millibili á Helgamagrastræti,
Byggðavegi, og við Oddeyrargötu.
Engu öðru var stolið úr bílunum
sem flestir voru ólæstir. -ingo
Finnar ekki lægstir en fengu þó Njarðvíkurhöfn:
Tókum lægsta tilboði
- segirEllertEiríkssonbæjarstjóri
Finnska fyrirtækið HAKA, sem
unnið hefur að dýpkunarfram-
kvæmdum í Sandgerðishöfn í sumar,
var eitt þriggja fyrirtækja sem buðu
í dýpkun hafnarinnar í Njarðvík á
dögunum. Hin tvö voru íslensk.
Finnska fyrirtækið var ekki með
lægsta tilboðið í verkið en fékk það
engu að síður.
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í
Keflavík, segir að í útboðsgögnum
hafl verið klásúla um að menn gerðu
bæði heildartilboð og frávikstilboð,
það er tilboð í hluta verksins.
„Eftir að hafa skoðað tilboðin
ákváöum við að taka frávikstilboði
Finnanna í sprengingar inni í höfn-
inni. í því verki voru þeir lægstir.
Hins vegar reiknuðum við út að
hentugra væri að láta grafa í innsigl-
ingunni í tímavinnu. Við réðum enn
finnska fyrirtækið til verksins enda
er það með stórvirk og afkastamikil
tæki á sínum snærum," segir Ellert.
Tilboðin í heildarverkið, bæði
sprengingarnar og gröftinn í innsigl-
ingunni, voru á þá leið að siglfirska
fyrirtækið Dýpkunarfélagið bauð
lægst eða tæpar 24 milljónir og síðan
kom fmnska fyrirtækið HAKA með
rúmar 26 milljónir. Köfunarstöðin
hf. var hæst með rúmar 36 mUljónir.
Að sögn EUerts var fjárveitingin í
verkið um 20 mUljónir eða lægri en
tilboðin þijú. Því var ákveðið að
skipta verkinu; nota frávikstUboð
Finnanna og láta grafa á tímakaupi.
„Ég reikna með að verkið kosti
okkur með þessum hætti í kringum
20 mUljónir eða sem nemur fjárveit-
ingunni. Við náum fram lægri kostn-
aði en ef við hefðum tekið heildartil-
boðunum."
-JGH
Óperusmiðjan:
Setur upp La Boheme
„Við höfum leitað eftir samstarfi
við Borgarleikhúsið um að setja upp
óperuná La Boheme eftir Puccini.
Samningarnir við leikhúsið eru á
lokastigi og þvi má búast við að við
frumsýnum í mars eða aprU á næsta
ári,“ sagði Margrét Pálmadóttir,
formaður Óperusmiðjunnar, við DV.
Ópersumiðjan er félagsskapur
„yngri“ atvinnusöngvara. Ný stjórn
hefur verið kjörin og á komandi
starfsári verða flutt mörg smærri
verkefni og eitt stórt. Fékkst 2 mUlj-
óna styrkur frá menntamálaráðu-
neytinu tU að ráðast í stórt verkefni.
„Viö munum fara ótroðnar slóðir i
uppfærslunni þannig að útkoman
ætti að verða óhefðbundin og
skemmtUeg." -hlh
Listamaðurinn Erró er einn af þeim fjölmörgu sem stunda laxveiðar hér á
landi. Hann var við veiðar í Iðunni fyrir helgi og veiddi þrjá laxa. Þennan
dag veiddust 7 laxar á svæöinu og var Erró aflahæstur. DV-mynd G.Bender
Veðriöámorgun:
Rigning norð-
austanlands
Á morgun verður norðlæg átt
og fremur svalt, einkum á Norð-
ur- og Norðausturlandi. Skýjað
og Uklega skúrir eða dálítU rign-
ing norðaustanlands fram eftir
degi en bjart veður um sunnan-
vert landið og víða vestanlands.
T
FRETTA
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn
Áskrift - DreifÍng: Sími 27022
ÞJÓFAVARNIR
FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMIU
Vönduð og viðurkennd þjónusta
@91-29399
Allan sólarhringinn
Öryggisþjónusta
VARI síðan T 969
Kveikti i íbuo smm i
3ja hæða fjolbylishusi
32 ára karlmaöur hefur verið
dæmdur í þriggja ára skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að hafa lagt
eld að íbúð sinni í þriggjahæöa fjöl-
býhshúsi aö Pólgötu 6 á ísafirði 26.
ágúst 1990 og valdið með þvi öðrum
háska og verulegu eignatjóni. Refs-
ingin var vegna sérstakra ástæðna
skilyrt í S ár sem er óvenju langur
skilorðstími.
Sakbomingurinn viðurkenndi að
hafa lagt eld að gardínum í íbúð
sinni á l. hæð hússins um klukkan
23 umrætt kvöld. Tiu manns áttu
heima í húsinu en aðeins sakborn-
ingurinn og kona á 3. hæð voru í
húsinu. Maðurinn, sera hafði um
langa hríð átt við persónuleg
vandamál að striða, kvaðst hafa
boriö logandi kveUgara að glugga-
tjöldum sveftiherbergis síns. Hann
haföi meira og minna veriö við
áfengisneyslu í tvo daga. Eftir að
eldurinn kviknaði sagði hann að
sér hefði orðið ljóst að hann hefði
gert eitthvað „voðalegt“ af sér og
hringdi hann þá í lögreglu og til-
kynnti um eldinn. Sagðist hann þá
hafa farið út á sameiginlegan gang
til að vara aðra við. A 2. hæð fann
hann engan en í fátinu kvaðst hann
hafa gleymt íbúunum á 3. hæð. Þar
var kona sem ekki varð vör við
eldinn og reykinn fyrr en hún
heyrði í sírenum slökkviliðs. Hún
komst síðan sjálf út við illan leik.
Skemmdir urðu miklar í ibúð
mannsins en núnni i öðmm íbúð-
um hússins.
Sakborningurinn, semhafði lengi
verið félagslega einangraður og átt
erfltt uppdráttar, viðurkenndi að
að honum kæmu „ljótar hugsanir"
þegar hann horfði ölvaður á glæpa-
myndir. í skýrslum fé'agsmálayfir-
valda kom rn.a. fram að maðurinn
hafði verið mjög afskiptur. Þar kom
einnig fram að hagsmunum
mannsins yrði best þjónað ef hon-
um yrði tryggt búsetuöryggi í sam-
neyti við aðra, annaöhvort í vernd-
uðu sambýli eða undir umsjón og
eftirliti tilsjónarmamis. Fram kom
að verið væri að vinna að framtíð-
arlausn málsins og fullur vilji við-
eigandi yfirvalda til að finna varan-
lega lausn á málefnum mannsins.
Hann hefur m.a. gengist undir
áfengismeðferð. Með hhðsjón a
þessu var refsing mannsins skjlyt
til 5 ára. Dóminn kvað upp Jónai.
Jóhannsson, héraðsdómari á
ísafirði.
-ÓTT