Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991. 25-* DV íþróttir Arnór markahæstur í liði Bordeaux - „Ekki amalegt að fá Sigurð Jónsson," segir Amór kvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti »ráðinn íjá Fylki það er ágæt blanda af yngri og eldri leik- mönnum. Það er líka fleira sem heillar hjá Fylki, góð áðstaða og það hve vel er staöið að málum hjá félaginu. Þetta er umhverfi sem er hvetjandi fyrir þjálfara. Þá er ekki amalegt að taka við af Marteini Geirssyni, sem skilar af sér góðu búi eftir sex ára starf,“ sagði Magnús í samtali við DV í gærkvöldi. -VS „Við erum með besta liðið í deild- inni, að mínu mati, en það hefur ekki komið allt út úr leikmönnunum sem ætti að nást. Við þyrftum að fá tvo góða miðjumenn - það væri ekki amalegt að fá Sigurð Jónsson í liðið til að styrkja miðjuna. Hann myndi gera það gott héma í Frakklandi," sagði Arnór Guðjohnsen, landsliðs- maður í knattspymu hjá Bordeaux í Frakklandi, í samtali við DV. Arnór markahæstur Bordeaux er í öðru sæti í sínum riðli í 2. deildinni eftir 14 umferðir, tveim- ur stigum á eftir Strasbourg. Arnór hefur leikið í framlínunni það sem af er keppnistímabilinu og er marka- hæsti leikmaður liðsins með 4 mörk. „Okkur hefur ekki gengið vel að skora og svo hafa mörkin dreifst á Hörður Magnússon ikeppnin í handknattleik: rir Hapoel tilboð ’ dómarar eiga að dæma í í srael leik við ísraelska landsliðið í kaup- bæti. Það er þó enn nokkuð i land með að boð þeirra dekki kostnaðinn af því að fara til ísraels," sagði Bjami Áka- son, formaður handknattleiksdeiidar Vals, í samtali við DV í gærkvöldi. „Við emm ekki spenntir fyrir þvi að leika báða leikina ytra enda er komiö í ljós að dómarar frá Tyrklandi dæma þar og forráöamenn Hapoel segja að þeir séu miklir vinir þeirra - auk þess sem það sé eðliiegt að dómarar geri mistök! Hins vegar vitum viö að dóm- arar frá Hollandi dæma ef leikið er hér heima og við þekkjum þá frá því að við mættum Magdeburg úti og vitum að þeir eru góðir heimadómarar!" sagði Bjarni Ákason. -VS marga leikmenn. Það sem háir okkur mest er leikaðferðin, við spilum 4-4-2 í staðinn fyrir 3-5-2, sem ég tel að myndi henta betur, og þar af leiðandi koma ekki sendingar frá köntunum nema í öðrum hverju leik. Þegar þær hafa komið á annað borð hefur mér gengið vel að skora,“ sagði Arnór. Bordeaux var sem kunnugt er dæmt niður í 2. deild í sumar vegna gjaldþrots en liðið hafnaði í 10. sæti 1. deildar á síðasta tímabili. í 2. deild er leikið í tveimur riðlum, sigurliðin fara beint upp, hðin sem verða í öðru sæti keppa hins vegar um hvort fær aukaleik viö þriðja neðsta liðið í 1. deild. „Við veröum að vinna riðilinn, það kemur ekkert annað til greina. En það er mikið eftir enn og ekki langt í liðin sem eru fyrir neðan okkur,“ sagði Arnór sem fer með íslenska landsliðinu í vináttuleikinn á Kýpur næsta miðvikudag. Amór gat ekki leikið með landslið- inu gegn Spánverjum á dögunum þar sem hann þurfti þá að taka út leik- bann. Hann fylgdist hins vegar með leiknum í beinni sjónvarpsútsend- ingu. „Það var allt annað að sjá til liðsins en áður og það spilaði mun skemmti- legri knattspyrnu. Mestu munaði að boltinn vannst framar á vellinum en áður og ég á von á því að það verði gaman að taka þátt í næstu lands- leikjum," sagði Arnór Guðjohnsen. -VS Knattspyma: Hörður bíður eftir tilboði frá Merdia „Málin hafa verið í biðstöðu und- anfarna daga en spænska liðið var um síðustu helgi að kaupa leikmann frá Atletico Madrid og hefur verið í nógu að snúast hjá Merdia varðandi þau kaup. Ég bíð eftir formlegu til- boði frá Merdia og á ég alveg eins von á að fá það í hendurnar í dag,“ sagði Hörður Magnússon í samtali Handbolti: ÍR-ingar efstir ÍR-ingar eru efstir í 2. deild karla í handknattleik eftir sigur á KR, 20-18, í Seljaskóla í gærkvöldi. Þeir eru með 6 stig eftir þrjá leiki en KR er hins vegar við botninn eftir tvö töp í jafn- mörgum leikjum. Á Húsavík tapaði Völsungur fyrir Þór frá Akureyri, 20-27, og í íþrótta- húsi Fjölbrautaskólans í Breiðholti tapaði Ögri fyrir ÍH, 17-30. Ekkert varð af leik ÍS og Ármanns þar sem liö ÍS hefur dregið sig út úr mótinu. ______________________-vs Badminton: Broddi í 44. sæti Broddi Kristjánsson er í 44. sæti á styrkleika Alþjóða badmintonsam- bandsins. Miðað við þá stöðu er hann öruggur með að tryggja sér þátttöku- rétt í einliðaleik í badmintonkeppni ólympíuleikanna í Barcelona næsta sumar. _yg við DV í gærkvöldi. Hörður fer utan til Kýpur með ís- lenska landsliðinu á sunnudaginn kemur og sagði Hörður að sú ferð gæti eitthvað tafið fyrir samninga- viðræðum en vonaði jafnframt að þessi mál skýrðust eftir landsleikinn á Kýpur. -JKS Skallagrímur varö á dögunum ' Vestur- iandsmeistari í körfu- knattleik. Borgnesing- ar unnu Snæfell, 88-78, og Akra- nes, 91-65. Snæfell varð síðan i öðru sæti eftir sigur á Akurnes- ingum í hörkuleik, 87-84. Eric Rombach, bandaríski leikmaður- inn hjá Akurnesingum, varð stigahæsti leikmaður mótsins með 59 stig. Cibona ekki með í deildakeppninni Cibona Zagreb, júgóslavneska liðiö sem sigraöi Njarðvík tvíveg- is í Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattieik hér á landi um sjðustu helgi, verður ekki með þegar deiidakeppnin í Júgóslavíu hefst eftir hálfan mánuð. Cibona er frá Króatíu, sem er búin að lýsa yflr sjálfstæði en þar hefur allt verið lamað vegna styrjaldar- ástands að undanförnu. Evrópu- meistararnir Jugoplastika Split verða heldur ekki með en gert er ráð fyrir að þessi félög og önnur frá Króatíu og Slóveníu geti kom- ið inn í mótið þegar úrslitakeppn- in hefst í april. Punktakeppni Keilís Golfkiúbburinn Keilir heldur fjórða safnmót sitt á morgun, laugar- dag, en það er opin punktakeppni. Ræst verður út frá klukkan 9 til 13. FIRMAKEPPNI BREIÐABLIKS verður haldin á sandgrasvelli félagsins dagana 19. og 20. október næstkomandi. Nánari upplýsingar veittar í síma 641990 (Ólafur). Þátttaka tilkynnist fyrir miðvikudaginn 16. október nk. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR auglýsir hér með eftir knattspyrnuþjálfurum til að þjálfa tvo af yngri flokkum félagsins. Umsóknir óskast sendar fyrir 15. október, merktar: Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild Hlíðarenda v/Laufásveg 101 Reykjavík ins í knattspyrnu voru afhent á skrifstofu KSÍ í gær. Verðlaun þessi eru liður í legan leik. Frá vinstri á myndinni eru eftirtaldir: Eggert Magnússon, formaður . deildar, Lúðvík Georgsson, formaður knattspyrnudeildar KR, Gunnar Skúlason, 1, formaður knattspyrnudeildar FH, Ólafur Kristjánsson, fyrirliði FH, Ólafur Jóhann- es Jóhannesson frá Þór, sem var prúðasta lið 2. deildar, Sigrún Óttarsdóttir frá - kvenna, Ólafur Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Harald- ir, og Þórður Jónsson frá Visa. JKS/DV-mynd S Ab*WAHA* Byrjendanámskeið Sensei Masoe Kawasoe, 6. dan, yfirþjálfari shotokan á íslandi. AÐ HEFJAST Aðalþjálfarar sensei Poh Lim, 4. dan sensei Ó. Wallevik, 3. dan KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR Brautarholti 22 Upplýsingar í síma 14003 frá kl. 18-20 alladaga_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.