Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991. Kvikmyndahátíð í Reykjavik Kvikmyndahátíð: Lóla: ★ ★ Einum of raunsætt Fyrst leiðrétting: í þriðjudagsblaðinu varð stjörnu- hrap. Franska myndin Á heljarþröm (Hors la Vie) átti ekki aö fá eina og hálfa stjörnu heldur tvær og hálfa, enda með betri myndum á hátíðinni enn sem komið er. En snúum okkur að Lólu. Myndin er um sama sem Kvikmyndir Gísli Einarsson einstæðu móðurina Lólu og fimm ára dóttur hennar sem búa í Mexíkóborg hálfhruninni. Lóla selur fót á götunum og á í losaralegu sambandi við barnsfööur sinn. Hún elskar dóttur sína en lætur stundum reka á reiöanum með hana. Það er fleira að hjá henni því Lóla er stefnulaus ung stúlka og óánægð með tilver- una. Sagan er allt of róleg og nær ekki tökum á neinu sérstöku fyrr en undir það síðasta. Þaö sem fleytir henni áfram eru mæðgurnar en þær hafa svo lítið að gera að þaö er sorglegt, en á rangan hátt, þ.e. sagan Lóla í baði. er ekki sorgleg heldur sóunin á góðum leikurum. Sér- staklega er htla stelpan skemmtileg. Mikil tónlist er vel notuð í myndinni til áherslu og ekki veitir af því. Sagan er kvikmynduð af raunsæi, en ekki raunsæi sem er spennandi og grípandi heldur frekar lang- dregnu og kraftlausu raunsæi. Myndin er samt aldrei leiðinleg og það er alltaf gaman aö heimsækja nýjar slóðir. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans og það verður að taka viljann fyrir verkið. Lola (Mexikönsk 1990, enskur texti.) Handrit: María No- varo.Beatriz Novaro. Leikstjórn: María Novaro. Myndgáta Fréttir Athugasemdir við tölvublað: Undrandi á aðdróttunum Ég varð undrandi yfir að sjá í tölvublaði DV á miðvikudaginn aðdróttanir í garð IBM hvað varðar söluaðila okkar á PC/PS. Ottó A. Michelsen, hinn ágæti forveri minn í starfi, seldi í október 1987 GJJ fyrirtæki sitt, Skrifstofu- vélar hf., sem þá voru í fullum rekstri. Tölvusalan var undir 25% af veltu hins nýja fyrirtækis og er þar af leiðandi augljóst að gjaldþrot .GJJ/Skrifstofuvéla verður ekki rakið til söluumboðs þeirra fyrir IBM PC/PS tölvur. Breytingar á rekstri Örtölvu- tækni læt ég aðra um að skýra. Frá því á miðju síðásta ári hefur Sameind hf. selt PS/2 vél- og hug- búnað. í stað þess að kasta hnútum í það fyrirtæki fyrir að geta boðið eldri gerðir PS/2 á góðu verði þá teldi ég að slíkt væri frekar fagnað- arefni. Að lokum vil ég benda höfundi pistilsins á að skoða fjölbreytt úr- val nýjunga sem Sameind hefur á boðstólum á einkar hagstæðu verði í stað þess að vera með dylgjur sem engan rétt eiga á sér. Gunnar M. Hansson forstjóri IBM á íslandi Leiðrétting frá Hewlett-Packard I frétt um Hewlett-Packard undir fyrirsögninni „Breyting hjá HP á íslandi" á bls. 29 í DV 9. október er um nokkrar villur að ræða. Eftirfarandi leiðréttingum er hér með komið á framfæri: 1. Skrifstofa Hewlett-Packard á ís- landi var ekki rekin sem dóttur- fyrirtæki heldur útibú frá al- þjóðafyrirtækinu. 2. Starfsmenn eiga ekki meirihluta í HP á íslandi hf., sem nú rekur skrifstofuna. Hlutaféö, sem alls er tæpar 40 milljónir, skiptist í nokkurn veginn þrjá jafnstóra hluta milli Hewlett-Packard, nokkurra endursöluaðila Hew- lett-Packard-vara á íslandi og starfsmanna. 3. Friðþjófur Johnson var ekki íjármálastjóri heldur sölustjóri. Hann hætti til að taka við stjórn- unarstörfum hjá fyrirtækjum í eigu fjölskyldu sinnar. 4. Fjármálastjóri fyrirtækisins heitir ekki Bjarni Sigurðsson heldur Birgir Sigurðsson. 5. Hvorki Ragnar Marteinsson né Gylfi Árnason hættu hjá Hew- lett-Packard. Þeir fluttust til inn- an fyrirtækisins og er möguleik- inn á slíku á allan hátt talinn mikill kostur af bæði starfs- mönnum og fyrirtækinu. Með vinsemd og virðingu, f.h. HP á íslandi hf. Birgir Sigurðsson ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. iAifllfli Álfheimum 74, sími 686220 Andlát AUSTURLENSKjJR MATUR ogæyintyrfra: JAPAN, FILIPPSIjYJUM INDONESIU 0G VIETNAM I hádeginu: Tilbúnir réttir á Asíuvagninum;. Kr. 750.- Á kvöldin: . r Matseðill hússins. j|o *Frí heimsendinga- Ca þjónusta af sér •jtEYKJAVIK KOPAVOGUR SELTJARNARNES LAUGAVEG110 - SÍMI 626210 Laufey Einarsdóttir frá Bjargi, Grindavík, Hólmgaröi 42, Reykjavík, lést 9. þessa mánaðar. Svanhvít Sigurjónsdóttir, Sólvalla- götu 28, Keflavík, andaðist í Sjúkra- húsinu í Keflavík mánudaginn 7. október. Jóhannes Guðmundsson, Heiðarási 10, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 9. október. Finnur Magnússon, fyrrverandi kennari, Bólstaðarhlíð 25, andaðist þann 29. september. Bálför hefur far- ið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kjartan Jónsson, Hraunbæ 60, lést 3. október. Jarðarförin hefur farið fram. Karl Ó. Jónsson, fyrrv. útgerðarmað- ur, andaðist aðfaranótt miðviku- dagsins 9. október. Kristín I. Kristinsdóttir frá Bæ, Höföaströnd, andaðist á sjúkrahúsi Sauðárkróks 9. október. Sigurjón Jónsson, Vestmannaeyjum (Sjonni frá Engey), andaðist í sjúkra- húsi Vestmannaeyja aðfaranótt 8. október._____________________ Jarðarfarir Útför Ingibjargar E. Kristinsdóttur, Hlemmiskeiði, verður gerð frá Ólafs- vallakirkju 15. október. Elfar Skarphéðinsson, Bústaðavegi Tapað fimdið Hjól tapaðist úr Norðurmýri Grænblátt Trek Jazz Voltage tjallahjól tapaðist úr Norðurmýri. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 13373. Fundar- laun. Fundir Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands verður haldinn í dag, 11. október, kl. 16 í Borgartúni 6. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa verður rætt um ýmis brýn hags- munamál samtakanna. Laugardaginn 12. okt. efna svo Giktarfélag Islands og Or- yrkjabandalag íslands til ráðstefnu um málefni giktsjúkra og hefst hún kl. 9.15 á sama stað. Þar munu fjölmargir fyrirles- arar reifa málefnið hver frá sínu sjónar- homi. Ráðstefnan er opin öllu áhuga- fólki. Tónleikar Kammerhljóm- sveitarinnar Kammerhljómsveit Akureyrar efnir til fyrstu tónleika sinna á þessum vetri í Akureyrarkirkju sunnudaginn 13. októb- er kl. 17. Á fyrstu tónleikunum verða fluttir norrænir og suðrænir hljómsveit- ardansar undir stjórn Roars Kvam. Einar Kfistján Einarsson einleikari leikur í fyrsta sinn með Kammerhljómsveitinni. Hljómsveitin er skipuð 30 hljóðfæraleik- urum að þessu sinni. Aðgöngumiðasala er við innganginn og hefst hálftíma fyrir tónleikana. 73, verð.ur jarðsunginn frá Fríkirkj- unni í 'Reykjavík mánudaginn 14. október kl. 13.30. Séra Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli verður jarðsunginn frá Mosfells- kirkju laugardaginn 12. október kl. 14.00. Guðni Gestsson, Kirkjuvegi 11, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 12. október kl. 14.00. Aðalheiður I. Jónsdóttir frá Mora- stöðum, Kjós, Hjarðarhaga 60, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 14. október kl. 15.00. Tilkyimingar Haustferð í fjöruna Náttúruverndarfélag Suðvesturlands fer vettvangsferð laugardaginn 12. október í fjöru á Kjalamesi. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á þvi hvemig lífverur fjörunnar bregðast við minnkandi birtu og lækkandi hitastigi í lofti og sjó á haust- . in. Um þetta verður íjaliað í ferðinni um leið og gengið verður um fjöruna og líf- verumar skoðaðar og greindar. Einnig verður verkefnið „Fjaran mín“ kynnt í leiðinni. Fólk er beðið um að mæta við Brautarholt á Kjalamesi kl. 13.30 en það- an verður gengið niður í fjöru. Vettvangs- ferðin tekur um tvær klst. Félag eldri borgara Dansleikur í Risinu, Hverfisögu 105, ld. 20 í kvöld. Gestur kvöldsins, Jón Kr. Ól- afsson, tekur lagið. Göngu-Hrólfar fara af stað frá Risinu kl. 10 á langardags- morgun.-.................... Leikhús LEIKFELAG REYKIAVÍKUR $ DUFNAVEISLAN ettir Halldór Laxness. 9. sýning laugard. 12. okt. 10 sýn. þriðjud. 15. okt. 11. sýn. fimmtud. 17. okt. ÁÉG HVERGIHEIMA? eftir Alexander Galín. Leikstjóri. Maria Kristjánsdótt- ir. Föstud. 11. okt. Föstud. 18. okt. Litla sviö: Þétting eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Leikmynd: Jón Þórisson. Búnlngar: Jón Þórisson og Aðalheiður Alfreðsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhann- esson. Tónllst: Svelnbjörn I. Baldvlns- son og Stefán S. Stefánsson. Leikstjórl: Hallmar Slgurðsson. Lelkarar: Ása Hlín Svavarsdótt- Ir, Jón Júllusson, Krlstján Franklin Magnús, Pétur Einars- son, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigrún Waage, Sofffa Jakobs- dóttlr, Sverrir örn Arnarson og Theodór Júlíusson. Allar sýningar hefjast kl. 20. Leikhúsgestir, athugið! Ekki er hægt að hleypa inn eftir aðsýning er hafin. Föstud. 11. okt. Fáein sæti laus. Laugard. 12. okt. Fáein sæti laus. Sunnud. 13. okt. Fáein sæti laus. Kortagestir, ath. aö panta þarf sérstaklega á sýningar á litla sviðið. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i sima alla virka daga frá kl. 10-12. Simi 680680. i/siinan 1 Leikhúskortin, skemmtileg nýj- ung, aðeinskr. 1000. Gjafakortin okkar, vinsæl tækifærisgjöf. Grelðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur. Borgarleikhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.