Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991.
LífsstOl
Mikill verðmunur er nú á agúrkum á milli verslana á höfuðborgarsvæðinu, eða allt að 406%.
DV kannar grænmetis- og ávaxtamarkaðinn:
Mikill verðmun-
ur á agúrkum
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð á grænmeti og ávöxtum í
eftirtöldum verslunum: Bónusi,
Faxafeni, Fjarðarkaupi, Hafnarfirði,
Hagkaupi, Skeifunni, Kjötstöðinni,
Glæsibæ, og Miklagarði við Sund.
Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti
í stykkjatali á meðan hinar saman-
burðarverslanirnar selja eftir vigt.
Til þess að fá samanburð þar á milli
er grænmeti í Bónusi vigtað og um-
reiknað eftir meöalþyngd yfí.r í kíló-
verð. Fjaröarkaup er áfram með sér-
tilboð á grænmeti og ávöxtum á
fimmtudögum sem gildir aðeins þá
daga. Það á við um verð á agúrkum,
sveppum, gulri og grænni papriku,
kartöflum og appelsínum í könnun
vikunnar.
Meðalverð á blómkáli hækkar
um24%
Meðalverð á blómkáli hefur hækk-
að um 24% frá því í síðustu viku, er
nú 218 krónur kílóið en var 176.
Lægsta verðið er í Hagkaupi, 185
krónur kílóið, þá í Fjarðarkaupi og
Miklagarði á 199 og loks í Kjötstöð-
inni á 289 krónur kílóið. Blómkál
fæst ekki í Bónusi. Munur á hæsta
og lægsta verði er 56%.
Meðalverð á gúrkum er nú 176
krónur sem er 5% lægra en í síðustu
viku þegar það var 186 krónur. Gúrk-
ur voru á lægsta verðinu í Bónusi á
69 krónur kílóiö en síðan koma Kjöt-
stöðin, 95, Fjarðarkaup, 99, Hagkaup,
268 og Mikligarður, 349. Athygli vek-
ur hve verðmunurinn er mikill á
milh verslana. Munur á hæsta og
lægsta verði var 406%.
Meðalverð á sveppum hefur hækk-
að lítillega á milli vikna, er nú 433
krónur en var 423, eða um 2%.
Lægsta verðið var í Bónusi á 152
krónur kílóið, þá í Fjarðarkaupi, 236,
Miklagarði og Hagkaupi á 539 og loks
í Kjötstöðinni á 699. Munur á hæsta
og lægsta verði er 360%.
Meðalverð á gulri papriku var að
þessu sinni 360 krónur og hefur því
lækkað um 9% frá því í síðustu viku.
Lægsta verðiö var í Bónusi og Fjarð-
arkaupi, 99, þá í Hagkaupi, 479,
Miklagarði, 484, og í Kjötstöðinni á
638. Munur á hæsta og lægsta verði
var 544%.
Græn paprika hefur hækkað lítil-
lega í verði. Meðalverðið er nú 272
krónur en var 249 krónur í síðustu
viku, eða um 9%. Hún var ódýrust i
Bónusi á 66 krónur kílóið, þá í Fjarð-
arkaupi á 99 krónur, í Kjötstöðinni á
330, Hagkaupi, 374, og loks í Mikla-
garði á 489.
Verð á rófum stendur í stað
Meðalverö á rófum er það sama nú
og í síðustu viku, eöa 70 krónur kíló-
ið. Hagstæðasja verðið var í Bónusi
og Hagkaupi, 68, þá í Fjarðarkaupi
og Miklagarði, 69, og á 74 krónur í
Kjötstöðinni. Munur á hæsta og
lægsta verði er ekki nema 9%.
Meðalverö á kartöflum hefur
hækkað um 13% frá því í síðustu
viku, er nú 59 krónur kílóið en var
52. Ódýrustu kartöflurnar eru í Bón-
usi, 22,50, þá í Fjarðarkaupi, 25,
Miklagarði og Kjötstöðinni á 74,50 og
loks í Hagkaupi á 96 krónur kílóið.
Meðalverð á greip er nánast það
sama og í síðustu könnun, er nú 148
krónur en var 143, hækkunin er 3%.
Lægsta verðið var aö finna í Bónusi,
87, en í röð á eftir koma Mikligarð-
ur, 144, Hagkaup, 145, Fjarðarkaup,
149, og Kjötstöðin, 215. Munur á
hæsta og lægsta verði er 147%.
Um 4% hækkun er á meðalverði á
appelsínum á milli vikna, er nú 101
króna en var 97. Lægsta verðið var
í Bónusi, 67, þá i Fjarðarkaupi, 69, í
Hagkaupi á 75, Miklagarði á 129 og í
Kjötstöðinni á 165 krónur kílóið.
Munur á hæsta og lægsta verði er
146%. -ingo
Sértilboð og afsláttur:
Kaífistell fyrir fjóra á 998 krónur
Mikligarður selur Ariel þvottaefni,
800 g, á 269 krónur, einnig Hy-top
ananas, 567 g, á 89, lambalæri og
hrygg, 1 kg, á 598 og hálfan lamba-
skrokk á 339 krónur kílóið.
Meðal sértilboðsvara hjá Kjötstöð-
inni eru A-plus bleiur, 26 stk., á 398,
Camelía dömubindi, 10 bindi, á 85,
ískóla, 11, á 89 og kíló af kjötfarsi á
298 krónur.
í Hagkaupi í Skeifunni var Nivea
sjampó og næring á sértilboði, 199
krónur pakkinn, og einnig appel-
sínunektar, 11, á 79, Cinderefla rúsín-
ur, 500 g, á 99 og Komax rúgmjöl, 2
kg, á 79 krónur.
Fjarðarkaup býður Kjamagrauta,
1 1, allt frá 137 krónum, einnig fjög-
urra manna kaffistell með matar-
diskum á 998, Ozark örbylgjupopp á
122 krónur kassann og Amo-musli,
375 g, á 154 krónur.
Bónus í Faxafeni selur Babykini
bleiur, 26 stk., á 499, Prima epladjús,
11, á 69, Góu Floridabita, 230 g, á 149
og Kötlu kakómalt, 400 g, á 186 krón-
ur.
-ingo
. .
Agúrkur
12/9 19/9 10/10
-5%
■ Bónus
349 69
500
400
300
Sveppir
12/9 19/9 10/10
-É^ífliHEfcrn
1+2%
Bónus
699 152
600
450
300
Gul paprika
360
19/9 10/10
I
■9%
Fjarðar-
kaup
638 99
300
200
Grœn paprika
100
5/9 19/9 10/10
200
100
0
Appelsínur
19/9
10/10