Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiOctober 1991Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991. LífsstOl Mikill verðmunur er nú á agúrkum á milli verslana á höfuðborgarsvæðinu, eða allt að 406%. DV kannar grænmetis- og ávaxtamarkaðinn: Mikill verðmun- ur á agúrkum Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti og ávöxtum í eftirtöldum verslunum: Bónusi, Faxafeni, Fjarðarkaupi, Hafnarfirði, Hagkaupi, Skeifunni, Kjötstöðinni, Glæsibæ, og Miklagarði við Sund. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meöalþyngd yfí.r í kíló- verð. Fjaröarkaup er áfram með sér- tilboð á grænmeti og ávöxtum á fimmtudögum sem gildir aðeins þá daga. Það á við um verð á agúrkum, sveppum, gulri og grænni papriku, kartöflum og appelsínum í könnun vikunnar. Meðalverð á blómkáli hækkar um24% Meðalverð á blómkáli hefur hækk- að um 24% frá því í síðustu viku, er nú 218 krónur kílóið en var 176. Lægsta verðið er í Hagkaupi, 185 krónur kílóið, þá í Fjarðarkaupi og Miklagarði á 199 og loks í Kjötstöð- inni á 289 krónur kílóið. Blómkál fæst ekki í Bónusi. Munur á hæsta og lægsta verði er 56%. Meðalverð á gúrkum er nú 176 krónur sem er 5% lægra en í síðustu viku þegar það var 186 krónur. Gúrk- ur voru á lægsta verðinu í Bónusi á 69 krónur kílóiö en síðan koma Kjöt- stöðin, 95, Fjarðarkaup, 99, Hagkaup, 268 og Mikligarður, 349. Athygli vek- ur hve verðmunurinn er mikill á milh verslana. Munur á hæsta og lægsta verði var 406%. Meðalverð á sveppum hefur hækk- að lítillega á milli vikna, er nú 433 krónur en var 423, eða um 2%. Lægsta verðið var í Bónusi á 152 krónur kílóið, þá í Fjarðarkaupi, 236, Miklagarði og Hagkaupi á 539 og loks í Kjötstöðinni á 699. Munur á hæsta og lægsta verði er 360%. Meðalverð á gulri papriku var að þessu sinni 360 krónur og hefur því lækkað um 9% frá því í síðustu viku. Lægsta verðiö var í Bónusi og Fjarð- arkaupi, 99, þá í Hagkaupi, 479, Miklagarði, 484, og í Kjötstöðinni á 638. Munur á hæsta og lægsta verði var 544%. Græn paprika hefur hækkað lítil- lega í verði. Meðalverðið er nú 272 krónur en var 249 krónur í síðustu viku, eða um 9%. Hún var ódýrust i Bónusi á 66 krónur kílóið, þá í Fjarð- arkaupi á 99 krónur, í Kjötstöðinni á 330, Hagkaupi, 374, og loks í Mikla- garði á 489. Verð á rófum stendur í stað Meðalverö á rófum er það sama nú og í síðustu viku, eöa 70 krónur kíló- ið. Hagstæðasja verðið var í Bónusi og Hagkaupi, 68, þá í Fjarðarkaupi og Miklagarði, 69, og á 74 krónur í Kjötstöðinni. Munur á hæsta og lægsta verði er ekki nema 9%. Meðalverö á kartöflum hefur hækkað um 13% frá því í síðustu viku, er nú 59 krónur kílóið en var 52. Ódýrustu kartöflurnar eru í Bón- usi, 22,50, þá í Fjarðarkaupi, 25, Miklagarði og Kjötstöðinni á 74,50 og loks í Hagkaupi á 96 krónur kílóið. Meðalverð á greip er nánast það sama og í síðustu könnun, er nú 148 krónur en var 143, hækkunin er 3%. Lægsta verðið var aö finna í Bónusi, 87, en í röð á eftir koma Mikligarð- ur, 144, Hagkaup, 145, Fjarðarkaup, 149, og Kjötstöðin, 215. Munur á hæsta og lægsta verði er 147%. Um 4% hækkun er á meðalverði á appelsínum á milli vikna, er nú 101 króna en var 97. Lægsta verðið var í Bónusi, 67, þá i Fjarðarkaupi, 69, í Hagkaupi á 75, Miklagarði á 129 og í Kjötstöðinni á 165 krónur kílóið. Munur á hæsta og lægsta verði er 146%. -ingo Sértilboð og afsláttur: Kaífistell fyrir fjóra á 998 krónur Mikligarður selur Ariel þvottaefni, 800 g, á 269 krónur, einnig Hy-top ananas, 567 g, á 89, lambalæri og hrygg, 1 kg, á 598 og hálfan lamba- skrokk á 339 krónur kílóið. Meðal sértilboðsvara hjá Kjötstöð- inni eru A-plus bleiur, 26 stk., á 398, Camelía dömubindi, 10 bindi, á 85, ískóla, 11, á 89 og kíló af kjötfarsi á 298 krónur. í Hagkaupi í Skeifunni var Nivea sjampó og næring á sértilboði, 199 krónur pakkinn, og einnig appel- sínunektar, 11, á 79, Cinderefla rúsín- ur, 500 g, á 99 og Komax rúgmjöl, 2 kg, á 79 krónur. Fjarðarkaup býður Kjamagrauta, 1 1, allt frá 137 krónum, einnig fjög- urra manna kaffistell með matar- diskum á 998, Ozark örbylgjupopp á 122 krónur kassann og Amo-musli, 375 g, á 154 krónur. Bónus í Faxafeni selur Babykini bleiur, 26 stk., á 499, Prima epladjús, 11, á 69, Góu Floridabita, 230 g, á 149 og Kötlu kakómalt, 400 g, á 186 krón- ur. -ingo . . Agúrkur 12/9 19/9 10/10 -5% ■ Bónus 349 69 500 400 300 Sveppir 12/9 19/9 10/10 -É^ífliHEfcrn 1+2% Bónus 699 152 600 450 300 Gul paprika 360 19/9 10/10 I ■9% Fjarðar- kaup 638 99 300 200 Grœn paprika 100 5/9 19/9 10/10 200 100 0 Appelsínur 19/9 10/10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 232. tölublað (11.10.1991)
https://timarit.is/issue/193681

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

232. tölublað (11.10.1991)

Iliuutsit: