Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 32
F R ETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991. w i i t i i i i i i i i i i í i Við erum heimsmeistarar feak Öm Siguröason, DV, Yokohania: „Viö erum heimsmeistarar,“ hrópaði Björn Eysteinsson, fyrir- hði islensku sveitarinnar, þegar úrslit lágu fyrir í þriðja síðasta spil- inu - af 160 - í úrslitaleik íslands og Póllands um heimsmeistaratitil- inn og mikill fógnuður hraust út meðal íslendinganna á keppnis- staðnum í Yokohama í Japan. Með- al þeirra voru 50 íslendingar sem komnir voru frá Filippseyjum til að fylgjast með lokaspiiunum. Íslendíngar unnu glæsilegan sig- ur á Pólverjum með 415 impum gegn 376. Þegar síðasti keppnisdag- urinn hófst voru íslendingar með 80 impa forystu og leit allt út fyrir auðveldan sigur íslendinga. Niunda lotan var í jafnvægi en hún fór 44-37 fyrir Pólverjana. íslend- ingar byrjuðu 10. og síðustu lotuna ágætlega, Pólverjamir gáfu út 29 impa fljótlega í leiknum og flestir voru farnir að bóka yfirburðasigur hðsins. En svo komu 8 hræðileg spil þar sem Íslendíngar töpuðu 62 impum. Munurinn var samt sem áður svo mikili að íslenska liðið mátti enn við áfólium. En það gerði betur á lokasprettinum. Síðustu imparnir féllu Islendingum í skaut og sigur vannst með 39 impa mun. Sá munur þykir þó ekki mikill í 160 spila leík. Er úrsiitin voru ljós var fógnuður íslendinga mikill. Eftir því var tek- iö að allir virtust samfanga íslend- ingum nema Pólverjarnir. Það var greinilegt á áhorfendum með hverjum þeir héldu. íslendingum var vel fagnað af 48 manna hópi fslendinga sem kom á spílastað þegar örfá spil voru eftir af síðustu lotunni. Atímabili leið mér ekki vel Aðalsteinn Jörgensen var inni á í síðustu lotunni. Hann var spurður að því hvernig síöasta lotan hefði þóast: „Á tímabiii þegar Pólverjarnir voru að fá sveiflur í sínar áttir, var ég orðhm mjög hræddur, svo mað- ur kveði ekki sterkar að oröi,“ sagði Aðalsteinn, „Lotan byrjaði örn Arnþórsson undirbýr sig við morgunverðarborðið fyrir lokaó- tökln við Pólverja. DV-slmamynd ísak vel fyrir okkur en síðan vorum við Jón settir upp við vegg í einhverj- um stöðum sem við vorum ekki alveg vissir á. Það v'oru mjög tvísýn spil sem komu upp á tímabíh og ílestar sveiflur virtust faila til þeirra. Við gerðum okkur náttúr- lega ekki grein fyrir iiver munur- ‘ inn var því við sáum ekki saman- burðinn eins og áhorfendurnir. í ljós kom að á þessum slæma kafla töpuðum við 62 impum í 8 spilum. Pólverjarnir settu upp sín sagna- kerfi gegn okkur þannig að þeír blekkisegðu aldrei við borðið. En fyrir síðustu lotuna drógu þeir þessa reglu til baka og sögðust myndu bregða á ieik í kerfinu. Það var sennilega með tilliti til stöð- unnar því þeir þurftu að skora heil- mikið til að brúa bihð. Stærsta tap okkar í leiknum, eitt grand re- doblað, sem vannst með yfxrslag, kom upp úr þannig stöðu. Annar þeirra brá á leik og passaði með 11 punkta. Pass í þeirra kerfi er opnun og lofar a.m.k. punktum. Til allrar hamingju nægðu sveiflurnar ekki tii. Við spiluðum gegn Balicki- Zmudzinski i lokin. Zmudzinski er ágætis náungi en Balicki er erfið- ur. Það var erfitt að fá hann til að gefa upplýsingar um sagnir við borðið. Eigum stórart hóp sterkra spilara Það er margt sem hjálpaðist að til að við næðum þessum árangri núna. Hitt er alveg ljóst að við eig- um orðið nokkuð marga toppspil- ara á íslandi. Við eigum mannskap i tvær virkilega góðar sveitir sem gætu báðar klórað í mót sem þetta. Hvað varðar árangurínn núna vor- um við á réttu róli á þessu móti. Við vorum reyndar búnir að fara yfir þetta allt saman í huganum fyrir mótið, að við myndum fara alla leið í úrsiitaleikinn og vinna hann. Það var Gunnar Einarsson handknattleiksþjálfari sem inn- prentaði okkur þennan hugsunar- hátt. Hann sá um líkamsræktina fyrir hðiö. Það átti sinn þátt í því að við trúðum því að þetta væri hægt,“ sagði Aðalsteinn. Hálkan varasöm: Fimm á slysadeild eftirárekstur Árekstur varð milli tveggja fólks- bíla um þrjúleytið í nótt þar sem aðrein frá Miklubraut tengist Reykjanesbraut. Áreksturinn var harður og voru fimm flutt á slysa- deild. Meiðsl þeira voru ekki talin alvarleg. Hálka hafði skyndilega myndast á köflum á götum borgar- innar og er hún talin hafa valdið 'þessum árekstri. Hálka olh einnig tveimur bílveltum á Grindavíkurvegi í morgun en slys á mönnum voru ekki teljandi. Þá var einnig flughált á Hehisheiði í morg- un. -hlh Stjómin frestar fundi: Erlend is eða veikir Fundi ríkisstjórnarinnar, sem vera átti í dag, hefur verið frestað vegna fjarvista eða veikinda ráðherra. Þeir Olafur G. Einarsson menntamála- ráðherra, Friðrik Sophusson íjár- málaráöherra og Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra eru staddir erlendis. á hafa veikindi herjað á suma þeirraráðherrasemheimaeru. -JSS ísal gengur úr Verslunarráðinu Mikil gleði og fögnuður var ríkjandi í félagsheimili Bridgesambands íslands snemma í morgun eftir að Ijóst varð að íslendingar væru orðnir heimsmeistarar í bridge. Var þéttsetinn bekkurinn og mikil spenna ríkjandi fram að síðustu spilunum gegn Pólverjum. Á myndinni, vinstra megin fyrir miðju, má sjá Guðmund Kr. Sigurðsson, 89 ára gamla bridgekempu. Fyrir allmörgum árum gaf hann Bridgesambandinu íbúðina sína en hún varð síðar grunn- urinn að félagsheimilinu í Sigtúni. Sjá viðtal við framkvæmdastjóra Bridgesambandsins á bls. 2. DV-mynd GVA Islenska Álfélagið hefur sagt sig úr Verslunarráði íslands. „Mér þykir þetta miður en hér er um ákvörðun framkvæmdastjórnar að ræða. Það er verið að bregðast við erfiðum rekstraraðstæðum sem nú eru í áliðnaði. Enda þótt það sé ekki há upphæð sem greidd er til Verslun- arráðsins, eða um 300 þúsund krónur á ári, þá er þetta bara einn liðurinn af mörgum í sparnaðarráðstöfunum hjá fyrirtækinu,“ sagði Ragnar S. Halldórsson, stjórnarformaður ísal hf., en hann var um árabil formaður Verslunarráðsins. „Þetta veldur okkur vonbrigðum því við teljum að ísal eigi fullt erindi í Verslunarráðið: En við munum lifa þetta af,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands. Vilhjálmur sagði að ísal gæfi upp sem ástæðu fyrir þessu sparnað á öllum sviðum. Og enda þótt eftirsjá væri af ísal úr ráðinu þá skipti það ekki miklu íjárhagslega. Áætlaðar tekjur af félagsgjöldum næsta árs væru 30 milljónir króna en ísal hefði greitt300þúsund. -S.dór Veðrið á morgun: Léttskýjað norðan-og „ austanlands Á morgun er spáð hægri vest- lægri átt. Smáskúrir eða slydduél verða á stöku stað vestanlands en þurrt og víða léttskýjað norð- austan- og austanlands. Hiti á bil- inu 0-5 stig. 0RUGGIR-ALV0RU mm PENINGASKAPAR VARI - ÖRYGGISVÓRUR Íxt í 91-29399 æmm Allan sólarhringinn Öryggisþjónusta VARI sföan 1 QóQ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.