Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991. 7 Fréttir Vannýting og gegndar- laus sóun á f iski Að undanfórnu hefur fiskiþing staðið yfir. Þar hafa mörg og merki- leg mál verið tekin fyrir. Kvótinn hefur verið mikið til umræðu og er það eðlilegt þar sem menn hafa mjög mismunandi skoðanir á því hvernig úthluta skuli hinum miklu verðmæt- um sem fiskveiðikvóti landsmanna er. Einnig er nú rætt um miklar breytingar á starfsemi Fiskifélagsins og ef fram gengur sem áætlað er verður starfssvið félagsins meira og allt annað en verið hefur. Það ræðst sennilega á yfirstandandi þingi hvernig fer með þær ráðagerðir. Grímur Valdimarsson hélt þarna athyglisvert erindi um vannýtingu á þeim fiski sem dreginn er úr sjó. Sem augljós dæmi um sóun verðmætis nefndi hann að árlega væri fleygt fyrir borð 45.000 tonnum af slógi og ruslfiski, 55.000 tonnum af hryggjum og hausum, miklu af hrognum og um 16.000 tonnum af lifur. Hrogn grá- sleppunnar eru hirt en hent um 5.000 tonnum af fiski. Úr fiskhryggjum, sem til falla við flökun og flatningu, mætti vinna 20.000 tonn af marningi, sem nýta mætti i ýmsa fiskrétti. Af fiskhausum má vinna 50.000 tonn af fiskmarningi til manneldis en þeir fara nú í mjölframleiðslu. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það hver sóunin er gegndarlaus. Margt fleira athyghsvert kom fram í erindi Gríms, það munar um hvert prósent sem nýtist betur úr aflanum. Búrfiskur fæst á 750-1500 metra dýpi. Flök af þessum fiski eru seld á 500 kr. kg. verða ekki kynþroska fyrr en á fer- tugsaldrinum, að talið er. Skipið er með 480 rúmmetra frystigeymslu og er því í stakk búið til að frysta aflann sem fæst 1 leiðangrinum. Mílanó Anne Sophi Solheim, blm. Fiskar- en, segir meðal annars í grein í blað: inu: Neysla á fiski er í örum vexti og í Mílanó og nágrenni er hún 8,3 kg á mann 1990 en var 19 kg í Napolí árið 1988. Ástæðan fyrir aukinni fisk- neyslu er m.a. fleiri fiskbúðir en ver- ið hefur og í hverjum stórmarkaði er nú seldur fiskur í einhverri mynd. Menn ræða það í fullri alvöru að fisk- neysla muni aukast mikið í framtíð- inni. í stórmörkuðunum má nú fá rétti tilbúna á pönnuna, annaðhvort ferska eða frosna. Sala á ferskum laxi hefur aukist mikið að undan- förnu bæði á Norður- og Suður-Ítalíu. ítalir eru taldi eftirbátar Frakka hvað umbúðir varðar, t.d. er hægt að fá á frönsku fiskmörkuðunum fiskrétti í lofttæmdum umbúðum og hægt er að sjá innihaldið frá öllum hliðum. Fiskur er orðinn vinsæll í pasta- og risottorétti og kosta þannig 300 kr. 500 g pakka sýnishorn á verði á nokkrum fisktegundum: Lax 990 kr. kg, sverðfiskur 1890 kr. kg, „Sea- Bream“ 1800 kr. kg, skötuselur 1800 kr. kg og flátfiskur 1270 kr. kg. Útdráttur úr lengri grein. Glithf.óskareftir greiðslustöðvun Fyrirtækiö Glit hf., að Höfða- hakka 9 í Reykjavík/ hefur óskað eftir þriggja mánaða greiðslu- stöðvun. Tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins eftir að það var end- urskipulagt fyrir þremur árum og fjárhagsstaða þess er slæm. Undanfarin þrjú ár hefur Glit hf. verið rekið í samvinnu við Reykjavíkurborg sem vinnustað- ur fyrir fólk með skerta starfs- orku. Um síðustu áramót gerðust Öryrkjahandalag' íslands og Blindrafélagið ásamt Reykjavík- urhorg meirihlutaeigendur að fyrirtækinu. Þá um leið lögðu fyrri eigendur fram hlutafé. Margt hefur verið gert til að laga reksturinn og bæta vinnuaö- stöðu fatlaðra og margvisleg ný verkefni hafa verið sett upp. Nú starfa tuttugu fatlaðir einstakl- ingar hjá fyrirtækinu. Eigend- urnir vinna að endurskipulagn- ingu reksturs íyrirtækisins um þessar mmtdir og er vonast til að greiðslustöðvun í þrjá mánuði munihjálpaþartil. -S.dór Verkfallboðaðá litlu blöðunum Blaðamannafélag íslands hefur boðað verkfall félagsmanna sinna á Tímanum, Alþýðublaö- inu, Pressunni og Degi frá og með 24. nóvember næstkomandi. Boð- að er til verkfallsins vegna van- skila þessara blaða á gjöldum til Blaðamannafélagsins og Lífeyris- sjóðs blaðamanna. Þjóðviljinn skuldar Blaða- mannafélaginu einnig talsvaröar upphæðir en þar sem blaðið er í greiðslustöðvun getur félagið ekki boðað verkfall þar. -J.Mar England Aðeins eitt 'skip seldi afla sinn í Bretlandi í síðustu viku. Bv. Birting- ur seldi í Grimsby 30. okt. alls 82,7 tonn fyrir 10,3 millj. kr. Meðalverð var 124,52 kr. kg. Þorskur seldist á 127,41 kr. kg, ýsa á 115,46, ufsi á 82,47, karfi á 57,67, grálúða á 111,34 og blandað á 86,66 kr. kg. Gámasölur í Englandi til 25. okt. sl.: Þorskur seld- ist á 159,21 kr. kg, ýsa á 160,36, ufsi á 90,31, karfi á 82,64, koli á 132,98, grálúða á 127,94 og blandað á 152,45 kr. kg. Þýskaland Bv. Ögri seldi afla sinn í Bremer- haven 28. okt. alls 187 tonn fyrir 19,2 millj. kr. Þorskur seldist á 156,15 kr. kg, ýsa 138,82, karfi 94,78, grálúða 165,96 og blandað 146,15 kr. kg. Bv. Skafti seldi í Bremerhaven 29. okt. sl. Nokkur hundruð kíló af þorski seldust á 142,16 kr. kg, ufsi 110,63, karfi 105,69, grálúða 157,46 og bland- að 93,53 kr. kg. Nokkur verðsýnishorn frá Rungis- markaðnum í París aö undanfömu: Þorskur 360 kr. kg, þorskflök 463, ufsi 175,50, koli 196, norskur humar 495 og lax 366 kr. kg. Stórir búrfiskstofnar í Norð- ur-Atlantshafi? Fiskaren, blm. Terie Engö: (Fiskaren Wellington) Það er löngu þekkt meðal fiskifræðinga að mikið sé af búrfiski (Orange Roughy) á djúpsvæðinu suður af íslandi. Einn og einn fiskur hefur fengist þegar skipin hafa verið á veiðum djúpt suð- ur af landinu. Mjög lítið var vitað um þennan fisk þar til norsk veiði- skip fundu nokkurt magn við Nýja- Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson Sjáland og Ástralíu og hafa nú sein- ustu ár veitt vel af honum. Á sjöunda áratugnum voru gerðar nokkrar rannsóknir á þessum fiski vestur af írlandi en árangur varð ekki mikill, þar sem menn lögðu ekki mikiö upp úr því að kanna svæðið tfi hlítar. Mikið framboð var þá af öðrum fiski á mörkuðunum og var oftar en ekki erfitt að selja allan þann afla sem fékkst. Á þessum slóðum, þar sem hann veiðist aðallega, fæst hann á 750-1500 metra dýpi. Flök af þessum fiski eru seld fyrir 500 kr. kg. Þessi fiskur hef- ur fundist við Suður-Afríku, beggja vegna, en ekki er vitað hve mikið er af honum á þeim slóðum. Stytt og endursagt. Tangorroa -Guð hafsins Guð hafsins heitir rannsóknarskip sem afhent var ríkisstjórn Ástralíu í júlí sl. Skipið er byggt í Noregi hjá skipasmíðastöðinni Mjellen og Kars- en í Bergen. Fljótlega eftír heimkom- una fór skipið í sína fyrstu rannsókn- arferð og átti að rannsaka hve mikið væri af búrfiski og hoki sem er einn- ig djúpsjávarfiskur. Fyrir 10 árum var lítið vitað um þessar fisktegundir en nú á að rannsaka hve mikið er af þeim og hve mikið ráðlegt er að veiða'af þeim. Gert er ráð fyrir að skipið fari um 2000 mílur í þessum leiðangri. Þessar tegundir eru afar seinvaxnar og Akureyri: Margir á óskoðuðum bifreiðum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Lögreglan á Akureyri segist hafa undir höndum langan lista með númerum bifreiða sem ekki hafa verið færðar til skoðunar á réttum tíma og standa nú yfir aðgerðir sem geta komiö sér illa fyrir viðkomandi bifreiðaeigendur. Varðstjóri hjá lögreglunni á Akur- eyri sagði aö nú væri farið skipulega í það að klippa númerin af þessum bifreiðum. Farið yrði í hveria götu fyrir sig í bænum og númerin klippt af óskoðuðum bifreiðum íbúa gatn- anna. Menn ættu því aö fara að drífa sig í skoðun, eins og sumir „synda- selir“ hafa einmitt verið að gera und- anfarna daga. STÓRKOSTLEG í Háskólabíói laugardaginn 2. nóvember kl. 15.00 Skólakór Kársness Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir Dómkórinn Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson Karlakórinn Fóstbræður Stjórnandi: Árni Harðason Kór Öldutúnsskóla Stjórnandi: Egill Friðleiísson Kór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Karlakór Reykjavíkur Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Kynnir: Baldvin Halldórsson Miðar seldir í Hljófæraverslun Poul Bernburg, Tónastöðinni Óðinsgötu 7, og í Háskólabiói. ALLUR ÁGÓDI RENNUR í HÚSBYGGINGASJÓB FÉLAGS ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.