Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991. íþróttir Handbolti: Stofnfundur í Berlín Baltnesku löndin, Eistland, Lettland og Litháen, hafa öll sótt um aðild að handknattleiks- sambandi Evrópu en stofnfundur þess verður haldinn í Berlín 15.-17. nóvember næstkomandi. Allar Evrópuþjóðirnar, sem eru í Alþjóða handknattleikssam- bandinu (IHF), verða stofnendur að hinu nýja Evrópusambandi. Fulltrúar Króatíu og Slóveníu verða á síofhfundinum í Berlín en þess má geta að fulltrúi Króa- tiu verður Ivan Snoj sem er fyrr- verandi formaður júgóslavneska handknattleikssambandsins. Á stofnfundinum í Berlín verð- ur tekin ákvörðun um hvenær Evrópukeppni landsliða verði sett á laggirnar en búist er við að hún byrji um áramótin 1992-93. Evrópukeppnin verði síðan úrslitakeppni 12-16 lands- liða og um leið vægi í forkeppni Evrópuþjóða fyrir heimsmeist- arakeppni og ólympíuleika. Evr- ópukeppni félagsliða verður með svipuöu sniði og hún hefur verið á undanförnum árum. Ekki hefur verið ákveðiö hvar höfuöstöðvar hins nýja sam- bands verða, ekki er útilokað að þær verði í Berlín en Þjóðverjar hafa boðið það. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, og Gunnar Gunn- arsson varaformaður verða full- trúar íslands á stofnfundinum. -JKS Víkingar taka í notkun íþróttahús Knattspyrnufélagið Víkingur tekur á laugardaginn kemur í notkun fullbúið íþróttahús á svæði félagsins við Stjörnugróf. Einnig tekur Vikingur þá i notk- un félagsheimili sem er sambyggt iþróttahúsinu. íþróttahúsið tekur um 1250 áhorfendur, þar af eitt þúsund í sæti. Hátíðin hefst klukkan 13.30 og verða nokkur ávörp flutt við það tækifæri og nýr Víkingssöngur verður frumfluttur. Allir Víking- ar og aðrir velunnarar félagsins eru velkomnir til að gleðjast með félagínu á þessum merku tíma- mótum. -JKS Sannfær- andi sigur ÍBK vann sannfærandi sigur á Stúdínum, 67-52, í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gærkvöldi. Ketlavíkurstúlkurnar voru fimasterkar, bæði í vöm og sókn. Þær höfðu átta stiga forystu í hálfleik, 28-20, og í byrjun síöari hálfleiks juku þær forskotið í 25 stig, 29-54. Þá urðu þær fyrir því áfalli að Anna María Sveinsdóttir meiddist á hné og varð að yfir- gefa völlinn. Stúdínur gengu þá á lagið og náðu að minnka muninn í 18 stig áður en flautað var til leiksloka. Keflavikurliðið er jafnt, harátt- an er þar í fyrirrúmi og verða þær ekki auðsigraöar í vetur. Stúdin- ur léku allar undir getu nema Hafdís Helgadóttir sem átti stór- leik. Stig ÍS: Hafdís 23, Kristín 14, Vigdís 8, Díana 8, Ema 2 og Kol- brún 1. Stig ÍBK: Olga 20, Kristín 14, Anna M. Sv. 14, Björg 10, Katrín 5 og Elínborg 4. -ih Körfuknattleikur - Japisdeild: Fyrsti sigur Skallagríms - lagði Hauka, 117-102, í Borgamesi Friðrik Ragnarsson. Körfuknattleikur: fingurbrotinn Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Friörik Ragnarsson, bakvörður Njarðvíkinga í körfuknattleik, er fingurbrotinn og verður frá keppni og æfingum í 3-4 vikur. Teitur Örlygsson sneri sig illa á æflngu á þriðjudagskvöld og eru taldar helmingslíkur á því að hann leiki gegn Þór í úrvalsdeildinni. Hreiðar Hreiðarsson verður í leik- banni í leiknum í kvöld. Einar Pálsson, DV, Borgamesi: Skallagrímur úr Borgarnesi, sem er nýliði í deildinni, vann sinn fyrsta sigur þegar hðið lagði Hauka að velli, 117-102, í Borgarnesi í gærkvöldi. Heimamenn höföu forystu allan leik- inn. Þess má geta að Haukarnir léku án Bandaríkjamanns en vonir standa til að bót verði ráðin á því fyrir næsta leik. Skallagrímur lék á köflum ágætan körfubolta og var sigur liðsins sann- gjarn. „Við lékum illa og ekki bætti úr skák hvað dómararnir voru lélegir. Maxim gerði ekki annað en að beija okkur niður en við fengum villurnar í staðinn. Okkar vantaði hæð og eins var hittnin slök. Ég er viss um að Skallagrímur á eftir að reyta stig af liðum á heimavelli með hjálp góðra áhorfenda," sagði Jón Arnar Ing- varsson, leikmaður Hauka. „Þetta var hraður leikur og skot- nýtingin var góð hjá okkur. Dómar- arnir leyfðu allt of mikið. Við héldum Jóni Emi alveg niðri eins og við ætl- uðum okkur. Það var frábært að vinna sigur fyrir hléið og áhorfendur eiga þakkir skitdar fyrir góðan stuðning til þessa í deildinni,“ sagði Hafsteinn Þórisson, fyrirhði Skalla- gríms, eftir leikinn. Sjónvarpið neitar að sýna leiki í Kaplakrika: FH ætlar að snúa sér til útvarpsráðs - vegna auglýsingar á gólfi íþróttahússins Handknattleiksdeild FH ætlar að snúa sér til útvarpsráðs Ríkisút- varpsins vegna þess að sjónvarpið hefur neitað að sýna frá leikjum í Kaplakrika í Hafnarfirði á meðan auglýsing er á gólfi hússins. DV fjallaði um þetta mál í síðustu viku og þá sagði Ingólfur Hannesson, yflrmaður íþróttadeildar RÚV, að sjónvarpið myndi ekki mæta með sínar vélar á meðan auglýsingin væri á gólfinu og vitnaði þar í samn- inga við HSÍ og samninga Alþjóða handknattleikssambandsins við Evr- ópusamband útvarps- og sjónvarps- stöðva. Viljum fá að sitja við sama borð og aðrir „Við viljum fá að sitja við sama borð og aðrir. í ellefufréttum á þriðjudags- kvöldiö var sýnt frá leik Vals og KR í körfubolta og þar blasti við á þrem- ur stööum á gólfinu auglýsing frá þeim sem framleiðir parketið. Þegar sýnt er frá körfubolta í Njarðvík blasir við nafn og merki bæjarins á miðju gólfinu. Það er auglýsing sem Njarðvíkurbær greiðir fyrir. Ég veit ekki hvað við FH-ingar höfum gert Ingólfi Hannessyni en viö viljum sitja við sama borð og aðrir. Við þurfum að standa undir fjárfrekum rekstri handknattleiksdeildarinnar og það er hart þegar svona er farið með góð- ar fláröflunarleiðir. Ég veit til þess að það eru mörg félög í biðstöðu - vilja setja auglýsingar á gólfin hjá sér en bíða eftir því hvernig fer hjá okk- ur,“ sagði Geir Hallsteinsson, fram- kvæmdastjórihandknattleiksdeildar FH, við DV í gær. FH-ingar hefðu átt að kynna sér málið „Mér finnst að FH-ingar hefðu átt að kynna sér málið áður en þeir fóru af stað með það í upphafi. Við erum tilbúnir að ræða við þá en þeir hafa kosið að reka málið á öðrum vett- vangi. Hvað gólfið á Hlíðarenda varð- ar hefur framleiðandi þess sett sitt merki á sínar fjalir með þægilegum hætti, á sama hátt og framleiðandi Benz-bifreiða setur Benz-merkið á sína vöru. í Njarðvík höfum við ekki amast við því þó bæjarfélagið setji sitt merki á gólfið, við lítum ekki á það sem auglýsingu," sagði Ingólfur Hannesson við DV í gær. Ég er ekki annar Sighvatur „Annars finnst mér að FH-ingar ættu að beina kröftum sínum að íþrótta- sambandi íslands og fá þaö til að móta heildarstefnu í þessum málum fyrir öll félög í landinu. Það er nán- ast óþolandi að einstök félög séu að rekast í þessu og stilli síðan mér eða RÚV upp sem einhverri grýlu sem sé að taka frá þeim fjármuni. Ég ætla ekki að taka að mér það hlutverk að vera annar Sighvatur Björgvinsson í þessum efnum! Við höfum þvert á móti margsinnis aöstoðað íþróttahreyfinguna á marg- an hátt við að afla sér tekna og höfum unnið með þeim félögum sem hafa látið svo lítið að ræða við okkur. Ef farið yrði af hörku í þessi auglýs- ingamál er ég hræddur um að menn rækju sig fljótlega á að þær auglýs- ingar, sem hanga uppi um alla veggi og jafnvel inni í mörkum íþrótta- húsa, samrýmast ekki þeim reglum sem ég hef áður vitnað í. Auglýsingar mega, strangt til tekið, vera í ein- faldri, 90 sentímetra hárri röð með- fram leikvelli og hvergi annars stað- ar,“ sagði Ingólfur Hannesson. -VS Pressuleikur í körf ubolta - allt það besta í íþróttinni í Krikanum á morgun Samtök íþróttafréttamanna ásamt Körfuknattleikssambandi íslands standa fyrir pressuleik í körfuknatt- leik sem fram fer í íþróttahúsinu í Kaplakrika klukkan 13.30 á morgun, laugardag. Mikið verður um dýrðir, svo sem troðslukeppni, þriggja stiga skotkeppni auk leiksins sjálfs. Ástæða er til að hvetja alla körfu- knattleiksunnendur til að fjölmenna á þennan leik því boðið verður upp á það allra besta í íslenskum körfu- knattleik í dag. Þarna gefst líka tæki- færi til að sjá íslenska landsliðið gegn sterku pressuliði áður en það heldur í æfinga- og keppnisferð til Banda- ríkjanna. Búast má við hörkuleik þar sem í pressuliðinu eru margir leikmenn sem leikið hafa með landsliðinu auk allra bestu útlendinganna sem leika í deildinni. Troðslukeppnin hefur alltaf verið vinsæl en Guðmundur Bragason sigraði í henni í fyrra en fær nú örugglega veröuga keppni frá Joe Harge, leikmanni Þórs á Akur- eyri. Landsliðið verður skipað eftirtöld- um leikmönnum: Albert Óskarsson............ÍBK BárðurEyþórsson........Snæfelli Einar Einarsson............UMFT Guömundur Bragason.........UMFG Henning Henningsson......Haukum Hermann Hauksson.............KR Hjörtur Harðarson...........ÍBK Magnús Matthíasson..........Val Nökkvi Már Jónsson..........ÍBK Pálmar Sigurðsson..........UMFG Rúnar Árnason..............UMFG Tómas Holton................Val íþróttafréttamenn hafa valið lið sitt og samanstendur það af eftirtöldum leikmönnum: FrancBooker.................Val Jón Kr. Gíslason............ÍBK Páll Kolbeinsson.............KR Jón Arnar Ingvarsson.....Haukum Valur Ingimundarson........UMFT JonathanBow.................ÍBK JoeHarge....................Þór AxelNikulásson...............KR Rondey Robinson............UMFN JohnBaer.....................KR -JKS Maxim Krupachev átti góðan leik með Sk Evrópukeppnin Valur i blint í! - með styrkleika Hs „Við rennum blint í sjóinn með styrk- leika Hapoel og því er lítið hægt að segja fyrir leikinn. En við fórum í þessa Evrópu- keppni með því hugarfari að hafa gaman af því, spila fyrir okkur sjálfa, en settum okkur ekki það takmark að komast sem lengst áður en við mættum Drott í fyrstu umferðinni," sagði Valdimar Grímsson, fyrirliði íslandsmeistara Vals í handknatt- leik. Valsmenn mæta Hapoel Rishon Lezion frá ísrael í 16 liða úrshtum Evrópukeppni meistarahða og fer fyrri leikurinn fram í Laugardalshöllinni klukkan 17 á sunnu- daginn, en sá síðari í ísrael laugardaginn 9. nóvember. „Viö þurfum að ná góðu forskoti í heima- leikjum, og að öllu eðlilegu ætti okkur að duga að vinna heimaleikinn með átta mörkum til að komast áfram. En í Evrópu- kepprii getur allt gerst, og maður er alltaf hræddastur við dómarana í útileikjum. Það er kannski öfugsnúið að maður skuh hugsa meira um dómarana en mótherjana, en staðreyndin er sú að í handbolta er ótrú- lega auðvelt að stýra leikjum með dóm- gæslu. Þess vegna þurfum við að vinna eins stórt á sunnudaginn og mögulegt er,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals. Avidesa er i - segir Júlíus Jónassc „í upphafi hvers leiks standa bseðin liði spænska liðiö Alzira Avidesa er mjög ste af baráttu, krafti og undir þeim kringumsú son, sem leikur með spænska liöir.u Bida „Það eru mjög góðir einstakhngar í Avid um yfir höfuð eru markvarsla og varnarli að ná hagstæðum úrslitum í leiknum í V sagðiJúlíus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.