Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 28
36 FÖfeTUDÁGÚR'l.'NÖVÉ'MÉÖR Í99Í: Merming Bíóborgin - Hvað með Bob? ★★ XA Fjölfælinn með f isk í bandi Bob (Bill Murray) er sálræn rúst og þorir varla út úr húsi af ótta viö gerla, stjórnlaus þvaglát, blótsyröa- köst og mjög margt annað. Hann er í meðferð en sál- fræðingur hans hefur gefist upp og sent hann til dr. Leo Marvin (Richard Dreyfuss) sem er að verða stjarna á sínu sviði. Bob líst strax vel á Leo, svo vel aö hann getur ekki hugsað sér að vera án hans. Það er ekki svo auðvelt því Leo er farinn í sumarfrí með fjölskyld- unni. Bob eltir, með miklum erfiðismunum og neitar Kvikmyndir Gísli Einarsson að skilja að dr. Marvin vilji ekki sjá hann. Skemmst er frá því að segja að hinn þolinmóði og skilningsríki dr. Marvin er ekki allur þar sem hann er séður og á Bob eftir að kalla fram það versta í honum. Formúlugamanmynd, en með frábærum leikurum og nægum húmor til að gera hana hina bestu skemmt- un. Dreyfuss og sérstaklega Murray eru í toppformi og togstreita þeirra er bráðfyndin. Það er til of mikils ætlast aö þeim takist að halda uppi dampi alla mynd- Richard Dreyfus og Bill Murray eru i toppformi i gam- anmyndinni Hvað með Bob? ina og hvert stefnir er frekar augljóst. Það breytir ekki því að þetta er með fyndnustu myndunum í ár. What About Bob? (Band-1991) 99 min. Saga: Alvin Sargent (Ordinary People) & Laura Ziskin. Handrit: Tom Schulman (Dead Poet’s Society) Leikstjórn: Frank Oz (Dirty Rotten Scoundrels). Leikarar: Bill Murray, Richard Dreyfuss, Juiie Hagerty (Bad Medecine), Charlie Korsmo (Dick Tracy). Andlát Ingólfur Guðmundsson oddviti, Litla-Kambi, Breiðuvíkurhreppi, varð bráðkvaddur 30. október. Guðbjörg Jónsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík, lést í Landspítalanum að kvöldi 30. október. ísak Eyleifsson fisksali, Lyngbrekku 12, Kópavogi, lést 31. október. Jarðarfarir Ingimar Finnbjörnsson útgerðar- maður, Hnífsdal, andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu, ísafirði, 26. okt- óber sl. Jarðarfórin fer fram frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 2. nóvember kl. 14. Aldís Bjarnadóttir, Grænuvöllum 3, Selfossi, lést í Landspítalanum aö morgni miðvikudagsins 30. október. Jarðarfórin fer fram frá Selfoss- kirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 13.30. Jóhann Kr. Kristjánsson, Lindargötu 22 c, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14. Guðni Þorvaldsson fiskmatsmaður, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14. Tilkynningar Lionsklúbburinn Engey heldur sinn árlega flóamarkað sunnu- daginn 3. nóvember kl. 14 í Lionsheimil- inu, Sigtúni 9. Mikið úrval góðra muna. Allur ágóði rennur til líknarmála. Félag eldri borgara Vetri fagnað í Risinu í kvöld kl. 19. Pott- réttur, skemmtiatriði og dans. Göngu- Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 á laugar- dagsmorgun. Sama dag kl. 15.30 verður Úölskylduskemmtun í laugardalshöll undir kjörorðinu „Vinátta '91“. Prjónablaðið Ýr komið út Nýkomið er út Prjónablaðiö Ýr með f]öl- breyttum prjónauppskriftum. Blaðiö fæst í flestum bóka- og hannyrðaverslun- um um land allt. Útgefandi er Garnbúðin Tinna. Áskriftasími 91-54610. Skátaforingjarfá vítamínsprautu Helgina 1.-3. nóvember mun Foringja- þjálfunarráð Bandalags íslenskra skáta- gangast fyrir nokkuð sérstæðu nám- skeiði fyrir skátaforingja. Námskeiðiö ber yfirskriftina „Vítamín” og er mark- miðiö aö gefa starfandi skátaforingjum nýjar og ferskar hugmyndir um ýmislegt er tengist skátastarfinu. Fariö verður yfir þætti eins og foreldrasamstarf, leiki, kvöldvökur, alþjóðasamstarf, almanna- tengsl og samskipti við fjölmiöla, um- hverfismál og útilíf, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verða kynntir fyrir þátttakend- um ýmsir starfsrammar. Þátttakendur á námskeiöinu eru 30 talsins og koma víöa að frá landinu. Námskeiðið verður haldið að Úlfljótsvatni og stjórnandi þéSs er Guðmundur Pálsson, verkefnastjóri Bandalags íslenskra skáta. Danskir dagar í verslunum Miklagarðs og Kaupstað í Mjódd Nú standa yfir danskir dagar í öllum verslunum Miklagarðs og Kaupstað í Mjódd. Meðan á þeim stendur gefst við- skiptavinum kostur á að kaupa á annað hundrað danskra vörutegunda á sér- stöku kynningarverði. Dönskum dögum er ætlað að þjóna hag neytenda í sam- ræmi viö kjörorð daganna: Danskir dagar - þér í hag. Þeir standa fram á laugardag- inn 9. nóvember. Margvíslegar uppákom- ur eru væntanlegar og má m.a. nefna að hin nýfræga danska fröken Inge Rass- musen kemur í Miklagarð við Sund og svipast þar eftir Dengsa. Danskur kjöt- höggsmaður verður á staðnum og Rósa Ingólfsdóttir lætur sig dreyma í dönsku sængurlíni. Ýmislegt verður einnig í boði fyrir börnin. Ferðalög Ferðafélag íslands Sunnudagsferðir 3. nóv.: Kl. 10.30 Skógfellavegur- Stóra-Skóg- fell-Grindavík. Aukagönguferð um þessa skemmtilegu þjóðleið úr Vogum til Grindavíkur. Kl. 13 Stóra-Skógfell-Gálgaklettur. Lit- ið fyrst í mynni Hesthellis hjá Grindavík- urvegi en síðan gengið á eða meðfram Stóra-Skógfelli að Sundhnúk og Gálga- kletti. Ganga við allra hæfi. Verð 1.100 kr„ frítt f. börn m. fullorðnum. Brottfór frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin (í Hafnarf. v/kirkjug.). Myndakvöld miö- vikudagskvöldið 6. nóvember kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Efni: Rað- gangan um gosbeltið, miðhálendisferðin og Grænlandsferöin. Á hjóli og gangandi í Borgarfirði 9.-10. nóvember. Fyrsta hópferð í Víðgemli eftir opnun hellisins. Útivistarferðir Dagsferðir sunnudaginn 3. nóvember kl. 10.30: Póstgangan, 22. áfangi: Hraungerði-Selfoss-Kotferja. í 22. áfanga póstgöngunnar verður fylgt gömlu leiö- inni frá Hraungerði að Kotferju eins og hún lá áður en brúin kom á Ölfusá. Geng- ið veröur frá Hraungerði um Laugar- dæla, gamla áningarstaðinn, um Sel- fossbæina og niöur með Ölfusá fram hjá Ölduhól og Dýflissu að Kotferju. Fylgdar- maður verður Páll Lýðsson frá Litlu- Sandvík. Pósthúsiö á Selfossi verður opn- aö vegna stimplunar póstgöngukorta. Kl. 13 Skálafell á Hellisheiði. Gengið frá Smiðjulaut um Hverahlíð og síðan á Skálafellið. Þægileg fjallganga og gott útsýni yfir Flóann. Brottfor í báðar ferðimar frá BSÍ, bensínsölu. Stansað við Árbæjarsafn og Fossnesti á Selfossi. Tónleikar Tónleikar í Langholtskirkju Allraheilagramessa er nk. sunnudag en á þeim degi er minnst þeirra sem látnir eru. í tilefni dagsins er efnt til tónleika í Langholtskirkju kl. 17. Kór Langholts- kirkju syngur tvær kantötur eftir J.S. Bach, nr. 21, Ich hatte viel Bekummem- is, og nr. 131, Aus der Tiefen rufe ich, Herr, zu dir. Flytjendur ásamt kómum em Harpa Harðardóttir, sópran, Þóra Einarsdóttir, sópran, Björk Jónsdóttir, alt, Þorgeir Andrésson, tenór, Ragnar Davíðsson, bassi, og Kammersveit Lang- holtskirkju. Stjómandi er Jón Stefáns- son. Tónleikamir eru haldnir á vegum Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS BJÖRNSSONAR frá Bragöavöllum, Borgarlandi 21, Djúpavogi. tngibjörg Ólafsdóttir Þórunnborg Jónsdóttir Ragnar Eiösson Steinunn Jónsdóttir Jón Sigurðsson og barnabörn Myndgáta --------IV/ w > Myndgátan hér að ofan lýsir málshætti. Lausngátu nr. 169: Eldtungur Minningarsjóös Guðlaugar Bjargar Páls- dóttur. Prestur er séra Flóki Kristinsson. I lok guðsþjónustunnar og á tónleikunum veröur tekiö viö framlögum til sjóðsins. Námskeið Frítt helgarnámskeið í jóga og sjálfsvitund Þessa helgi fhun Sri Chinmoy-setrið halda námskeið í jóga og hugleiðslu. Á námskeiðinu verða kenndar margs kon- ar slökunar- og einbeitingaræfingar jafn- framt því sem hugleiðsla er kynnt sem áhrifamikil aðferð til meiri og betri ár- angurs í starfi og aukinnar fullnægju í daglegu lífi. Komið verður inn á sam- hengi andlegrar iðkunar og sköpunar. Farið í hlutverk íþrótta í andlegri þjálfun og sýnd kvikmynd í því sambandi. Nám- skeiðið verður haldið í Árnagarði. Það er ókeypis og öllum opið. Það er í sex hlutum og byrjar fyrsti hlutinn í kvöld, 1. nóvember, kl. 20. Frekari upplýsingar má fá í sima 25676. Fundir Ráðsfundur ITC 29. ráðsfundur III. ráðs ITC á íslandi verður haldinn laugardaginn 2. nóvemb- er nk. að Hótel Lind. Skráning hefst kl. 10 og byrjar fundurinn kl. 11. Meðal efnis á fundinum er fræðsla í ræðumennsku og mannlegum samskiptum. Nánari upp- lýsingar veitir Gunnhildur Arnardóttir í síma 36444. Aðalfundur Sálarrannsóknar- félagsSuðurlands verður haldinn i Tryggvaskála á Selfossi sunnudaginn 3. nóvember kl. 20. Tapað fundið Kápur í óskilum á L.A. Café Nokkrar kápur eru í óskilum í L.A. Café, Laugavegi 45, sími 626120. Leikhús LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Laugard. 2. nóv. Sunnud. 3. nóv. Fimmtud. 7. nóv. Föstud. 8. nóv. Laugard. 9. nóv. DÚFNAVEISLAN Allar sýningar hefjast kl. 20. eftir Halldór Laxness. Lelkhúsgestir, athugiðl Ekki er hægt aö hleypa inn eftir að i kvöld. sýning er hafin. Fimmtud. 7. nóv. Laugard. 9. nóv. Laugard.16. nóv. Kortagestir, ath. aö panta þarf sér- Siðustu sýningar. staklega á sýningar á litla sviðiö. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 LJÓN í SÍÐBUXUM nema mánudaga frá kl. 13-17. Miða- eftir Björn Th. Björnsson. pantanir i sima alla virka daga frá kl. 10-12. Simi680680. 6. sýning laugard. 2. nóv. Græn kort gilda. Uppselt. 7. sýning miðvikud. 6. nóv. Hvit kort gilda. 8. sýning föstud. 8. nóv. Brún kort gilda. Fáein sæti laus. LeiklrtÁlínan .9j9jOHai)B Litla svið: Lelkhúskortln, skemmtileg nýjung, aðeins kr. 1000. Gjafakortln okkar, ÞETTING vinsæl tækifærisgjöf. eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Greiöslukortaþjónusta. Lelkfélag Reykjavíkur. íkvöld. Borgarlelkhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.