Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR L NÓVEMBÉR 1991.' Byrjunarörðugleikar við Blönduvirkjun: Fréttir Eins og skrattinn fari á rassinum niður gilið —t--------- annað slagið undanfarið. Þetta er svona mishátt er í ánni og mikil sást t.d. um daginn til fjögurra kinda úr aftutv sagði Sigurður Ingvi r ur un n, ,Nor .vestra: bölvanlegt gagnvart skepnum þegar hætta á að þær fari sér að voða. Það sem fóru í ána, þrjár skiluðu sér upp Björnsson, jóndi á Guðlaugsstöðum. Daginn áður en fyrsta aflvél Blönduvirkjunar var ræst, eða 4. október, var yfirfall Gilsárstíílu próf- að og hleypt yfir allmiklu vatns- magni. Vatnsflaumurinn greip með sér jarðveg og grjót úr Gilsárgili og var krafturinn svo mikill að botn ræsis í gegnum nýja veginn hreins- aðist burtu. Efnið úr gilinu, hátt í 35 þúsund rúmmetrar, safnaöist í stóran haug í frárennslisskurðinum frá virkjun- inni. Þetta hefur skapað bakþrýsting á vélarnar viö raforkuframleiðsluna og þurft hefur að grípa þar til ýmissa ráðstafana. Farið var með jarðýtu og gröfu niður að frárennslisskurðinum og gerður farvegur til bráðabirgða fyrir frárennslið frá vélum virkjun- arinnar til að minnka bakþrýsting. Að sögn Ólafs Jenssonar staðar- verkfræðings veröur að hreinsa efn- ið úr frárennslisskurðinum bráö- lega. Menn hafa uppi ákveðnar hug- myndir um heftingu framburðar úr Gilsárgilinu, en ekki liggi eins mikið á með það því sárasjaldan eigi að vera þörf á að hleypa vatni um yfir- fallið í Gilsárstíflunni, aðeins þegar sérstakar aðstæður skapist. Má þar nefna t.d. ef raforkufram- leiðsla stöðvast um tíma og afsetja þarf vatn úr lóninu. Það var vegna slíkra prófana sem vatni var hleypt yfir Gilsárstífluna 4. október. „Við vorum búnir að vara þá við þessu. Gihð er þröngt og vitað var að jarðvegur er laus þarna. Þetta var hroðaleg aðkoma, eins og skrattinn hefði rennt sér á rassinum niður gil- iö. Vatnsflaumurinn hefur dýpkað það á annan metra víða. Þeir hafa verið að hleypa þarna vatni í gegn Jólabónusinn verður greiddur í ár „Jólabónus sá sem greiddur var í desembermánuði í fyrra er inni í kjarasamningunum. Við lítum því svo á að hann verði einnig greiddur í ár. Kjarasamningarnir, sem runnu út í september, eru í gildi þar til nýir kjarasamningar hafa verið gerðir,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, í samtali við DV. Margir voru hræddir um að jóla- bónusinn kæmi ekki til útborgunar í ár þar eð kjarasamningarnir eru útrunnir og nær öruggt að nýir samningar verða ekki tilbúnir fyrir jól. Þessi bónusgreiðsla er mishá eftir verkalýðsfélögum, eöa frá um 10 þús- und krónum og upp í 25 þúsund krónur. -S.dór Uppsagnir hjá Flugleiðum Flugleiðir hafa ákveðið að segja upp 64 starfsmönnum. Margir hafa þegar fengiö uppsagnarbréf en aðrir eiga von á þeim um mánaðamótin. 28 starfsmönum er sagt upp í ýmsum deildum vegan sparnaöar og aðhalds í rekstri. 36 er sagt upp í farþegaaf- greiðslu á Keflavíkurflugvelli vegna endurskipulagningar. IT’S TIME FOR A NEW KIND OF MAGIC. ÞESSI FRÁBÆRA MYND ER KOMIN ÚT Á MYNDBANDI OG ER EIN AF ÓTRÚLEGA MÖRGUM NÝJUM MYNDUM SEM PRÝÐA HILLUR OKKAR í VIDEOHÖLLINNI. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.