Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991. 39, Sviðsljós Veður JR kveður Dallas JR Ewing, eöa Larry Hagman eins og maðurinn reyndar heitir, segist alls ekki vera ósáttur við að Dallas- þættirnir séu hættir. Hann segir aö þegar þættirnir hófu göngu sína á sínum tíma hafi JR, þessi harðgerði og allt að því illgjarni maður, fallið í góðan jarðveg hjá fólki og því hafi þættirnir orðið svona vin- sælir. „Enn ávarpar fólk mig á götu úti sem JR,“ segir kappinn og bætir því við að hann hafi ekkert við það að athuga. Kannski ekki óeðlilegt því að JR Ewing og Dallas hafa gert Larry, sem nú nálgast sextugt, að Larry Hagman hefur ástæðu til að brosa enda hafa Dailas þættirnir gert hann að milljónamæringi. milljónamæringi. Fyrir utan að leika eitt aðalhlut- verkiö í þáttunum hefur Larry að- stoðað við upptöku þáttanna og fyrir þremur árum var hann gerður að stjórnanda þeirra. Nú er svo komið að áhugi Banda- ríkjamanna á Dallas fer dvínandi og því tímabært að hætta framleiðslu þáttanna eftir hvorki meira né minna en fjórtán ár. Svona til fróðleiks má geta þess að þættirnir náðu hátindi frægðar sinn- ar á árunum 1980-81 þegar meira en 300 milljónir manna fylgdust með til að komast að því hver skaut JR. Nýr maður og ný kvikmynd, eng- in lognmolia þar. Og enn er verið að betrumbæta mótorhjólin. Þetta BMW-hjól kemur á markaðinn í febrúar á næsta ári og þykir það flottasta í dag. Hjólið er með 1092 kúbika vél og er hundrað hestöfl. Framleiðandinn segir það komast upp i rúmlega 210 kílómetra hraða á klukkustund en það kostar um niu hundruð þúsund krónur. Fyrsta myndin Það voru tímamót í lífi leikkon- unnar Jodie Foster þegar fyrsta kvikmyndin sem hún hefur leik- stýrt, Little Man Tate, var frum- sýnd í New York fyrir nokkru. Hún mætti galvösk og brosandi á frumsýninguna með nýjan karlmann upp á arminn, Marco Pastenella, og bendir bæði nafiúð og útlitið til að hann sé af ítölsk- um ættum. Seinna um kvöldið tóku þau þátt i miklum veisluhöldum í til- efni frumsýningarinnar og skemmtu sér langt fram á nótt. Bútar... í örvæntingu sinni að líta vel út gerði Michael Jackson sér lítið fyrir og eyddi fyrir nokkru átján þúsund krónum í tískublöð er hann átti leið fram hjá blað- astandi í Beverly Hills... Heyrst hefur að Michelle Pfeif- fer sé farin að sækja karate og boxtima til þess að vera i sínu besta formi hingað til er hún leik- ur kattarkonuna í Batman II... Ástralskt fyrirtæki hefur beðiö Mick Jagger um einkaleyfi á ösk- unni hans þegar hann er allur. Eigandi þess sagðist mundu selja hana í litlum öskjum og gefa ætt- ingjum söngvarans prósentur af sölunni... Eddie Murp- hy að fitna Gamanleikarinn Eddie Murphy reynir nú hvað hann getur að fá handritinu breytt í nýjustu mynd sinni, Boomerang. Þar sem leikarinn sjálfur hefur bætt á sig einum fimmtán kílóum frá síðustu kvikmynd bað hann handritshöfundana að leggja meiri áherslu á matarást persón- unnar sem hann leikur og bar- áttu hennar við aukakílóin. Þá lítur nefnilega út fyrir að Eddie sé svo áhugasamur leikari að hann hafi bætt á sig kílóunum bara fyrir hlutverkið, rétt eins og Robert De Niro í Raging Bull. freema*is MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI - 653900 ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóðum salar- kynnum okkar. DliSIÍSli Álfheimum 74, sími 686220 liz Taylor æf út í Larry Larry Fortensky, nýi eiginmaðurinn hennar Elísabetar Taylor, fékk heldur betur að heyra það þegar frúin kom heim úr ferðalagi sem hún fór í til Japans til styrktar eyðnisjúklingum. Larry notaði tækifærið og bauð til sín vinum og ættingjum, sem alhr eru af lág- stéttum, og heimili þeirra hjóna var eins og ruslatunna á eftir. Heimboðið breyttist í villt partí þar sem drukkið var óhóflega og dansað á borðum. Einhverjir gerðu sér lítið fyrir og gröms- uðu í persónulegum eigum Elísabetar, þ.á m. fataskápnum sem var fullur af dýrum sérhönnuðum kjólum og skartgripum. Það er ekki alltaf dans á rósum að vera af ólikum uppruna. Fjölimðlar Ég verð að hrósa sjónvarpinu fyr- ir lítilræði. I gærkvöld voru áhorf- endur komnir á kaf í enn eina morð- gátuna hjá Matlock. Hún var svo flókin að ekki dugði einn þáttur til. Þá brá Sjónvarpið á það ráð að sýna annan þáttinn strax í kvöld. Þetta er mikil framfór og vonandi að þessi háttur verið oftar haíður á á þeim bæ. Allt of oft er verið að teygja þriggja eða fjögurra þátta krimma yfirjafiimargar vikur. Söguþráður- inn og innbyrðis tengsl sögupersóna eru stundum svo fiókin að áhorf- endur missa þráðhm og koma nán- ast af fjöllum þegar næsti þáttur er sýndur viku síðar. Annars má Matlock alveg fara í smáfrí og Feiti maðurinn hka. Annars kvarta menn hástöfum yfir því að teikni- myndir fyrir fréttir skuli aflagðar. Sjónvarpið fær stóran mínus hjá ■ börnunum íyrir það. Rýnir má til að segja örfá orð um þáttinn hans Hemma í fyrrakvöld. Þættirnir hafa fengið yfirbragð at- vinnumennsku. Hemmi hefur lært eitthvað um töframátt kynninganna í fór sinni til Bandarikjanna eins og kynningaröddin (a la Johnny Car- son) í upphafi þáttarins segir til um. Sigrún Eövaldsdóttir hlýtur aö vera draumur hvers þáttageröarmanns. Hún var afar ánægjuleg tilbreyting frá „fúlum á móti“ sem er áberandi einkenni þjóðarsálarinnar. Full ástæða er til að hrósa Sigurði H. Richter fyrir að hafa haldið vis- indaþætti sínum úti jafnlengi og raun ber vitni og ekki sist fyrir að hafa yfirleitt eitthvaö atliy ghvert á prjónunum. Aö lokum: Maður hefur á tilfinning- unni að þeir á Stöð 2 hafi hreinlega ekki fattaö hve góðan og skemmti- legan fréttamann (að öðrum ólöst- uðum) þeir hafá í Jóni Ársæli. Sá maður er alveg sér á báti en viröist bara ekki fá aö njóta sín sem skyldi. Þaðersynd. Haukur Lárus Hauksson I dag má búast við rigningu eða súld viða um land en á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi snjóar. Vindur verður vaxandi úr norðvestan um landið vest- anvert og síðdegis verður orðið allhvasst vestast á landinu og þá með skúrum á Suður- og Suðvestur- landi. Um landið austanvert verður vindur hægur og breytilegur og gert er ráð fyrir áframhaldandi vætu þar, í það minnsta til kvölds. Veður fer smámsaman kólnandi, einkum norðanlands og vestan. Vegna slyddu á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi er rétt að vara við mikilli hálku fram eftir degi. Akureyri þoka 2 Egilsstaðir rigning 0 Kefla víkurflug völlur súld 4 Kirkjubæjarklaustur skýjað 3 Raufarhöfn rign/súld 5 Reykjavik alskýjað 5 Vestmannaeyjar súld 5 Bergen rigning 7 Helsinki skýjað 4 Kaupmannahöfn skýjað 4 Úsló alskýjað 4 Stokkhólmur skýjað 5 Þórshöfn skýjað 8 Amsterdam þokumóða É Barcelona þokumóða 13 Berlín þokumóða -2 Chicago þokumóöa 12 Feneyjar þokumóða 2 Frankfurt þokumóða -3 Glasgow skýjað 10 Hamborg léttskýjaó 0 London rigning 12 LosAngeles heiðskírt 14 Lúxemborg þoka 2 Madríd þoka 6 Malaga þoka 13 Mallorca þokumóða 11 Gengið Gengisskráning nr. 209. - .nóv.1991 kl.9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 59,340 59,500 60,450 Pund 103,163 103,441 103,007 Kan. dollar 52,862 53,004 53,712 Dönsk kr. 9,1553 9,1800 9,1432 Norsk kr. 9,0595 9,0840 9,0345 Sænsk kr. 9,7406 9,7669 9,7171 Fi. mark 14,5459 14,5851 14,5750 Fra. franki 10,3896 10,4176 10,3741 Belg. franki 1,7250 1,7297 1,7196 Sviss. franki 40,3948 40,5037 40,4361 Holl. gyllini 31,5110 31,5960 31,4181 Þýskt mark 35,5095 35,6053 35.3923 It. líra 0,04740 0,04752 0,04738 Aust. sch. 5,0491 5,0628 5,0310 Port. escudo 0,4131 0,4142 0,4120 Spá. peseti 0,5638 0,5653 0,5626 Jap. yen 0,46383 0,45505 0,45721 Irsktpund 94,941 95,197 94,650 SDR 81,1486 81,3674 81,8124 ECU 72,6767 72,8726 72,5007 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 31. október seludst alls 47,156 tonn. Magní Verðíkrónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,114 37,27 29,00 65,00 Háfur 0,011 3,00 3,00 3,00 Hnísa 0,028 40,00 40,00 40,00 Karfi 0,212 55,33 35,00 60,00 Keila 0,453 34,91 34,00 39,00 Langa 2,873 77,00 77,00 77,00 Lúða 0,141 305,00 280,00 395,00 Lýsa 1,756 63,63 60,00 69,00 Bland 0,024 135,00 135,00 135,00 Skata 0,013 125,00 125,00 125,00 Skarkoli 5,275 80,58 78,00 85,00 Skötuselur 0,105 240,00 240,00 240,00. Steinbítur 6,456 69,27 20,00 80,00 Þorskur, sl. 7,207 97,84 80,00 109,00 Þorskflök 0,056 170,00 170,00 170,00 Þorskur, ósl. 4,596 106,88 84,00 118,00 Ufsi 0,858 66,53 27,00 67,00 Undirmál. 1,722 65,40 59,00 75,00 Vsa, sl. 5,682 121,80 74,00 145,00 Ýsa, ósl. 9,574 95,44 71,00 110,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 31. október seldust alls 13,846 tonn. Tindaskata 0,025 5,00 5,00 5,00 Blandað 0,012 10,00 10,00 10,00 Smáýsa 0,067 73,00 73,00 73,00 Lúða 0,011 270,00 270,00 270,00 Ýsa.ósl. 6,977 104,40 55,00 117,00 Smáýsa, ósl. 1,002 66,50 65.00 69,00 Lýsa, ósl. 0,336 53,00 53,00 53,00 Þorskur, ósl. 1,373 94,29 89,00 98,00 Ýsa 0,709 109,99 102,00 114,00 Þorskur 2,068 110,00 110,00 110,00 Steinbítur 0,082 69,00 69,00 69,00 Langa 0,082 79,00 79,00 79,00 Koli 0,010 74,00 74,00 74,00 Karfi 1,074 40,00 40,00 40,00 Fiskmarkaður i Þorlákshöfn 31. október seldust alls 2,849 tonn. Háfur 0,063 8,00 8,00 8,00 Karfi 0,360 45,00 45,00 45,00 Keila 0,827 41,24 40,00 42,00 Langa 0,033 69,00 69,00 69,00 Lýsa 0,022 15,00 15,00 15,00 Steinbítur 0,099 56,00 56,00 56,00 Þorskur, ósl. 0,094 96,00 96,00 96,00 Ufsi 0,265 59,00 59,00 59,00 Ýsa, ósl. 1,067 108,00 108,00 108,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 31. október seldust alls 102,613 tonn. Þorskur 39,344 109,17 80,00 123,00 Ýsa 1 30,462 114,32 80,00 130,00 Steinbítur 0,260 80,38 80,00 81,00 Lýsa 0,450 50,00 50,00 50,00 , Tindasakta 0,011 8,00 8,00 8,00 Háfur 1.900 9,'37 9,00 10,00 Skata 0,154 125,07 125,00 126,00 Blandað 0,247 44,33 43,00 50,00 Skötuselur 0,044 252,16 250,00 255,00 Langa 4,522 66,17 62,00 70,00 Lúða 0,046 424,02 10,00 490,00 Langlúra 0,013 30,00 30,00 30,00 Karfi 0,244 58,00 58,00 58,00 Síld 2,508 10.00 10,00 10,00 Undirmál. 1,366 57,11 59,00 76,00 Keila 12,794 43,71 39,00 48,00 Ufsi 8,058 62,78 34,00 73,00 Blálanga 0,190 85,00 85,00 85,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.