Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991. Utlönd Barðisexvikna gamallidóttur sinni viðvegg Robert Rouse, rúmlega tvitugur Breti, hefur verið daemdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir að myrða sex vikna gamla dóttur sína. Rouse tók stúlkuna upp á fótunum úr vöggu sinni og barði henni í svefnherbergisvegginn. Stúlkan hét Sudio Porsche Carrera og var heitin eftir popp- stjörnu, uppáhalds bílategund föður síns og eldri systur sinni. Rouse var einnig dæmdur fyrir misþyrmingar á báðum dætrum sínum. Móðirin, sem er aðeins 19 ára gömul, var sýknuð. Tværkonurlétu iífiðísjálfs- morðsvél Tvær konur í Detroit í Banda- rikjunum hafa látið lífið i sjálfs- morðsvél sem maöur að nafni Jack Kevorkian hefur hannað. Maður þessi er meðal annars kunnur fyrir handbók um sjálfs- morð en þar hvetur hann fólk til að stytta sér aldur og leiðbeinir því við verkið. Konurnar gerðu ættingjum sin- um grein fyrir ákvörðun sinni á myndbandi áður en þær gengu á vit feðra sinna. í vél Kevorkians fær fólk banvæna sprautu og gas. Lögreglan hefur yfirheyrt hönn- uðinn en getur ekki ákært hann fyrir morð. Þingforseti vill ekki leika í aug- lýsingum Bemard Weatherill, forseti neðri málstofu breska þingsins, neitar staðfastleg öllum tilboðum um að leika í auglýsingum - sama hvað er í boöi. Eftir að farið var að sjónvarpa beint frá þingfundum hefur for- seti orðið mjög vinsæll í Bret- landi. Hann þykir einkar rögg- samur í embætti og stjórnar þing- fundum með harðri hendi enda gerast breskir þingmenn oft uppi- vöðslusamir. „Ég er ekki stjarna. Starf mitt vinn ég í þingsölum,“ segir hann. i Lestarstjórar megadrekka viðvinnusína Yfirvöld í Bretlandi geta ekki komið sér saman um reglur til að koma i veg fyrir að lestarstjór- ar séu undir áhrifum áfengis við ■ vinnu sína. Lagt hefur veriö til að sömu reglur gildi um lestarstjóra og bílstjóra. Lögreglan er andvíg hugmyndinni og vill að lestar- stjórum verði með öllu bannað að vera undír áhrifum áfengis í vinnunni. En á meðan deilt er geta þeir sem aka járnbrautar- lestum fengið sér einn eða tvo létta áður en þeir leggja í hann. Saklausirþrátt fyrir manndráp Sjóliðsforingjarnir á kafbátn- um, sem dró niöur skoska togar- ann Antares í nóvember á síöasta ári, veröa ekki ákærðir fyrir manndráp þótt sannað þyki að þeir hafi sýnt vítavert kæruleysi við slysið, Yarpa togarans festist i kaf- bátnum sem engu að síður hélt sina leið meö þeim aíleiöingum að togarinn sökk. Bjórir menn drukknuðu. Skoskir sjómenn eru reiðir vegna þessara málalykta og segja að dómskerfið verndi sjóliðsforingjana þótt sekt þeirra sé augljós. Brasilía: Lögreglan grunuð um morð á úti- gangsbörnum Opinber rannsókn er hafin í Sao Paulo í Brasilíu vegna ásakana á hendur lögreglumönnum um að þeir hafi myrt útigangsbörn á götum borgarinnar í þeim tilgangi að fækka þeim. Eitt helsta sönnunargagnið er þessi mynd sem sýnir hvar lögreglumaður að nafni Carlos Antonió Santana Aquino hefur stungið 38 kalíbera skammbyssu upp í munninn á ung- um götustrák. Aquino hefur verið handtekinn grunaður um að hafa myrt börn með þessum hætti. Myndin birtist upphaflega í dag- blaðinu Daily Polha í Sao Paulo þann 16. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir þrálátan orðróm um að lögreglan hefði gerst sek um morð hefur málið ekki verið tekið upp fyrr en nú. Aquino var handtekinn síðasta sunnudag og færður til yfirheyrslu. Lögreglan segir fátt um yfirheyrsl- urnar þótt hún hafi viðurkennt með handtökunni að rannsóknar sé þörf í málinu. Svipaðar sögur af framferði lög- reglunnar hafa verið á kreiki í fleiri borgum Brasihu. Reuter Björn Bjarnason Árni Johnsen Halldór Blöndal Einar K. Guðfinnsson Hjálmar Jónsson Tómas Ingi Olrich Sturla Böðvarsson Ingi Björn Albertsson Carlos Antonio Santana Aquino, lögreglumaður í Sao Paulo í Brasilíu, hefur verið handtekinn, grunaður um morð á útigangsbörnum. Símamynd Reuter Friðrik Sophusson VELFERÐ Á VARAN LEGUM GRUNNI Sjálfstœðisflokkurinn efnir þessa dagana til almennra stjórnmálafunda í öllum kjördœmum landsins. Nœstu fundir verða sem hér segir: Laugardaginn 2. nóvember: Dalvík: kl. 14:00 í Bergþórshvoli. Ræðumenn: Halldór Blöndal, Tómas Ingi Olrich. Sunnudaginn 3. nóvember: Búðardalur: kl. 15:00 í Dalabúð. Ræðumenn: Sturla Böðvarsson, Ingi Björn Albertsson. ísafjörður: kl. 15:00 í Stjórnsýsluhúsinu. Ræðumenn: Friðrik Sophusson, Einar K. Guðfinnsson. Davíð Oddsson Geir H. Haarde Þorsteinn Pálsson Egill Jónsson Sauðárkrókur: kl. 16:00 í Safnahúsinu. Ræðumenn: Hjálmar Jónsson, Björn Bjarnason. Akureyri: kl. 15:00 í Sjallanum. Ræðumenn: Davíð Oddsson, Halldór Blöndal. Húsavík: kl. 20:30 á Hótel Húsavík. Ræðumenn: Geir H. Haarde, / Arni Johnsen. Höfn: kl. 16:00 í Sjálfstæðishúsinu. Ræðumenn: Þorsteinn Pálsson, Egill Jónsson. Allir velkomnir. SJÁLFSTÆÐISF LOKK.U RI N N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.