Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RViK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Áhrif Bandaríkjanna Friðarráðstefnan í Madríd er hafin. ísraelsmenn og arabar eru sestir að samningaborði. í fyrsta skipti í sögunni standa ísraelsmenn og Palestínumenn hvorir andspænis öðrum í þeim tilgangi að ná samkömulagi um eitt viðkvæmasta og erfiðasta úrlausnarefni sam- tímans. Tilvera tveggja þjóða er háð þessum fundi og þeim viðræðum sem þar eiga sér stað. Hér er mikið í húfi og enginn skal halda að niðurstöð- ur náist í fyrstu atrennu. Til þess eru ágreiningsefnin of mörg. Til þess þarf mikla þolinmæði og þrautseigju. Til þess þarf að sætta of mörg sjónarmið. Aðalatriðið er að stríðandi öfl hafa sest niður og eru byrjuð að tala saman. Það er mikill árangur í sjálfu sér. Engum ber að þakka þennan sögulega fund sem James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið óþreytandi í friðarviðleitni sinni. Hann hef- ur ferðast fram og aftur, til og frá Mið-Austurlöndum, borið skilaboð á milli, borið klæði á vopnin og haft er- indi sem erfiði. James Baker er Texasbúi og hefur kom- ist til valda í utanríkisráðuneytinu bandaríska fyrir vin- skap sinn við Bush forseta. En hann hefur sýnt og sann- að að hann stendur undir þeim vanda sem hann hefur tekist á hendur og kann meira fyrir sér en að græða á olíuframleiðslu í Texas. Framganga James Baker og Bandaríkjanna í þessu máli hefur og dregið fram í dagsljósið þau miklu áhrif sem Bandaríkin hafa og raunar þá yfirburðastöðu sem þetta öfluga ríki hefur í heiminum. Sameinuðu þjóðirn- ar hafa ekki haft bolmagn til að leysa deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Sovétríkin hafa enga burði til að skerast í leikinn og það er fyrir tilstilli Bandaríkja- manna sem Gorbatsjov er mættur í Madríd. Það var og fyrir orð Bandaríkjamanna sem ísrael og Sovétríkin tóku aftur upp stjórnmálasamband. Það er meginskýr- ing á breyttum viðhorfum í arabaheiminum að Sovétrík- in eru ekki lengur það afl sem þau voru áður. Persaflóa- stríðið færði aröbum heim sanninn um að það er aðeins eitt riki í veröldinni sem hefur vald og áhrif til að stjórna ferðinni og það eru Bandaríkin. Friðarráðstefnan í Madríd er þar af leiðandi ekki aðeins söguleg stund fyrir ísraelsmenn og araba og von- ina um friðsamlega lausn á deilunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Ráðstefnan er staðfesting á ægivaldi Banda- ríkjanna í alþjóðamálum. Þess frekar er ánægjulegt til þess að vita að Bandarík- in beíta þessu valdi sínu og afli til að ná sáttum milli stríðandi aðila. Bandaríkjamenn neita ekki aflsmunar til að sölsa undir sig yfirráð. Þau standa ekki í landvinn- ingum. Bandaríkin hafa tekið að sér hlutverk sáttasemj- arans. Því hlutverki má ekki gleyma og þeim þætti málsins er vert að gefa gaum vegna þess að kalda stríðið milli austurs og vesturs var meðal annars háð á þeim forsend- um að hvorug valdablokkin mætti ná yfirburðum. Kenn- ingin var sú að valda- og vopnajafnvægi milh risaveld- anna varðveitti friðinn. Nú er að koma í ljós að sú kenning var röng. Banda- ríkin hafa beitt sér fyrir friðarráðstefnu í viðkvæmasta deilumáli nútímans. Fulltrúar þeirra, með utanríkisráð- herrann í broddi fylkingar, nota aðstöðu sína til að knýja fram viðræður milli bandamanna sinna, ísraels- manna, og hinna svörnu andstæðinga, arabanna. Það er lofsvert framtak. Ellert B. Schram r ■ .Palestinumenn eiga 14 fulltrúa i sendinefndinni í Madríd PLO á nýrri braut Eitt af því sem gert hefur mögu- legt að efna til ráðstefnunnar í Madríd um Miðausturlönd er breytt afstaða Palestínumanna. í áratugi hefur barátta Palestínu- manna byggst á þeirri óraunsæju forsendu að arabaríkin muni koma þeim til hjálpar og einfaldlega ganga milli boís og höfuðs á ísrael og knýja fram sigur hernaðarlega. Þetta er sú lína sem PLO-samtökin hafa fylgt, í orði kveðnu að minnsta kosti, allt fram á síðustu ár. Enda þótt Arafat, leiðtogi þeirra, hafi 1988 með óljósum hætti og í mikilli andstöðu við félaga sína hálft í hvoru viðurkennt tilverurétt ísra- elsríkis fylgdi þar ekki hugur máli, aö minnsta kosti ekki meðal þorra liðsmanna PLO. PLO-samtökin eru heildarsamtök, innan þeirra eru að minnsta kosti 13 samtök af ýmsum toga. Deild Arafats, A1 Fatah, hefur verið öflugust og var á sínum tíma skæðasti óvinur ísraels á hernað- arsviðinu, sérstaklega áður en PLO var rekið frá Jórdaníu í svarta sept- ember 1970. Eftir það hafa aðrir hópar verið enn herskárri en A1 Fatah, einkum PLFP-hópurinn og DFLP-hópurinn sem undanfarið hafa verið þeir sem herjað hafa á ísrael í óþökk Arafats. Pólitík og hernaður Andstætt því sem ísraelsmenn segja eru PLO ekki hernaðarsam- tök til að fremja hryöjuverk, PLO eru stjórnmálaleg yfirstjórn allra samtaka Palestínumanna. Árið 1974 viðurkenndu öll arabaríki PLO sem hina einu réttu fulltrúa þeirra. PLO hafa þing, sem er æðsta stjórn samtakanna og fram- kvæmdanefnd, þar sem Arafat er formaður en nú er svo komið að Arafat hefur aðeins takmarkaða stjórn á samtökunum, þau eru margklofin. Eftir að ísraelsmenn gerðu innrás sína í Líbanon 1982 og hröktu PLO í útlegð frá Beirút til Túnis hafa tengsl samtakanna við sjálfa íbúana á hemumdu svæðunum minnkaö til muna en samtökum íbúanna sjálfra vaxiö ásmegin. Af þessu hefur leitt að fram hafa komið nýir leiðtogar sem eru ekki jafnbundnir af þeirri ein- strengingslegu afstöðu sem ein- kennt hefur PLO þar sem krafist hefur verið sigurs yfir ísrael og málamiðlunum hafnað. Þessir nýju leiðtogar líta áfram á sig sem full- trúa PLO því að PLO er áfram hið eina raunverulega stjórnmálaafl Palestínumanna. Til málamynda er þó látið líta svo út að þeir séu óháðir PLO á ráðstefnunni í Madríd, það er skilyrði ísraels- manna sem líta á PLO eingöngu sem hermdarverkasamtök. Intifadan og PLO Intifadan, uppreisn íbúa her- numdu svæðanna, sem staðið hef- Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður ur í rúm íjögur ár, hefur veikt stöðu PLO. Eftir því sem betur hefur komið í ljós að barátta með illu ber engan árangur, þvi að Intifadan hefur engum áþreifanlegum ár- angri skilað, hefur forysta PLO lát- ið það viðgangast að fram á sjónar- sviðið kæmi ný kynslóð palest- ínskra leiðtoga sem hefur aðrar hugmyndir um lausn deilumál- anna en hið steinrunna hatur síð- ustu áratuga. Palestínumenn eiga 14 fulltrúa í sendinefndinni í Madríd, engan þeirra beint tengd- an PLO opinberlega en að auki eru í Madríd hinir raunverulegu áhrifamenn nefndarinnar, ráðgjaf- arnefndin, sem hefur það óopin- bera hlutverk aö tryggja að sjón- armið PLO séu ríkjandi í málflutn- ingi sendinefndarinnar. í þessari ráðgjafarnefnd eru tveir af hinum áhrifamestu nýju leiðtogum Palest- ínumanna, Faisal Husseini og Hanah Asrawi. Með því að hafa Husseini í þessari áhrifastöðu utan sjálfrar nefndarinnar er sniðgengið bann ísraelsmanna við fulltrúum frá Austur-Jerúsalem en Asrawi hefur fyrir sitt leyti getið sér gott orð fyrir rökfimi og mælsku í kapp- ræðum í sjónvarpi, svo sem sjá mátti á CNN síðastliðinn vetur. Þau eru bæði nátengd PLO. Nýir leiðtogar Þessir nýju leiðtogar og einnig dr. Haidal Abdel-Shafi, formaður nefndarinnar, eru nú í þeirri að- stöðu að hafa skyggt á sjálfan Ara- fat sem leiðtogar Palestínumanna. Þau Husseini, Asrawi og Abdel- Shafi eru öll þeirrar skoðunar að leiðin til lausnar sé að semja en hætta vonlausri vopnaðri baráttu. Þau hafa gert sér grein fyrir því að við ofurefli er að etja en því fer samt fjarri að allur almenningur á hernumdu svæðunum hafi skyn- semina að leiðarljósi. Þau eru tald- ir svikarar af sumum og hinir hörðustu reyna eftir megni að spilla fyrir viðræðunum með of- beldisverkum gegn ísrael og lífláts- hótunum gegn hinum hófsamari leiðtogum. Það er undir ísraels- mönnum komiö hvort hinir hóf- sömu leiðtogar endast í áhrifastöð- um. Ef ekkert vinnst með samning- um vegna óbilgirni Shamirs er við því að búast að almenningur, sem nú styður Husseini og hina fulltrú- ana að miklum meirihluta sam- kvæmt skoðanakönnunum, snúi við þeim baki og halli sér aftur að hinum ofbeldissinnuðu. Skynsemi og staðreyndir Undirrótin að breyttri afstöðu PLO er niðurstaða Persaflóastríðs- ins. Ósigur íraks var óræk sönnun þess að árangurs í baráttunni er ekki að vænta með vopnavaldi. Jafnframt skilja Palestínumenn nú að tíminn vinnur með ísrael. ísra- elsmenn eru smám saman aö búa til nýjar staðreyndir, byggðir gyð- inga á hernumdu svæðunum eru staðreynd sem ekki verður breytt. Stefnan að óbreyttu er að halda þeim áfram og jafnvel hrekja alla íbúa hernumdu svæðanna yfir til Jórdaníu. Ráðstefnan í Madríd er tækifæri sem aðeins gefst einu sinni. Ef hún strandar á afstöðu þeirra hafa Palestínumenn endan- lega tapað. Þeir hafa þegar sætt sig við að endanleg lausn taki í fyrsta lagi gildi eftir sex ár og að ekki verði um sjálfstæði að ræða heldur sjálfstjórn í einhverju formi í tengslum við Jórdaníu og undir eftirliti ísraels. Ef ráðstefnan mistekst aftur á móti vegna afstöðu ísraels hafa ísraelsmenn fyrirgert allri velvild á Vesturlöndum, fyrst og fremst í Bandaríkjunum. ýegna þess hve mikið er í húfl fyrir báða aðila er ástæða til að vona að skynsemin ráði nú í fyrsta sinn í sögu deilunn- ar þótt þaö verði varla í fyrstu lotu. Gunnar Eyþórsson „Ráöstefnan í Madríd er tækifæri sem aðeins gefst einu sinni. Ef hún strandar á afstöðu þeirra hafa Palestínumenn endanlega tapað."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.