Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. Fréttir Margir fá sér gæludýr að óhugsuðu máli: A milli 50 og 100 gælu- dýr af Ivf uð mánaðarlega - fólk ætti að hugsa sig vel um áður en það fær sér gæludýr, segir yfirdýralæknir „Það er töluverður íjöldi gælu- dýra sem kemur, að ósk eigenda, frá Dýraspítalanum og dýralækn- ingastofum hingað til okkar að Keldum til brennslu. Fjöldi dýr- anna er breytilegur, það koma syrpur í þessu. Langmest kemur fyrir sumarfríin," sagði Sigurður Sigurðarson yfirdýralæknir í sam- tali við DV. Samkvæmt heimildum DV er tal- an á milli 50 og 100 af gæludýrum sem fara í brennslu þegar mest er. „Ég held að það sé töluvert af fólki sem fær sér heimilisdýr að óhugsuðu máli því þau þurfa mikla umönnun. Það er skylda manna að fara vel með þessi dýr og vera ekki að stofna til skyndikynna af þessu tagi. Menn eiga því að hugsa sig vel um áður en þeir fá sér heimiiis- dýr. Það má einnig minnast á annað. Það eru á ári hverju flutt inn um 500 tonn af hunda- og kattamat. Þessi innflutningur ætti að vera alger óþarfi í landi þar sem marg- falt meira hráefni er fleygt sem hægt væri að gera að fyrsta flokks gæludýramat. Af þessum 500 tonnum eru 250 tonn frá Bretlandi en í Bretlandi er riðuveiki mjög útbreidd. Hugs- anlegt er að smitefni geti borist hingað til lands. Þessi innflutning- ur er sorglegur því íslendingar hafa gert mikið átak til þess aö uppræta riðu, átak sem er vel á veg komið. Framleiðendur hunda- og katta- matar hér á landi þyrftu að tileinka sér ákveðna framleiðslutækni en það ætti ekki að vera neitt vanda- mál,“ sagði Sigurður. -ÍS Það er gott að hafa djúpa vasa þegar kuldaboli er að reyna að bíta í puttana. ‘; i >, Bl Jón Hjaltalin Magnússon um íþróttahöll fyrir HM ’95: Vísar bráðabirgða- lausnum alveg á bug „Það hefur fjöldi manns haft sam- band við okkur hjá handknattleiks- sambandinu undanfama daga til að vekja athygli á hugmyndum sínum um byggingu íþróttahallar sem not- uð yrði undir heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik. Þar á meðal eru ýmsar ágætis hugmyndir en ég vil taka það strax fram að við vísum öllum bráðabirgðahugmyndum á bug. Möguleg notkun margumtalaðs flugskýlis var athuguö 1988 og horfið frá henni. Ég held að það sé ekki gott afspumar fyrir ísland sem fund- arstaö framtíðarinnar ef keppnin fer fram í flugskýli sem er lánað,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, í samtali við DV. Eftir að samkomulag varð milli rík- isins og Kópavogsbæjar um að reisa ekki margumtalaða margnota íþróttahöll í Kópavogi, sem notuö yrði fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik 1995, komu fram ýms- ar hugmyndir um byggingu íþrótta- hallar. Þar á meðal var talað um við- bót við íþróttamiðstöðina í Laugar- dal, byggingu yfir skautasvellið í Laugardal, nýtingu flugskýlis Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli, stækkun fyrirhugaðs íþróttahúss fyrir Hauka í Hafnarfirði og nú síðast byggingu stálgrindarhúss. Jón hafnar flugskýli Flugleiða sem möguleika en tók vel í hugmyndina um stálgrindarhús enda kostaði slíkt hús reist, án innréttinga, um 225 milljónir króna. „Ég hef verið sár þegar menn hafa talað um byggingu heillar íþrótta- hallar fyrir HM ’95. Við erum yfir- leitt að tala um viðbót við þegar fyrir- hugaðar byggingar, til dæmis í Kópa- vogi eða Hafnarfirði. Sem stendur horfum við til Kópavogsbæjar og Breiðabliks en hvemig sem málin þróast er ég sannfærður um að bygg- ing þessa húss verður að veruleika. Fyrsta skóflustungan verður líklega tekin á vordögum." - Miðað við hve lengi þessi bygging hefur verið í undirbúningi, var þá ekki farið seint af stað með umræð- una? „Það getur verið að við hefðum átt að vera virkari í miðlun upplýsinga. Hins vegar er ég mjög ánægður með umræðuna á Alþingi í vikunni og þann stuðning sem við fengum þar. Við eigum stuðningsmenn þvert á stjórnmálaflokka. Við skulum ekki gleyma því að veriö er að tala um fjölnota íþróttahús sem dugar okkur næstu áratugina. Það er löngu komið fram að bygging fjölnota húss verði nauðsynleg fyrr en seinna." -hlh Gjaldþrot Álafoss: Einstaklingar og fyrir- tæki tapa 300 milljónum Landsbankinn tapar um 150 millj- ónum króna á gjaldþroti Álafoss, ekki um 455 milljónum eins og sagði í DV í gær. Þetta kom fram hjá Birni Líndal, aðstoðarbankastjóra Lands- bankans. Lýstar almennar kröfur Landsbankans í þrotabú Álafoss voru rúmar 450 milljónir króna. Björn sagði að margir opinberir aðil- ar og sterkir einkaaöilar hefðu verið í ábyrgðum gagnvart Landsbankan- um. Þær upphæðir væru þegar greiddar til bankans. Heildartap Landsbankans vegna gjaldþrots Ála- foss væri því um 150 milljónir króna. Vegna stöðu Álafoss lagði Lands- bankinn til hliðar á afskriftareikning bæöi árið 1989 og 1990. Sú upphæð, sem þannig var tekin út úr rekstri bankans til þess að mæta fyrirsjáan- legu tapi vegna Álafoss, er um 150 milljónir króna. í samtali við DV vildi Björn ekki upplýsa hvaða aðilar þaö væru sem gengist höfðu í ábyrgðir fyrir Álafoss gagnvart Landsbankanum. Um 300 milljónir lenda nú á þeim vegna gjaldþrots fyrirtækisins. Heimildir DV herma að þar sé meðal annars um að ræða Akur- eyrarbæ, Framkvæmdasjóö íslands, Sambandið, Teppabúðina, Prjóna- ver, Skóverksmiðjuna Strikið, Ár- blik, Fínull, Vinnumálasamband samvinnufélaganna ásamt ýmsum öðrum aðilum sem tengdust eða áttu í viðskiptum við Álafoss. -kaa Dómur Hæstaréttar 1 Jökulsmálinu: Dómi í máli 4 fiskvinnslu- stöða ekki verið hnekkt „Það hefur ekki verið tekin nein ákvöröun um það hvort úrskurði ráðuneytisins í málum fjögurra fisk- vinnslustöðva vegna meints kvóta- svindls á árinu 1987 verði hnekkt. í sjálfu sér getur ráðuneytið gert þaö,“ segir Jón B. Jónasson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Fyrir skömmu ógilti Hæstiréttur úrskurð ráðuneytisins vegna meints kvótasvindls fyrirtækisins Jökuls hf. á Helhssandi árið 1987. Upphaf málsins má rekja til þess að kvótalögregla sjávarútvegsins skoðaði hráefnismagn og afurða- magn 37 fiskvinnslustöðva á Vestur- landi. Aö mati sjávarútvegsráðu- neytisins gátu 5 fiskvinnslustöðvar, ekki gert grein fyrir 650 tonnum af afla. Var hann því gerður upptækur og stöðvunum gert að greiða á níundu milljón króna í sekt. Tvær stöðvanna greiddu sekt þá er ráðuneytið úrskurðaði að þær ættu að greiða, hinar gerðu það ekki. Málinu lyktaði með því að Skúh Alexandersson, eigandi Jökuls, kærði málsmeðferðina og vann mál- ið fyrir Hæstarétti. Að sögn Jóns hafa þær fjórar stöðv- ar sem sættu sömu málsmeðferð í ráðuneytinu og Jökull ekki enn ósk- að eftir því að úrskurði ráðuneytisins í málum þeirra verði hnekkt. Hins vegar verði það mál rætt í ráðuneyt- inu á næstu dögum og ákvöröun þar að lútandi tekin. -J.Mar Ferð Vigdísar til Tékkó- slóvakíu frestað „Það hefur veriö hætt við opinbera fór forseta íslands til Tékkóslóvakíu þann 12. til 14. þessa mánaðar vegna ókyrrðar í landinu. Efnahagsástand- ið er ekki svo slæmt heldur logar aht í deilum vegna kröfu Slóvaka um sjálfstæði. Þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að eyðileggja fyrir Havel forseta,” segir Ári Lieberman, fréttaritari Tékknesku fréttastof- unnar hér á landi, en hann er ný- kominn frá Tékkóslóvaklu. Á skrifstofu forsetaembættisins fengust þær upplýsingar að nýlega hefði borist ósk um að ferð forsetans yrði frestað vegna ástandsins í land- inu„ ....... „Þaö væri best fyrir Tékka að losna við Slóvaka en Vesturlönd eru á móti því og þess vegna er það ekki hægt. Það er slæmt ástand í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Til að myndá er fólki nú hótað öllu illu ef það greið- ir ekki atkvæði með sjálfstæði lands- ins í fyrirhugaöri þjóöaratkvæða- greiöslu. Það eru einkum minni- hlutahópar sem verða fyrir ofsókn- um, svo sem gyöingar, Ungveijar og sígaunar. Ástandið er mjög slæmt og spuming hvenær það fer allt í kalda- kol,“ segir Ari. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.