Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Page 3
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. 3 Fréttir Félag eldri borgara byggir þjónustuíbúðir: Fermetrinn í íbúðunum kostar 75 þúsund krónur - margir liðir koma inn í verðdæmið, segir Svan Friðgeirsson „Það eru sjálfsagt margir liðir sem koma inn í verðdæmið þegar eldri borgarar eru að kaupa sér húsnæði. Þjónustuíbúðirnar, sem við erum að selja, kosta um 75 þúsund krónur fermetrinn og er þá sameign talin með. Það má þó ekki misskilja þetta á þann veg að það sé þjónusta í íbúð- unum sjálfum heldur verður Reykja- víkurborg með þjónustumiðstöð og hjúkrunarheimili sem tengist þeim. í íbúðunum sjálfum er hins vegar Fyrsta skóflustungan að húsi Félags eldri borgara í Hraunbæ var tekin í apríl á síðasta ári. Húsið var afhent eigendum í lok síðasta mánaðar. Sólvogur byggir fyrir aldraða 1 Fossvogi: Fermetrinn á 115 þúsund krónur Á vegum fasteignasölunnar Fjár- festingar eru nú til sölu íbúðir fyrir sextuga og eldri í fjölbýlishúsi Sól- vogs í Fossvogi. Um er að ræða tveggja til fjögurra herbergja íbúðir og er verðið á bilinu 8 til 15,7 milljón- ir. Verð á hverjum fermetra er því um 115 þúsund krónur. Byggingar- meistari er Hörður Jónsson. „Fyrir þetta verð er fólk að kaupa fuUbúnar íbúðir, nema hvað varðar gólfefni, á mjög góðum stað. Það hef- ur verið mikið spurst fyrir um þessar íbúðir," voru þær upplýsingar sem DV fékk hjá fasteignasölunni. Samkvæmt söluauglýsingum verða íbúðirnar afhentar í apríl 1993. Á fyrstu hæð hússins verður íbúð fyrir húsvörð og salur þar sem Reykjavíkurborg mun bjóða upp á ýmiss konar þjónustu, gufubað, sturtur, búningsklefar og heitir pott- ar. Á efri hæðum hússins verður sameiginleg setustofa ásamt sam- komu- og spilasal. -kaa SFR svarar samninganefnd rítósins: Engir samningar án verðtryggingar Samninganeftid Starfsmannafé- lags ríkisstofnana segir ekki koma til greina að gera kjarasamninga nú, hvorki til lengri eða skemmri tíma, nema verðtryggingar séu fyr- ir hendi. Þetta kemur fram í at- hugasemdum sem nefndin hefur sett við áöur framkomnar hug- myndir samninganefndar ríkisins. Að mati nefndarinnar er óráðlegt að semja til langs tíma í komandi samningum vegna þeirrar óvissu sem ríkir um þróun efnahagsmála á næsta ári. Þá krefst nefndin þess að nú þegar veröí hafrn umræða um sérmál félagsins. Er þetta svar við þeirri hugmynd rikisins að samið verði tU langs tima, án verð- tryggingar og án sérsamninga við einstök félög. Fram kemur í athugasemdum samninganefndar SFR að þar á bæ eru menn ekki til viðræðu um að semja um nokkuð það sem skerðir áunnin réttindi opinberra starfs- manna, hvorki lífeyrisréttindi, fæðíngarorlof, veikindaréttindi né önnur réttindi. „Þeim hugmyndum og forsend- um um hagræðingu og aukna framleiöni í ríkisrekstri sem samn- inganefnd ríkisins setur fram í plaggi sínu hafnar Starfsmannafé- lag ríkisstofnana alfarið. Hins veg- ar er SFR reiðubúiö að ræða al- menna hagræðingu og aukið at- vinnulýöræði í einstökum stofnun- um,“ segir í lok athugasemdanna. öryggishnappar sem tengdir eru til húsvarðar sem ávallt er til staðar. Hann sér síðan um alit viðhald og hreingerningar í sameign," segir Svan Friðgeirsson, byggingarráð- gjafi Félags eldri borgara. Félag eldri borgara veitti nýverið móttöku fjölbýhshúsi fyrir félags- menn sína að Hraunbæ 103. í húsinu eru 29 þriggja herbergja íbúðir, 107,5 fermetra, og 17 tveggja herbergja íbúðir, 83,3 fermetra, auk húsvarðar- íbúðar. Uppreiknað til verðlags í dag er verð hverrar tveggja herbergja íbúðar tæpar 6,5 milljónir og hverrar þriggja herbergja íbúðar um 7,7 milljónir. Heildarstærð hússins er 4.700 fermetrar. Að sögn Svans verður með vorinu opnuð þjónustumiðstöð á vegum Reykjavíkurborgar við hliðina á fjöl- býlishúsinu. Þar mun eldri borgur- um bjóðast ýmiss konar þjónusta, svo sem fótsnyrting, hárgreiðsla, læknisaðstoð félagsráðgjöf, fondur, léttar æfingar og matur í sérstökum matsal. Svanur segir íbúa hússins enn ekki hafa stofnað húsfélag og því sé of snemmt að segja til um hvert mánað- arlegt húsgjald verði. Gjaldið muni þó líklega verða á bilinu átta til níu þúsund fyrir þriggja herbergja íbúð- irnar. Inn í því sé hiti, rafmagn í sameign, laun húsvarðar, viðhald og ti-yggingar. Að sögn Svans eru eldri borgarar nú að byggja sambærilegar íbúðir í Suður-Mjódd og segir hann verð þeirra íbúða verða svipað og í Hraun- bænum. Hins vegar sé gert ráð fyrir að í þjónustu- og hjúkrunarmiðstöö Reykjavíkurborgar verði ívið meiri þjónusta en í Hraunbænum. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.